Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
BRYNJÓLFUR
EINARSSON
+ Brynjólfur Ein-
arsson báta-
smiður fæddist á
Brekku í Lóni 7.
júní 1903. Hann lést
á Hraunbúðum í
V estmannaeyjum
11. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Guðný
Benediktsdóttir frá
Sléttaleiti í Suður-
sveit (f. 19.9. 1865,
d. 12.11. 1943) og
Einar Pálsson frá
Hofsnesi í Öræfum
(f. 1.7.1859, d. 12.3.
1941). Guðný og Einar voru
bæði tvígift, höfðu misst maka
sína eftir stutta sambúð og áttu
sitt barnið hvort af fyrra hjóna-
bandi. Alsystkini Brynjólfs
voru: 1) Ragnhildur Rannveig
(f. 19.10. 1893), giftist Jóni
Snædal smið frá Vopnafirði,
bjuggu lengst á Eskifirði. 2)
Benedikt (f. 12.1. 1895), kvænt-
ist ekki, átti lengst af heima í
Reykjavík. 3) Sigurlaug Stefan-
ía (f. 25.9. 1896), giftist Ágústi
Pálssyni sjómanni af Berufjarð-
arströnd, bjuggu lengst á Fá-
skrúðsfirði. 4) Jóhanna Borg-
hildur (f. 28.4. 1898), giftist
Sigurði Jóhannssyni skipstjóra
frá Djúpavogi, bjuggu allan
sinn hjúskap á Eskifirði en hún
í Reykjavík eftir lát manns síns.
5) Þorsteinn (f. 2.10. 1899),
kvæntist Steinunni Sigurðar-
dóttur frá Hofsnesi í Öræfum,
bjuggu á Höfn í Hornafirði. 6)
Sveinn Mikael (f. 22.12. 1900),
kvæntist Auðbjörgu Jónsdóttur
frá Borgarhöfn, bjuggu á
Sléttaleiti í Suðursveit, síðar
lengi á Höfn í Hornafirði. 7)
Þórdís Pálína (f. .17.5. 1908),
giftist Páli Guðnasyni frá Vöðl-
um í Vaðlavík, bjuggu þar fyrst
en lengst á Eskifirði. Hálfsystk-
ini Brynjólfs voru: 8) Auðbjörg
(f. 1.12 1887), dóttir Guðnýjar
og fyrri manns hennar Brynj-
ólfs Jónssonar frá
Breiðabólstað í
Suðursveit (f. 25.5.
1862, d. 2.7. 1890).
Auðbjörg giftist
Hávarði Eiríkssyni
verkamanni,
bjuggu lengst á
Eskifirði. 9) Páll (f.
21.7. 1892), sonur
Einars Pálssonar
og fyrri konu hans
Jórlaugar Skarp-
héðinsdóttur frá
Gamlagarði i Borg-
arhöfn (f. 17.10.
1865, d. 14.8. 1892).
Öll eru börn Guðnýjar og Ein-
ars nú látin nema Þórdís sem
býr á Eskifirði.
Hinn 27.1. 1926 kvæntist
Brynjólfur Hrefnu Hálfdanar-
dóttur frá Akureyri (f. 17.8.
1904, d. 8.7. 1982). Foreldrar
hennar voru hjónin Hálfdan
Jónsson beykir (f. 18.6. 1874)
og Elín Rósa Magnúsdóttir (f.
7.3. 1868). Sonur Hrefnu fyrir
giftingu var Vilberg Lárusson
(f. 23.8. 1923, d. 4.8. 1988). Vil-
berg ólst upp í Byggðarholti í
Eskifjarðar-Kálki hjá Þor-
björgu Jóhannsdóttur og Lár-
usi Kjartanssyni; kjörsonur
þeirra. Hann kvæntist Soffíu
Erlendsdóttur (f. 18.1. 1927),
°g bjuggn þau lengst á Egils-
stöðum þar sem Soffía býr enn.
Börn Vilbergs og Soffíu: A)
Rannveig Þóra (f. 30.6. 1951),
var gift Hjörvari Ó. Jenssyni
(skildu); börn þeirra: Kári Val-
ur (f. 16.9. 1970) er í Skot-
landi, Vilberg ívar (f. 27.3.
1978) og Sóffía Tinna (f. 14.7.
1984). B) Atli (f. 15.12. 1954,
d. 18.9. 1978). C) Harpa jf. 27.2.
1956), gift Hafsteini Olasyni;
börn þeirra: Kormákur Máni (f.
4.8. 1977) og Bergrún (f. 28.10.
1981). D) Hrafn (f. 16.4. 1958).
E) Lára Þorbjörg (f. 17.4.1963),
gift Valgeiri Skúlasyni; dætur
þeirra: Valdís (f. 6.11. 1985) og
Andrea (f. 24.5. 1992). F) Er-
lendur Gauti (f. 16.7. 1967, d.
27.4. 1986). Synir Hrefnu og
Brynjólfs eru: 1) Hálfdan
Brynjar matsveinn (f. 25.12.
1926, fórst með vélbátnum
Helga við Faxasker 7.1. 1950);
hafði viku áður en hann lést
trúlofast Önnp Sigríði Þor-
steinsdóttur frá Akureyri (f.
4.7. 1927). 2) Gísli Hjálmar
málarameistari í Vestmanna-
eyjum (f. 1.8. 1929). Hann
kvæntist 1951 Önnu Sigríði
sem áður var unnusta bróður
hans. Börn Gísla og Sigríðar
eru a) Hrefna Brynja (f. 28.3.
1952), gift Snorra Oskarssyni
safnaðarhirði í Vestmannaeyj-
um. Dóttir Hrefnu Brynju fyrir
giftingu er Iris Guðmundsdótt-
ir (f. 17.3.1968), var gift Brynj-
ólfi Ólasyni (þau skildu); á með
honum synina Aron Örn (f.
29.4. 1987) og Gisla Hjálmar
(f. 7.5.1989); búa í Vestmanna-
eyjum. Börn Hrefnu Brynju og
eiginmanns hennar eru:
Stefnir Snorrason (f. 31.5.
1974) , unnusta hans Soffía Sig-
urðardóttir; bæði í námi.
Hrund Snorradóttir (f. 24.8.
1975) , gift Gísla Sigmarssyni;
búa í Eyjum. Brynjólfur Snorr-
ason (f. 30.10. 1979) og Anna
Sigríður Snorradóttir (f. 24.11.
1982) eru bæði í föðurhúsum.
b) Rannveig (f. 15.5.1953), gift
Marc Jonathan Haney (f. 11.4.
1955), búa í Kansas, Bandaríkj-
unum. Sonur Rannveigar fyrir
giftingu Gísli Brynjar Kristins-
son (f. 10.6. 1973); á heima í
Eyjum. Synir Rannveigar og
eiginmanns hennar eru: Jonat-
han Yngvi (f. 18.3. 1981) og
Michael Hreinn (f. 7.7. 1987);
báðir í föðurhúsum. c) Jón
Hreinn (f. 5.10. 1964), kvæntur
Guðrúnu Helgadóttur (f. 8.1.
1967); búa í Svíþjóð. Brynjólfur
lauk sveinsprófi í skipasmíði
10.6. 1933; varð meistari í
greininni 23.3. 1938. Sveins-
prófi í húsasmíði bætti hann
við sig 12.12. 1955 og meist-
aragráðu 4.7. 1956.
Utför Brynjólfs fer fram frá
Hvítasunnukirkjunni í Vest-
mannaeyjum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 16.
í dag verður til moldar borinn
Brynjólfur Einarsson, skipasmiður
í Vestmannaeyjum. Brynjólfur var
fæddur á Brekku í Lóni en foreldr-
ar hans, sem áttu saman átta börn,
höfðu fáum árum fyrr verið hrakin
burt úr Suðursveit fyrir þá sök eina
að skulda sveitarsjóði fáeinar krón-
ur. í þá daga hikuðu sveitarstjórn-
armenn ekki við að stía í sundur
fjölskyldum til að fyrirbyggja að
barnmörg hjón öðluðust sveitfesti.
Fárra vikna gamall fluttist
Brynjólfur með foreidrum sínum
austur að Brú á Jökuldal og árs-
gamall þaðan að Fagradal í Vopna-
firði. Þegar hann var þriggja ára
settust þau að í þorpinu á Vopna-
firði. Að endingu settist fjölskyldan
um kyrrt á Eskifirði þegar Brynj-
ólfur var orðinn sjö ára. Þar bjuggu
foreldrar hans til æviloka og var
Erfidrykkjur
Glæsilegt kaffihlaðborð
og hlýleg salarkynni.
Góð þjónusta.
HOTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38.
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
hann til heimilis hjá þeim þar til
hann var þrítugur að aldri.
Mér er sagt að fundum okkar
Brynjólfs hafi fyrst borið saman
sumarið 1917 þegar hann var á
fimmtánda ári en ég því fyrsta.
Þetta sumar stundaði hann sjó með
föður mínum Bjarna Marteinssyni.
Lágu þeir við á Hafranesi við Reyð-
arfjörð, reru með línu og beittu
kræklingi. Á hálfs mánaðar fresti
komu þeir inn á Eskifjörð til að
fara á skeljafjöru sem kallað var.
Dvaldist þá Brynjólfur á heimili
foreldra minna og kom þá fyrir að
móðir mín, Gunnhildur Steinsdóttir,
bað hann að gæta fyrir sig barns-
ins. Upp frá þessu bar hann ætíð
hlýjar tilfínningar til mín.
Sumarið 1919 tók hann þátt í
hákarlaveiðum frá Seley og mun
vera síðastur til að kveðja þennan
heim af þeim sem kynntust vinnu-
brögðum í þeirri fornu verstöð..
Næstu ár stundaði Brynjólfur sjó
ýmist sem háseti eða vélstjóri. Hann
aflaði sér bæði vélstjórnarréttinda
og skipstjórnarrréttinda til að
stjórna fískibátum allt að 60 tonn-
um að stærð. Þessum lærdómi lauk
hann með besta vitnisburði, enda
höfðu snemma komið í Ijós ágætir
námshæfileikar hans. Brynjólfur
var einnig sérstakur hagleiksmaður
bæði til munns og handa. Hjá móð-
urbróður sínum, Auðbergi Bene-
diktssyni skipasmið, vann hann um
níu ára skeið. Á þeim tíma smíðuðu
þeir þtjá dekkaða báta 12-15 tonn
að stærð, og að því loknu mun
Brynjólfur hafa verið útlærður í
iðninni. Veturinn 1932-33 smíðaði
hann opinn vélbát fyrir Stefán
Guðnason á Karlsskála. Var það
sveinsstykkið og út á smíði þess
báts fékk hann sveinsbréf sem
skipasmiður. Bátur þessi hlaut
nafnið Sæfari. Hann reyndist hin
mesta happafieyta, og kvaðst eig-
andinn aldrei hafa stigið út í betri
sjóbát.
Árið 1926 kvæntist Brynjólfur
Hrefnu Hálfdanardóttur frá Akur-
eyri. Þau hófu búskap í húsi for-
eldra hans og bjuggu þar til 1933
að þau fluttust til Vestmannaeyja
þar sem Brynjólfur vann við skipa-
smíðar allttil ársins 1960. Þau hjón-
in eignuðust tvo syni, Hálfdan
Brynjar og Gísla Hjálmar. Áður
hafði Hrefna eignast soninn Vilberg
sem ólst upp hjá kjörforeldrum að
Byggðarholti í Eskifjarðar-Kálki.
Árið 1950 urðu Hrefna og Brynjólf-
ur fyrir þeirri sáru raun að Hálfdan
Brynjar fórst við Faxasker með
vélbátnum Helga. Slík sár gróa
aldrei en þau báru ævinlega harm
sinn í hljóði.
Veturinn 1942-43 var ég á ver-
tíð í Vestmannaeyjum á trollbát í
eigu Helga Benediktssonar. Hjá
honum starfaði Brynjólfur, og um
þær mundir var verið að leggja
kjölinn að stærsta tréskipi sem
smíðað hefur verið á íslandi. Það
var Helgi Helgason, 188 tonn að
stærð. Brynjólfur var yfirsmiður
við smíði þessa fallega skips sem
tók mjög langan tíma og mun ekki
hafa lokið fyrr en 1947, því frátaf-
ir urðu miklar við viðgerðir á öðrum
bátum.
Á þessum árum dvöldust systk-
inabörn Brynjólfs oft hjá þeim
hjónum um lengri eða skemmri
tíma þegar þau voru í Eyjum ýmist
við nám eða yfir vertíðina að afla
sér tekna. Meðal annarra dvaldist
kona mín, Sigrún Sigurðardóttir
systurdóttir Brynjólfs, hjá þeim
einn vetur. Telur allt þetta fólk að
Hrefna og Brynjólfur hafi sýnt
þeim einstaka umhyggju og gert
allt sem þau gátu til að greiða
götu þeirra.
Á vertíðunum 1956-66 var ég í
Vestmannaeyjum með eigin bát.
Öðru hveiju á þessu tímabili dvald-
ist fjölskylda mín einnig í Eyjum.
Þá voru þau Hrefna og Brynjólfur
búin að byggja hús sitt á Boðaslóð
4. Vorum við tíðir gestir á heimili
þeirra og treystust þá vináttubönd-
in enn frekar en áður hafði verið.
Oft var þá setið og spjallað þegar
tóm gafst til. Barst þá talið gjarn-
an að skáldskap, því engan mann
hef ég þekkt um dagana sem kunn-
að hefur jafnmikið af ljóðum og
Brynjólfur, en hann var ennfremur
lands- þekktur hagyrðingur. Vafa-
laust mun Brynjólfs lengi verða
minnst fyrir smíðisgripi sína, skip
og báta, en þó hygg ég að enn
lengur muni ljóð hans og lausavís-
ur halda nafni hans á loft meðal
þeirra sem yndi hafa af hnyttileg-
um skáldskap. Brynjólfur vildi þó
ekki flíka kveðskap sínum opinber-
lega og kærði sig ekki um að láta
gefa hann út, kvað hann ekki til
þess ætlaðan:
Um vísur mínar helst er það
að hafa í minni:
Þær áttu við á einum stað
og einu sinni.
Flest það sem Brynjólfur orti var
í gamansömum tón og sérstakt
dálæti hafði hann á að yrkja þann-
ig að skilja mætti á fleiri en einn
veg.
Eftir að Heimaeyjargosið hafði
hrakið Vestmannaeyinga upp á
land settust þau Brynjólfur og
Hrefna um tíma að í Hveragerði.
Við Sigrún heimsóttum þau þang-
að. Sagðist hann þá hafa nýlega
lokið við að skrifa mér lengsta
bréf sem hann hefði nokkurn tíma
skrifað. Rétti hann mér síðan papp-
írsrúllu úr reiknivél sem hann hafði
skrifað á margar af sínum bestu
vísum. Bréfið var fjögurra metra
langt.
Fljótlega eftir að gosinu lauk og
dvalarheimili aldraðra Hraunbúðir
tók til starfa í Eyjum fluttust þau
þangað Hrefna og Brynjólfur.
Heilsa hennar var þá farin að bila
og var til þess tekið hvað Brynjólf-
ur annaðist hana af mikilli nær-
gætni og þolinmæði í þessum veik-
indum. Hrefna dó 1982.
Á hveiju ári eftir fráfall hennar
og allt til ársins 1994 ferðaðist
Brynjólfur austur á land og heim-
sótti skyldfólk sitt á Egilsstöðum
og Eskifirði. Hann bar hlýjan hug
til átthaganna og var sáttur við líf
sitt og samferðafólk. Því lýsti hann
betur en aðrir fá gert með þessari
stöku:
Þó að hér í fylgd með fólki góðu
fest ég hafi í Vestmannaeyjum yndi,
enn í gepum minninganna móðu
mótar alltaf fyrir Hólmatindi. ■'
Við Sigrún þökkum fyrir langa
og dygga samfylgd og sendum niðj-
um Brynjólfs og venslafólki innileg-
ar samúðarkveðjur.
Hilmar Bjarnason.
Afi Binni er látinn. Hann var 92
ára, svo við því mátti búast. En
samt er það svo sárt. Mig langar
að deila með ykkur nokkrum minn-
ingabrotum.
Ein fyrsta minning mín um afa
Binna er frá leikskólanum í Hvera-
gerði. Þar birtist hann til þess að
hafa auga með mér, lítill, grannur
með alpahúfu, lítil kringlótt gler-
augu og augabrýr sem hefði mátt
setja í tagl, svo miklar voru þær.
Hann fékk óskipta athygli allra á
svæðinu og myndaðist röð af for-
vitnum krökkum sem vildu fá að
koma við augabrýrnar. Hann sinnti
þessu með mikilli þolinmæði. Hann
bókstaflega bjargaði félagslegri
stöðu minni. Eg varð langvinsæl-
ust.
Þótt vinsældirnar færu dvínandi
með árunum tókst mér nú að gift-
ast. Og aftur bjargaði afi mér. Og
í þetta sinn var um sjálfsvirðingu
mína að ræða á sjálfan brúðkaups-
daginn. Eftir að nokkrir veislugest-
ir höfðu staðið upp og ítrekað boð-
skap dagsins: „Kona, vertu manni
þínum undirgefin“, þá stóð afi Binni
upp, þungur á brún og orðhvass.
Þótti honum að írisi sinni vegið.
Minnti hann fólk á gagnkvæma
virðingu og ást og hafði máli sínu
til stuðnings sitt eigið hjónaband.
Það hefði mátt heyra saumnál detta
á meðan afí talaði.
Fyrir nokkrum vikum fór ég til
afa og bað hann að segja mér eitt-
hvað frá barnæsku sinni og foreldr-
um sínum. Þetta var mjög fróðleg
stund og dýrmæt. Afi lést á heim-
ili sínu á Hraunbúðum og skipt-
umst við fjölskyldan á að sitja hjá
honum síðustu sólarhringana. Áð
fá að vera hjá honum síðustu dag-
ana og stundirnar var mér afar
dýrmætt. Ég hélt í hönd hans, tal-
aði við hann, rifjaði upp, hlustaði
á andardrátt hans, bjó til rúm úr
stólum og svaf við hlið hans. Það
var allt svo friðsælt og dýrmætt.
Ég fann dauðann nálgast en var
ekki hrædd. Ég fékk á tilfinning-
una að afi væri að fara yfir líf sitt
meðan hann svaf. Gera upp líf sitt,
undirbúa sig undir að sleppa tak-
inu. Systur mína dreymdi draum
nóttina sem hann lést. Hana
dreymdi að afi kæmi út úr her-
bergi sínu í Hraunbúðum með
gamlan, slitinn gítar í hendi. Hann
lagði frá sér gítarinn og tók upp
minni gítar, svartan á lit, skreyttan
blómum. Hann leit til systur
minnar og sagði: „Jæja, nú er ég
tilbúinn að spila.“
Afi Binni var mikill ljóðaunnandi
og vil ég enda þessa upprifjun á
því að birta vísubrot eftir hann sem
hljóðar svo:
Oft er meðal okkar hér,
einhver deyfðarvoma,
en alltaf birtir yfir mér,
ef ég sé þig koma.
Ég bið Guð að blessa minningu
afa Binna.
Iris Guðmundsdóttir.
„Það er einkennilegt, frænka, að
alltaf þegar við tölum saman, þá
tölum við um ást og heimspeki."
Þetta sagði Brynjólfur frændi við
mig í okkar síðasta samtali. Og
þetta var rétt. Nú, og svo töluðum
við auðvitað líka um skáldskap. Þar
var Brynjólfur meistarinn, ég hlust-
andi og lærisveinn.
Ég hafði þekkt Brynjólf ömmu-
bróður minn frá barnæsku, en við
kynntumst fyrst fyrir alvöru í Vest-
mannaeyjum árið 1975, ég þá tví-
tug og hann rúmlega sjötugur. Það
fór ákaflega vel á með okkur. Á
milli okkar Brynjólfs var rúmlega
hálf öld í árum, en hárfínn þráður
í raunverulegum tíma. Hárfínn
þráður þess sem skiptir máli; vin-
áttu.
Brynjólfur var fallegur maður,
lágvaxinn, hæglátur, með kankvís
og lifandi augu undir kafloðnum
augabrúnum. Og yfir þeim auga-
brúnum oftar en ekki svört alpa-
húfa. Röddin var lág, með sérstakt
hljómfall og hrynjandi. Hann hafði
þá gáfu að geta farið með ljóð af
tilfinningu, með fínum blæbrigðum
og þögnum. Minnið var ótrúlegt -
hann hafði kvæði flestra höfuð-
skálda íslenskrar tungu á hrað-
bergi og sjálfur var Brynjólfur
góður hagyrðingur. Bátasmiðurinn
var nefnilega jafnhagur á tré og
orð og lék sér snilldarlega með
tvíræða merkingu orðanna. Til að
skemmta okkur hinum, sem tökum
lífið svo hátíðlega. Svona er nú
það.
Lífíð er blátt skip sem siglir.
Okkur er gefið ferðalagið og með
forvitni o g undrun í farteskinu eign-
umst við efann og nostalgíuna. Vin-
ir koma og vinir fara, en skipið sigl-
ir. Einu ferðalagi er lokið, sem skil-
ur eftir skýra og fallega mynd, en
ferðin sjálf tekur engan enda. Allt
flýtur og allt er á hreyfingu.
Ég er þakklát fyrir vináttu okkar
Brynjólfs og ferðalag. Saman fund-
um við hjartalagaðan stein við
Sléttaleiti í fyrrasumar. Ég ferðast
með hann áfram - í minningu um
mann með gott hjartalag, dreng-
lyndi og strákskap. Guð blessi
minningu hans.
Harpa Björnsdóttir.
1
€
€
4
4
4
4
í
4
4
4
4
4
i
4