Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 37

Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 37 Ferðamennska og náttúruvernd á mið- hálendi Islands HÁLENDIÐ, með söndum sínum, gróður-- flákum, hraunum og jöklum, hefur iöngum seitt til sín hugi margra Islendinga. Fyrr á tíð bjuggu þar tröll í ijöll- um og útilegumenn áttu sér bólstaði í huld- um plássum í skjóli jökla. Þótti þá ekki heiglum hent að fara um sumar óbyggða- slóðir, enda þá sjaldn- ast farið lengra inn á hálendið en brýna nauðsyn bar til vegna nauðsynja, er tengdust almennu bústriti. Lengi voru þó nokkrar öræfaleiðir farnar milli landshluta, þegar þörf krafði, en smám saman lögðust sumar þeirra reyndar af eða jafnvel týnd- ust með öllu á síðari öldum, þegar deyfð, drungi og framtaksleysi lagð- ist hvað þyngst á þjóðina. Er sú saga mörgum kunn. Með breyttum þjóðlífsháttum, batnandi hag og nýrri lífssýn almennings, einkum á þeirri öld, sem nú er senn liðin, hófust ferðir um hálendisleiðir að nýju, en nú undir öðrum merkjum en áður: íslendingar vildu kynnast landi sínu af eigin raun, sér til and- legrar og líkamlegrar hressingar, og eignast með sínum hætti hlut- deild í auðnunum, fossunum, hraun- unum og jöklunum. í því augnamiði þurfti m.a. að ryðja slóðir um tor- færur, finna bílfær vöð á stórfljótum °g byggja brýr á sum þeirra, reisa fjallaskála og tryggja öryggi og þægindi ferðamanna með öðrum hætti. Áttu þar margir góðir for- ystumenn í ferðamálum hlut að máli, en vart er á neinn hallað þótt sérstaklega sé minnst hlutdeildar Ferðafélags íslands í því átaki að „opna“ þjóðinni öræfaheiminn, en það hefur reyndar verið eitt af meg- inmarkmiðum félagsins frá stofnun þess fyrir hart nær sjötíu árum. Á siðustu áratugum hefur erlendum ferðamönnum, sem kynnast vilja miðhálendi okkar, einnig farið ört fjölgandi, þjóð okkar til síaukinnar hagsældar, því að alkunna er að ferðaþjónusta getur verið arðvænleg ef vel er að málum staðið og njóta þeir, er að henni standa, góðs af ferðum erlendra ferðalanga jafnt sem innlendra. Öll þessi mikla mannaferð um hálendið, ásamt þeirri aðstöðu, sem henni hlýtur að tengjast þar, þ. á m. vegum, skálum og öðrúm mann- virkjum, getur hæglega spillt þessu viðkvæma landi ef ekki er vel á haldið og fullrar varkárni gætt: Akstur utan vegslóða skilur oft eftir djúp hjólför, sem spilla feg- urð auðnanna og skapa hættu á uppblæstri þar sem þau liggja um gró- ið land, troðinn mosi nær sér ekki fyrr en að óratíma liðnum og grómagn graslendis, til endurnýjunar eftir grófa áníðslu, reynist oft lítið á landsvæðum, er Jiggja í mikilli hæð. í orði kveðnu eru nú flestir sammála um að einskis megi láta ófrei- stað við verndun há- lendisins og birtist sá hugur m.a. í ýmsum lagaákvæðum, sem eiga að stuðla að náttúru- og umhverfisvernd og öll eru góðra gjalda verð. Sett hafa verið á stofn ráð og nefndir, sem framfyigja eiga þessum lögum, og ágætir starfs- menn opinberra stofnana leitast af fremsta megni við að afstýra um- hverfisspjöllum af ýmsu tagi. Þó er sannast sagna, að mikið skortir á að náttúruvarsla á hálendinu sé með fullnægjandi hætti, einkum sökum fjáreklu, og enn skortir á nægan Mikið skortir á, segir Páll Sigurðsson, að náttúruvarsla á hálend- inu sé fullnægjandi. skilning almennings og stjórnmála- manna á nauðsyn þess að halda þar uppi því eftirliti og löggæslu, sem þörf er á. Þótt vissulega kosti það sitt eru þau útlát af opinberu fé, sem þörf er á, smáræði eitt miðað við þau verðmæti, sem í húfi eru, því að í hálendinu felst ein hin dýr- mætasta auðlind okkar ef rétt er á haldið. Gildir þá reyndar einu hvort við viljum leggja fjárhagslegan mælikvarða einan á verðmæti auð- lindarinnar eða horfum jafnframt - og ekki siður — til hinna tilfinninga- legu og menningarlegu gilda, sem aldrei verða til fjár metin. Hin opinbera stefna í ferðamál- um, sem virðist hafa náð nokkuð aimennu fylgi, felur m.a. í sér-þá ætlun að reynt verði að stýra för manna og viðdvöl í óbyggðum. Þó helst ekki með valdboðum og bönn- um heldur með annars konar ráð- stöfunum, sem líklegar eru til að gefa betri raun. í því efni hafa ráða- menn t.d. almennt verið sammála um, að vegagerð og annarri mann- virkjagerð inni á hálendinu sjálfu, sem tengist ferðamennsku, skuli haldið í lágmarki en stórar og vel búnar þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn eigi heima á jöðrum þess. Getur þetta í framtíðinni dregið úr álagi á óbyggðasvæðum og þar af leiðandi verið virkur liður í náttúru- vernd. Því miður hefur þessum hug- myndum þó enn lítt verið hrint í framkvæmd, þrátt fyrir aliar stefnu- yfírlýsingar, og svo sem kunnugt er má enn finna dæmi um ráðvillta menn, sem skilja ekki kall tímans og vilja byggja stórhýsi inni í „hjarta óbyggðanna", í óþökk allra dóm- bærra manna. Mikilvægt er, að fyrrnefndri ferðamálastefnu verði nú fylgt fram af dug og krafti með tilstyrk opin- berra aðila og með stuðningi úr al- mannasjóðum, þar sem mest er fjár- þörfin, svo sem við uppbyggingu fullkominna þjónustumiðstöðva í jaðri hálendisins. Inni á sjálfum ör- æfunum fer hins vegar best á því að aðstaða fyrir ferðamenn verði með einföldum en traustum hætti, svo sem verið hefur, með litlum og lágreistum mannvirkjum, sem fara vel í landinu. Sú aðstaða ætti að jafnaði að vera í höndum þeirra aðila, sem mesta hafa reynsluna og þekkinguna, svo sem Ferðafélags Islands eða annarra sambærilegra hugsjónasamtaka útivistar- og nátt- úruvemdarmanna. Getur reyndar einnig verið full ástæða til að styrkja þá starfsemi af almannafé þótt enn sem fyrr verði þar mikið byggt á starfi hugkvæmra og vinnufúsra sjálfboðaliða. Það fylgir skynsamlegri ferða- mála- og náttúruvemdarstefnu fýrir miðháiendi Islands að gott samstarf náist milli stjómvalda ferðamála, ■skipuleggjenda ferðaþjónustu og íbúa þeirra byggðarlaga, sem liggja að hálendinu. Ef rétt er að staðið eiga þeir byggðamenn, er þess óska, að hafa nóg að sýsla við verkefni á sviði landvörslu og löggæslu, gróð- urverndar og uppgræðslu á hálend- inu, auk starfa í jaðarmiðstöðvun- um, og eiga með því að geta bætt sér upp þverrandi arð af hefðbundn- um búskap í byggðum niðri. Mætti með þessum hætti koma í veg fyrir frekari „landflótta“ úr uppsveitum þeirra söguríku og fögru héraða, sem að hálendinu liggja, og væntan- lega einnig efla mannabyggð að nýju þar sem undanhald hefur verið nú um skeið. Um þessi sanngirnis- og nauðsynjamál þarf að nást þjóð- arsátt. Höfundur er forseti Ferðafélags íslands. Páll Sigurðsson O R L AN E OHLANf. Kynnum ORLANE snyrtivörur frá kl. 12-18 fínimtudag og föstudag. ORLANE Veglegur kaupauki ovU-Anv- ORLANE m ORLANE raa&tsn SSSSfeíi Ar.A..M.I .1 VARASALVI - VARASMYRSL ENDURNÆRIR ÞURRAR OG SPRUNGNAR VARIR Pharmaco hf. MARBERT kyntting í dag kl. 13-18. Tilbot> Þú kaupir krem og færö snyrtibuddu aö gjöf meö: Tvöfóldum spegli, body lotion 10 ml, Scarf3,S ml. Við bjóðum þcr að koma ogþiggja ráðgjöf. Holtsapótek Glæsibæ, s. 553 5212. Amerísku. heilsudýnurnar & heilsa ★★★★★ Mikið úrval af Amerískum rúmgöflum og svefnherbergis- húsgögnum íslensku, Amerisku og Kanadisku Kírópraktorasamtökin setja nafn sitt viö og mæla með Springwall Chiropractic isthúsinu Laugardal Simi: 581-2233 LBI-2518TX Þvottavél LBI-218T Þvottavél ABI-25 Inirrkari LSI-56VV VJppþvottavél tekur 12 manna borðbúnað stillanleg hæð á efri körfu 5 þvottakerfi, sparnaðarkerfi hitaval 65°/55°C vatnstenging: kalt eða heitt HxBxD = 85x60x60 cm (Réttverð 51.590,-) TILBOÐ aðeins 46.990,- stgr. IBERNA BONUS Smá-raftæki að eigin vali kr. 3000,- við kaup á IBERNA tæki gegn framvísun þessa miða FRÍ HEIMSENDING - F)ARLÆG)UM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU ibefno flokks /FOnix VÖNDUÐ VÉL Á VÆGU VERÐI fra HÁTÚNI 6A REVKJAVÍK SlMI 552 4420 ibernct þvottavélar tauþurrkarar uppþvottavélar IBERNA ER NÝTT VANDAÐ OG ÓDÝRT VÖRUMERKI FRÁ FÖNIX 500 sn. vinding 16 þvottakerfi frjálst hitaval sparnaðarrofi HxBxD = 85x60x52 cm (Rétt verð 44.150,-) TILBOÐ 34.990,- stgr. 800/400 sn. vinding 12 þvottakerfi írjálst hitaval sparnaðarrofi HxBxD = 85x40x60 cm (Rétt verð 55.960,-) TILBOÐ 49.990,- stgr. 2,5 m barki fylgir tímarofi 1-130 mín. 2 snúningsáttir taumagn 4,5-5,0 kg. HxBxD = 85x60x52 cm (Rétt verð 29.100,-) TILBOÐ 25.990,- stgr. * ryðfrítt stál í tromlu og kari *18 þvottakerfi fyrir allt tau * stiglaus hitastilling * sparnaðarrofi f/lítið taumagn * vinduhraði 800 sn./mfn. * stillanlegur vinduhraði 800/400 sn. * rofi til að aftengja vindingu * orkunotkun 1,2 kwh á 60°C kerfi * HxBxD = 85x60x52 cm Verðlistaverð kr. 50.650,- NÚ Á KYNNINGARVERÐI AÐEINS 44.990,-stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.