Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 39

Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 39 AÐSEIMDAR GREINAR Algjört bann við notkun jarðsprengna FÁIR glæpir vekja jafn mikinn óhug með- al fólks og þeir sem beint er gegn börnum. í hveijum mánuði deyr eða slasast fjöldi blá- saklausra bama þegar þau stíga niður fæti eða teygja höndina eftir smáhlut á jörð- inni sem líkist leik- fangi. Þessi smáhlutur sem lítur svo sak- leysislega út býr yfir mætti tortímingar og eyðileggingar. Jarð- sprengjur gera ekki greinarmun á barns- fæti og hermannastíg- véli. Um þessar mundir stendur Rauði krossinn um heim allan fyr- ir átaki til þess að varpa ljósi á þann gríðarlega skaða og harm sem jarðsprengjur valda. Það er eindregin og yfirlýst skoðun Rauða kross hreyfingarinnar að algert bann við framleiðslu, sölu og notk- un jarðsprengna sé það eina sem dugi í baráttunni gegn þessum vágesti. A alþjóðaráðstefnu Rauða krossins, sem haldin var með full- trúum ríkisstjórna í Genf í desem- ber síðastliðnum, voru jarðsprengj- ur ofarlega á baugi í umræðum og lýstu fjölmargar þjóðir yfir full- um stuðningi við bann á fram- leiðslu og notkun þeirra. Þeirra á meðal voru fulltrúar íslenskra stjómvalda og Rauða kross ís- lands. Ekki hernaðarlega mikilvægar Enn er þó langt í land með að fram- leiðsla jarðsprengna verði bönnuð. Svo virð- ist sem ráðamönnum víða um heim takist að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að jarðsprengjur liggja virkar í jörðu árum og áratugum eftir að styijaldarátökum lýk- ur og bitna helst á þeim sem enga ábyrgð bera á ástandinu. í skýrslu sem kynnt var 28. mars sl. af Alþjóðaráði Rauða krossins og byggist á at- hugunum hernaðarsérfræðinga víða um heim kemur m.a. fram að jarðsprengjur eru alls ekki jafn hernaðarlega mikilvægar og álitið hefur verið. Það em samhljóða nið- urstöður sérfræðinganna að hem- aðarlegt gildi jarðsprengnanna réttlæti engan veginn þá ómældu mannlegu þjáningu sem þær valda. Það skýtur skökku við að ríki sem setja velferð fjölskyldunnar í öndvegi treysti sér ekki til að stöðva framleiðslu og notkun jarð- sprengna sem árlega valda ómældri þjáningu jafnvel löngu eftir að styijaldarátökum lýkur. Sprengjur í jörðu skipta tugum milljóna og ógna nú íbúum í 64 löndum víðsvegar um heim. Þær þykja hentug morðvopn, eru ódýr- ar í framleiðslu, þær ódýmstu Það skýtur skökku við, segir Sigrún Árnadótt- ir, að ríki sem setja vel- ferð fjölskyldunnar í öndvegi treysti sér ekki til að stöðva framleiðslu og notkun jarðsprengna sem árlega valda ómældri þjáningu. kosta rétt um 200 krónur, og úr flugvél má auðveldlega dreifa þús- undum jarðsprengna á mínútu. Kostnaðurinn við að hreinsa jarð- sprengjusvæði er margfaldur á við framleiðslukostnaðinn eða á bilinu 20 til 60 þúsund íslenskar krónur á hvert stykki. Þetta snertir okkur öll Jarðsprengjur valda ekki ein- ungis slysum og dauða á óbreytt- um borgurum. Þær gera einnig stór landsvæði óbyggileg til lang- frama og kollvarpa heilum samfé- lögum sem áður yrktu jörðina. Þeim hefur verið dreift í ómældu magni víða um heim og þar halda þær áfram að valda eyðileggingu í áratugi, 'jafnvel aldir, eftir að ófriði lýkur. Þetta mál snertir alla sem láta sig mannúð og öryggi varða. Þó að við íslendingar höfum hingað til verið að mestu laus við Sigrún Árnadóttir hörmungar styijalda vitum við vel hvílíkt böl þær eru og þar eru jarð- sprengjumar tvímælalaust meðal þess versta. Við íslendingar eigum að lýsa andstöðu okkar við notkun þessara vígtóla og hvetja aðrar þjóðir til hins sama. Við getum hvert og eitt látið í ljós skoðun okkar hvar sem þessi mál ber á góma. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við umleitan Rauða krossins vekja vonir um að þau muni ötullega tala máli þeirra sem hætta stafar af jarðsprengjum og hvetji til banns við notkun, framleiðslu og sölu jarðsprengna. Öflugt almenn- ingsálit hefur mikil áhrif og við getum stuðlað að því að þessi mis- kunnarlausu vígtól heyri sögunni til. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. GuðœmduK Rapn Gemöal vœnmnlegiiR fORserapiacnkjóðanði Stefnuskrá, 10. liður af 12: „Að taka þátt í að móta jákvæða framtíðarsýn fyrir þróun okkar sem þjóðar. Athuga hvort við getum orðið fyrirmyndarþjóðfélag á alþjóðavettvangi, öðrum þjóðum til hugsanlegrar eftirbreytni, einkum hvað varðar frið og manngæsku."____________________ 20% afsláttur af sjúkrakössum fimmtudag ogföstudag rrnsTA hjálp mm. »ifi DOIUOVAN - DAGAR í COSMO Þú kaupir Donovan gallabuxur og færð Donovan bol frían! Tekur þátt í happdrætti! Hin(n) heppni fær 50.000 kr. úttekt í Cosmo. m jr I I m ■ LÁUGAVEGI KRINGLUNNI SIMI 552 6860 • SÍMI 568 9980

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.