Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 35 KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Dýrafirði 8. sept- ember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. For- eldrar Kristínar voru Helga Jóna Jónsdóttir frá Botni í Súgandafirði og Guðmundur Bjarni Jónsson frá Alfta- mýri í Arnarfirði. Systkini Kristínar eru Kristján Sig- urður, f. 1905, drukknaði 15 ára, Jón, f. 1909, dó ársgamall, Guðbjartur, f. 1911, bjó í Hafnarfirði, drukknaði 42 ára, Jón Eiríkur, f. 1912, bjó á Akra- nesi, nú látinn, Valdemar, f. 1913, bjó í Reykjavík, nú látinn, Soffía, f. 1916, bjó á Akranesi, dvelur á Sjúkrahúsi Akraness, Guðný, f. 1918, bjó á Ásbrekku í Vatnsdal og í Reykjavík, nú látin, Móses, f. 1920, býr í Hafnarfirði og Jens, f. 1920, býr í Reykjavík. Eiginmaður Kristínar var Björn Bergmann Jónsson frá Brúarlandi á Skagaströnd. Fyrstu búskaparár- in bjuggu þau á Skagaströnd, en fluttu til Akraness árið 1936. Björn lést 12. janúar 1964. Þeirra börn eru Þórhallur, f. 1931, kvæntur Ingu Helgadóttur, þau búa á Akranesi; Olína, f. 1934, gift Kristni Gunnlaugssyni, þau búa í Keflavík. Áður átti Krist- ín Soffíu, f. 1928, gifta Jóni H. Jónssyni, þau búa í Keflavík. Barnabörn og barnabarnabörn fylla brátt sjötta tuginn. Útför Kristínar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Flýg ég heim úr §arlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Kveðja frá dóttur. í örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar ömmu og fósturmóður, Kristínar Guðmundsdóttur, sem lést í hárri elli á Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 8. apríl sl. Hún var fædd á Bakka í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru þau Helga Jóna Jóns- dóttir frá Botni í Súgandafirði og Guðmundur Bjarni Jónsson, frá Álftamýri í Arnarfirði. Foreldrar Helgu Jónu voru Soffía Eiríksdótt- ir frá Hrauni á Ingjaldssandi og Jón Þorfinnsson af Ströndum. For- eldrar Guðmundar Bjarna voru Jón Ólafsson og Kristín Guðmunds- dóttir, er bjuggu á Tjaldanesi í Arnarfirði. Amma mín ólst upp í stórum barnahópi og var næstelst 10 barna. Fjölskyldan bjó lengst af á Þingeyri, þar sem faðir hennar stundaði sjósókn. Lífið snerist um vinnuna og að sjá sér farborða. Börn og fullorðnir unnu saman og hver sá er vettlingi gat valdið færði björg í bú og þannig færðist arfur kynslóðanna til barnanna. Amma var vinnufús manneskja og trú því sem hanni var treyst fyrir. Hún hafði afskaplega ríka sjálfsbjarg- arviðleitni og var það ríkur þáttur í fari hennar að vinna öðrum vel, eins og títt er um þá kynslóð sem senn er gengin. Ein var sú mann- eskja sem ömmu minni var afar kær, en það var Soffía amma henn- ar, sem bæði kenndi henni að lesa og skrifa, auk þess allar bænir og sálma er hún kunni. Minninguna um þessa góðu konu geymdi amma í hjarta sér og talaði einlæglega um hana sem sinn verndarengil í lífinu. Þótt amma ætti ekki kost á að ganga menntaveginn, þá bætti hún sér það með miklum bóklestri alla tíð og viðaði þannig að sér mikilli þekkingu á mönnum og málefnum. Amma mín steig stórt gæfuspor er hún árið 1930 giftist manni sín- um, Birni Bergmann Jónssyni frá Brúarlandi á Skagaströnd. Saman hófu þau búskap á Skagaströnd og bjuggu þar til ársins 1936, er þau fluttust á Akranes. Þar bjuggu þau fyrst í Dalsmynni, en seinna á Mánabraut 6, sem varð þeirra framtíðarheimili. Björn fóstri minn starfaði lengst af sem sjómaður og matsveinn á togurum og síldar- bátum, en best man ég hann sem matsvein á Akraborginni, en þar starfaði hann allt þar til hann lést um aldur fram árið 1964 og var það okkur öllum mikill harmur. Saman ólu amma og afi upp börn- in þrjú. Móður mína, Soffíu Karls- dóttur, Þórhail B. Björnsson húsa- smíðameistara á Akranesi og Ólínu Björnsdóttur kennara í Keflavík. Er krafta þraut og heilsan dvín- aði var ömmu búinn dvalarstaður á E-deild Sjúkrahúss Akraness, þar sem hún eyddi ævikvöldinu umvafin umhyggju og hlýju og stöndum við fjölskyldur hennar í ævarandi þakkarskuld við allt það yndislega starfsfólk er þar starfar. Með þessum orðum kveð ég yndislega ömmu, er eitt sinn gekk lítilli stúlku í móðurstað og lét hana njóta alls hins besta er lífið hefur að bjóða. Á uppvaxtarárun- um naut ég þess ríkulega hve trú- föst hún var. Á andlátsstund henn- ar var gott að geta beðið bænirnar er hún kenndi mér sem barni. Ég veit að nú þegar hún hverfur til nýrra heimkynna á fund genginna ástvina verður vel á móti henni tekið. Góður Guð blessi ömmu mína. Björg Karitas. Elsku Kristín amma, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er alitaf sárt að missa ein- hvern sér nákominn, en ég held að hvíldin hafi verið þér kærkom- in. Þú hefðir orðið níræð 8. sept- ember nk. hefðir þú lifað. Ég vil minnast þín sem glaðlegr- ar konu, konu sem sífellt var vinn- andi, konu sem kvartaði ekki. Ég á frá þér góðar minningar. Minn- ingar sem ég mun geyma með mér og riija upp til að minnast þín. Ég man þig koma heim í há- degismat, litla, kvika í hreyfingum, með klút bundinn um höfuðið og töskuna með kaffibrúsanum í ann- arri hendinni og ég beið fyrir utan með heita sendingu frá mömmu. Þú varst svo mikið náttúrubarn, naust þess að vera úti í guðs- grænni náttúrunni, eins og þú sagðir. Þú ræktaðir kartöflur og gulrætur og hvergi var rabbabar- MINNINGAR inn betri né stærri en hjá þér. Fátt var betra en að fá rabbabara og sykur til að dýfa í hjá ömmu. Það var nú oft glatt á hjalla hjá okkur þann tíma sem ég dvaldi hjá þér. Oft spjölluðum við fram á kvöld og hlógum svo heilmikið, jafnvel grétum af hlátri. Ailtaf var stutt í hláturinn hjá þér og hann var svo smitandi að það var ekki hægt annað en að hlæja með þér, þó að ég vissi ekkert af hvetju þú varst að hlæja. Þó aldurinn færðist yfir og heils- an bilaði glataðir þú aldrei þinni léttu lund. Það var alltaf stutt í brosið og þú varst fljót að sjá skop- legu hliðarnar á lífinu og fólkinu í kringum þig. Ég kveð þig nú og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Ég bið góðan guð að veita okkur öllum trú og styrk. Ég veit að nú líður þér vel og afi tekur á móti þér. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla, við herrans bqost er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Þín, Sigurlaug. Hún amma er dáin. Langar mig því að minnast hennar með örfáum orðum og um leið þakka henni þau 23 ár sem við áttum saman. Var hún eina amman sem ég átti um ævina og metur maður mikils að hafa átt hana að, þá sér í lagi á mínum yngri árum. Þá var höfnin og Sementsverksmiðjan oft á tíð- um vettvangur ævintýranna. Ó, hve gott var þá að komast til henn- ar ömmu sinnar og stutt að fara, eftir alls kyns hrakninga eða bara til að fá sér bita. Að koma til ömmu á Mánabrautina breyttist lítið í gegnum árin. Það eru ákveðnir þættir sem sitja sem fastast í minningunni við að koma þangað. Kexið sem hún geymdi í krukkunni á eldhúsborðinu, kýr- augað á bakdyrunum, rabbabara- beðið og orgelið koma upp í hug- ann. En eitt er ofar öllu öðru í minningunni um ömmu. Það er brosið hennar og hlátur, eilífur hlátur hennar og lífsgleði allt til hins síðasta. Þannig muna allflest- ir eftir henni. Óg líka það að láta allt flakka, sama hver átti í hlut, við öll tækifæri. Það var einkenn- andi er við Jóhanna sátum hjá henni síðustu andartökin, hve mik- il ró og friður hvíldi yfir henni. Og gott er að vita að svo var allt fram á hennar síðustu stund. Fall- in var þá frá konan sem ég get þakkað lífsgleði mína og hlátur. Pabbi, Olla, Soffía, Bella og öll hin, Guð gefí okkur styrk á stundu sem þessari. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsan og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pétursson.) Vertu sæl, elsku amma mín. Ég mun ávallt geyma minningu þína í hjarta mínu. Ingþór Bergmann Þórhallsson. ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi ll^ s. 5884460 t Hjartkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, KARL EMIL HANSEN, fæddur 17. janúar 1968,lést í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þann 12. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Pálsdóttir Lund, Axel Lund, Poul E. Hansen, Páll Eirikur Hansen, Kristján Hansen, Martin Lund, Hulda Sigurjónsdóttir, Páll Guðjónsson, og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN STEINGRÍMSSON rafvirkjameistari, lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn að- faranótt föstud. 1 2. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Hilmar Guðjónsson, Jóhanna Thorsteinsson, Magnús Guðjónsson, Steingrímur Guðjónsson, Katrfn Guðmannsdóttir, Sigriður Guðjónsdóttir, Ingólfur Guðjónsson, Jónína E. Hauksdóttir, Kjartan Steingrfmsson Wein, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Grandavegi 45, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 13.30. Einar Halldórsson, Ólöf Unnur Harðardóttir, Guðfinna Halldórsdóttir, Hilmir Elísson, Jóhann Halldórsson, Olga Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Frænka mín, ELLÝ ANNATHOMSEN AÐALSTEINSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 1. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurlaug Aðalsteinsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, dóttir og frænka, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR píanókennari, Öldugranda 1, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 17. apríl kl. 13.30. Bjarni Jónsson, Andrés Jón Esrason, Anna Bjarnadóttir, Jón Eiríksson, Áslaug Sigurðardóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Helga S. Eiríksdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Arnarhrauni 30, Hafnarfirði, sem andaðist 9. apríl, verður jarðsung- in frá Frikirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 17. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vitdu minnast hennar, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Vilhjálmur G. Skúlason, Karóli'na M. Vilhjálmsdóttir, Steinar Gi'slason, Gísli Eiríksson, Inga Rósa Guðjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.