Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 16

Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. AFRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Fiskréttaverksmiðja gæti skapað allt að 400 störf Aflavaki telur jafnvel raunhæft að reisa slíka verksmiðju TALIÐ er að raunhæfir kostir kunni að vera á því að reisa fisk- réttaverksmiðju hér á landi. Slík verksmiðja, sem ynni úr 10.000 tii 20.000 tonnum af hráefni árlega, gæti skapað 150 til 400 störf. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afl- vaki hefur látið vinna fyrir sig. Þar kemur einnig fram að höfurborgar- svæðið sé álitið heppilegasti staður- inn fyrir slíka verksmiðju, þó önnur atvinnusvæði í þéttbýli komi einnig til greina. Þá er bent á að hugsan- lega sér svigrúm fyrir tvær verk- smiðjur, varla fleiri og ljóst að flytja þurfi inn fisk til vinnslu. í frétt frá Aflvaka segir, að með þessu vildi félagið stuðla að auknu gagnsæi og leggja lóð á vogarskál- ar mikillar en oft yfirborðskenndrar þjóðfélagsumræðu, og greiða götu markvissrar úttektar á möguleik- um atvinnu- og verðmætaskapandi „sjávarréttarverksmiðju" á íslandi, hvaða starfsskilyrði þyrftu að vera fyrir hendi og hvar væri eftir atvik- um hagkvæmast að reisa slíka starfsstöð. Frumvinnsla og framhaldsvinnsla Skýrslan er unnin af Einari Kristni Jónssyni, rekstrarhagfræð- ing. Skýrsluhöfundur gerir greinar- mun á „frumvinnslu" annars vegar og „framhaldsvinnu“ hins vegar. Bent er á að þó svo að hefðbundin fískvinnsla sé enn bundin frum- vinnslustigi, hafi orðið verulegur virðisauki af aukinni vinnslu frysti- húsanna í neytendapakkningar, sérvinnslu, bitaskurði o.fl. á undan- förnum árum, á sama tíma og blokkarframleiðsla hafi dregist saman. Framhaldsvinnsla er næsta stig, sem felur í sér umbreytingar eða „tilreiðslu“ hráefna frá hefðbund- inni fiskvinnslu, s.s. brauðhjúpun, kryddun, forsuðu eða -steikingu, blöndun við önnur hráefni, o.s.ftv. Stærstu fisksölufyrirtækin hér- lendis annast framhaldsvinnslu í verksmiðjum sínum í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Frakklandi. Hér á landi er að finna vísa að fram- haldsvinnslu, sem eru þó ófullburða og í litlum rekstrareiningum. Árleg söluaukning á tilreiddum fiskafurðum Bent er á að árleg söluaukning á „tilreiddum" fiskafurðum í helstu Evrópulöndum sé 7,4% á meðan sala á ótilreiddum fiski aukist unt aðeins 0,5% á ári. Sala á tilreiddum ftskafurðum nemi um 4% af heildarsölu sjávarafurða, en þetta hlutfall verði komið í 60% um alda- mót. Breytingar á fjölskylduhátt- um, neyslumynstri, atvinnuþátt- töku og örbylgjuofnaeign valda þessum breytingum og eru hag- stæðar hvers kyns framhalds- vinnslu. Skýrsluhöfundur varpar fram nokkrum kostum til framhalds- vinnslu sjávarafurða. Varað er hins vegar við óraunhæfri bjartsýi varð- andi verksmiðjurekstur hérlendis. Lykilforsendur framhaldsvinnslu felast m.a. í því að slíkar rekstrar- einingar séu nægjanlega stórar og burðugar til þess að standast stöð- uga og umfangsmikla vöruþróun fyrir markaði, þar sem líftími vöru- tegunda verður æ styttri, margir stórir framleiðendur eru fyrir og verslunarkeðjur æ meira ráðandi í allri markaðsfærslu framleiðslunn- ar. Gera verður ráð fyrir að fisk- réttaverksmiðja framleiði að lág- marki 10-15.000 tonn á ári á tví- til þrískiptum vöktum til að eiga einhveija möguleika, sem er svipuð eða ívið stærri rekstrareining en stærstu fiskvinnslufyrirtæki hér- lendis, og veiti 150-400 manns atvinnu. Líklegt er að slík verk- smiðja verði að flytja inn lykilhrá- efni í einhveijum mæli. Stærðin og eðli starfseminnar setur staðarvali hennar skorður og aðeins örfáir staðir sýnast uppfylla nauðsynleg skilyrði. Næstu skref Aflvaka hf. í skýrslunni varpar höfundur fram rökum fyrir vei'ksmiðjurekstri erlendis frekar en hérlendis, og gagnrökum fyrir verksmiðjurekstri hérlendis. Næsti áfangi þessa verk- efnis af hálfu Aflvaka hf. felst í nánara mati á íslenskri sam- keppnisstöðu með ítarlegum sam- anburði á innlendum og erlendum rekstrarskilyrðum „sjávarréttar- verksmiðju". Samstarf við ÍS og SH íslenskar sjávarafurðir hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa fallist á að eiga hvort í sínu lagi samstarf við félagið um slíka úttekt, enda verði þær upplýsingar sem samstarfsaðilarnir skilgreina sem viðskiptalegt trúnaðarmál ekki birtar opinberlega. „Með þessu vill félagið sem fyrt' auka málefnalega umfjöllun um mögulegan verksmiðjurekstur hér- lendis, kanna samkeppnisstöðu Is- lands með tilliti til slíkrar fram- leiðslustarfsemi, sem nú fer fram erlendis, og leita svara við því hvað þurfti til, til að slíkut' rekstur gangi hérlendis," segir meðal annars í frétt Aflvaka. íslendingar reka fjórar fiskréttaverksmiðjur erlendis Skapa um 1.300 manns vinnu við framleiðsluna SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna, SÍF og íslenzkar sjávarafurð- ir reka fiskréttaverksmiðjur í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, sem veita um 1.300 manns vinnu og vinna ú_r tugum þúsunda tonna af fiski. I skýrsl- unni er meðal annars að finna eftir- farandi yfirliti yfir þá starfsemi. SH rekur framleiðslu- og sölu- fyrirtækið Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum, sem var stofnað 1947. Markmiðið með stofnun þess var að koma frystum afurðum félagsmanna á markað ytra. Verksmiðjurekstur Coldwater HUGBÚNAÐUR FYRIR WIND0WS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gl KERFISÞRÖUN HF. Fákafení 11 - Sími 568 8055 hófst árið 1954 og voru afurðirnar fiskstautar og sneiðar með brauð- mylsnu. Afurðir fyrirtækisins í dag eru aðallega hjúpuð framleiðsla með brauði eða deigi, rækjur og ýmis sérpökkun. Auk þess eru framleidd þar fyllt flök. Einungis helmingur hráefnisins _ til framleiðslunnar kemur frá Islandi. Fyrirtækið seldi um 25.000 tonn af verksmiðjuframleiddum afurð- um árið 1994 fyrir um 7,3 milljarða króna. 420 manns vinna við fram- leiðsluna. Framleiðslan tvöfölduð á sex árum Verksmiðjuframleiðsla SH í Bretlandi hófst á vegum Icelandic Freezing Plants Ltd. árið 1984. Fyrirtækið hefur búið við vaxandi sölu og velgengni í seinni tíð og á undanförnum sex árum hefur framleiðslan tvöfaldazt. Árið 1994 seldi fyrirtækið 13.600 tonn af verksmiðjuafurðum fyrir um 3,6 milljarða króna. Afurð- ir verksmiðjunnar eru um 200 tals- ins. þar má nefna fiskborgara fyrir McDonalds, flök fyrir verzlanakeðj- una Iceland Frozen Foods og sér- pökkuð hnakkastykki fyrir ýmsar verzlanakeðjur. Um 450 manns störfuðu hjá félaginu, þar af um 410 við verksmiðjuframleieðslu. Á síðasta ári keypti SH helm- ingshlut í Faroe Seafood verksmiðj- unni í Grimsby. Reksturinn hefur verið sameinaður og er fyrirtækið þá þriðja til fjórða stærsta fyrir- tækið í framleiðslu og dreifingu á fiski í Bretlandi. Selt fyrir 5,6 milljarða íslenzkar sjávarafurðir eiga ásamt framleiðendum fyrirtækið Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, sem var stofnað árið 1951. Það rekur nú fullkomna fiskréttaverksmiðju. Árið 1994 seldi fyrirtækið 23.100 tonn af eig- in framleiðslu fyrir um 5,6 milljarða króna. 320 manns starfa við fram- leiðsluna. SÍF með verksmiðju í Frakklandi Fyrir fimm árum keypti Sölu- samband íslenzkra fiskframleið- enda, SÍF, framleiðslu- og dreifíng- arfyrirtækið Nord Morue í Jonzac í Frakklandi. Með því móti vildi SÍF komast inn fyrir tollmúra ESB ■ og sem næst endanlegum neyt- anda. Þá vildi það þróa betur sölu- möguleika á þurrfiski. Hjá fyrir- tækinu í Frakklandi starfa 125 manns við vinnslu, markaðsmál og stjórnun. Framleiðslan var 9.100 tonn árið 1994 og er stefnt að því að auka hana í 15 þúsund tonn á næstu árum. 75% af hráefni fyrir- tækisins er íslenzkur fiskur. Sænska stjórnin herðir sparnaðaraðgerðir Hærri skattar og minni bætur Kaupmannahöfn. Morgiinblaðið. SVIAR hyggjast spara 22 millj- arða sænskra króna (um 200 millj- arða ísl.kr.), í viðbót við þann 118 milljarða (1150 milljarða) niður- skurð, sem þegar var búið að ákveða. Erik Ásbrink fjármálaráð- herra Svía segir að takist að bæta stöðu ríkisútgjalda með þessum aðgerðum verði Svíar heimsmeist- arar í niðurskurði. Sparnaðinum á að ná með gam- alkunnri blöndu skattahækkana og niðurskurðar, til dæmis í fé- lags- og heilbrigðismálum, þrátt fyrir fyrri loforð um að skattar yrðu ekki hækkaðir. Stjórnin virð- ist ekki lengur búast við að ná settu marki um að helminga at- vinnuleysið fyrir 2000. Ætlun stjórnarinnar er að minnka ríkisútgjöld um 12,3 pró- sent á árunum 1993 til 1998 og í viðbót við fyrri sparnað á að skera niður um 10 milljat'ða sænskra króna (nær 100 milljarða ísl.kr.) á næsta ári og tólf 1998. Lögð er áhersla á að allur sparnað- ur skili sér, en gangi ekki til að greiða niður halla annars staðar. Hins vegar er spáð minni hag- vexti fram til 2000 en áður, 1,4 prósentum í stað 4 prósenta, svo stjórnin virðist sjálf hafa misst trú á eigin áætlunum um að fækka atvinnulausum um helming, eins og ætlunin var. Ýmsar breytingar verða á skattakerfinu. Orkuskattui' og skattar á hlutabréf hækka, virðis- aukaskattur lítilla fyrirtækja verð- ur lækkaður og húsaviðhald gert frádráttarbært. Hlutur sjúklinga í greiðslum fyrir tannlækningar og aðra heilbrigðisþjónustu verður hækkaður. Áður hafði verið lofað að hlutfall atvinnuleysis- og sjúkrabóta yrði hækkað úr 75 pró- sentum, sem stjórn Hægriflokks- ins færði þær niður í, upp í 80 prósent og við það verður staðið, en hins vegar verður bótaviðmiðun breytt, svo að bótaþegar fá ekki fleiri krónur í vasann. Carl Bildt formaður Hægri- flokksins segir um efnahagsstefnu stjórnarinnar að hún sé görótt blanda, þegar hagvöxtur minnki og skattar hækki, ekki sé leyst um höft atvinnulífsins og atvinnu- leysið aukist. Bildt, sem hefur umsjón með uppbyggingunni í Bosníu, var í Stokkhólmi í gær á ráðstefnu um Bosníu, en hefur annars sjaldnast tíma til að láta í ljós skoðanir á sænskum stjórn- málum. ISTUTT Clinton til Asíu og Rússlands BILL Clinton Bandaríkjafor- seti lagði upp í vikuför til Asíulanda og Rússlands í gær og var fyrsti viðkomu- staðurinn Suður- Kórea. Þar mun hann ræða við ráðamenn um erfið- leika í sam- búðinni við kommúnistastjórn Norður- Kóreu en heldur síðan til Jap- ans. Er ætlunin að staðfesta með nýjum samningi í Tókýó áratuga samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Ákveðið var í gær að Banda- ríkin afhentu fyrri eigendum á ný um 20% lands sem þeir nota undir herstöðvar á eynni Okinawa. Ekki verður fækkað í herliðinu. Clinton fer þar næst til Rússlands á alþjóðlegan leið- togafund um öryggi í tengsl- um við varðveislu kjarna- vopna. . Fjöldamorð í Indónesíu LIÐSFORINGI í her Indónes- íu gekk af göflunum í gær og skaut 15 manns til bana, þ. á m. 10 hermenn. Atburð- urinn varð á afskekklum í'lug- velli í héraðinu Irian Jaya þar sem innfæddir hafa barist fyrir sjálfsstjórn og gegn hóf- lausu skógarhöggi. Varað við niðurskurði LEIÐTOGAR stjórnarand- stöðu og stéttarfélaga í Þýskalandi vöruðu í gær ríkis- stjórn Helmuts Kohls kansl- ara við því að ganga of langt í að draga úr_ félagslegum bótagreiðslum. Á hinn bóginn virtist sem ekki væri eining meðal jafnaðarmanna. Ger- hard Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands, og Kurt Beck, starfsbróðir hans í Rheinland-Pfalz, virtust mun sáttfúsari en Oskar Lafonta- ine flokksformaður. Sahlin hættir á þingi MONA Sahlin lýsti því yfir í gær að hún ætlaði að hætta þingmennsku og hugsa sinn gang. Fyrir nokkrum mánuð- um var talið að Sahlin yrði eftir- maður Ing- var Carls- sons sem formaður sænska Jafnað- armanna- flokksins og forsætisráð- herra, en hún missti af hnoss- inu vegna greiðslukortaó- reiðu. Hún situr áfram í fram- kvæmdanefnd flokksins. Talið er líklegt að Sahlin sé einangruð í þingflokknum og Persson virðist hafa lítinn áhuga á að hlaða undir hana. Eftir að Persson var kosinn sagðist ■ hún samt sem áður álíta að hún hefði orðið betri formaðúr og forsætisráðherra og þau ummæli hafa ekki mælst vel fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.