Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 45

Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Klerkar í klípu Hvað eruð þið að hugsa hjá Stöð 2? Frá Albeiti Jensen: ÞAÐ virðist ljóst að Guð vor hefur í gegnum tíðina verið frekar óhepp- inn með fulltrúa sína hér á jörð. í gegnum aldirnar hefur trúin verið notuð sem hagstjómartæki og svipa kúgunarafla. Á miðöldum kvað svo rammt að þessu, að „sa- dískir“ kirkjunnar þjónar notuðu trúna til að svala óeðli sínu með pyntingum og morðum. Lúterstrú- in var innleidd hér á landi með aftökum á biskupi kaþólskra og sonum hans. í einum sið kristninn- ar getur maður framið viljandi voðaverk, gengið svo til svokall- aðra skrifta og hreinsað sig. Hræðilegt umkomuleysi alþýð- unnar um margar liðnar aldir, fólst í menntunarsnauð, viðhaldinni fá- tækt og kúgun í kjölfarið. Prestar ljáðu lítið lið fátæklingum þeirra tíma. Það má líkja trú við stjórnmála- stefnu. Leiðtogi sem fer ekki eftir stefnuskrá flokks síns, svíkur bæði málstaðinn og þá sem á hann trúa. Kristin trú er það besta sem völ er á ef maður vill að það góða sigri. En þá er lágmarkið að fulltrúar Guðs trúi á hann. í dag eru prest- ar almennt ekki vændir um trú- girni. í þeirra stéttarfélagi eru meiri illindi og trúleysi hvor á ann- an en gerist í öðrum félögum, þó ótrúlegt megi telja. Æðsti maður kirkjunnar á í vök að veijast. Til hans er lagt af mikilli mannvonsku og er málum þannig fyrirkomið að hann á sér enga vörn. Frá mínum bæjardyrum séð á miskunnarlaus valdabarátta sér stað meðal presta. Mér finnst eins og klerkar séu komnir í stríð við almenning. Þeir valdi látinn tauta við sjálfan sig að nú sé líklega best að fara að biðja Guð að hjálpa sér. Kannski taka klerkar Guð ekki aivarlega. Ekki einu sinni í bókstaflegri merk- ingu. I mínum huga eru sumir hæst stemmdu prestarnir í Langholts- málinu hræsnarar. Allt snýst um peninga, völd og þá sjálfa. Þeir eru svo lágt sigldir að taka undir ósannaðar ávirðingar á yfirmann sinn. Biskupi er hótað af lögfæð- ingi Flóka ef úrskurður hans verði þeim óhagstæður. En þegar úr- skurður séra Bolla er það, lætur Flóki nægja að fara í fýlu og ásaka vígslubiskupinn um að forða sér á flótta. Sá söfnuður er heppinn sem hefur slíkan afbragðstónlistár- mann sem Jón Stefánsson er. Langholtskirkja er það sem hún er í dag vegna hans gjörða og safnað- arins. Að skifta á Jóni og kreddu- fullum friðslítanda væri svo sem eftir öðru sem snýr að almenningi í dag. Biskup átti að víkja báðum, Flóka og Jóni, á vinsamlegan hátt og láta söfnuðinn um eftirleikinn. Hvað sem öllu þessu líður eru það söfnuðirnir, alþýðan, sem borgar allan kostnað af kirkjum og prestum. Ef klerkar setja söfn- uðum sínum s'tólinn fyrir dyrnar, hrekja þeir fólkið úr þjóðkirkjunni og Háskólinn fengi framlagið í staðinn. Það væri svo sem ekki verra en hvað annað. Því eins og margir vita, er menntun óvinur stöðnunar og ofstækis. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Rvík. Frá Guðbjörgu R. Guðmunds- dóttur: STRANGLEGA bönnuð börnum eða alls ekki við hæfi barna er orðið daglegt brauð í kynningu Stöðvar 2 á því sjónvarpsefni sem stendur áhorfendum til boða klukkan tvö að degi til. Bannaða dagskráin byijar eftir hádegi þegar krakkar eru að koma heim úr skólanum. Foreldrarnir eru þá oft í vinnu og ekki óalgengt að krakkar svona frá 10 ára aldri (því miður jafnvel yngri líka) séu einir frá tvö til fimm á daginn. Þessi börn, heimavinnandi fólk, aldraðir, vakta- vinnufólk og sjúkir eru því markhóp- urinn. Lengi hefur verið lögð áhersla á að bannað efni sé sýnt eftir tíu eða ellefu á kvöldin þegar börnin eru komin í rúmið. Margir foreldrar reyna að brýna fyrir börnum sínum að myndir séu ekki bannaðar nema ástæða sé til og sporna við því að börnin séu að horfa á efni sem geti skaðað sálartetrið. Stöð 2 brýtur síðan niður uppeldið með því að halda að börnunum bann- að efni um hábjartan dag og hvetja þau til að horfa þegar mamma og pabbi sjá ekki til. Auðvitað er best að annað foreldri geti verið heima og fylgst með börn- um sínum en margir hafa ekki val. Bannað börnum um hábjartan dag Ég er ekki áskrifandi að Stöð tvö en þegar annað barnið mitt var í pössun hjá afa sínum og ömmu um daginn og hugsaði sér gott til glóð- arinnar að horfa á sjónvarpið rak alla í rogastans þegar efnið var stranglega bannað börnum. Hvað eru forsvarsmenn Stöðvar 2 eiginlega að hugsa með þessu? Eru þeir beinlínis að freista barna að horfa á bannað efni þegar enginn sér sem bannar eða fylgist með? Vita þeir ekki eins og aðrir sem eiga börn að það er afskaplega freistandi að horfa á bannað myndefni og bestu börn láta freistast þegar mamma og pabbi eru í vinnunni og vita ekkert hvað gerist heima? Ætlast þeir til að mamma taki fjarstýringuna með í vinnuna og pabbi kaupi skáp með lás fyrir sjónvaipið? Þó að áhyggjufullir for- eldrar tækju upp á því þá hafa sum börn líka aðgang að nýjum tölvum sem eru með innbyggðu sjónvarpi og þá er erfitt að fylgjast með börn- um að leik um hábjartan dag. Er verið að þjóna öldruðum og heimavinnandi fólki? Hveijum eru forsvarsmenn hjá Stöð 2 að þjóna með þessum sýning- um? Halda þeir að roskið fólk, sem líka er heima á þessum tíma dags, hafi mjög gaman af bönnuðu mynd- efni, eða þá að heimavinnandi fólk eða vaktavinnufólk hafi ekki annað við tíma sinn að gera en horfa á bann- að og endurtekið efni klukkan tvö á daginn? Mér þætti mjög vænt. um að fá skýringar á þessum útsendingum Stöðvar 2. Ég er viss um að fleiri foreldrar vilja fá skýr svör. Með þessu áframhaldi er það öruggt að Stöð 2 verður ekki fyrir valinu á mínum bæ ef auka á við úrval sjónvarpsefnis. GUÐBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR Selbraut 11 hafa vitnað mikið í Biblíuna nú undanfarið til stuðnings því áliti sínu að söfnuðurinn skifti ekki máli ef hann er ekki sammála prestinum. Bókstafstrú hvort sem alþýðunni líkar betur eða verr. Það fer eftir prestinum hvort ritningin er túlkuð til aukinnar gleði og sam- heldni eða sundrungar og illinda. Flókinn persónuleiki þarf ekki að gera mönnum erfitt í hlutverki friðflytjenda. Hugarfarið þarf að vera í góðlegri kantinum og óbrenglað af valdsýki og hroka. Prestar eru venjulegt fólk. Það auglýstist vel í viðtölum við Flóka Kristinsson. Þar kom fram að hann á erfitt með að fara eftir þeim boðskap sem hann var kjörinn til að þjóna. Það er eins og hann þekki ekki eðli sáttfýsi og lítillætis. Að ætla í skjóli heimskulegra laga, að níðast á söfnuði sínum með því að sitja áfram þrátt fyrir nánast alls- herjar atrdbyr, kallar ekki á virð- ingu honum né öðrum þeim prest- um til handa, er telja söfnuðina skifta nánast öngvu. I góðri skáld- sögu, frægri, er klerkurinn Sig- ALPINA gönguskor Vandaðir gönguskór fyrir nieiri- «g minniháttar gönguferðir. Frábær vcrð Frá kr. 6.500 SPOTT fflSr' L E I G A N® ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. Verslunarlagerhillur Þungavöru-„rekkar mm Stálhillur Greina-„rekkar Milligólf Idnaðarvinnuborð Plastskúffur |D O aMj O ' ® |t® 1 Þéttihjólasl (ápar --- 1 Stálfataskáf iar og- hólf ^ pP Ryðfríar hil llir ^^VIETflSfeffcMv s. | Lyfti-oglél ... , . t Tnantnl 'TIT^DhI ^ ii oiiioi llllðrlll ísold hf. Umboðs- & heildverslun Faxafen 10, 108 Reykjavík Simi: 581 1091, fax: 553 0170 Fagleg ráðgjöf. Hagstætt verð. Leitið tilboða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.