Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 47
MINNIIMGAR
OLAFUR BERGMANN
ÓMARSSON
+ Ólafur Berg-
mann Ómarsson
fæddist í Reykjavík
14. janúar 1978.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
aðfaranótt 10. apríl
sl. Foreldrar hans
voru Ómar Sverris-
son, f. 25.11. 1955,
d. 20.1. 1985, og
Aðalbjörg Ólafs-
dóttir, f. 11.1. 1959.
Systkini Ólafs eru
Sara Dögg Ómars-
dóttir, f. 5.2. 1982,
Hörður Freyr Harð-
arson, f. 31.7. 1988, og Arin-
Ijjörn Harðarson, f. 28.8. 1992.
Ólafur gekk í barnaskóla í Mela-
skóla og síðar Réttarholtsskóla.
Síðar tók við Iðnskólinn og
Myndlista- og handíðaskólinn.
Ólafur vann við bensínaf-
greiðslu á bensínstöð Esso við
Ægissíðu.
Útför Ólafs Bergmanns fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Ég fann þig eitt sinn við fallna
eik,
þú varst fegursti geislinn
minn.
Nú grundin er orðinn gulnuð
og bleik,
og grænkar ei aftur um sinn.
í hálfdraumi geng ég og hugsa
um þig,
því hér er þín æskuslóð.
Svo strýk ég með lófanum lif-
andi blóm,
þá lágreisti kofinn þinn stóð.
(Elín Kúld frá ðkrum)
Þín amma,
Helga Ósk Kúld.
Ólafur Bergmann Ómarsson
fæddist í Reykjavík 14. janúar 1978
og lést í Reykjavík 10. apríl sl. Hann
var sonur Ómars Sverrissonar og
Aðalbjargar Ólafsdóttur.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Elsku Óli minn.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért dáinn, svona snögglega.
Ég vaknaði um kl. 5.30 um morg-
uninn við dyrabjölluna, mér dauðbrá,
sá Dóru systur fyrir utan, ég opnaði
og sagði strax: Hvað kom fyrir,
hvað er að? Við settumst inn í eld-
hús, ég stóð upp og spurði aftur,
Dóra, hvað kom fyrir? „Hann Óli
hennar Öllu er dáinn.“ Það var þögn,
ég trúði þessu ekki, það er svo sárt
að horfa á eftir þér, elsku frændi,
aðeins 18 ára gamall og áttir allt
lífið framundan.
Ég var aðeins 14 ára þegar hún
Alla systir eignaðist þig, þú varst
svo yndislegur og mikið krútt, ég
passaði þig mikið enda var ég alltaf
hjá stóru systur. Ég var mjög stolt
að eignast lítinn frænda, enda fyrsta
barnabarn pabba og mömmu.
En ég veit að núna er hann pabbi
þinn búinn að taka á móti þér og
þið feðgar glaðir saman. Góður Guð
geymi þig og varðveiti. Öll höfum
við misst mikið en mestur er þó
missir ykkar elsku Alla mín, Sara,
Hörður Freyr og Arinbjörn. Gúð
veri með ykkur öllum og styrki.
Elsku pabbi, Fríða, mamma,
Stebbi, Edda, Rósi, Sverrir og Sig-
rún, þið sem sjáið á eftir barna-
barni, ég bið góðan guð að hugga
ykkur og okkur öll í sorginni.
Hinsta kveðja,
Heiðrún móðursystir.
Elsku Óli minn.
Þú veist og vissir að ég elskaði
þig og ég er þakklát fyrir að þú
kysstir mig bless þegar þú kvaddir
mig eftir að við höfðum átt góðar
stundir síðasta daginn þinn á þess-
ari jörð. Þú varst kallaður í vinnu
og kvaddir mömmu með kossi sem
þú varst ekki vanur að gera dag-
lega. Það veitir mér huggun þótt ég
sé ekki farin að trúa eða ná því að
þú sért farinn frá mér, en ég er viss
um að pabbi þinn sem elskaði þig
tekur vel og innilega á móti þér Og
mun leiða þig áram hinum megin.
Ég kveð þig, elsku Óli minn, með
einni af bænunum sem ég kenndi
þér þegar þú varst lítill drengur.
Þú Guð sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýrð þú mkér
með sterkri hendi þinni.
(V. Briem)
Þín elskandi,
Mamma.
Óli dáinn? Hann? Af hveiju?
Hann var þarna rétt í gær, brosti
svolítið útí annað og leið svo vel.
Hver hefði búist við þessu? Hann
var rétt að byija lífið. Maður trúir
þessu ekki, áttar sig ekki! Hann hlýt-
ur að fara að koma inn bráðum,
iabba inn um dyrnar og spytja „er
til Pepsi? Má ég fá?“ og mamma
segir ,já, en ekki klára það!“ Og
Óli brosir og fær sér Pepsi.
Við Óli áttum okkar stundir sam-
an og ég gleymi þeim aldrei. Það
vantar svo mikið þegar hann er far-
inn. Eitthvað sem alltaf var er allt
í einu ekki lengur ... Það er svo
skrýtið - ég myndi gera allt til að
fá hann aftur, eða bara aftur til
seinustu orðanna sem hann sagði
við mig, geta stoppað, gert það sem
hann bað mig um.
Og kveðja hann. Þetta er svo sárt.
Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég
veit ekki hvernig ég á að vera.
Óli bróðir var svo fyndinn og snið-
ugur og það var alltaf hægt að hlæja
að honum þegar hann var að grín-
ast. Það var líka hægt að tala við
hann. Við áttum okkar stundir, það
er svo sárt að horfa á eftir honum
svona ungum - svo óréttlátt! Hann
hafði marga hæfileika sem áttu að
fá að þroskast og dafna og hann
átti að fá að eiga sína góðu tíma
framundan eins og við hin.
Hann var á margan hátt miklu
þroskaðri en hann leit út fyrir að
vera, hann leyndi á sér, ég veit það.
Hann var bróðir minn, svo indæll
og góður strákur.
Elsku Óli, ég kveð þig með þessum
orðum mínum, þakka þér fyrir allt
sem við áttum saman, ég mun alltaf
muna þig.
Þín systir,
Hann mún eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna
þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vemda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína
og inngönp héðan í frá og að eilífu.
I dag verður jarðsettur frá Bú-
staðakirkju ástkær bróðursonur okk-
ar og ömmubarn, Ólafur Bergmann
Ómarsson.
Það er ekki ofsögum sagt að það
skiptast á skin og skúrir í þessu lífi.
Þegar Ómar, faðir Óla, var viðstadd-
ur jarðarför Svavars bróður síns
bárust honum - mitt í sorginni -
þau gleðitíðindi að honum væri.
fæddur sonur. Sá hjartasjúkdómur
sem nú, 18 árum síðar, dró Óla okk-
ar til dauða, var farinn að höggva
skarð í raðir fjölskyldu okkar.
20. janúar, 1985, deyr Ómar, og
17. júní 1989 deyr Elín, föðursystir
Óla - öll voru þau hrifin burt í blóma
lífsins. Annan dag páska vorum við
viðstödd fermingarveislu Söru, syst-
ur Ólafs, og þrátt fyrir það sem á
undan var gengið var á þeirri gleði-
stundu ekkert fjarri okkur en til-
hugsunin um dauða - hvað þá að
við ættum aldrei eftir að sjá Óla
framar.
Óli var afar þægilegur og góður
drengur. Hann var dúglegur til vinnu
og ijúfur í allri umgengni. Hann
hafði afar gaman af að mála og
teikna og stóð hugur hans til náms
á lisþabraut á komandi hausti. Þá
var Óli einstaklega góður við móður
sína og mjög hjálpsamur.
Elsku Alla og börn. Missir ykkar
er mikill - og okkar allra. Megi
góður Guð veita huggun og styrk í
sorg ykkar. Okkur langar að skilja
eftir handa ykkur huggunarorð Páls
postula í Filippíbréfinu, 1. kafla, 21.
versi, þar sem hann segir:
...„lífið er mér Kristur en dauðinn
ávinningur."
Edda amma, föðursystkin
og aðstandendur.
Þegar móðir þín hringdi í mig um
miðnætti á þriðjudagskvöld og bað
mig að koma til sín þá misskildi ég
hana og hélt að hún væri að biðja
mig að passa yngri systkini þín.
Fljótlega eftir að ég var þangað
komin hringdi hún aftur og spurði
hvort ég hefði misskilið sig, ég hefði
átt að koma niður á spítala. Hún
hafði aldrei beðið neinn að koma til
sín þegar þú hafðir verið fluttur á
sjúkrahús. Það sóttu að mér slæmar
tilfinningar.
Þegar niðureftir var komið sá ég
bílinn hjá afa, mér brá, ég tók til
fótanna. Enn vil ég ekki trúa því
að þú sért farinn og að við fáum
aldrei að sjá Jiig aftur í þessum
heimi. Elsku Óli minn, lífið blasti
við þér, þú varst nýorðinn 18 ára,
þú stefndir á iistabraut í fjölbraut
nú næsta haust. Þú hafðir svo gam-
an af að teikna og mála og ég veit
að þú varst alltaf að hugsa út í
myndina í eldhúsið mitt sem ég bað
þig um eitt sinn. Þær voru svo falleg-
ar myndirnar þínar og ég veit að
þegar komin var ró á kvöldin gast
þú setið við trönurnar fram á nótt
og notið þess að skapa nýtt lista-
verk. En þú færð ekki að klára þær
myndir sem hálfnaðar eru, hún móð-
ir þín geymir þær fyrir þig.
Það var gaman að fylgjast með
þér frá fæðingu, þú varst svo ánægt
barn, frumburður foreldra þinna,
sem voru stoltir af þér. En þegar
faðir þinn dó rétt eftir 7 ára af-
mæli þitt var það þér þungbær raun,
og þú saknaðir hans alltaf. Ég veit
að hann hefur tekið á móti þér með
útbreidda arma og allri þeirri ást
og hlýju sem hann átti.
Þegar þú veiktist fljótlega eftir
fermingu urðum við öll óskaplega
hrædd um þig og margar urðu ferð-
irnar á sjúkrahúsið. Laéknarnir héldu
að þeir væru búnir að hjálpa. Við
urðum öll rólegri um tíma en veikind-
in tóku sinn toll þótt þú værir samt
alltaf kátur, þótt þú yrðir fjarrænn
um tíma.
Síðasta gamlárskvöid komstu til
mín í mat, ég sótti þig og við áttum
gleðileg áramót, hver hefði trúað því
þá að þau yrðu ekki önnur.
Svo fermdist Sara Dögg systir
núna annan í páskum, þú varðst svo
glaður þá. Þú stóðst eins og klettur
við hlið móður þinnar og systkina,
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
þér fannst þú þurfa að standast þín-
ar skyldur. Þú stóðst þig vel, það
máttu vita. Þú varðst aftur sá Óli
sem við þekktum fyrir veikindi þín.
Við sáum þig koma aftur með þitt
fallega bros - en stutt er milli gleði
og sorgar. Við vorum orðin svo ör-
ugg með þig, en enginn hefði getað
gert sér grein fyrir því, Óli minn,
hve þú hefur verið veikur í raun.
Ég trúi því, Óli minn, að þú finn-
ir ekki lengur til og hvílir í örmum
föður þíns. Elsku Oli minn, ég skal
hafa hug minn allan hjá móður þinni
og systkinum og hjálpa henni á þess-
um erfiðu tímum því þú hafðir
áhyggjur af fjölskyldu þinni ef illa
færi. En þú varst í rauninni ekki
hræddur sjálfur, þú hafðir meiri
áhyggjur af öðrum en sjálfum þér.
Góði Jesús bróðir besti
blessun þína veittu mér
þú ert lífsins læknir mesti
ljósið heimsins er fylgja ber.
Aðeins.þinn ég þráði frið
þig ég einan hjálpar bið
þú einn getur þerrað tárin
þú einn getur læknað sárin.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elsku Óli minn, þakka þér fyrir
ailt og góðu stundirnar, minningin
um þig lifir.
Elsku Alla systir, Sara Dögg,
Hörður Freyr og Arinbjörn ásamt
öllum öðrum aðstandendum - Guð
styrki ykkur í sorg ykkar.
Halldóra Olafsdóttir.
í dag langar mig að kveðja þig,
Óli minn, með nokkrum orðum. Þeg-
ar maður fær svona fréttir þá verður
maður orðlaus. Ég veit að þar sem
þú ert núna líður þér vel og að góð-
ur Guð verndar þig. Hinsta kveðja,
elsku drengurinn minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fýrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Alla, Sara Dögg, Hörður
Freyr og Arinbjörn. Megi algóður
Guð vernda og blessa ykkur í sorgum
'ykkar.
Ykkar einlægur faðir og fóstur-
faðir,
Hörður.
þdag kveðjum vip systurson okk-
ar Ólaf Bergmann Ómarsson, aðeins
18 ára að aldri.
Okkur brá mjög er síminn hringdi
rétt fyrir miðnætti og í símanum var
Alla systir að tilkynna að Óli sonur
hennar hefði veikst alvarlega þar
sem hann var við vinnu sína. Hann
sem daginn áður, annan í páskum,
þegar Sara Dögg systir hans var
fermd, leit svo vei út, var svo glaður
og ánægður, labbandi milli borða og
talandi við fólkið sitt.
Fyrir fjórum árum var Óli fermd-
ur og skömmu síðar var vart þeirrar
hjartveiki er hann lést nú úr. Þegar
Óli var sjö ára lést pabbi hans úr
þeim sama sjúkdómi. Minningarnar
eru margar sem upp í hugann koma,
minningar sem við geymum um
frænda okkar.
Elsku Alla systir, Sara Dögg,
Hörður Freyr, Arinbjörn, afar, ömm-
ur og aðrir aðstandendur, Guð blessi
ykkur öll og gefi ykkur styrk á þess-
ari sorgarstund. Blessuð sé minning
frænda okkar.
Ragnheiður Olafsdóttir,
Nú þegar dagarnir eru orðnir
langir á ný og gróður að vakna eft-
ir vetrardvala berst okkur sú harma-
fregn að Óli frændi sé dáinn. Þeir
deyja víst ungir sem guðirnir elska
en þegar ungur maður í blóma lífs-
ins er hrifinn á brott þá spyr maður .
„Hver er tilgangurinn?“ Þetta er svo
óréttlátt.
Það er okkur öllum svo mikið
áfall að þú skulir vera farinn svo
snögglega. Elsku Óli frændi, við
viljum þakka þér samverustundirn-
ar, og við munum geyma minningu
þína í hjörtum okkar um ókomna
framtíð.
Við viljum með þessum fáu orðum
kveðj a elsku besta f rænda okkar sem '
var ávallt svo yndislegur og hafði
svo stórt hjarta.
Góður Guð geymi þig og varðveiti.
Elsku Alla, Sara Dögg, Hörður
Freyr og Arinbjörn, Guð gefí ykkur
styrk í þessari miklu sorg.
Guðlaug Helga Magnúsdóttir,
Sigurður Eðvaldsson,
Arnar Freyr Sigurðsson.
í dag kveðjum við Óla frænda
eða Óla hennar Öllu eins og við
kölluðum hann alltaf til að aðgreina
frá öllum hinum Ólunum í fjölskyld-
unni.
Við þekkjum Óla sem þessa glað-
væru týpu, og þess er allt of stutt
að minnast hversu góðar stundir við
áttum með honum þegar hann kíkti
í heimsókn um áramótin síðustu.
Okkur óraði ekki fyrir því þá að Óli
myndi ekki vera með okkur næstu
áramót.
Jóna, elst okkar systkina, fermd-
ist með Óla í Bústaðakirkju, og var
fermingarveisla þeirra haldin sam-
eiginlega enda var samgangur mik-
ill milli heimila þó vinskapur okkar
krakkanna hafi e.t.v. minnkað eftir
því sem við eltumst.
Elsku Óli frændi, við eigum marg-
ar góðar minningar um þig sem við
geyaaaamum í huga okkar. Við trú-
um því að þér sé batnað og að þér
líði vel á þínum nýja stað.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku Alla, Sara Dögg, Hörður
Freyr og Arinbjörn, við vottum
okkar dýpstu samúð, megi Guð
styrkja ykkur öll á þessum erfiðu
tímum.
Jóna Mjöll Grétarsdóttir,
Lena Huld Sigurðardóttir,
Rúnar Sigurður Sigurðarson.
Erfídrykkjur
Glæsileg kaffi-
hladbord, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÖTEL LÖFTLEIMR
á legsteinum úr graníti, marmara o.fl. teg.
Verð frá kr. J9.200.
CTZ?
SÓLSTEINAR
Opið kl. 13-18 alla \ irka daga og laugardaga kl. 13-17.
Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
Sara Dögg.