Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 19

Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUD. jUR 18: APRÍL 1996 19 ERLENT ■ . Réuter Ensk kona úrskurðuð látin en lifði ENSK kona, sem læknir hafði úrskurðað látna, var á batavegi í sjúkrahúsi í gær. Hún er 59 ára og féll í dá af völdum sykursýki á heim- ili sínu á mánudagskvöld og skömmu síðar gaf læknir út dánarvottorð. Lögreglumenn, sem sam- kvæmt venju komu síðan heim til hennar, tóku eftir því að hún hreyfði annan fótinn. Tókst þeim að lífga hana við. Er þetta annað mál af þessu tagi það sem af er ári í Englandi. Gennadí Zjúganov á kosningaferðalagi í Tsjeljabínsk Segir Jeltsín vold- ugri en keisara TsjeMabínsk, Moskvu. Reuter. Aukið samstarf BILL Clinton Bandaríkjaf orseti og Ryutaro Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, takast í hendur í Tókýó I gær eftir að hafa undirritað samkomulag um aukin samskipti og samstarf í varnarmálum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og Japan gætu í sameiningu orðið forystuafl í heimsmálunum. Hann hét því að bandarískt herlið yrði í Asíu eins lengi og talin væri þörf á því til að tryggja frið í löndun- um við Kyrrahaf og Hashimoto fagnaði þessu ummælum. Sagði ráðherrann að samkomulagið væri hornsteinn tvíhliða samn- inga sem gætu tryggt stöðug- leika og hagvöxt í austanverðri Asíu. Hashimoto ræddi ekki bein- línis um þann möguleika að Jap- anar yrðu þátttakendur í hern- aðaraðgerðum utanjapanskrar lögsögu ef nauðsyn krefði. Mál- ið er mjög viðkvæmt vegna út- þenslustefnu ríkisins um miðja öldina. GENNADÍ Zjúganov, frambjóðandi rússneskra kommúnista í forseta- kosningunum í júní, segir að Borís Jeltsín forseti hafi nú sölsað undir sig meiri völd en keisaramir höfðu. Kommúnistar saka einnig Jeltsín og menn hans um að misbeita óspart aðstöðu sinni í kosningabaráttunni. Zjúganov hefur verið á kosninga- ferðalagi í suðurhluta Úralfjalla en þar eru miklar iðnaðarborgir. „Eng- inn krýndur þjóðhöfðingi á allri jarð- arkringlunni hefur jafn mikil vöid [og Jeltsín]. Hann hefur tvöfalt meiri völd en rússneski keisarinn hafði... og fjórum sinni meiri en [Bill] Clin- ton Bandaríkjaforseti," sagði hann á blaðamannafundi í Tsjeljabínsk. Zjúganov hefur reynt að höfða til sem flestra og reyndi að leggja áherslu á að hann væri tiltölulega hófsamur vinstrimaður er hann ræddi við fólk í Tsjeljabínsk þar sem kommúnistar fengu lítið fylgi í þing- kosningunum í desember. Hann ít- rekaði fyrri yfirlýsingar um að kommúnistar myndu ekki snúa við blaðinu í efnahagsumbótum en gera hlutina á annan hátt en stjóm Jelts- íns. Kaupsýslumenn borgarinnar sýndu boðskap Zjúganovs þó lítinn áhuga. Aðstoðarmenn hans gáfu í skyn að stjórnvöld í Moskvu hefðu beitt þrýstingi til að fá ráðamenn í pípu- verksmiðju til að aflýsa fundi fram- bjóðandans með verkamönnum. Margir vilja afturhvarf Að sögn rússneska ríkisútvarpsins sýnir könnun virtrar stofnunar er annast skoðanakannanir vilja 42% Rússa að á ný verði tekinn upp áætl- unarbúskapur í efnahagnum, eins og var í tíð Sovétríkjanna gömlu. Aðeins 33% vilja fremur markaðshagkerfi, eins og stjóm Jeltsíns segist stefna að, 25% hafa ekki skoðun á málinu. Einnig kom í ljós að 41% töldu so- véskt stjórnkerfi hentugast fyrir Rússland, 27% vildu vestræna lýð- ræðishætti en 9% sögðust ánægð með núverandi stjórnhætti. 1.600 manns tóku þátt í könnuninni. Ekki var skýrt frá því hvernig skiptingin var eftir aldri en í öðmm könnunum hefur komið í ljós að ungt fólk er hlynnt lýðræði og markaðs- kerfi en gamla fólkið saknar Sovétár- anna. Gamla fólkið er yfirleitt mun duglegra að fara á kjörstað en ungt fólk í landinu. Vortilboð flug og gisting gildir 1. maí til 15. júní VORÍ Lágmarks- og liámarksdvöl cr ein vika (7 dagar). Síöasti lieimkomudagur er 15. júní. Haföu samband vió sölufólk okkar, feröaskrifstofurnar eöa i síma 50 50 100 (svaraö mánud. - föstud. frá kl. 8 19 og á laugard. frá W. 8 -16.) Blómskrúð, geislandi kátína og „gezelligheid“ FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi ORIENT Grétar Helgason, úrsmi>ur, Laugavegi 35, s. 552 4025. Vöndu) fermingarúr Ven kr. 11.900. APPELStNU BRASSt 1 itr SOLGLERAUGU HERRA/DÖMU/UNGL MARGAR GEROiR AGFA FtLMA mm 36 MYNDA 200 ASA FRONKEX SUKKULAOl MARIE FRONKEX HEIMA ER BEST meira en bensín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.