Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. APRlL 1996 31
AÐSENDAR GREINAR
Vinnustaðasammngar
forsenda lágmarkslauna
MÖRG ár eru síðan
velviljað fólk tók að
kyija sönginn um að
hækka bæri lægstu
laun, - án þess að önn-
ur laun hækkuðu. -
Sumir héldu að þetta
væri hægt, jafnvel þeir
sem unnu að samning-
um og reyndu þetta oft-
ar en einu sinni, en allt-
af með sama árangri: -
Þeir sem voru ofan
lægstu launa vildu
halda sama launabili og
hafði áður verið á milli
þeirra og hinna sem
næstir voru fyrir neðan.
- Þetta var aldrei sagt
upphátt, en gert engu að síður. -
Launamunur jókst.
í síðustu samningum kom þetta
skýrt fram þegar þeir sem voru yfir
lægstu launum breyttu krónutölu-
hækkuninni í prósentu, sem auðvitað
lyfti meira hærri laununum og jók
launabilið. - Tekið var fram þegar
samið var við seinni hópa, að samn-
ingurinn væri í takt við þá samninga
sem á undan voru gerðir, sem auðvit-
að þurfti að t'aka fram, vegna þess
að verið var að hafa rangt við. Osann-
indi í sambandi við laun er löstur, sem
erfitt er að lækna, einkum vegna
þess að fáir eru til frásagnar og oft-
ast er máli hagrætt með þvi að segja
ekki nema hluta sannleikans.
Lögfesting lágmarkslauna
Hugmyndin með lögfestingu lág-
markslauna er sú að engin dagvinnu-
laun verði lægri en 80 þúsund. -
En hvernig á að framkvæma þetta?
- Við erum líklega flest sammála
um að fjölskylda sem hefur eina fyr-
irvinnu utan heimilis þurfi á þessum
launum að halda og margir álíta að
sama megi segja þótt tveir vinni úti.
- Spyija má hvort viðmiðunin eigi
að vera taxtalaun eða raunlaun og
hvort hækka eigi dagvinnulaunin við
hveija útborgun þótt laun séu mishá
milli útborgana, - jafnvel vel yfír í
annan tíma. Hvað með óunna yfír-
vinnu eða fríðindi, sem ekki eru talin
með launum og hvergi koma fram,
Árni
Brynjólfsson
en eru engu að síður
tekjur?
Það sem gerir málið
flókið eru hin mörgu
tekjuafbrigði. Sumir fá
vikulaun og aðrir mán-
aðarlaun, enn aðrir
hafa nánast engin laun
nema hluta árs og
svona mætti lengi telja.
- Er einhver einföld
leið augljós varðandi
þetta? Skýringar er
ekki að finna í frum-
varpi nr. 459/1996.
Hvað með sjómenn-
ina, sem ekki eru allir
hálaunamenn, vinni
þeir ekki fyrir lág-
markskaupi hluta ársins, en marg-
falda svo launin hinn hlutann? Hvað
með einyrkjana sem fá laun af eigin
atvinnustarfsemi, t.d. bændur, iðnað-
armenn, bílstjórar, jafnvel heildsala
og kaupmenn, séu viðskipti lítil.
Varla verður þetta fólk skilið útund-
an? Hvað með þá sem vinna skv.
tímavinnutaxta?
Væri ekki hyggilegt að kynna sér
hvað gert hefur verið á liðnum árum
til þess að hækka lægstu laun, án
þess að hækkunin gengi upp allan
launastigann og byggja nýjar hug-
myndir á þeirri reynslu, í stað laga
byggðum á samanburði?
Það er tæknilega erfitt að fast-
setja lægstu laun, jafnvel þótt ekki
sé tekinn með í reikninginn mannleg-
ur breyskleiki. - Þetta er nánast
útilokað við núverandi lög og samn-
inga á vinnumarkaði.
Hámarkslaun
Þegar lagt er fram frumvarp á
Alþingi um hámarkslaun liggur við
að menn setji hljóða, - er þetta þá
svona auðvelt? - Víða í fyrirtækjum
eru laun alls ekki upp gefín og þau
eru greidd með margvíslegum hætti,
t.d. í fríðindum, hlutaskiptum,
ákvæði, bónus og mögulega í hluta-
bréfum. - Hvað með þá sem eru
undir lágmarki, en fara yfir vegna
fastra vaxtatekna? Eiga allir sem nú
eru með yfír 480 þús. að lækka í
þá tölu? - Svona mætti lengi upp
telja, en framkvæmdin er vonlaus í
heild. Framleiðnibundin launakjör.
Ef raunverulegur vilji er fyrir því
að hækka lægstu laun verður að við-
urkenna að það verður ekki gert með
einu pennastriki eða óskhyggjunni
einni saman. Vitað er að atvinnuveg-
ir okkar byggjast að mestu leyti á
hráefnissölu og frumvinnslu, sem
hiýtur að verða að breytast. - Launa-
munurinn hjá okkur og nágrönnun-
um mun að mestu leyti stafa af því
að þar er stærra hlutfall þróaðrar
framleiðslu, sem selst á hærra verði.
- Dýrkeypt langskólanám nýtist illa
hjá okkur og nýting fer versnandi.
Hvað er þá til ráða? - Líklegt er
að lög um breytingu á samningagerð
á vinnumarkaði geti flýtt fyrir já-
kvæðri framþróun með því að heim-
ila vinnustaðafélög og samninga. -
Væri almenna reglan sú að samning-
ar væru gerðir innan hvers fyrirtæk-
is fyrir sig og launakerfíð allt tengt
Það er tæknilega
erfitt, segir Arni Brynj-
ólfsson, að fastsetja
lægstu laun.
framleiðninni, þ.e. verðmæti þess
sem fyrirtækið selur, er líklegt að
þrýstingur ykist á að framleiða dýr-
ari vöru en nú er almennt gert, t.d.
í sjávarútvegi. - Allt starfsfólk í einu
fyrirtæki og félagi, með einn samn-
ing, án afskipta heildarsamtaka,
gæti breytt miklu.
Þegar svona væri komið mætti slá
föstum lágmarkslaunum, sem allir
innan sama fyrirtækis fengju sem
grunn, en þeir hærra settu fengju
álag í hlutfalli við þau laun er þeir
hefðu haft, en minna ef að rekstur-
inn leyfði ekki óbreytt laun yfír lág-
marki. - Launavog fyrirtækisins
væri hjá öllum yfír lágmarkinu. -
Þarna mætti setja hámark sem gilti
í því fyrirtæki og arðsemisbónus sem
allir nytu. Þessi aðferð myndi skapa
meiri samkennd og vilja til að efla
gang fyrirtækisins.
Matvælabærinn
Kópavogur
í KÓPAVOGl er nú
að rísa Matvælaskóli,
sem væntanlega tekur
til starfa nú í haust.
Með byggingu þessa
skóla er ekki aðeins
lagður grunnur að verk-
menntun í matvælaiðn
hér á landi heldur opn-
ast jafnframt möguleik-
ar á að tengja og þróa
námið beint við þarfir
atvinnulífsins.
Styrkur grunnur
Bygging þessa skóla
er mjög mikilvægt sieurrós
skref í að skjóta styrk- Þorgrgímsdóttir
ari stoðum undir mat-
vælaiðn á íslandi. Við íslendingar
erum matvælaframleiðsluþjóð og
ættum því fyrir löngu að vera búin
að stíga þetta skref og styrkja undir-
stöðu þessara greina. Segja má að
einn helsti vaxtarbroddur í íslensku
efnahagslífi á komandi árum sé í
matvælaframleiðslu. Á tímum afla-
samdráttar og efnahagsþrenginga
er nauðsynlegt að leita nýrra leiða
til að renna styrkari stoðum undir
efnahagslífið. Það er mjög mikil-
vægt að við einbeitum okkur að því
að fullvinna matvöru úr gæðahrá-
efni fyrir erlenda mark-
aði.
Matvælaiðjuskólinn
opnar nýja möguleika á
stórauknu samstarfi
milli kennara og/eða
nemenda skólans og
fyrirtækja í að leita
nýrra leiða í nýsköpun
á sviði matvælafram-
leiðslu. Samvinna milli
þessara aðila þarf því
að vera, allt frá upp-
hafi, náin og virk.
Fyrirhugað er að öll
aðstaða til kennslu í
matvælaiðn verði sem
allra best og í skólanum
verði eitt fullkomnasta
eldhús á íslandi og þó víðar væri
leitað. Slík áðstaða ætti ekki aðeins
að nýtast nemendum skólans til hefð-
bundins náms heldur opnast jafn-
framt möguleikar á að nýta hana
fyrir tilrauna- og þróunarstarf í
matvælaiðn í tengslum við fyrirtæki
og aðrar stofnanir.
Þó svo að skólinn sé staðsettur í
Kópavogi ætti hann að geta nýst
öllum fyrirtækjum á landinu. Það er
því í raun ekkert einkamál Kópavogs
að hér rísi öflugur matvælaiðjuskóli
heldur allra þeirra sem vilja veg
Hugsanlega gætu allir verið á lág-
markslaunum þegar illa gengi, en
hver héldi sínu þegar vel áraði. -
Varla er hægt að hugsa sér að slíkt
fyrirkomulag valdi skaða, en svona
róttæk breyting gæti rifíð okkur upp
úr djúpu hjólfari vana og kyrrstöðu.
Þessari aðferð má beita í einhveij-
um mæli við flest fyrirtæki og stofn-
anir, en forsendan er að heimilt
væri að gera fyrirtækjasamninga án
fjöldatakmarkana. Bókhald yrði að
vera opið og menn mættu velja, ef
mjög illa áraði, hvort þeir vildu láta
af lágmarkskröfum fremur en að
fyrirtækið stöðvaðist. - Lágmarks-
launin gætu líka hækkað þegar vel
gengi.
Sama gildir um opinber fyrirtæki,
sem gætu auðveldlega tekið upp af-
brigði af þessu þótt þau séu ekki í
framleiðslu, en þeim væri gert skylt
að halda sig innan fjárlaga. - Til
þess að svo megi verða þarf þó að
vera hægt að semja á hveijum vinnu-
stað við ráðandi forstöðumann, en
þurfa ekki að byggja á löngu úreltum
heildarsamningi um launabætur og
á fáránlegri goggunarröð og aldri
starfsmanna.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
matvælaframleiðslu í landinu sem
mestan og bestan.
Öflugri matvælaiðn
Við íslendingar þurfum á að halda
vel menntuðu iðnlærðu fólki, ekki
síður í matvælaiðn en öðrum iðn-
greinum. Með aðild okkar að Evr-
ópska efnahagssvæðinu hefur losnað
Með nýjum matvæla-
iðjuskóla, segir Sigur-
rós Þorgrímsdóttir, er
verið að stíga stórt skref
í starfsmenntun.
um viðskiptahindranir innan Evrópu.
Um leið opnast möguleikar á að stór-
auka útflutning á iðnvarningi okkar
til þessara landa. Það er hagur allra
landsmanna að hér á landi rísi öflug-
ur matvælaiðnaður sem hefur á að
skipa fólki með sérþekkingu. Und-
anfarin misseri hefur mikið verið
rætt og ritað um nauðsyn þess að
efla starfsmenntun á íslandi. Með
nýjum matvælaiðjuskóla er verið að
stíga skref í þessa átt. Um leið opn-
ast möguleikar á að gera stórátak í
að þróa nýja framleiðsluvöru í tengsl-
um við fyrirtæki í matvælaiðnaði.
Það er mjög brýnt að ráðamenn þjóð-
arinnar standi vörð um framtíð og
framþróun þessa skóla og stuðli um
leið að öflugri matvælaiðn í landinu.
Höfundur er formaður atvinnu-
málanefndar Kópavogs.
Pétur Pétursson
LjÓSMYN DÁSTÚDÍÓ
Laikíavkííi 24 • sími 552 0624
Óðinsgötu 2, sími 551-3577
Brjóstahald
Kr. 1.230
Buxur
Kr. 510
Yndisleg bómull
' p > V "’ ' / ' ' Á' i
SAMSKIP
:
Fundarboð
Aðalfnndur Samskipa hf. 199(
verður haldinn
fimmtudagimi 2. maí 1996 kl. 16.00
í A-sal HótelS Sögu.
Dagskrá fundarins:
•Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
•Breytingar á samþykktum.
Arsreikningur félagsins og endanlegar rillögur liggja frammi á skrif-
stofu félagsins hluthöfum til sýnis frá 25. apríl. Aðgöngumiðar og
atkvæðaseðlar verða aflientir á skiifstofu félagsins frá 25. aprfl.
Stjórn Samskipn