Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær tekur við verkefnum ríkisins á sviði menningarmála
Hlutverk Leikfélags og þriggja
safna skoðað sérstaklega
SAMNINGUR um framlög ríkis-
sjóðs til menningarmála og menn-
ingarstofnana sem tengjast Akur-
eyrarbæ og bundinn er verkefni
reynslusveitarfélags verður undir-
ritaður um næstu helgi. Samningur-
inn gildir fyrir árin 1996-1999.
Akureyrarbær er eina reynslusveit-
arfélagið sem óskaði eftir að taka
við rekstri menningarmála.
Ingólfur Ármannsson menning-
arfulltrúi Akureyrarbæjar sagði að
með þessum samningi myndi bær-
inn fá í einum pakka það fjármagn
sem ríkið leggur til menningarmála
á Akureyri og getur nýtt þá eins
og best þykir henta.
Jafnhliða því sem samningurinn
er gerður verða stofnaðir vinnuhóp-
ar sem skoða afmörkuð málefni á
menningarsviðinu. Hefur einn hóp-
urinn það hlutverk að skoða stöðu
Leikfélags Akureyrar og hugsan-
lega viðurkenningu þess sem lands-
hlutaleikhúss. Þá munu fulltrúar
Listasafnsins á Akureyri og Lista-
safns íslands skoða möguleika á
að veita á Akureyri þjónustu á veg-
um Listasafns Island.
Einnig munu fulltrúar bæjarins
og Minjasafnsins á Akureyri eiga
viðræður við þjóðminjaráð og Þjóð-
minjasafn m.a. um minjavörslu og
þá verður sérstaklega kannað hvort
setja megi upp aðstöðu fyrir fólk
sem áhuga hefur á að skoða einn
stærsta verslunarstað íslands fyrr
á öldum, á Gásum. Einnig verður
möguleiki á að setja upp iðn- og
tækniminjasafn sem tengdist verk-
smiðjurekstri á Akureyri fyrr á
árum.
Að lokum mun einn vinnuhópur
fara yfir hlutverk Amtsbókasafns-
ins á Akureyri sem prentskilasafns.
Vinnuhópunum er gert að skila nið-
urstöðum sínum fyrir 1. desember
næstkomandi.
Samstarf ssamningur Vest-
Norden
Samstarfsamningur Vest-Nord-
en er einnig á lokastigi og verður
væntanlega undirritaður á laugar-
dag en um er að ræða samstarf
Islands, Færeyja og Grænlands á
sviði rannsókna, menningar- og
skólamála. Ríkisstjórn íslands hefur
samþykkt samninginn og falið Ak-
ureyrarbæ að hafa umsjón með hlut
landsins í honum. Fyrsta stóra verk-
efnið samkvæmt þessum samningi
er þátttaka færeyskra og græn-
lenskra handverksmanna í árlegri
handverkssýningu í Eyjafirði í sum-
ar.
Ingólfur sagði að forgangsverk-
efni Vest-Norden lyti að málefnum
háskóla, sérkennum til lands og
sjávar á þessum svæðum og kæmi
sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak-
ureyri væntanlega mjög inn í þetta
verkefni.
„Með þessum samningi treystir
ráðuneytið sveitarfélaginu fyrir að
taka að sér þetta verkefni í þess
umboði og við lítum á þetta sem
viðurkenningu,“ sagði Ingólfur en
gat þess að Grænlendingar og Fær-
eyingar hefðu sótt fast að starfsem-
in yrði á Akureyri þar sem bærinn
væri álíka stór og Nuuk og Þórs-
höfn.
Siglir um á
Sandvíkurtjörn
SIGURÐUR Henningsson er
handlaginn piltur í Grímsey.
Hann útbjó sér lítið fley með rá
og reiða og setti á flot á Sandvík-
urtjörn. Báturinn er útbúinn úr
slöngu úr dráttarvéladekki, í
botninn setti hann froðuplast og
seglið er svartur ruslapoki. Sjálf-
ur situr Sigurður í hálfri hrogna-
tunnu meðan hann siglir um
tjörnina og lætur hann vel af
þessum heimasmiðaða bát.
ATVINNUMÁLANEFND AKUREYRAR
STRANDGÖTU 29 AKUREYRI
Ráðstefna um matvæla-
iðnað í Eyjafirði
Föstudaginn 3. maí 1996 á Hótel KEA, Akureyri.
Dagskráin hefst kl. 9.30.
STAÐA MATVÆLAIÐNAÐAR
Neysluþróun og markaðurinn.
Fulltrúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Hvenær á landbúnaður samleið með iðnaði?
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands.
Hindrar núverandi skipan landbúnaðarmála frekari sóknarfæri?
Páil Kr. Páisson, framkvæmdastjóri Sólar hf.
Virðisauki í fullvinnslu.
Námskeið
um lífeðlis-
fræði
ár eynslu og
þjálfunar
ENDURMENNTUNAR-
STOFNUN Háskóla íslands
mun í samstarfi við Háskól-
ann á Akureyri gangast fyrir
námskeiði um lífeðlisfræði
áreynslu og þjálfunar um
tvær helgar, 20. og 21. apríl
og 4.-5. maí á Akureyri.
Námskeiðið er ætlað sjúkra-
þjálfurum, íþróttakennurum
og þjálfurum íþróttafélaga.
Áhersla á breytingar
við íþróttaiðkun
Fjallað verður um lífeðlis-
fræði mannslíkamans með
sérstakri áherslu á þær breyt-
ingar sem verða á honum við
áreynslu og þjálfun íþrótta-
fólks. Meðal atriða: Áhrif
næringae.fna (prótein, kol-
vetni o.fl.), áhrif bætiefna
(kreatín o.fl.), mjólkursýru-
mælingar, ofþjálfun, upp-
bygging og breytingar á
vöðvum, starfsemi lungna,
hjarta og blóðrásar og margt
fleira.
Leiðbeinendur verða þeir
dr. Þórarinn Sveinsson lektor
og dr. Stefán B. Sigurðsson
þrófessor.
Nánari upplýsingar og
skráning er hjá Endurmennt-
unarstofnun Háskóla íslands.
Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu hf.
Morgunblaðið/Hólmfriður
Hvar eru sóknarfaerin?
Ingjaldur Hannibalsson, dósent við Háskóla fslands.
EYJAFJÖRÐUR SEM MATVÆLASVÆÐI
Tekjur Skinnaiðnaðar jukust um 10% fyrstu mánuði ársins
fmynd Eyjafjarðar sem matvælaframleiðslusvæði.
Sigurður G. Tómasson, fréttamaður.
Verður matvælaiðnaður stóriðja Eyfirðinga?
Tómas Ingi Olrich, aiþingismaður.
Skipulagsmál og stefnumörkun.
Bjarni Kristinsson, framkvstj. Iðnþróunarf. Eyjarfjarðar hf.
ERLEND FJÁRFESTING OG MARKAÐURINN
Markaðssetning eriendis — hindranir og nýjar leiðir.
Þorgeir Pálsson, yfirmaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs.
Fjárfesting í matvælaiðnaði — liður í aðgengi að nýjum mörkuðum.
Guðný Káradóttir, verkefnastjóri Fjárfestingaskrifst. íslands.
Útflutningur á fullunnum sjávarafurðum.
Ari Porsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA.
FRAMLEIÐSLUUMHVERFI - ÚRRÆÐI
Hvernig tengist menntun atvinnulífinu?
Jón Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar HA.
Þróunarsetur.
Gunnar Már Kristjánsson, deildarstjóri vöruþróunardeildar fslenskra sjávarafurða.
Reynsla fslendinga af Evrópusamstarfi á sviði matvælaþróunar.
Emil B. Karlsson, upplýsingafulltrúi Iðntæknistofnunar.
Umræður og fyrirspurnir verða á milli erinda.
Ráðstefnustjórar verða:
Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri markaðsdeildar SH og Guðmundur
Stefánsson formaður atvinnumálanefndar Akureyrar.
Ráðstefnugjald er 3.500 kr. Hádegisverður og kaffi eru innifalin í ráðstefnugjaldi.
Skráning fer fram á Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar í síma 462 1701.
Lokadagur skráningar er-27. apríl.
Meiri sala og hærra verð
TEKJUR Skinnaiðnaðar hf. jukust
um 10% fyrstu þijá mánuði árs-
ins, miðað við sama tímabil í fyrra.
Brúttótekjur félagsins voru um
189 milljónir króna en voru rúm-
lega 171 milljón króna fyrstu þrjá
mánuði síðasta árs. Þetta kemur
fram í fyrsta fréttabréfi fyrirtæk-
isins sem kom út í gær. Þar kem-
ur einnig fram að hlutabréf í
Skinnaiðnaði hafi hækkað um tæp
40% frá því að fyrirtækið gerðist
aðili að Verðbréfaþingi íslands um
sl. áramót og í vikunni voru seld
bréf á genginu 4,20.
Bjarni Jónasson, framkvæmda-
stjóri Skinnaiðnaðar, segir megin-
ástæður tekjuaukningarinnar
vera að meira magn hefur selst
en á sama tíma í fyrra, auk þess
sem ívið hærra verð hefur fengist
fyrir framleiðsluna. Bjarni segir
útkomuna í takt við þær vænting-
ar sem forsvarsmenn fyrirtækis-
ins hafi gert til rekstrarins á yfir-
standandi ári. Áætlanir gera ráð
fyrir svipaðri afkomu í ár og var
á síðasta ári en þá varð hagnaður
fyrirtækisins rúmar 68 milljónir
króna.
Framleiðslan til 20 landa
Framleiðsluvörur Skinnaiðnað-
ar voru seldar til rúmlega 20 landa
á liðnu ári, segir í fréttabréfínu.
Þar af voru um 50% framleiðslunn-
ar seld til Ítalíu og Suður-Kóreu,
sem eru langstærstu einstöku
markaðslöndin. Ítalía var lengi vel
stærsta markaðslandið fyrir
mokkaskinn en hlutdeild Suður-
Kóreu hefur vaxið jafnt og þétt
sl. 7 ár.
Norðurlöndin og þá sérstaklega
Finnland og Danmörk eru einnig
mjög mikilvægj Loks er Bretland
stór markaður fyrir mokkaskinn
og þangað hefur líka verið selt
megnið af þeirri ull sem klippt er
af skinnunum. Önnur helstu mark-
aðslöndin eru Tékkland, Grikk-
land, Tyrkland, Bandaríkin og
Kanada. Um 98% framleiðslunnar
ár hvert eru seld til útlanda og
aðeins um 2% á innanlandsmark-
aði.
Góð ávöxtun hlutabréfa
Skinnaiðnaður var skráður á
Opna tilboðsmarkaðnum í júlí í
fyrra og fyrsta skráða gengi hluta-
bréfa var 2,6. Þeir sem gerðust
hluthafar í félaginu frá því að
hlutafjárútboð hófst og til ára-
móta, keyptu bréfin á genginu
3,0. Skráð sölugengi þeirra hefur
hækkað töluvert síðan og sem fyrr
sagði voru í vikunni seld bréf á
genginu 4,20.