Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 46

Morgunblaðið - 16.04.1996, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ætlar þú að taka áhœttuna í sólarlandaferð eða sólbekknum án 98% ALOE VERA gelifrá Jasoni Þín besta trygging er með 98% ALOE VERA gelfrá Jason í farteskinu. Feest í öllum apótekum á landinu og í: 2. hæð, Boigarkringlunni, símar854 2117 og 566 8593. Tölvuþjálfun Windo ws • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjdrfestu í framtíðinnil 5 ^éé Tölvuskóli íslands ™ Höfðabakka 9 • Sími 567 1466 Framtíð á 60 mínútum í dag kl. 17:15 á Hótel Borg Frummælendur: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs hf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Fundarstjóri: Halldóra Vífilsdóttir, varaformaður SUS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Viltu verða vinur? Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboðaliða Vinalínunnar verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.30 í Þverholti 15. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar eru ekki sérffæðingar, heldur venjulegt fólk, sem vill deila með öðrum reynslu sinni og tíma. Markmið okkar er að vera til staðar, hlusta og gera okkar besta til að liðsinna þeim sem hringja. Upplýsingar veittar í símum Vinalínunnar fyrir hádegi og á kvöldin. Allir 25 ára og eldri velkomnir. Vinalínan+ Sími 561 6464 Grænt númer 800 6464 Reykj avíkurdeild Rauða krossins. ÍDAG SKÁK llmsjón Marjjrir Pétursson Hvitur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á helg- arskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk á sunnudagskvöldið. Einar Hjalti Jensson (2.015) var með hvítt og átti leik, en Davíð Kjartansson (1.640) hafði svart. 28. Hxg5! - He2 (Eftir 28. - fxg5 29. Rxg5+ - Bxg5 30. Dxg5 er svartur óveijandi mát) 29. Hg7+ — Kh8 30. Rd4 - He5 31. Hxf7 - Hg8 32. h7 - Hge8 og svartur gafst upp vegna 33. Hh7+ sem mátar í öðrum leik. Fyrir þessa skák var Davíð efstur með fimm vinninga úr fimm skákum, en missti nú forystuna til Einars Hjalta sem sigraði á mót- inu. Röð efstu manna varð: 1. Ein- ar Hjalti Jensson 6‘A v. af 7 möguleg- um, 2.-3. Jón Vikt- or Gunnarsson og Oddur Ingimarsson 5'/2 v. 4.-6. Davíð Kjartansson, Arn- grímur Gunnhalls- son og Jón Árni Jónsson 5 v. 7.-9. Arnar E. Gunnars- son, Davíð Ó. Ingimarsson og Jóhann Ingvason 4 V2 v. 10.-16. Hafsteinn Blan- don, Stefán Kristjánsson, Hjörtur Daðason, Bjarni Magnússon, Þórir Júlíus- son, Björn Þórðarson og Helgi P. Gunnarsson 4 v. o.s.frv. Skólaskákmót Reykja- víkur, einstaklings- keppni, hefst í kvöld kl. 19 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Salmonella í dýramat HALLDÓRA Gunnars- dóttir hringdi og vildi benda fólki á að lítið eft- irlit væri með innihaldi dýramatar í-dósum, s.s. fyrir hunda og ketti. Þar gæti hugsanlega komið upp sahnonella, enda er mikið notað af kjúklinga- kjöti í kattamatnum. Væri ekki sniðugt að nota allt þetta góða hrá- efni, sem við Islendingar hendum, í dýrafóður? Þess vegna mætti styrkja þessa atvinnu- grein, þar sem hér er atvinnuleysi og þ.a.l. fár- ánlegt að vera að flytja inn þessa vöru. Mikill verðmunur MÓÐIR hringdi og vildi vekja athygli lesenda á miklum verðmun í leik- fangaverslunum. Hún fór með son sinn í bóka- búð í Grafarvogi þar sem sonur vildi fá Turtles- karl. Sá kostaði 998 krónur og fannst móður- inni það fulldýrt og varð ekkert af kaupunum. Þau fóru síðan í leik- fangaverslun í Glæsibæ og rákust þar á sams- konar fígúru og kostaði karlinn þar ekki nema 598 krónur og var þá keyptur að bragði. Þetta er ansi mikill verðmunur því á seinni staðnum hefði nánast verið hægt að kaupa tvo fyrir einn. Farsi HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... FYRIR nokkru var fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um ný sjónarmið, sem tölu- vert hafa verið til umræðu í Bret- landi og Bandaríkjunum um ábyrgð fyrirtækja á velferð starfsmanna og umhverfi sínu og að umbuna ætti þeim fyrirtækjum, sem sýndu slíka ábyrgð í verki. Nýlegt dæmi um þá áherzlu, sem stjórnmálamenn í Bandarikjunum leggja á þessi nýju viðhorf eru við- brögð Clintons Bandaríkjaforseta við ákvörðun verksmiðjueiganda í Massachusetts. í desembermánuði sl. kom upp eldur í vefnaðarvöru- verksmiðju í bænum Lawrence í Massachusetts. Framleiðslan stöðv- aðist þegar og 2.500 starfsmenn verksmiðjunnar'gengu út frá því sem vísu, að þeir stæðu uppi at- vinnulausir og tekjulausir þangað til verksmiðjan hefði verið endur- byggð, yrði hún á annað borð end- urbyggð, því að allt eins mætti búast við því að eigandinn hirti tryggingaféð og pakkaði saman. Þetta reyndist ástæðulaus ótti. Eigandi verksmiðjunnar, Aaron Feuerstein að nafni, sjötugur að aldri, boðaði starfsmenn sína ti) fundar í leikfimihúsi nærliggjandi skóla. Hann kvaðst mundu greiða þeim full laun, meðan á framleiðslu- stöðvun stæði en vikulegur launa- kostnaður verksmiðjunnar nam um 100 milljónum íslenzkra króna. Hann kvaðst ennfremur mundu greiða þeim jólabónus, um 20 þús- und krónur hveijum um sig. Hann lýsti því ennfremur yfir, að hann mundi sjá um heilbrigðistryggingar starfsmanna sinna næstu 90 daga og hét því jafnframt að sumir þeirra mundu geta hafið störf innan viku. Viðbrögð íbúa Massachusetts voru" gífurlega sterk. Þeir sendu gjafir og stuðning til fyrirtækisins. Clinton, Bandaríkjaforseti, bauð eigandanum til Washington en Feu- erstein kvað enga ástæðu til að þakka sér. Afi sinn hefði byrjað þennan atvinnurekstur af engum efnum. Aðstæður í Bandaríkjunum væru þannig, að fyrirtæki græddu óeðlilega mikið fé. Samkvæmt hefð- bundinni gyðingatrú sinni bæri hon- um að reyna að vera maður og gera eitthvað sem máli skipti í ver- öld, sem gerði lítið með siðferðileg verðmæti. Það var rifjað upp, að á sjöunda áratugnum hefði hann neit- að að flytja atvinnurekstur sinn til Suðurríkjanna, þar sem svertingj- um voru greidd lægri laun. „Afi minn kom frá Ungveijalandi til þess að öðlast pólitískt frelsi og ég vildi ekki selja sálu mína fyrir ódýrt vinnuafl," sagði Feuerstein. Robert Reich, vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði um Feuer- stein: „Hann lítur á starfsmenn sína sem jákvæðan þátt í rekstri fyrir- tækisins en ekki kostnað, sem þurfi að skera niður." Athyglisverð saga - ekki satt? FYRIR nokkrum vikum lézt þekktur erlendur blaðamað- ur, Victor Zorsa að nafni. Mið- aldra og eldri lesendur Morgun- blaðsins minnastþess áreiðanlega, að blaðið birti reglulega í nokkur ár greinar þessa merka blaða- manns, sem var talinn fremsti blaðamaður á Vesturlöndum í umfjöllun um innri málefni Sovét- ríkjanna. Enginn var talinn honum fremri í því að greina hvað fram fór að tjaldabaki í Kreml. Victor Zorsa skrifaði greinar sínar í allmörg ár í brezka dag- blaðið Guardian en síðar flutti hann sig yfir til Washington Post. Blöð um öll Vesturlönd hafa minnzt þessa merka blaðamanns, sem hvað eftir annað spáði rétt fyrir um atburði í Sovétríkjunum og aðgerðir þeirra á alþjóðavett- vangi. Þá spádóma byggði hann fyrst og fremst á óhemju mikilli vinnu við að lesa sovézk blöð og tímarit og ýmis gögn, sem hann fékk send frá Sovétríkjunum. Um tíma var því haldið fram, að Zorsa væri á mála hjá KGB, sem kysi að nota hann til þess að koma upplýsingum á framfæri á Vesturlöndum. I ljós kom, að þess- um sögum var dreift frá KGB til þess að draga úr trúverðugleik Zorsa á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.