Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 37
TRA USTI
JÓNSSON
+ Trausti Jónsson
var fæddur í
Reykjavík 4. sept-
ember 1968. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Borgarspítal-
ans 3. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Dollý Ni-
elsen húsmóðir, f. í
Reykjavík 30.7.
1943, og Jón Ólafs-
son stýrimaður, f. í
Reykjavík 1.3.
1940. Trausti var
yngstur systkina
sinna, en þau eru
Snorri Jónsson, f. 7.12. 1966,
og Stella Leifsdóttir, f. 4.10.
1964, gift Davíð Ingibjartssyni,
f. 1.9. 1962, þeirra börn eru
Aðalheiður Erla, f. 26.10. 1983,
Berglind Rós, f. 24.9. 1985, og
Ingibjartur Bjarni, f. 17.7.
1990.
Útför Trausta fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Til eru fræ sem fengu þennan dóm:
að falla í jörð og verða aldrei blóm.
Eins eru skip sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von, sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mætzt,
og aldrei geta sumir draumar rætzt.
Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lltil böm, sem aldrei verða menn.
(Ðavíð Stefánsson.)
Þessi orð Davíðs Stefánssonar
eiga mjög vel við hann Trausta litla
því enda þótt hann væri orðinn 27
ára gamall var hann ennþá bara
lltill drengur.
Ég man eftir litlum ljóshærðum
dreng í kerru, ég var sex ára, hann
var tveggja ára, ég var stóra syst-
ir, hann var litli bróðir, ég var að
passa. Það er ekki mikið sem ég
man eftir honum frá því að við
vorum lítil því að vegna fötlunar
sinnar fór hann mjög ungur á
Kópavogshæli og dvaldi þar þangað
til hann fluttist á sambýlið í Stiga-
hlíð 54 1. feb. sl.
En nú er hann litli bróðir minn
dáinn og þó svo að ég hafi í raun
aldrei kynnst honum vel þá sakna
ég hans og í minningunni geymi
ég mynd af litlum ljóshærðum
dreng í kerru.
Stella.
Hann Trausti okkar er kominn
heim til guðs. Þar mun hann eiga
góða og glaða daga í nýjum og
betri heimi. En hjá okkur, sem eft-
ir lifum, skilur hann eftir margar
hugljúfar minningar, sorg og sökn-
uð. Þannig er lífsins saga.
Trausti Jónsson kom til okkar á
Kóþavogshælið ungur að árum. Þar
hefur hann dvaiist meginhluta ævi
sinnar. Snemma á þessu ári flutti
hann í sambýlið í Stigahlíð 54 í
Reykjavík. Sumir kunna að halda,
að fatlaður drengur á Kópavogs-
hæli eigi sér fátæklega sögu. En
það á ekki við um Trausta. Hann
skilur eftir sig hugljúfa sögu. Lífs-
vegurinn hans er varðaður góðum
minningum, sem hann skildi eftir
hjá vinum sínum og vandamönnum,
hjá okkur, starfsfólkinu, sem urð-
um þeirrar gæfu aðnjótandi að
annast hann og njóta samvistanna
við hann. Þetta fínnst kannski sum-
um skrítið, en satt er það engu að
síður.
Minningin um Trausta vermir
og lýsir eins og sólargeisli í vitund
okkar. Hann vaknaði brosandi og
brosið hans entist allan daginn.
Gleðin var honum eðlislæg. Kímni-
gáfu hafði hann í besta lagi. Hann
skellihló, þegar eitthvað spaugilegt
gerðist. Já, það var stutt í brosið,
þegar eitthvað fór óhönduglega,
einhver missti eitthvað í gólfið eða
var með einhvern
vandræðagang og
fum. Hann hafði yndi
af tónlist, söng og
dansaði fullur af lífs-
gleði og fjöri. En
Trausti var einnig
ákveðinn og vissi jafn-
an hvað hann vildi
gera og hvað ekki. Og
hann myndaði góð
tengsl við þá, sem með
honum voru. Öll sam-
skipti hans við aðra
einkenndust af hlýju
og alúð.
Hann hafði ótrúlega
mikla útgeislun og gaf svo mikið
frá sér. Oft sendi hann þeim sem
hann mætti á förnum vegi, í versl-
unum eða annars staðar, geislandi
bros. Og brosið hans Trausta
kveikti eins og ósjálfrátt bros á
andliti hins ókunna fólks. Þannig
var hann Trausti okkar og þannig
munum við hann.
Trausti hafði áhuga á ferðalög-
um og útilífí. Hann naut þess að
ferðast og fylgjast með því sem
fyrir augu bar. Við munum hann
í síðustu ferðinni, sem hann fór
með okkur. Siglingin á Akraborg-
inni og dvölin í sumarbústaðnum í
Svignaskarði varð honum og okkur
yndislegt ævintýr. Og gaman var
það, þegar skroppið var í sund á
góðviðrisdegi. Þá var skvett og
skvampað, buslað og hlegið.
Við munum líka samveru
Trausta og Jóns föður hans á síð-
astliðnu hausti. Faðirinn átti svo
sterk ítök í þessum syni sínum, sem
helst vildi ekki sleppa hendi hans
nokkra þá stund, sem þeir áttu
saman. Samskipti þeirra voru inni-
leg og hlý. Vitundin um umhyggju-
saman föður sinn var Trausta ævin-
lega haldgott reipi í glímunni við
veröldina frá einum degi til annars.
Snorri var stóri bróðir hans
Trausta, tveimur árum eldri. Hann
var líka fatlaður og samtíða honum
á Kópavogshælinu. Hafi einhver
einhvern tíma verið stóri bróðir ein-
hvers, þá var það Snorri, sem „stóri
bróðir" Trausta. Þeir voru hvor
annars stoð og stytta. Öll þeirra
samskipti voru innileg og hlý.
Trausti gerði stundum ýmislegt
fyrir þennan stóra bróður sinn, sem
hann hefði ekki gert fyrir aðra.
Blóðböndin milli þeirra sögðu til
sín, máttug og sterk. Vinátta þeirra
var einlæg og gagnkvæm. Snorri
hefur misst mikið við fráfall
Trausta bróður síns og hann sakn-
ar hans sárt. En Snorri veit, að nú
er Trausti hjá guði og líður vel.
Og þar munu þeir bræðurnir ein-
hver tíma hittast. Þá verður gaman
og glatt á hjalla hjá þessum góðu
bræðrum. Við biðjum algóðan guð
að styðja og styrkja Snorra á erf-
iðri sorgarstund.
En það eiga fleiri um sárt að
binda við andlát Trausta. Faðir og
móðir, systir, vinir og vandamenn
drúpa öll höfði í þungri sorg.
Góður drengur _ er genginn.
Söknuðurinn er einlægur og sár.
En þakklætið fyrir það sem hann
var og er, - fyrir samveruna og
allar góðu minningarnar, græða
sárin. Guð glessi alla þá, sem nú
syrgja Trausta Jónsson og styðji
þá og styrki í sorg sinni. Trausta
þökkum við gleðibrosin og samver-
una alla á liðnum árum. Við sökn-
um hans, en minningarnar um hann
lifa og hlýja okkur um hjartarætur.
Vertu sæll, góði vinur.
Signý, Ragna, Gerður,
Steinunn og Helga.
í byijun febrúar síðastliðins
flutti Trausti í nýtt sambýli í Stiga-
hlíð 54, en hann hafði um árabil
búið á Kópavogshæli fyrrverandi.
Eftir byijunarörðugleikana fór
Trausti að meta það rólega, fá-
menna og hlýlega umhverfí sem
hann var nú fluttur í. Hann tók
umtalsverðum framförum á þess-
um stutta tíma, fór að tala meira,
söng oftar og brosti.
Flest þau nýju verkefni sem hann
þurfti að takast á við, vöktu áhuga
og jafnvel aðdáun hans. Trausti
átti auðvelt með að koma auga á
broslegu hliðarnar og þegar hann
hló var hláturinn hans svo smitandi
að yfirleitt voru allir í kringum
hann farnir að hlæja með honum.
Okkur sem störfum hér á sam-
býlinu fannst að Trausti væri farinn
að blómstra. Því var það okkur
mikið áfall að þessi ungi, hrausti
maður skyldi fara svo skyndilega
sem raun varð á. Eina stundina var
hann glaður og brosandi að faðma
okkur þegar hann kom heim úr
vinnu. I næstu andrá hniginn niður
og dáinn skömmu síðar.
Um leið og við þökkum sam-
fylgdina, sem varð því miður allt
of stutt, vottum við aðstandendum
Trausta samúð okkar.
Starfsfólk sambýlisins
Stigahlíð 54.
í lífi manna skiptast á skin og
skúrir, sólin verður stundum að
víkja fyrir regni og myrkri. Þegar
dauðinn knýr dyra skilur hann að-
standendur og vini eftir í sárum
sem tíminn einn getur grætt.
Ég kynntist Trausta fyrst í maí
1994 er ég hóf störf á deild 18 á
Landspítalanum í Kópavogi. Hann
tók á móti mér nývaknaður og
skælbrosandi. Þessi morgunn var
sá fyrsti af mörgum þar sem
Trausti heilsaði með brosi.
Fólk er mismunandi og hefur þar
af leiðandi mismunandi áhrif á
umhverfi sitt. Trausti var einn af
þeim mönnum sem lét lítið fara
fyrir sér en öll samskipti byggðust
á hlýju og gleði. Hann var tónelsk-
ur og skipaði tónlist stóran sess í
lífi hans, bæði í daglega lífinu og
í þeirri meðhöndlun sem hann
hlaut.
Ég vil senda foreldrum Trausta,
Jóni og Dollý, systkinum hans
Stellu og Snorra, Helgu deildar-
stjóra, Gerði og öðru starfsfólki
deildar 18 mír.ar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Trausti minn, takk fyrir allar
góðu stundirnar og hafðu það sem
allra best á nýja staðnum sem er
á bakvið stóru hurðina sem þú
hefur nú lokað í síðasta skipti.
Þín vinkona,
Bryndís.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
HS. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
KAMH
ÁSGRÍMUR
HALLDÓRSSON
+ Ásgrímur Helgi Halldórs-
son fæddist í Bakkagerði á
Borgarfirði eystra 7. febrúar
1925. Hann lést i Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 28. mars og fór
útförin fram frá Hafnarkirkju
3. apríl.
Þetta land geymir allt sem ég ann,
býr í árniði grunntónn þín lags.
Hjá þess urt veit ég blómálf míns brags,
milli bjarkanna yndi ég fann.
Ber mér útrænan ilmimv frá sjó,
blærinn angan frá lyngi í mó. .
Djúpa hugró á fjöllum ég fmn.
Meðal fólksins er vettvangur minn.
Þetta land skamma stund bjó mér stað.
Ég er strá þess í mold, ég er það.
Þessar ljóðlínur ljóðskáldsins
góða Kristjáns frá Djúpalæk koma
mér í huga við óvænt fráfall Ás-
gríms Halldórssonar, því svo vel
standa þær fyrir því sem honum
var hugleikið.
Kynni okkar hófust fyrir margt
löngu þegar Ásgrímur gegndi starfi
framkvæmdastjóra Skipatrygging-
ar Austfjarða og undirritaður var
að stíga sín fyrstu spor við trygg-
ingastarfsemi.
Vel var mér kunnugt um það
traust sem Ásgrímur hafði áunnið
sér í starfi sínu fyrir Skipatrygg-
ingu Austfjarða og það góða orð
sem útgerðarmenn báru honum og
þá ekki síst þegar þeir urðu fyrir
áföllum. Kom sér vel að geta leitað
til hans og miðlaði hann af reynslu
sinni með ljúfmennsku.
Á síðastliðnu sumri upplifðum
við hjónin með lítilli dóttur okkar
sumardag, eins og þeir gerast feg-
urstir á Austurlandi.
Rétt fyrir hádegisbil lögðum við
upp frá Höfn en áður en lagt var
af stað hringdi ég í Ásgrím en þau
hjón dvöldu þá í sælureit sínum
uppi í Lóni. Ég spurði hvort við
mættum koma rétt við á leið okkar
til að skoða gróðurreit hans sem
svo mikið var rómaður. Þið eruð
velkomin, svaraði Ásgrímur og
bætti síðan við, voruð þið annars
búin að borða?
Lögðum við upp Almannaskarð
með tilhlökkun um að hitta þau
hjón og skoða reitinn.
Ásgrímur tók okkur glaður í
bragði með ungum afadreng sínum
sem dvaldi hjá afa og ömmu þessa
stundina. Það voru skjót kynni sem
tókust með unga fólkinu og undu
þau sér vel saman í leik meðan
Ásgrímur fór með okkur um reitinn
sinn og sýndi okkur hinar ýmsu
tijátegundir.
Mikla umhyggju og natni hefur ,
þurft í byijun til að rækta á ber-
angri þennan fagra skóg sem nú
er upp risinn. Sérstaklega verða
okkur minnisstæðar tignarlegar
aspir sem Ásgrímur sagði okkur
hvernig hann hefði komið til, með
því að stinga niður steypustyrktar-
teini og setja síðan aspargrein í
holuna.
Eftir að hafa skoðað reitinn þáð-
um við velgjörðir hjá þeim heiðurs-
hjónum.
Um leið og við kvöddumst bað
Ásgrímur okkur að skilja eftir hlið-
ið opið því hann og afastrákur
ætluðu að fara til að vitja um sil-
unginn.
Eg hugsaði um leið og við ókum
á braut, getur öllu meiri gæfa fall-
ið ungum dreng í skaut en sú að
mega dvelja með afa og ömmu í
faðmi náttúrunnar, aðstoða afa víð
ræktunarstörfin og fá að fara með
honum á bát til að vitja um.
Blessuð sé minning Ásgríms
Halldórssonar.
Óli Þór Ástvaldsson.
t
Eiginmaður minn,
BJÖRN PÁLSSON
fyrrv. alþingismaður og bóndi,
Ytri-Löngumýri,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. apríl
kl. 13.30.
Ólöf Guðmundsdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN BJÖRGVINSSON,
Krókahrauni 12,
sem andaðist að kvöldi 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Garðakirkju í dag,
þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.30.
Guðbjörg Erlendsdóttir,
Kristinn Sævar Kristinsson, Sigriður Hallgrímsdóttir,
Erla Vigdis Kristinsdóttir, Þorgeir Þorbjörnsson,
Guðfinna Björg Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
við andlát og útför dóttur okkar,
DAGNÝJAR DANÍELSDÓTTUR.
Guðný Guðlaugsdóttir, Daníel Björnsson,
Eygló Daníelsdóttir, Agnar Sverrisson,
Anna Dóra Daníelsdóttir, Sævar Hallsson,
Fanney Daníelsdóttir,
Heimir Daníelsson,
Inga Sif Daníelsdóttir
og aðrir vandamenn.