Morgunblaðið - 18.04.1996, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERIIMU
Morgunblaðið/Kristinn
SKIPVERJAR á Baldvini Þorsteinssyni byrja að taka á móti nýju trolli um borð í Reykjavíkurhöfn.
„Það gerir enginn svona“
Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Baldvini Þorsteins-
syni segir rússneska togarann hafa brotið öll siglingalög
TJÓNIÐ sem Samheiji varð fyrir
þegar rússneskur verksmiðjutog-
ari eyðilagði veiðarfæri frystitog-
arans Baldvins Þorsteinssonar er
meira en áður var talið. Það er
upp á margar milljónir króna, að
sögn Guðmundar Þ. Jónssonar,
skipstjóra á Baldvini Þorsteins-
syni.
Eins og áður hefur verið greint
frá dró rússneski togarinn eigið
troll þvert yfir troll Baldvins og
klippti það aftan úr honum. Guð-
mundur segist ekki geta gert sér
grein fyrir því hvort þetta hafi
verið viljandi gert, en bætir við:
„Það gerir enginn svona.“
Rússnesku togararnir
friðlýstir
Hann heldur áfram: „Hann á
að vita hvað er á seyði þegar hann
dregur yfir trollið hjá okkur. Við
erum að draga á undan þegar
hann siglir okkur uppi og beygir
svo fyrir aftan okkur. Það eru
aðeins 0,4 mflur í okkur þegar
hann fer þvert yfír okkar troll.“
Að sögn Guðmundar losnaði
trollið strax og var aldrei hætta á
ferðum fyrir áhöfnina. „Við hífð-
um svo það sem eftir var í sjónum
og sáum að það vantaði helming-
inn af trollinu. Þá fórum við upp
að rússneska togaranum og pok-
inn okkar kom upp úr trollinu
hans.“ Guðmudur segir að þar
hafi pokinn náðst um borð.
Meira tjón en reiknað var með
„Rússneski skipstjórinn brást
þannig við að hann sagði að þetta
væri mitt vandamál,“ segir hann.
„Það er það sem þeir segja alltaf.
Enda sé ég ekki betur en að búið
sé að friðlýsa þá. Við tökum þá
ekki einu sinni þegar þeir eru að
veiðum inni í landhelgi."
Hvað varðar aðgerðir gagnvart
rússneska togaranum segir hann
að það sé verið að kanna þau
mál: „Ef þeir koma hingað verður
athugað hvort eitthvað sé hægt
að gera, t.d. halda sjópróf. Þeir
brutu öll siglingalög. Við reyndum
til dæmis að ná sambandi við þá'
í tvo tíma en það gekk ekki. Samt
eiga öll skipin þarna að vera stillt
inn á sömu rás.“
Aðspurður um það hvort rúss-
nesku togararnir hafi verið til
vandræða á þessu svæði segir
Guðmundur að ástandið hafi verið
vont í fyrra en nú hafi það versnað.
Hann segir að Baldvin Þor-
steinsson fari aftur út á sunnudag
með nýtt troll. „Tjónið var mun
meira en reiknað var með,“ segir
hann. „Það kom í Ijós að trollið
var meira virði en við héldum og
einnig töpuðum við aflanemum
sem kosta sitt.“
V eruleg aukning þorsk-
afla á þessu fiskveiðiári
ÞORSKAFLINN það sem af er
fiskveiðiárinu er orðinn 115.300
tonn samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskistofu. Það er um 15% aukning
miðað við sama tíma í fyrra, þrátt
fyrir að heimilaður afli á síðasta
fiskveiðiári hafi vérið meiri en nú.
Þorskaflinn í marzmánuði varð um
23.000 tonn á móti 18.800 tonnum
í sama mánuði í fyrra og frá ára-
mótum er þorskaflinn um 59.500
tonn, sem er rúmlega 10.000 tonn-
um eða 20% meira en á sama tíma
I fyrra.
Heildarafli á fiskveiðiárinu er
orðinn 1.250.646 tonn samkvæmt
upplýsingum Fiskistofu, en það er
veruleg aukning miðað við síðasta
fiskveiðiár. Á sama tíma þá var
Aflinn frá ára-
mótum 20% meiri
en í fyrra
heildaraflinn orðinn 975.200 tonn
og er munurinn því langleiðina í
300.000 tonn. Munurinn liggur
reyndar nær allur í loðnu. I ár
hafa veiðzt 794.814 tonn af loðnu,
en á sama tíma sípasta fiskveið-
iárs var loðnuaflinn orðinn
532.834 tonn. Botnfískaflinn þetta
fískveiðiárið er var orðinn 268.028
tonn um síðustu mánaðamót, en á
sama tíma í fyrra var hann
258.580. í flestum tilfellum er
afli botnfisktegunda meiri nú en
í fyrra.
Úthafsrækjuaflinn var um mán-
aðamótinn orðinn tæplega 44.700
tonn, sem er nærri 10.000 tonnum
meiri en í fyrra. Auk þess öfluð-
ust 2.100 tonn af rækju á
Flæmska hattinum í janúar, febr-
úar og marz. Úthafrækjuaflinn í
marzmánuði varð einnig töluvert
meiri en í sama mánuði í fyrra eða
6.149 tonn á móti 4.535 tonnum
í fyrra.
Mestúm þorski var í marzmán-
uði landað í Þorlákshöfn, 3.930
tonnum. 3.802 tonnum var landað
í grindavík, 2.868 tonnum í Sand-
gerði og 2.205 tonnum á Höfn í
Hornafírði.
Síðustu dagar kosningabaráttunnar
Pólitískt skít-
kast en minna
um málefni
Róm. Reuter.
ALMENNAR þingkosningar verða
á Ítalíu næstkomandi sunnudag og
nú síðustu dagana einkennist orra-
hríðin milli tveggja stærstu kosn-
ingabandalaganna af
pólitísku skítkasti og
hræðsluáróðri fremur
en af málefnalegri
umræðu. Ekki virðist
vera mikill munur á
stefnu flokkanna og
margir óttast, að kosn-
ingarnar muni engu
breyta um upplausnina
í ítölskum stjórnmál-
um. _
„Ég mun ekki styðja
neinn frambjóðanda
eða flokk, ekki af yfir-
læti heldur af virðingu
fyrir borgurunum og
stofnunum ríkisins,"
sagði Antonio Di Pi-
etro, fyrrverandi sak-
sóknari er á sínum
tíma hóf baráttuna
gegn spillingunni. Nær
allir flokkar reyndu ákaft að fá
hann til liðs við sig. Kannanir benda
til þess að meirihluti ítala vilji að
hann verði næsti forsætisráðherra
landsins en pólitískur leiði og ör-
vænting hafa gripið um sig meðal
kjósenda.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi
forsætisráðherra og leiðtogi Frelsis-
bandalagsins, kosningabandalags
mið- og hægriflokka, sló á strengi
kalda stríðsins um síðustu helgi
þegar hann réðst á Ólífutréð, kosn-
ingabandalag mið- og vinstriflokka
undir forystu Lýðræðisbandalags
vinstrimanna, kommúnistaflokks-
ins fyrrverandi, og velti því upp
hvort aftur yrðu haldnar fijálsar
kosningar á Ítalíu ef það fengi
meirihluta.
Berlusconi gagnrýndur
I herbúðum Ólífutrésins hefur
þessum orðum verið svarað fullum
hálsi og á þriðjudag birtist viðtal
við - Romano Prodi, forsætisráð-
herraefni Ólífutrésins, þar sem
hann sakaði Berlusconi um að hafa
auðgast á klámi og ofbeldi í sjón-
varpi. Prodi sagði í viðtali við kaþ-
ólska vikuritið Famiglia Cristiana
að Berlusconi hefði grafið undan
hefðbundnum fjöl-
skyldugildum á Ítalíu
með því efni er sýnt
væri á sjónvarpsstöðv-
um hans.
Leo Valiani, öld-
ungadeildarþingmað-
ur, sem sat í fangelsum
Mussolinis á sínum
tíma, sagði hættu á
upprisu fasismans ef
Frelsisbandalagið sigr-
aði. Átti hann þá við
annan stærsta flokkinn
í Frelsisbandalaginu,
Þjóðarflokk Gianfranco
Finis, sem ekki hefur
enn afsalað sér öllum
arfi Mussolinis og fas-
ista. Raunar kvaðst
Valiani trúa því, að Fini
væri lýðræðissinni en
margir stuðnings-
manna hans væru gallharðir fasist-
ar.
Mislukkað kosningakerfi
Kosningakerfið, sem tekið var
upp 1994, sambland einmennings-
kjördæma og hlutfallskosninga,
hefur brugðist að flestra dómi og
virðist ekki geta tryggt stöðugt
stjórnarfar. Benda talsmenn beggja
kosningabandalaganna á, að þau
gætu unnið meirihluta í annarri
deildinni en ekki hinni og því yrði
hugssanleg stjórn komin upp á náð
og miskunn smáflokka eins og
Kommúnískrar endurreisnar, harð-
asta kjarnans úr gamla kommún-
istaflokknum, og Norðursambands-
ins, sem vill skipta Ítalíu upp í sam-
bandsríki.
Að Frelsisbandalaginu standa
fimm flokkar með 277 þingmenn
en að Ólífutrénu fjórir flokkar með
225 þingmenn alls. Utan blokka eru
Norðursambandið með 76 þingsæti,
Kommúnísk endurreisn með 24 og
smáflokkar og óháðir hafa 26. Tvö
þingsæti eru óskipuð.
Reuter
ROMANO Prodi,
f orsætisráðherra-
efni Ólífubanda-
lagsins.
Kenningin um
„illsku Þjóðveija“
endurvakin
Bonn. Reuter.
NÝ bók um Helförina og ábyrgð
þýsku þjóðarinnar á henni hefur
vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi.
Höfundurinn heldur því fram að
gyðingahatur hafi verið landlægt
í Þýskalandi fyrir stríð og að millj
ónir Þjóðverja hafi ýmist tekið
þátt í eða stutt gyðingamorðin í
valdatíð Adolfs Hitlers.
Mjög neikvæðir dómar um bók
Daniels Jonah Goldhag-
en; aðstoðarprófessors
við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum, hafa á
undanförnum dögum
birst í stærstu dagblöð-
um Þýskalands. Bæði Frankfurter
Allgemeine Zeitung og Der Spieg-
e/hafa algjörlega hafnað megin-
niðurstöðu höfundar og röksemd-
arfærslu hans. í ritdómi sagði út-
gefandi Der Spiegel, Rudolf Aug-
stein, meðal annars:„Við drögum
hryllinginn ekki í efa. En að halda
því fram að allir Þjóðveijar hafi
verið hlynntir gyðingamorðum er
í besta falli fráleit fullyrðing og
í því versta illskeytt."
í nokkrum bókadómum var vik-
ið að því að útgáfa bókarinnar,
sem nefnist „Hinir viljugu böðlar
Hitlers" („Hitler’s Willing Executi-
oners"), gæti orðið til þess að
skaða samskipti Bandaríkjamanna
og Þjóðveija. Þeir hinir sömu
töldu og að deilan sýndi að morð-
in á sex milljónum gyð-
inga í valdatíð Hitlers
hvíldu enn sem mara á
þýsku þjóðinni.
Goldhagen, sem er 36
ára og sonur gyðings
sem lifði Helförina af, telur sig
hafa afsannað fullyrðingar um að
þýska þjóðin hafi aðeins farið að
skipunum blóðþyrstra nasista,
sem öllu réðu.
í umsögnum um bókina segir
að þetta sjónarmið hafi oftlega
komið fram og Goldhagen hafi
ekkert nýtt fram að færa í þessu
efni.
Bók um Hel-
förina vekur
hörö viöbrögð
>
i
i
i
!
!
i
*
I
Í
>
I
|
i
I-