Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 29

Morgunblaðið - 18.04.1996, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Grimmd Sem snöggvast Fréttir sjónvarpsins flytja okkur myndir af eftirstöðvum slysa og ofbeldisverka ná- lega á hveiju kvöldi ásamt boðskap þular um að börn þoli slíkar myndir illa eða ekki. Hvað eiga heimamenn að gera? Reka börnin burt úr stofunni? Grípa fyrir augu þeirra? Segja þeim að snúa sér undan? Samkvæmt grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu rannsökuðu Danir nýlega áhrif ofbeldis í sjón- varpi á börn. Þar kom m.a. fram að börn og óharðnaðir unglingar gera sér líklega litla grein fyrir samhengi slíks myndefnis, en eru þeim mun næmari á ofbeldisum- merkin ein sér, afleiðingar þeirrar heildar sem við kunnum meiri eða minni skil á með óhlutbundnum og þar með þrifalegri hætti. Vert er að gefa þessu atriði niðurstöð- unnar dönsku sérstakan gaum. Börn eru næm en lítt veraldar- vön. Þau skynja leiftrið en skilja það ekki. Leifturskot sjónvarps- frétta af ofbeldisverkum geta vafalítið haft sömu áhrif á þá sem ekki búa yfir samfélagsmynd hinna fullorðnu og auglýsingainn- skot af því tagi sem mikið voru rædd hér á árunum og fullyrt var að sviptu áhorfendur valfrelsi líkt og dáleiðsla gerir. Slík boð á mynd um viðskipti, meðal annars óskylds myndefnis, numin með ómeðvituð- um hætti, smjúga framhjá dóm- greind venjulegs fólks og geta þar með orðið til þess að það fer að haga sér eins og það sé dáleitt. Þessi söluaðferð er nú er alls stað- ar bönnuð, eftir því sem ég best veit. Grimmd er jafnan getin á laun líkt og löngunin í kók getur verið eftir örskotsáreiti myndar af kók- flösku í bíóhléi sem sjónin hefur numið en ekki skilið. Augna- bliksýfing frammi fyrir óhæfu- verki á skjánum leitar sér merk- ingar í nýjum verknaði af því tagi til að losna við spennuna sem fylg- ir. Við þekkjum öll algengt úrræði þótt færri séu sér vitandi um sam- hengið. Við ofbeldissíbylju frétt- anna verður flestum að ráði að horfa á sjálfvaldar ofbeldiskvik- myndir vegna skemmtunargildis þeirra. Þá fæst samhengi óhæf- unnar sem ekki þarf að gera neitt úr. En ef saman fer hvatvísi og vanþroskuð dómgreind eins og alltaf gildir um nokkra í hóp, - kann afleiðingin að verða sú að fréttin, sem aðeins telst við hæfi fullorðinna, verði um þann sem ekki má horfa á hana. Hetja eða heigull Að læra að lifa við hræðslu er allra hlutskipti, fullorðinna, ungl- inga og barna. Þannig hefur það alltaf verið. Víkingslundin nor- ræna, sem lesa má um í hinum eldri bókmenntum okkar, og mönnum lærðist fyrr á tíð að orða við allt frekar en hræðslu, var hömruð við elda óttans, sí- stæða nálægð hans öllu mannlífi á Norð- urlöndum á fyrstu öld- um Islandsbyggðar. Menn voru e.t.v. viss- ari í sinni sök en óttinn var ekki fjarri mönn- um þá en síðustu ár á Balkanskaga þaðan sem helstar fréttir um grimmdarverk berast til okkar, afkomenda víkinga. Það er ekki karlmennska að vera grimmur. De Sade, mark- greifinn sem kvalalostinn er kenndur við, boðaði manndóm grimmdarinnar heilli kynslóð menntamanna á þriðja fjórðungi aldar okkar þá loks að hann hlaut viðurkenningu. Rit hans og boð- skapur komu út í stórum upplög- Grimmd og manndómur fara ekki saman, segir Þorsteinn Antonsson, sem hér fjallar um of- beldi í sjónvarpi. um á þeim tíma og hafa reyndar gert síðan þótt eitthvað hafí dreg- ið úr áhuganum. Á árunum upp úr sextíu og fram á hippaárin var Marquise de Sade tískuhöfundur meðal evrópskra menntamanna, þeirra manna sem núorðið mynda valdastéttir Vestur-Evrópu. Lík- legar ekki ummerkjalaust. Sadistar trúa á manndóm grimmdarinnar. Aðrir vita betur. Illvirkin á Balkanskaga eru drýgð af mannrænuleysi þess sem veit ekki hver hann er. A safni þjóðar- brotanna í Belgrad, fyrrverandi höfuðborg Júgóslavíu, má sjá að heimamenn á þeim hluta Balkan- skaga hafa frá fornu fari ekki þekkt sjálfa sig af öðru en lögun dúsksins í kollhúfu þjóðbúnings síns eða fjölda sylgjanna í þjóðar- vestinu. A vestinu skiptu þeir svo og spennitreyju kommúnismans, hún var þeim jafngildi félagsvit- undar um sinn eins og allir vita. Þegar hún var fjarlægð rann hræðsluæði á þá Júgóslava sem hvergi fundu dúsk sinn né kollu. Grimmd er afprengi óttans við nafnleysi. De Sade boðaði mönn- um nautnir skefjalauss ofbeldis undir merki krossins, félagsvit- undar síns tíma, merki _sem hann taldi ekki vera sitt. í fangelsi samdi hann boðskap handa nýrri manngerð sem hann hafði fundið vísi að meðal borgara síns tíma og sem hann vænti að tæki við í framtíðinni. Ósk hans rættist. En við, arftakar þessara sömu borgara, höfum lifað mestallan okkar aldur við kalt stríð og þekkj- um að óttinn er aldrei fjarri. Flest okkar fara aðrar leiðir en fyrri tíða menn til að komast að sam- komulagi við óttann; láta atvinnu- menn sjá um að koma honum í viðráðanlegt samhengi, frétta- menn, kvikmyndagerðarmenn. Síðarnefndir vita af óskilgreind- um ugg manna, bældum í sálarlíf- inu eftir fréttamennskuna, og nota um líkingamál, því ævintýralegra sem nær dregur heimi barna. Skjaldbökurnar vinsælu og ógnar- vættir Batmanseríunar búa í hol- ræsakerfum stórborga. Þessa vætti og aðra tölvuleikja og mynd- banda skilja börn og virða en full- orðnir ekki þótt myndaseríur um Sorpbörnin og Sprawn, auk framangreindra sem annarra furðuvera, blasi við augum í barnaherberginu. Hvert á sú grimmd og sá ótti að leita sem slíkir hugarórar vekja til að komst út úr barnaherberginu ef ekki inn í heim fréttanna? Áminning Um valinn stiklar maður með myndavél til að við, hræætur aug- ans, hin fullorðnu, fáum séð hina limlestu í svip. Fylgjurnar ná til okkar sem snöggvast, sársauki, limlestingar, söknuður. Fréttamenn eru _um allt að efna i slíkar myndir. Á Karíbahafinu gægjast þeir yfir borðstokk þar sem liggja vatnsósa líkamsleifar eftir flugslys; þeir eru að starfi á rykugum strætum Sarajevo, þeir fóru um heiðgula sandfláka Kuwa- it (er búið að slökkva olíueidana?) og þeir störfuðu lengi í regnskóg- um Vietnam þar sem þessi þjón- usta hófst. Meðal íkea-húsgagn- anna hryllir okkur sem heima sitj- um við svo að skekinn er agi og innræting. Limlest líkin verða okkur áminning um eitthvað óljóst, en hvað? í stað þess að leita svara við þeirri spurningu verða mynd- rænn fréttaflutningur og leiknar spennumyndir okkur að lokaðri hringrás af því tagi sem fíklar lifa við. Hinum yngri, sem aðeins njóta annars hluta þess samhengis, of- beldismyndanna, verður ofbeldið að skemmtiefni í heimi sem lýtur lögmálum hugaróranna einna, heimi leikfanga, hasarblaða, tón- listarmyndbanda, kvikmynda, leiktækjasala. Og veruleiki morg- undagsins er það sem menn dreymir í dag. Við hveiju búast fullorðnir af börnum ef ofbeldi er helsta skemmtiefni þeirra sjálfra? Hvers vegna horfir þú á fréttir? Höfundur er rithöfundur. f 1?:*; ► *%/ Uj / - kjarni málsins! Þorsteinn Antonsson Helgi Hálfdanarson Mannanöfn EINN af meginþáttum ís- lenzkrar málhefðar eru nöfn manna og staða. Að stofni til hafa þau varðveitzt allan aldur tungunnar og verið eitt af ein- kennum íslenzks þjóðernis. Þar er því um að ræða dýrmætan arf, sem hver kynslóð hlýtur að vernda af sérstakri alúð. Víst hefur íslenzki nafna- forðinn orðið fyrir nokkru hnjaski í aldanna rás, ekki sízt á síðari tímum. Þar er einkum um að ræða ásókn illa mynd- aðra nafna og erlendra töku- nafna, sem ekki hefur tekizt sem skyldi að aðlaga þjóðtung- unni. Oftar en ekki virðist van- kunnátta eða smekkleysi ráða fremur en skortur á nothæfum úrræðum, þegar nöfn eru sótt í önnur tungumál án boðlegrar aðlögunar. Lengi hefur vernd nafnahefð- ar þótt sjálfsögð, en aðferðir reynzt vafasamar, enda oft við dijúgan og viðkvæman vanda að etja. Prestum hefur verið falið að veija þjóðina fyrir ótæk- um nöfnum; en varla er nema vonlegt, að ýmsir þeirra skirrist við að beita sóknarbörn sín þeim myndugleik sem oft þyrfti til. Einnig hefur þetta verkefni ver- ið lagt í hendur Heimspekideild Háskólans, og nú síðast sér- stakri mannanafnanefnd. Að sjálfsögðu hefur sú nefnd reynt að fylgja nokkurri reglu, þegar hún hefur þurft að banna eða heimila nöfn sem þótt hafa vafa- söm. Þar hefur löggjafarvaldið lagt sitt til málanna, og því miður löggilt, að kalla má, sjálf- an megin-vandann. Enda hefur allt þetta mál lent í ógöngum. Ætla mætti, að fátt væri minna vandamál en að velja íslendingi nafn. Falleg rammís- lenzk nöfn, sem úr er að velja, skipta þúsundum. Og þar bætist við sægur góðra nafna af er- lendum toga, sem tekizt hefur að fella að íslenzkum málregl- um. Vant er að sjá, að margur ætti brýnt erindi út fyrir þau mörk sem þar yrðu dregin. Þá kæmi það helzt til álita, hvernig velja skyldi nöfn á börn útlend- inga sem gerzt hefðu íslenzkir borgarar, einnig hver verða skyldu örlög óæskilegra nafna, sem slysazt hefðu inn í málið, stundum fyrir ókunnugleik á lögmálum tungunnar. Þarna gætu komið upp viðkvæm dæmi. En ef aidrei þyrfti að taka vandasamari ákvarðanir til verndar íslenzku þjóðerni, mætti bærilega við una. Nú vill svo vel til, að við höf- um á að skipa sérstakri nefnd fræðimanna um íslenzkt mál, íslenskri málnefnd, sem sér- staklega er falið að sinna vernd- un og farnaði þjóðtungunnar. Kalla mætti eðlilegt og einfalt ráð að fela þeirri nefnd að draga hringinn utan um þau góð ís- lenzk nöfn, sem áður gat, og skera síðan úr um önnur nöfn sem óskað kynni að verða. v Einföld og traust tilhögun af þessu tagi væri í nokkru fastari skorðum en sú losaralega lögg- jöf sem nú er í gildi. En frum- varp, sem liggur fyrir Alþingi, stefnir að því að gera glundroð- ann enn meiri og hættulegri. Samkvæmt því yrði heimilt að koma upp nokkurn veginn hvaða nafnskrípi sem vera skyldi, að því til skildu, að hægt yrði að nefna það í eignarfalli! Ekki er að því að spyija, að allt er það gert í nafni frelsis- ins. Fá orð í máli munu misnot- uð á skelfilegri hátt en „frelsi“. Þetta veslings grey er þeirri ógæfu ofurselt, að óprúttnir menn geta klínt því sem skrauti á það sem sízt skyldi, jafnvel það sem í raun er hið argasta ófrelsi, eins og dæmin sanna. Hér er hins vegar kailað svo, að þjóðinni skuli treyst til að fara með óskorað frelsi til nafn- gifta, því almenningur sé svo smekkvís að velja aldrei nein vandræðanöfn! Fyrr má nú vera frelsisástin! Skyldi ekki vera ástæða til að binda í lög, að allir íslendingar skuli fijálsir að því að bera skot- vopn, því treysta megi því, að þeir séu ekki svo ósmekklegir í sér að skjóta hver annan? Þó að gildandi nafnalöggjöf sé meingölluð, er hún samt snöggt um skárri en frumvarp það sem hér um ræðir. Það er því vonandi að þingmenn átti sig á þeirri hættu, sem þar er boðið heim, og greiði atkvæði gegn því. Að minnsta kosti mætti ekki minna vera en að afgreiðslu þess yrði frestað, svo tími gæfist til vandaðri undir- búnings og umræðu um svo mikilvægt mál, enda er fleira mjög varhugavert í frumvarpi þessu en hér hefur verið drepið á að þessu sinni. Varla liggur óskaplega mikið á. , Brúðhjón Allur boröbiínðöur GUrsileg gjafavdra Briíðarlijöna lislar Xtv>A/)X\\v\\ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. #DAEWOO LYFTARAR I DIESEL - RAFMAGNS - LPG BURÐARGETA 1.5 - 7.0 TONN ► ►►►►►► YERKVER Smiðjuvegi 4b, Kópavogi S 567 6620

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.