Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 20

Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýgræðingur gæti gert Gramm skráveifu Houston. Reuter. VICTOR Morales, menntaskóla- kennari í Texas, hefur lagt áherslu á það við nemendur sína að þeir eigi að láta tiLsín taka í stjórnmálum. Fyrir nokkrum mánuðum ákvað hann að sýna fordæmi með því að bjóða sig fram sjálfur og stendur nú með pálmann í höndunum sem fram- bjóðandi demókrata til öldunga- deildar Bandaríkjaþings í kosn- ingunum í nóvember. Andstæð- ingur hans verður repúblikaninn Phil Gramm. Ók um á pallbíl Morales bauð sig fram gegn John Bryant fulltrúadeildarþing- manni, sem nú hugðist gefa kost á sér til öldungadeildarinnar. Morales hafði enga málsmetandi menn á bak við sig, hann notaði eigin sjóði til að fjármagna kosn- ingabaráttuna og ók um Texas á pallbíl sínum til að ræða við kjós- endur. Bryant naut stuðnings flokks- vélarinnar og til kosningabarátt- unnar varði hann tífaldri þeirri upphæð, sem Morales eyddi, eða hálfri milljón dollara (33 milljón- um króna) á móti fimm þúsund dollurum (þijú hundruð þúsund krónum). Morales þakkaði sigurinn því að kjósendur litu á sig sem „venju- legan náunga". Morales sótti einn- ig mikið fylgi til kjósenda af suð- ur-amerískum uppruna. 80 af hundraði þeirra kusu hann í for- kosningunum 12. mars. Andstæð- ingur Morales í nóvember verður Phil Gramm öldungadeildarþing- maður. Sérfræðingar telja að Gramm geti ekki bókað auðveld- an sigur á hinum pólitíska ný- græðingi. Staða Gramms veik Staða Gramms er mjög veik eftir misheppnað forsetaframboð, sem kostaði hann 27 milljónir dollara (um 1,7 milljarða króna). Nú þarf Gramm að átta sig á því hvernig hann ætlar að heyja kosn- ingabaráttu gegn andstæðingi, sem ekki hefur á sér stimpil hins innvígða stjórnmálamanns, en kjósendur hafa sérstaka andúð á því fyrirbæri. Fjórðungur kjósenda í Texas er af suður-amerískum uppruna og flestir þeirra eru demókratar. Líklegt er talið að þeir muni mæta vel á kjörstað. Gramm hef- ur hins vegar dijúgt forskot á Morales samkvæmt skoðanakönn- unum og þijár milljónir dollara (tæpar 200 milljónir króna) í kosn- ingasjóði sínum. En Morales kveðst ekki smeyk- ur. Hann hyggst nota pallbílinn sinn áfram og segist lítið vit hafa á flóknum pólitiskum málum: „Það eina, sem ég veit, er að ég ætla ekki að breytast. Ég ætla að vera meðal fólksins." Reuter Sjö skip í Síldarsmugu Ósló. Morgvnblaðið. NORSKA strandgæslan segir fimm dönsk og tvo færeysk skip vera að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði í Síldarsmugunni svokölluðu. Sex skipanna voru með veiðarfæri úti er vél strandgæslunnar flaug yfir þau um 30-40 mílur út af 200 mílna lögsögu Norðmanna. Audun Marák, framkvæmda- stjóri samtaka norskra útgerðar- manna, segist telja að þessi skip hafi þegar hafið veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum og að hann hafi vitneskju um að skip frá Svíþjóð, Danmörku, Skotlandi og írlandi búi sig nú undir síldveiðar á sama svæði. Hann segist einnig óttast að skip frá fleiri ríkjum, s.s. íslandi, muni halda til veiða innan skamms í Síldarsmugunni. Norska strandgæslan hyggst fylgjast með veiðum erlendra skipa, m.a. úr flugvélum. Síldin er nú á leið á haf út eftir vorgot við Noregsstrendur. Stofn- inn er mjög stór í ár en síldin er enn mögur og fitumagnið einungis á bilinu 7-8% og hentar því vart til annars en bræðslu. Marák segist vona að síldin muni brátt halda inn í norska land- helgi á ný og að þannig verði hægt að takmarka veiðar úr stofninum. Hann segir hættu á að ella verði of mikið veitt úr stofninúm og muni það bitna harðast á íslending- um og Færeyingum þar sem stofn- inn verði að ná tiltekinni stærð til að ganga inn í landhelgi þeirra. Mengun í Zimbabwe STARFSMAÐUR í þjóðgarði í Afríkuríkinu Zimbabwe fjar- lægir hvíta leirslabba, vatna- fiska sem drepist hafa í stöðu- vatninu Chivero. Eiturefni á botninum munu hafa færst ofar vegna skyndilegra straum- breytinga. Einnig er talið að óhreinsað skolp og iðnaðarúr- gangur, sem dælt er í aðrennsl- isfljót vatnsins, eigi einhvern þátt í fiskadauðanum. Óöld mest í Suður- Afríku AÐ meðaltali falla 52 menn á degi hveijum fyrir morðingja- hendi í Suður-Afríku. Miðað við mannfjölda eru hvergi framin fleiri morð í heiminum, t.d. eru þar framin níu sinnum fleiri morð en í Bandaríkjunum miðað við mannfjölda. Nauðg- un á sér stað á hálfrar stundar fresti að meðaltali, bíl er stolið níundu hveija mínútu og vopn- að rán er framið á 11 mínútna fresti. Bretar glápa í fjóra tíma BRETAR sitja að jafnaði í fjór- ar klukkustundir dag hvern fyrir framan sjónvarp, sam- kvæmt nýrri könnun. Hjá 85% eru fréttir áhugaverðasta efn- ið. Helmingur þátttakenda í rannsókninni mundi ékki eftir neinu einu markverðu sjón- varpsefni frá síðasta ári. Eritreumenn inn í Djibútí ERITRESKAR hersveitir fóru sjö km inn í Djibútí seint í fyrrakvöld og kom til átaka milli þeirra og stjórnarhers Djibútí. Ríkin tvö greinir á um mörk landamæra. í gær sendi stjórn Djibútí liðsauka og þungavopn að landamærunum til að veija þau. Ný ofur- stjarna fundin KÍNVERSKIR vísindamenn segjast hafa fundið ofur- stjömu utan Vetrarbrautar- innar, í stjörnumerkinu Hrafn- inum. Sé hún 100 milljón sinn- um bjartari en sólin og í 65 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu. Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins Sænskar tillögur um opnara stjórn- kerfi sambandsins SVÍAR lögðu fram tillögur um hvemig opna mætti stjórnkerfi Evrópusambandsins er annar samningafundur ríkjaráðstefnu sambandsins var haldinn á þriðju- dag. Gunnar Lund, fulltrúi sænsku ríkisstjómarinnar, kynnti tillögur Svía um hvernig auka mætti tiltrú almennra borgara í garð sam- bandsins og koma í veg fyrir spill- ingu án þess þó að aflétta leynd af öllum skjölum. Að sögn Svenska Dagbladet er í tillögum Svía einungis gert ráð fyrir að ESB-skjöl verði öllum að- gengileg. I greinargerðinni segir að vissuiega megi einnig færa rök fyrir því að opna fundi ráðherra- ráðsins fyrir almenningi og fjöl- miðlum. Hins vegar verði lokaðir fundir ávallt að vera til staðir þann- ig að aðildarríkin geti skipst opin- skátt á skoðunum reynt að ná málamiðlunum. Ákvæði um leynd Lagt er til að áþekkar reglúr gildi um ESB-skjöl og opinber sænsk skjöl en að hægt verði að binda skjöl trúnaði undir ýmsum kringumstæðum, t.d. ef um þjóðar- öryggi eða viðskiptaleyndarmál er að ræða. Svíar töldu nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði inn í tillögur sínar þar sem margir evrópskir stjómmála- menn höfðu skilið fyrri málflutning þeirra á þann veg að leynd mætti ekki hvíla yfir neinu. Lund úthlut- JUSTUS Lipsius, bygging ráðherraráðs ESB í Brussel, er ekki árennileg. Svíar vilja opna suma fundi ráðherraráðsins fyrir almenningi og fjölmiðlum. ^★★★^. EVRÓPA^ aði því á fundinum einnig afritum af sænsku reglunum, þar sem kem- ur fram að margar undantekningar eru á reglunni um að aðgangur að skjölum skuli vera óheftur. Sænsk stjórnvöld hafa sömuleið- is í verki reynt að sýna fram á að þau séu ekki andvíg leynd, t.d. með því að mótmæla því er upplýs- ingar, sem eiga að vera leynilegar, leka út til fjölmiðla. Rök Lunds á fundinum voru ekki síst þau að eftir því sem að innsýn í störf hins opinbera eykst, eykst jafnframt tiltrú almennings í garð stjórnvalda. Að auki dragi þetta verulega úr spillingu í stjórn- kerfinu. Ganga frá áheyrnar- aðild að Schengen DÓMSMÁLA- og innanríkisráð- herrar norrænu ríkjanna fimm munu í dag eiga fund með stjórnar- nefnd Schengen-vegabréfasam- komulagsins í Haag í Hollandi. Á fundinum verður formlega gengið frá áheyrnaraðild Norðurlandanna að Schengen-samkomulaginu, en gert er ráð fyrir að hún taki gildi 1. maí næstkomandi. Full aðild þriggja, samstarfssamningar við tvö Áheyrnaraðildin er um leið yfir- lýsing um að stefnt sé að fullri Schengen-aðild norrænu ESB-ríkj- anna, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar. Stefnt er að gerð sam- starfssamninga við ísland og Nor- eg, sem standa utan Evrópusam- bandsins. Ekki er gert ráð fyrir að aðild neins af norrænu ríkjunum að Schengen-samstarfinu taki gildi fyrr en á árinu 1998. ) > ) I > i l i > ( I i l i I í i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.