Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skrípaleikur „háttsettra“ Fjármagn og fjár- magnstekjuskattur I MORGUNBLAÐINU fímmtu- daginn 25. mars í miðopnu er stór fyrirsögn: „Stefnt að sparnaði með auknu samstarfi." í greininni fjall- ar Ólafur Þ. Stephen- sen blaðamaður um hvernig stefnt er sparnaði í rekstri varnarliðsins og það sem þegar er komið til framkvæmda á því sviði að mati viðmæl- andans. Ég er all- kunnugur þessum málum og mér ofbýð- ur hvernig þessi ágæti blaðamaður hefir látið leiða sig í umfjöllun um þessi mál og skora á hann að kynna sér þau betur, ekki síst svokölluð útboð. í greininni, sem mest líkist fréttatilkynningu, segir m.a. þar sem fjallað er um sparn- aðarnefnd vamarliðsins og varnar- málanefndar, sem starfað hefir síðustu ár: „Nýr kraftur komst í störf nefndarinnar síðastliðið haust er Halldór Asgrímsson utan- ríkisráðherra breytti skipan henn- ar þannig að í hana voru settir háttsettir embættismenn utanrík- isráðuneytisins." Ekki get ég séð önnur ný afrek en að útboðum hefir verið flýtt, enda margir „svangir", og að far- ið er að ræða um samstarf í heil- brigðismálum og er það vel, en vafasamt er hvort tímabært er að fjalla um það í blaðagrein. Áður var þagnarskylda um þessi störf. Samstarf um sorpbrenslu er t.d. lítil frétt, það hefir staðið í um tvo áratugi og gengið vel. Helsta afrekið er talið að ná fram 250 millj. króna sparnaði með því að loka einni flugbraut. Frá því máli var gengið löngu áður en þessir „háttsettu" menn komu í nefndina. En það var ann- að aðal afrekið og því skyld mál, sem ég ætlaði helst að fjalla um, útboð fólksflutninganna og svo kölluð útboð, sem tekin hafa verið upp að undanfömu. Verk á vegum mannvirkjasjóðs NATO er löngu frágengið mál og ekki ástæða til þess að fjalla um það hér. Útboð á fólksflutningum er talið spara VL kr. 3,3 milljónir. Á hvað löngum tíma er ekki tekið fram. Útboðið er líka talið liður í við- leitni til samstarfs við sveitarfélög- in á Suðurnesjum um fólksflutn- inga á öllu svæðinu, en þeirri hug- mynd hreyfði VL-hluti nefndarinn- ar í apríl 1995. Vitað var um hug- myndir bæjarstjórnar um að taka upp almenningsvagnaþjónustu í Keflavík, nú Reykjanesbæ, og þeir vildu skoða hvort VL gæti komið inní það kerfi. Þessari hugmynd var strax komið á framfæri við framkvæmdastjóra SSS þar sem málið varðar öll sveitarfélögin á Suðumesjum. Mér finnst það furðuleg byijun á slíku samstarfi að taka fólks- flutningana af SBK, sem gert er ráð fyrir að reki almenningsvagn- ana þegar að því kemur. Svo kölluð útboð, sem þessir herrar eru að hæla sér af, virðast ganga útá það eitt að halda verk- um og viðskiptum frá Suðurnesja- svæðinu, eins og áður var tíðkað. Það kallast ekki útboð að siðaðra manna hætti að láta vinna tilboð með ærn- um kostnaði og opna þau svo bakvið læstar dyr án þess að bjóð- endur séu viðstaddir. Enginn veit svo hvort eða hvað eða hvað mikið er búið að krukka í tilboðin þegar valinn er verktaki eða viðskiptavinur, en greinilega er verið að fela eitthvað. Löngu áður en birt var hver fengi fólksflutningana var fullyrt hver þá fengi og það fór eftir. Enginn veit hvað aðrir buðu og hvernig, nema tveir eða þrír menn sem voru bakvið læstu dyrnar. Svo er með öll þessi svo- Útboðum var flýtt, segir Olafur Björnsson, enda margir „svangir“. kölluðu útboð þeirra, framkvæmd- in er öll með þessu lagi. Hvað lengi ætla menn að láta þennan skrípa- leik viðgangast, þetta er algjör lögleysa, og einhver þeirra sem hlut eiga að þessum málum ætti að kæra án tafar. Það er ekkert að óttast, yfirmenn varnaríiðsins kæra sig ekkert um að vera bendl- aðir við lögleysur. Væntanlega myndi kæra leiða í ljós hversu holla ráðgjafa þeir hafa. Fyrra fyrirkomulag mátti vissu- lega bæta og að því var unnið með nokkrum árangri, þótt hægt færi, enda liggur ekkert á, tíma- mörk til þess að ljúka þessum málum eru rúm eins og fram kem- ur í greininni. 3,3 millj. skipta ekki sköpum fyrir Bandaríkjaher en þær gætu gengið endanlega frá SBK hf., sem er alfarið í eigu Reykjanesbæjar og hefir séð um þessa flutninga frá upphafi við góðan orðstír. Varnarliðið hefir ekki þurft að sæta neinum afarkostum. Um öll verk hefir verið samið eftir rækilega athugun. Það er algjör misskilningur að halda að VL hafi tekið hverju sem er. Þeir eru vel kunnugir öllu hér, verðlagi sem öðru og láta ekki plata sig í þeim efnum. Mín skoðun er hins vegar sú að í bland hafi þeir vafa- sama íslenska ráðgjafa, sem alltof miklu fá ráðið. VL viðurkennir að fyrirtæki megi ætla sér nokkurn ágóða, telja reyndar að það sé sjálfsagt. Það ég best veit er það á móti reglum hers USA að gera viðskipti sem viðsemjandi augljóslega skaðast á. Höfundur er útgerðarmaður. LÍKLEGA er aðalorsök fjárhags- erfiðleika heimilanna og þjóðarinn- ar allrar eyðslusemi og bruðl, jafnt hjá einstaklingum og opinberum aðilum. Undirrótin að þessari eyðslusemi mun að verulegu leyti vera verðbólgan sem gegnsýrt hefur þjóðfé- lagið í hálfa öld, og umfjöllun sumra stjórnmálamanna um þá sem voru svo vit- lausir að ætla að spara og geyma peninga. Peningamir brunnu upp á skömmum tíma í 30-50 og jafnvel 100% verðbólgu. Að sama skapi græddu þeir sem vora svo heppnir að geta fengið fé að láni. Það var ekki fyrr en Ólafur Jóhannesson hjó á hnútinn og verðtryggði fé í innláns- stofnunum að fé fór að safnast í banka, svo nú virðast allir geta fengið fé að vild, í stað þess að þurfa að fara bakdyramegin, eða leita á svarta markaðinn. En svo undarlegt sem það er, hafa vissir stjórnmálamenn gjarnan haft horn í síðu þeirra sem sjá þjóð- inni fyrir lánsfé, þ.e. sparifjáreig- endur. Nefna þá aldrei annað en íjármagnseigendur, sem séu undir- rót alls hins illa. Það má enginn græða, þá er hann að stela, það má kannski aðeins hagnast. Ef ein- hver sparar, er hann nirfill. Þetta er varla jarðvegur fyrir ungt fólk sem kann að vera í sparnaðarhug- leiðingum. En eitt er víst, að skuldastaða heimilanna breytist varla til bóta nema breyta hugsunarhætti ungs fólks í peningamálum. Hvernig væri t.d. að færa inn í skólakerfið kennslu í meðferð peninga t.d. 2-4 tíma í mánuði, eða fjölmiðlar eyddu einhveiju af því plássi sem fjallað er um listir og íþróttir (og gróusög- ur), í að kenna meðferð á pening- um, því hvorugt verður stundað af þrótti, nema fé sé fyrir hendi, því ekki spretta peningar á tijánum. Það þarf að sýna ungmennum með dæmum hvað mikið fé fer í allskonar óþarfa, eins og hvað kost- ar fyrir hjón að reykja í 50 ár, og hvað kostar að kaupa 2 flöskur af áfengi á mánuði í 50 ár o.s.frv. Það var mikið slys, þegar skyldusparn- aðurinn var afnuminn hjá ungu fólki. Þar fengu áreiðanlega margir góðan stofn til að hefja búskap og kaupa sína fyrstu íbúð. Núna er nær blásnautt fólk leitt í eins konar gildru, ef það ætlar að kaupa íbúð. Og beitan er húsbréfin, afkvæmin hennar Jóhönnu. Síðan situr fólk fast í þessu alla sína starfsævi og er búið að borga íbúðina tvisvar eða oftar ef það gefst ekki upp áður. V axtaskatturinn Það kemur að því þvert á þessar vangaveltur um sparnað þær há- væra raddir sem að undanförnu hafa krafist þess að skattur yrði lagður á sparifé landsmanna. Há- værastir í þessum kröfum munu vera kratarnir ásamt alikálfum launþegasamtakanna. Þeir hafa nefnilega séð um að tryggja sjálfa sig rækilega í bak og fyrir, með biðlaunum og starfslokalaunum, o.s.frv. Nefnd var skipuð til að útfæra hugmyndir um þennan skatt. Hún mun nú vera búin að skila af sér, og leggur til að 10% skattur verði lagður á allt sparifé, nema hjá líf- eyrissjóðunum, þar væri þó af ein- hveiju að taka, því með sama vaxta- hraða næstu árin, verða eignir þeirra orðnar um 1.000 milljarðar að 12-13 árum liðnum að sagt er, og árlegir vextir 50-70 milljarðar að sagt er. Það sýnist því ástæðu- laust annað en skattleggja þann hluta af árlegum vexti þeirra sem ekki er greiddur til líf- eyrisþega. En peningar tákna völd og miklir peningar tákna mikil völd. Það er því víst að stjórnendur þessara sjóða munu veija með kjafti og klóm alla við- leitni til skattlagningar á þá. Hverjir eiga spariféð Nú er talið að yfir 60% sparifjáreigenda séu ellilífeyrisþegar, sem í flestum tilfellum era reglufólk sem hefur neitað sér um margar þær gerviþarfir, sem nú þykja sjálf- sagðar hjá yngra fólki, og ætlar sér að geta lifað sjálfstæðu lífi af spari- fé sínu að lokinni starfsævi. í öðru lagi er um að ræða ungt fólk sem stefnir að einhveiju mark- miði, t.d. bílkaupum, skóla eða jafn- vel íbúð. Fyrir þetta fólk er skattur þessi eins og blaut tuska í andlitið. Afgangurinn mun svo vera veltufé atvinnuveganna og ýmsir sjóðir. Eigendur þessa sparifjár munu líka vera svonefndir einyrkjar, eins og handverksmenn og smáiðnrekendur o.fl. sem hafa kannske ekki aðgang að venjulegum lífeyrissjóðum. Þess vegna hlýtur maður að spyrja: Hvers vegna á að mismuna formi lífeyris í sköttum? Sé það löglegt, er það a.m.k. siðlaust. Rökin fyrir álagningu á skatti þessum era þau, að sögn talsmanna hans, að allar þjóðir í kringum okk- ur hafi hann hjá sér, og lýsa jafn- vel undran sinni yfir því að ekki skuli streyma hingað peningar utan úr löndum frá ríkum fjármagnseig- endum, ef skattfrelsi hafi áhrif á sparnað á annað borð. Þessir menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að erlendir ijármálamenn hafa til þessa litið íslenska seðla sömu aug- um og klósettpappírinn á kamrin- um, og þetta eru menn sem jafnvel eru settir til að fjalla um fé almenn- ings. Það er eins og þessir menn séu nýkomnir út úr kýrvömb. Ég vil því spyija: Eru ráðamenn að reyna að blekkja þjóðina með þessum fullyrðingum, vita þeir ekki að ríki sem við höfum mikil sam- skipti við, Lúxemborg, hefur aldrei haft vaxtaskatt hjá sér, og þegar Þjóðveijar tóku hann upp hjá sér, streymdu 70 milljarðar marka (um 3.000 milljarðar ísl. kr.) til Lúx? Og þegar kratar náðu völdum í Frakkiandi um 1980 gerðist sama sagan þar. Og nú munu Þjóðverjar vera í alvöra að athuga af afnema skattinn. En þvílík vítamínsprauta hefur þetta verið inn í lítið þjóðfélag sem telur aðeins um 100 þús. fleiri sálir en við, enda nenna þeir varla öðra en að telja peninga. Að einu getum við gengið vísu, verði skattur þessi settur á og nái að festa rætur, þá á hann eftir að hækka. Þegar söluskatturinn sálugi var settur á byijaði hann á litlum 3%. En arftaki hans þetta hripleka skrímsli, sem öllu átti að bjarga og mun kosta þjóðina mörg hundruð eða þúsund ársverk í skriffinnsku (þrátt fyrjr alla tölvuvæðingu), hann er nú komin í 24‘/2%. Og ein- hver ársverk munu fara í að reikna út þennan nýja skatt. Hún er enn í fullu gildi sagan af apanum sem tók að sér að skipta ostbitanum á milli kattanna. Hann var alltaf að skipta þar til bitinn var búinn en kettirnir fengu ekki neitt. Það er dálítið torskilin sú hag- sýni sem felst í því að leggja skatt, sem stuðlar að minni sparnaði og hærri vöxtum og nota svo hluta af honum (skattinum) til að greiða niður vexti, hitt fer svo í skiptalaun til apans. Til sönnunar á framansögðu skilst mér að sumir, þ.e. minni- hluti, í þessari vaxtanefnd hafi vilj- að stíga skrefið til fulls strax, og leggja fullan tekjuskatt á í einum áfanga, en aðrir þ.e. meirihlutinn hafí viljað nálgast áfangann í smærri skrefum. Það virðist því vera unnið markvisst að því að drepa niður alla sparnaðar- og sjálfsbjargarviðleitni hjá fólki og koma því á opinbert framfæri. Niðurstaða Niðurstöður þessara hugleiðinga eru þessar: Koma ætti á skyldunámi í skólum landsins (og einnig fjöl- miðla) í meðferð peninga. Ráðgjöf, eins og lánastofnanir hafa gengist fyrir, er í sjálfu sér góð. En þangað sækir fólk helst þegar allt er komið í hnút með fjármál þess. Unglingar Unglingar og gamal- menni munu, að mati Olafs Þorlákssonar, sitja eftir í skatta- súpunni. hafa á því engan áhuga. Þann áhuga ættu skólarnir að skapa. En þá verður líka að vera jarðvegur fyrir hendi, svo þekkingin nái að festa rætur. Og sá jarðvegur mynd- ast áreiðanlega ekki, með þessum refsitolli á sparnað. Ungt fólk þyrfti helst að eiga fyrir a.m.k. hálfri íbúð þegar það stofnar heimili, svo það verði ekki alla sína starfsævi bund- ið í þrældómsfjötrum. Og við höf- unda þessara skattahugsjóna vil ég segja þetta. Annaðhvort skuluð þið stinga þessum tillögum ykkar ofan í skúffu og láta þær gleymast, eða skattleggja allan sparnað, en ekki að fara að mismuna sparnaðarleið- um. Því það er nokkuð öraggt að ekki næst nema að litlu leyti til þeirra manna sem eiga alvöru sjóði, þeir geyma ekki fé sitt á svo gamal- dags hátt að hafa það á sparisjóðs- bók með 1-3% vöxtum, þeir sem betur mega sín munu áreiðanlega koma fé sínu í skjól. En unglingar og gamalmenni munu sitja eftir í skattasúpunni. Ekki verður sagt að ráðast eigi á garðinn sem hann er hæstur. Og varla telst aðförin stór- mannleg. Reynið að banka á dyr hjá einhverri tekjuhæstu stétt landsins og farið fram á að fá af- numinn sjómannaskattaafsláttinn. Þar væri þó um nokkuð feitan bita að ræða. Og látið reyna á hvaða viðtökur þið fáið á þeim bæ. Þetta fólk gæti þó haft vopn, ef því finnst brotið á sér með mismunandi skatt- lagningu á sparifé. Það gæti hafið einskonar skæruhernað við íjár- málayfirvöld að hætti ýmissa þrýstihópa. Tekið allt sitt fé út úr lánastofnunum. Leigt sér bankahólf og geymt það þar í einhvem tíma. Skortur gæti orðið á lánsfé, vextir mundu hækka og góður jarðvegur myndaðist fyrir svarta lánastarf- semi, eins og var á árum áður. Verst færu skuldugu heimilin og atvinnuvegirnir út úr þessari þróun. Þessi skattahugmynd mundi því verka sem „búmerang", þ.e. koma til baka og lenda á þeim sem sendi þ.e. forystumönnum vinnumarkað- arins og skjólstæðingum þeirrá. Höfundur er bóndi á Hrauni í Ölfusi. Ólafur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.