Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
M /VMÐur
ALLT /4MN A&
FVÍilR. &OIZJO
Ljóska
Ferdinand
Jæja, hvað finnst þér?
Mamma, einhver hefur skilið mörgæsabúrið eftir
opið einu sinni enn!
UiELL
WHAT
PO
iou
THINK
H- 17
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
Bílar á göngustíg
Frá Guðvarði Jónssyni:
í ÞRJÚ ár hef ég reynt að fá því
framgengt að bílaumferð um göngu-
stíginn framan við húsið hjá mér
yrði stöðvuð eða fyllsta öryggis
gætt við akstur bíla á göngustígnum.
Hvorug leiðin virðist fær, vegna af-
stöðu borgarstjóra til málsins.
Auk borgarstjóra hafði ég sam-
band við eftirtalda aðila: Umferðar-
nefnd borgarstjórnar, fulltrúa
gatnamálastjóra, umferðardeild lög-
reglunnar og umferðarráð. Svörin
voru eftirfarandi: Umferðarráð hafði
ekkert með málið að gera, lögreglan
svaraði ekki bréfi sem ég skrifaði
henni, fulltrúar gatnamálastjóra og
umferðardeildar Reykjavíkur, svör-
uðu í samræmi við afstöðu borgar-
stjóra. Svar borgarstjóra var eftir-
farandi. Að vísu svaraði borgarstjóri
ekki bréfínu sjálfur sem ég skrifaði
honum heldur lét fulltrúa í umferðar-
deild Reykjavíkur senda mér eftir-
farandi svar:
„Þar sem þetta er einkalóð getur
nefndin ekki skipt sér af þessu máli,
en íbúar verða að koma sér saman
um aðgerðir sjálfir."
Mér fannst svarið lýsa nokkurri
vanþekkingu á aðstæðum, þar sem
talað er um eina lóð, eins og um
fjölbýlishús væri að ræða. Þarna er
aftur á móti um tíu einkalóðir að
ræða, sem liggja að göngustígnum
sitt hvoru megin.
Umgengisréttur
Eftir að hafa fengið þetta bréf
hafði ég samband við fulltrúa gatna-
málastjóra símleiðis, sagði honum
að ég skildi svar borgarstjóra þann-
ig að ég hefði leyfi til þess að þrengja
göngustíginn fyrir framan húsið hjá
mér svo bílar gætu ekki ekið um,
en væri greiðfært fyrir gangandi
með barnavagna. Eftir sem áður
hefði verið hægt að aka á bílum
eftir göngustígnum fyrir innan mig.
Þessari hugmynd hafnaði fulltrúi
gatnamálastjóra alveg og sagði að
ég hefði ekkert leyfi til þess að gera
eitt eða neitt á göngustígnum. Á
göngustígnum væri almennur um-
gengisréttur gangandi vegfaranda,
af þeim sökum mætti ég ekki breyta
þar neinu. Þá taldi ég að borgin hlyti
að vera sá aðili sem ætti að setja
þarna upp, hindrun til að stöðva bí-
laumferð á stígnum. Aftur var nei
hjá fulltrúa gatnamálastjóra, hann
sagði að borgin hefði enga heimild
til þess að gera eitt eða neitt á stígn-
um.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu komu
menn frá RR og grófu skurð eftir
endilöngum göngustígnum, án þess
að biðja um leyfi. Eg er ekki að
kvarta undan þessari framkvæmd,
en það sýndi að borgin telur sig
hafa leyfi til þess að hefja fram-
kvæmdir á stígnum án þess að spyija
okkur um leyfi. Það sé fremur spurn-
ing um hvað borgarstjóri vill gera.
Það var bent á það í svari borgar-
stjóra að menn ættu að koma sér
saman um umferð á göngustígnum.
Rétt er að hafa það í huga að það
eru tíu lóðir sem liggja að þessum
göngustíg. Þeir sem eru með ung
börn á heimilinu vilja láta loka stígn-
um fyrir bílaumferð eða gera aðrar
þær ráðstafanir sem gætu hindrað
að glæfraakstur sé stundaður á
stígnum eins og gert er.
Börnin ábyrg gerða sinna
Þeir sem ekki eru með ung börn
á heimilinu skiptast í tvo hópa. Sum-
ir vilja þegja málið í hel, en aðrir
eru róttækari í afstöðunni og fífl-
djarfari í athöfnum. Þeir hafa sagt
við mig, ef bam er svo heimskt að
hlaupa út á göngustíginn þegar bíll
er að koma eða fara sé ekki hægt
að kenna bílstjóranum um það. Lendi
barnið undir bíl og lifi það ekki af,
er það bara vegna þess að það á
ekki að lifa lengur.
Ökuníðingar
Það er aumt til þess að vita að
embættismenn borgarinnar skuli
dýrka þennan hugsunarhátt svo að
þeir leggi allt kapp að tryggja öku-
níðingum aðstöðu til að skemmta sér
við að stofna lífi barna í hættu og
neyði börn til þess að eiga líf sitt
undir akstursmáta slíkra ökumanna,
á göngustíg og leiksvæði.
Ætli menn hafi nokkurn tímann
leitt hugann að því, hver eftirmálinn
yrði ef ekið væri á bam á göngu-
stlgnum?
Þar sem þetta er göngustígur taldi
ég að gangandi fólk ætti þar for-
gang, en svo er ekki. Gangandi fólk
kemst oft ekki langtímum saman
eftir stígnum með barnavagn eða
barnakerrur vegna þess að hann er
lokaður af bílum og þarf fólk þá að
taka á sig stóran krók til að komast
leiðar sinnar. Ég hef aldrei séð
sjúkrabíl komast inn á stíginn af
sömu ástæðum.
Á gatnamótum Suðurhóla og
Austurbergs er gangbraut sem fjöldi
barna fer um, að og frá Hólabrekku-
skóla. Að þessari gangbraut liggur
göngustígur frá blokkunum við Suð-
urhóla. Eftir þessum göngustíg
koma bílar akandi inn á gangbraut-
ina inn í Austurbergið og stundum
fara þeir yfir á bílastæðið hjá Hóla-
brekkuskóla eftir gangbrautinni.
Furðulegt finnst mér að það skuli
ekki vera settir þarna rörbogar til
þess að hindra akstur af göngustígn-
um inn á gangbrautina.
GUÐVARÐURJÓNSSON,
Hamrabergi 5,111 Reykjavík.
Til nokk-
urra þing-
manna
Frá Arnþóri Helgasyni:
ÉG SENDI Páli Péturssyni, félags-
málaráðherra, bréf um daginn vegna
skipunar nefndar sem endurskoða
skal lög um málefni fatlaðra. Ég tel
með ólíkindum ef þessi ríkisstjórn
ber ekki gæfu til að skipa nefndina
svo að þar séu í forystu menn sem
þekkingu hafa á þessum málaflokki
og að þess sé gætt að einhver póli-
tísk samstaða náist um þennan mála-
flokk. Þá teldi ég óráð að skoða ekki
I samhengi löggjöf um félagsþjón-
ustu sveitarfélaga og lög um málefni
fatlaðra.
ARNÞÓR HELGASON,
fv. formaður Öryrkjabandalags Íslands,
Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi.
Netfang: arnhel@ismennt.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.