Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 56

Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINCLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsráðherra mun ekki auka þorskafla á þessu fiskveiðiári Ohætt að geyma fiskinn á vöxtum í sjónum ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra ákvað í gær að auka ekki þorskkvótann á þessu físk- veiðiári frá því, sem ákveðið var í fyrra. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að þessi ákvörðun stangist ekki á við hugmyndir sínar um aukningu þorskafla. Sjávarútvegsráðherra tilkynnti ákvörðun sína í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær, en þar skiptust ræðumenn í nokkuð jafna hópa með og á móti aukningu kvót- ans á yfirstandandi fiskveiðiári. Þorsteinn sagðist hafa hlustað á ólík rök og sjónarmið og vissulega væru mörg þeirra umhugsunar- verð. Á hinn bóginn sýndust honum þau rök þyngri, sem mæltu með því að fylgja settum ákvörðunum um kvóta og þeirri aflareglu, sem ákveðið hefði verið að byggja veið- arnar á, enda benti flest til þess að þjóðin væri nú að uppskera árangur af því starfi sem byggt hefði verið á þeim sjónarmiðum. Sjávarútvegsráðherra sagði að bráðabirgðaendurmat Hafrann- sóknastofnunar á þorskstofninum nú sýndi að stofninn væri að styrkjast. Það sýndi meðal annars að óhætt væri að geyma fisk í sjón- um og sjórinn væri um þessar mundir að greiða hærri vexti en bankarnir. Aflareglan ekki brotin á fyrsta ári Aflareglan, sem sett var í fyrra, gerir ráð fyrir að þorskkvóti hvers árs sé ekki meiri en fjórðungur af veiðistofninum, þó aldrei minni en 155.000 tonn. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með að menn skuli treysta sér til að halda aflaregluna og bijóta hana ekki á fyrsta ári,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir. Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að tvennt hafi komið til greina, að auka þorskaflann nú strax og þá minna næsta haust, eða þá að auka hann eingöngu á næsta fiskveiðiári. „Meginatriðið er að engin hætta var fólgin í því að auka afla nokkuð nú í vor og heldur minna í haust. Það lá engin tillaga fyrir um aukningu nú, að minnsta kosti ekki af minni hálfu. Það liggur fyrir að aflinn verður aukinn og dagsetningar hafa ekk- ert með vöxt og viðgang stofnsins að gera, heldur veiðihlutfall. Það er enginn ágreiningur um þá aukn- ingu, sem sjávarútvegsráðherra er auðvitað ljóst,“ segir forsætisráð- herra. Tals'menn Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og Sjó- mannasambandsins fagna ákvörð- un sjávarútvegsráðherra. Fulltrú- ar smábátaeigenda og fiskvinnslu- húsa telja hins vegar að svigrúm hefði verið til að auka kvóta lítil- lega. Guðjón A. Kristjánsson, for-, maður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, segir aftur á móti að þetta sé „sorgleg niðurstaða". ■ Sjórinn greiðir/11 ■ Viðbrögð/29 ■ Leiðari/28 Penninn kaupir Ey- mundsson PENNINN hefur keypt Ey- mundsson og í kaupunum eru bókaverslanir Eymundsson í Austurstræti, Kringlu og Borg- arkringlu og innflutningur Ey- mundsson á bókum og blöðum. Prentsmiðjan Oddi á áfram verslanir við Suðurströnd, á Hlemmi og í Mjódd, en Ey- mundsson-nafnið hverfur af þessum verslunum. Gunnar B. Dungal, forstjóri Pennans, sagði að Penninn væri að styrkja sig í bóka- og tímaritasölu og umræddar verslanir yrðu áfram undir nafni Eymundsson. „Við höld- um rekstri þeirra áfram og sjáum síðar hvað setur,“ sagði Gunnar. „Kaupin bjóða upp á hagræðingu, enda eru stærri einingar hagkvæmari." Penninn rekur nú verslanir í Hallarmúla, Kringlu, Hafnar- firði og í kjallara Eymundsson við Austurstræti. Gunnar vildi ekki gefa upp kaupverð. Salmonella a þátt í dauðsfalli EINN sjúklingur hefur látist á Land- spítalanum, að hluta til af völdum salmonellu-sýkingar, að sögn Karls G. Kristinssonar, formanns sýkinga- varnanefndar spítalans, og tveir em mikið veikir. Alls sýktust 124 af völdum salmonellu í ijómabollum á Landspítalanum í febrúar. . „Þetta var aldraður sjúklingur með alvarlegan undirliggjandi sjúk- dóm og þótt hann hafi ekki látist beint af völdum salmonellu-sýking- ar er hún svokölluð meðvirkandi ástæða,“ segir Karl. Sjúklingarnir tveir, sem fyrr er getið, eru sýktir af salmonellu, aldraðir og með al- varlegan undirliggjandi sjúkdóm, líkt og sá sem lést, segir Karl. Aðspurður hvort málsókn á hend- ur Samsölubakaríi, sem sá spítalan- um fyrir ijómabollum á bolludag- inn, komi til álita, segir formaður sýkingavarnanefndar að það hafi verið rætt, það sé hins vegar undir stjórn spítalans komið. Salmonellu-sjúklingarnir hafa fengið afhentan spumingalista frá sýkingavamanefnd og er búist við að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir í lok næstu viku, að Karls sögn. Spurt er hvaða ein- kenna sjúklingur varð var, hversu lengi veikindin hafí staðið og hvaða fylgikvillar hafí gert vart við sig. „Þegar í ljós er komið hvað þetta er umfangsmikið og hversu alvar- legar afleiðingarnar eru, meta menn kostnað spítalans og hvað eðlilegast er að gera,“ segir Karl G. Kristinsson að lokum. Morgunblaðið/Kristinn SR. RAGNAR Fjalar Lárusson, prófastur, og sr. Halldór Gröndal takast í hendur við upphaf fund- arins í gær. Nær 100 prestar voru á fundinum þegar mest var í safnaðarheimilinu. Hátt í eitt hundrað prestar sóttu fund Prestafélags Islands um „Astandið í kirkjunni u ~ T)LLÖGUR um að fram færi póst- könnun á því hvort prestar teldu að biskup ætti að víkja eða ekki og vantrauststillaga á stjórn Prestafélags íslands vora dregnar til baka og breytingartillaga, sem málamiðlun við báðar, felld á lokuð- um fundi Prestafélags íslands um „Ástandið í kirkjunni" í safnaðar- heimili Dómkirkjunnar í gær. Fund- inn sóttu um 100 prestar alls stað- ar af landinu. Hann stóð yfir í á sjöunda tíma og var á fimmta tug presta á mælendaskrá. —• t Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var fundurinn ekki jafn- mikill átakafundur og ætlað hafði verið. Við upphaf hans tóku nokkr- ir hinna svokölluðu „svartstakka“ til máls og töluðu fyrir því að bisk- up segði af sér. Samkvæmt heimild- um blaðsins hlaut boðskapur þess- ara presta hins vegar takmarkaðan stuðning, en til hópsins töldust sam- kvæmt heimildum blaðsins innan Tillaga um viðhorfs- könnun tekin aftur við 20 manns. Tillaga um að fram færi póstkönnun á því hvort prestar teldu að biskup ætti að víkja var dregin til baka og breytingartillaga felld af miklum meirihluta fundar- manna. Á sömu leið fór með van- trauststillögu á stjórn Prestafélags- ins. Hreinskilni og sáttahugur Fyrstu þrír ræðumennirnir á fundinum fengu að tala í ótakmark- aðan tíma. En að því loknu var ákveðið að takmarka ræðutíma, enda mælendaskrá orðin nokkuð löng. Prestarnir kvöddu sér hljóðs hver af öðrum og var einróma álit nokkurra presta, sem Morgunblaðið talaði við eftir fundinn, að umræð- urnar hefðu einkennst af mikilli hreinskilni og sáttahug. Flest sjón- armið varðandi „ástandið í kirkj- unni“ hefðu komið fram og umræð- urnar náð að hreinsa loftið og færa prestana nær hver öðrum. Fundur- inn hefði verið jákvæður og upp- byggilegur. Einn fundarmanna sagði að fundurinn hefði haft yfir sér já- kvætt og friðsælt yfirbragð. Prestar vildu ekki taka neinn af lífi né meiða neinn meira en orðið væri. Hins vegar væri vilji fyrir því að hefja jákvæða uppbyggingu. Annar lagði áherslu á hversu mikilvægt hefði verið fyrir prestana að fá loks tækifæri til að tala saman af hrein- skilni enda kominn tími til. Menn skildu hver annan betur á eftir og dæmi hefðu verið um að sættir hefðu tekist á milli manna á fund- inum. Kirkjan stæði án efa sterkari eftir fundinn en fyrir hann. Sr. Jón Bjarman var fundarstjóri á fundinum og sr. Valgeir Ástráðs- son honum til aðstoðar. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að til- gangur fundarins hefði fyrst og fremst verið að gefa mönnum tæki- færi til að láta í ljós skoðanir sínar og blása út. Hvort tveggja hafi tek- ist á fundinum. „Þótt menn hafi verið mjög hreinskilnir í umræðum skildu þeir í bróðerni þegar fund- inum lauk,“ sagði Jón um fundinn. Á honum var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til bisk- ups íslands að hann kallaði saman nefnd þá er búið hafi í hendur Kirkjuþings frumvarp um „Stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunn- ar“, til að endurskoða ákvæði frum- varpsins um embætti biskups ís- lands í ljósi þess vanda sem biskups- þjónustan hefði staðið frammi fyrir á liðnum vikum. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.