Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLA.ÐIÐ Leikföng bregða á leik KVIKMYNPIR Bíóborgin, Bíöhöllin „TOY STORY“ ★★★>/! Leikstjóri John Lassiter. Handritshöfundur Joel Coen, ofl. Tónlist Randy Newman. Islensk tal- setning undir stjóm Júliusar Agnars- sonar. Þýðandi Ágúst Guðmundsson. Raddir - undir stjóm Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttir - Magnús Jónsson, Felix Bergsson, Jóhann Sigurðarson, Amar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Alfrún Ömólfsdóttir, Karl Agúst Úlfsson, o.fl. Bandarisk. Walt Disney 1995. EFTIR Pocahontas, ekkert of vel heppnað hliðarspor, er teiknimynda- deild Disney-veldisins aftur komin á rétta braut með hinni konunglegu skemmtun Toy Story. Teiknimynda- deild segi ég, það getur verið örlítið villandi því myndin er sú hin fyrsta í sögunni sem er alfarið unnin í tölv- um. Svipmót og yfirbragð allt annað en á hinum hefðbundnu teiknimynd- um fyrirtækisins. Vinnubrögðin vammlaus líkt og fyrri daginn, nostr- að við hlutina niður í smáatriði. Per- sónurnar verða nýstárlegar fyrir vik- ið, umhverfið á vissan hátt raunveru- legra, þetta er bylting. Hér segir af duldu lífi leikfanga, hvað gerist í gullakassanum þegar mannverurnar eru fjarri. Viddi er leiðtogi lekfanganna hans Adda. Myndin hefst á afmælisdeginum hans og bíða þau spennt eftir því hvað kemur uppúr pökkunum. Herra kartafla vonast eftir frú kart- öflu, Viddi óttast að fá keppinaut sem uppáhaldsleikfangið á bænum og sú verður raunin. Síðasta gjöfin er engin annar en hinn geysifull- komni Bósi ljósár, bjargvættur al- heimsins. Er ekki að spyija að því að Viddi leggur strax fæð á geim- farann og fleygir útum gluggann, óviljandi reyndar, en því vilja hin leikföngin ekki trúa svo Viddi fer líka útá verganginn. Nú tekur eitt við af öðru. Eftir mikla hrakninga og eltingaleik við húsbónda þeirra og herra, lenda þeir félagar í klón- um á Sigga klikk, óknyttastráknum í næsta húsi. Sá kvelur leikföngin sín og fordjarfar svo að þau minna mest á skrýmslin hans Hieronymus- ar Bosch. Það er því ekki um annað að ræða fyrir þá Vidda og Bósa en leggja niður deilur til að komast úr þessari martröð og aftur heim í öryggi dótakassans. Þetta er hress og skemmtileg saga, makalaust spennandi og hnytt- in. Fígúrumar hver annarri betri og hugmyndaflugið ótrúlegt - sem oftar þegar galdrakarlamir hjá Disney eru annarsvegar. Hér fá áhorfendur semsagt nasaþefinn af því í hveiju gullin eru að pæla á stórhátíðum, útsjónarsemi þeirra, innbyrðis átök- um og valdatafli. Sálarlífíð kemur mikið við sögu, ekki síst hjá eymingj- ans alheimsbjargvættinum, sem verður fyrir andlegu áfalli þegar hann kemst að því að hann er „bara“ leikfang, og leggst í þunglyndi. Toy Story er ekki aðeins skemmtun fyrir böm heldur alla aldursflokka. Það er ekki hægt að setja neinn stimpil á afþreyingu í þessum gæðaflokki. Sem fyrr segir er útlitið afar vand- virknislegt, þó er hin hnökralausa tölvugrafík það eina sem hægt er að finna að. Hún er svolítið geril- sneydd, vantar tilfinninguna sem prýðir jafnan góðar teiknimyndir. Þetta er þó aukaatriði og sjálfsagt hafa menn misjafnar skoðanir á því. Tónlistin er að vonum góð hjá Randy Newman, KK syngur lögin einsog honum er einum lagið. Líkt og fyrri daginn er íslenska talsetn- ingin, raddirnar, stjómin og þýðing- in hreint út sagt frábær og gera góða mynd enn betri. Sæbjörn Valdimarsson LISTIR Perlan í Öskjuhlíð LEIKHÓPURINN Perlan. Bellman-söngvari og Ensemble Ginestra í Norræna húsinu LEIKHÓPURINN Perlan heldur leiksýningu í Öskjuhlíðarperl- unni í dag, fimmtudag, í tilefni af 13 ára leikafmæli leikhóps- ins. Kynnir verður Felix Bergs- son leikari. Leikatriðin sem verða flutt eru: Ég heyri svo vel, Siggi var úti, Síðasta blómið í skóginum, Mídas konungur og frumflutn- ingur á Ef þú giftist. I kynningu segir: „Leikhópur- inn Perlan hefur getið sér gott orð fyrir sérstæða og hrífandi leiktúlkun sína og eru allir hvattir til að koma og sjá litríka og áhrifamikla sýningu Perl- unnar í Perlunni, Öskjuhlíð kl. 19 í kvöld.“ TÓNLEIKAR verða haldnir í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20.30, þar sem Bellman-söngvarinn og túlk- andinn Marin Bagge syngur ásamt Ensemble Ginestra. í kynningu segir: „Martin Bagge er einn af vinsælustu listamönnum Svía. Hann hefur oft komið fram í sænsku og norrænu sjónvarpi og útvarpi sl. tvö ár. Nýlega kom út geisladiskurinn „Blásen nu al_la“ og fékk hann mjög góða dóma. Útgáfa með öllum „Fredmans 82 epistlar", sem Bagge tók þátt í ásamt helstu listamönnum Svía, fékk Grammis verðlaunin 1994. Ensemble Ginestra er einn þekkt- asti strengjakvartett í Suður-Svíþjóð með aðsetur í Hallandi. Kvartettinn skipa Peter Skog, 1. fiðla, Thomas Petrsson, 2. fiðla, Jan Svensson, lágfiðla, og J.Á. Sjökvist, selló. Hljóðfæraleikararnir eru ráðnir hjá stofnuninni Musik í Hallandi, en það eru samtök, sem að stórum hluta sjá um svæðisbundið tónlistarfram- boð þar. Ensemble Ginestra leikur við mörg mismunandi tækifæri og oft í samvinnu við einleikara af ýmsum sviðum í tónlistarheiminum.“ Aðgangur er ókeypis að tónleik- unum í Norræna húsinu. Nýtt rit um réttindi og skyld- ur hvers og eins í umhverfinu BÆKUR Umhverfisréttur FRÆDIRIT Verndun náttúru íslands eftir Gunn- ar G. Schram. Háskólaútgáfan, Landvemd 1995,398 bls. NÚTÍMAFÓLKI er ljóst hve heil- næmt, fagurt og gjöfult umhverfi er mikils virði fyrir farsæla afkomu óg heilbrigt líf. Landsmönnum er æ betur að aukast skiiningur á því hve mikilvægt er að ofnýta ekki auðlind- ir lands og sjávar, þannig að unnt sé að viðhalda heilladijúgri sambúð þjóðar og umhverfis í komandi fram- tíð. Augljóst er einnig, að það ber að sýna fyllstu tillitssemi í viðskipt- um við náttúruna til þess að ofbjóða ekki því jafnvægi, sem þarf að ríkja í umhverfínu, og raska því ekki á kostnað stundarhagsmuna. Til þess að sporna við óhóflegri nýtingu auð- linda og röskun umhverfis, sem get- ur valdið nágrönnum og komandi kynslóðum tjóni, er reynt að setja lög-og koma á reglum í umgengni við náttúruna. Mörg íslensk lög fjalla um sambúð manns við umhverfið, en ekki hefur verið gerð grein fyrir þeim í einni heild fyrr en með þessu gagnmerka riti, Umhverfísrétti. Er hér í fyrsta sinn tekið saman heildar- yfírlit helstu laga og reglna, sem gilda í landinu á þessu sviði, og gerð grein fyrir þeim alþjóðasamn- ingum um umhverfísmál, sem Is- lendingar hafa gerst aðilar að. Höfundur og samstarfsmenn hans fjalla um efnið í 13 köfl- um, en efninu er skipt í þijú svið. Þar er fyrst rætt um markmið um- hverfísréttar. í öðrum hluta er fjallað um evr- ópska efnahagssvæðið og regiur þess bornar saman við íslenska löggjöf og í þriðja lagi er gerð grein fyrir al- þjóðlegum umhverfís- rétti og gildi hans fyrir íslendinga. Ekki er ætlunin í stuttri umsögn að rekja hér einstaka þætti þessa umfangsmikla rits, en þó skal aðeins vikið að fáein- um atriðum. Tekið er fram í 2., 3. og 6. kafla, að ekki sé til heildarlög- gjöf um umhverfismál hér á landi, en frumvarp um framsýna umhverf- isstefnu hafí samt sem áður verið undirbúið og lagt fram á Alþingi 1993-94, þótt ekki hafi það verið samþykkt. Vafalaust er bót að slíkri löggjöf, en þetta rit sýnir, að í um- fjöilun um umhverfismál þarf mjög víða að taka tillit til ákvæða í núgild- andi lögum, sem fjölmörg fjalla um athafnir manna í umhverfinu, og er því nokkur vandi að semja heildar- löggjöf. Minna má á, að umhverfíð er einnig innan dyra sé strangt á litið. Það kemur fram í ýmsum mannlegum sámskiptum, en einnig í samgöngum, viðskiptum og í heil- brigðismálum, íþróttum og öllum aðbúnaði og lifnaðarháttum þjóða. Dálæti nútímamanns á umhverfínu og ástríða á náttúru- vernd jaðrar jafnvel við trúarbrögð og er að verða einskonar end- urnýjuð trú á stokka og steina. í þessu riti er hins vegar fjallað um umhverfi í þrengri merkingu þess orðs. í 5. kafla ritsins er rætt um stjórnsýslu umhverfismála, stofn- un umhverfisráðuneyt- is og taldar upp þær stofnanir, sem undir það ráðuneyti heyra. Eru þar skráðar ágætar upplýsingar fyrir al- menning, því hér er um nýtt ráðu- neyti að ræða og á þess verksviði eru boð og bönn gagnvart borgurun- um, sem þarflegt er að þekkja. Enn eru samt mörg umhverfisviðfangs- efni, sem heyra undir önnur ráðu- neyti, og er yfirstjórn ýmissa rann- sókna, eftirlits og vöktunar á því sviði t. d. í höndum landbúnaðar- ráðuneytis. Þá er í 7. kafla fjallað um réttarheimild og takmarkanir á umráðarétti manna yfír eignum sín- um í þágu umhverfisverndar. Er fróðlegt fyrir almenning að átta sig á, hvað sé eign og hvaða takmarkan- ir geta orðið á eignarétti í þágu umhverfisverndar. Mengunarmál fá ítarlega umfjöll- un í 8. kafla. Er þar bæði gerð grein fyrir sérákvæði laga um mengun frá íðjurekstri, en einnig sérstaklega mengun í lofti, geisla- og varma- mengun, vatnsmengun og mengun hafsins. Oftast heyra mengunarmál undir umhverfisráðuneytið og eftirlit með mengun. Samt sem áður kemur landbúnaðarráðuneytið þar einnig við sögu, sem þó er ekki sérlega tí- undað í ritinu. Má þar nefna eftirlit með magni þungmálma í áburði, með óæskilegum efnum í búfjár- fóðri, óæskilegum tegundum plantna í innfluttri sáðvöru og eftirlit með innflutningi plantna með tilliti til sjúkdóma og meindýra. Á Alþingi hefur einnig komið fram frumvarp um að nauðsyn sé eftirlits á innflutn- ingi plantna, sem gætu valdið röskun á lífríkinu (93/1995). í þessum kafla hefði einnig mátt minnast á gæða- stýringu í íslenskum landbúnaði, þar sem gerðar eru miklar kröfur til umhverfisverndar og hreinleika af- urða. Eru þannig vistvænir búskap- arhættir skilgreindir í lögum nr. 162/1994 og í reglugerð nr. 219/1995 um lífræna landbúnaðar- framleiðslu. Einnig hefur nýlega verið gefin út reglugerð nr. 89/1996 um sér- staka gæðastýrða, íslenska landbún- aðarframleiðslu og eftirlit, er á að tryggja uppruna búQár og nytja- jurta, þannig að afurðirnar uppfylli kröfur, sem gerðar eru til „vist- vænna landbúnaðarafurða". í 9. kafla ritsins er íjallað um skipulags- mál og umhverfisvernd. Er það mörgum þörf lesning, til dæmis þeim sem vilja kynna sér rétt til töku jarð- efna, bygginga sumarbústaða eða skipulag miðhálendisins, sem nú er einmitt mikið rætt um. Náttúruvernd er tekin til meðferð- Gunnar G. Schram ar í 10. kafla og er þar fjallað um mjög mikilvæg málefni, svo sem þjóðgarða, skógrækt, landgræðslu, ýmis veiðilög og samninga um físk- veiðar. I þeim kafla er meðal annars minnst á lög og reglugerð um sinu- bruna og meðferð elds á víðavangi, sem byggð eru á gömlum Grágás- arákvæðum. Höfundur flokkar þau eðlilega undir verndun gróðurfars, en um er að ræða mál, sem einnig varðar fuglafriðun og loftmengun. I lok þessa fyrri hluta er síðan kafli um vernd menningarverðmæta, og þar gerð grein fyrir friðun fornleifa og gamalla húsa. Síðari hluti bókarinnar er helgað- ur umfjöllun um evrópska efnahags- svæðið og alþjóðlegan umhverfis- rétt. Hefur þannig greinargerð ekki áður birst íslenskum lesendum, en við erum sífellt að verða meðvitaðri um umhverfí okkar og ein af for- sendum fyrir góðri umhverfisvernd hér á landi er að þekkja þjóðréttar- legan grundvöll umhverfisréttar. Nokkur smáatriði í þessu riti orka tvímælis, sem að vísu eru fyrir utan ramma laganna. Til dæmis er á bls. 178 staðhæft, að tveir þriðju hlutar landsins hafi verið grónir við land- nám, sem að mínum dómi er allt of há tala. Skógar eru sagðir hafa klætt 24% lands á þeim tíma, en að mínu áliti hefur skógur þá varla geta hul- ið meira en 18 hundraðshluta af yfirborði lands. En allt er þetta matsatriði og ekki lagabókstafur. Einnig má benda á, að sé upp- græðsla örfoka lands ásamt sjálf- græðslu nú í dag 25 km2 á ári og hafí svipuð stærð Iands árlega verið að eyðast í undanfarin 1000 ár, ætti heildar gróðurþekja landsins nú ekki að vera á neinu sérlegu undan- haldi, eins og þarna er haldið fram. Þá er á bls. 274 fjallað um alþjóða- stofnanir á sviði umhverfismála, sem ekki eru háðar stjómvöldum. Er þar talið vafalítið, að grænfriðungar séu þekktastir þessara samtaka. Þeir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.