Morgunblaðið - 18.04.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 53
BREF TIL BLAÐSINS
Er aðeins einn þing
maður sem þekkir
rétt frá
Frá Kristni Asgrímssyni:
MIG RAK í rogastans er ég las
frétt í Morgunblaðinu fyrir stuttu,
fyrirsögnin var: „Kirkjan gagn-
rýnd fyrir að mæla gegn vígslu."
í greininni, sem er frétt frá
Alþingi Islendinga, kemur greini-
lega fram, að alþingismenn virðast
ekki vita hvað kristin trú er og í
hverju kristilegur kærleikur felst.
Mig langar að benda í örstuttu
máli á nokkur átriði.
1. Kristin trú gengur út frá því
að Biblían sé Guðs orð.
2. Allir menn þurfa að iðrast
synda sinna til að verða kristnir.
3. Að eftir þetta líf sé dómur,
eilíf glötun, og aðeins í Kristi fáum
við umflúið þann dóm.
4. Kristur kom því til að frelsa
manninn frá syndum hans.
5. Biblían kennir, að fyrir lög-
mál kemur þekking syndar.
6. Þar af leiðir að kristilegur
kærleikur hvetur fólk til að forð-
ast synd, ekki umfaðma hana.
Kynvilla er skilgreind sem synd
í Biblíunni og samræmist því ekki
kristinni trú. Ef rétt er haft eftir
þér, Einar K. Guðfinnsson, í Morg-
unblaðinu hinn 10. marz sl. að þú
teljir samkynhneigð samrýmast
kristinni trú, þá hefur þú myndað
þér skoðun án þess að kynna þér
málið frá báðum hliðum. Ég kalla
það „for-dóma“. Þetta á einnig við
um Margréti Frímannsdóttur og
Össur Skarphéðinsson. Ef þið eruð
að vitna í kristna trú, þá er það
lágmarkskrafa, að þið sem lög-
kjörnir þingmenn kynnið ykkur
hvað kristin trú segir og farið
ekki með rangt mál á hinu háa
Alþingi íslendinga. Hjónaband
kennir Biblían, að sé sáttmáli milli
karls og konu: Þess vegna yfirgef-
ur maður föður sinn og móður sína
og býr við eiginkonu sína, svo þau
verði eitt hold. 1. Mósebók 2.24.
Biblían gerir aðeins ráð fýrir
blessun Guðs yfir vígslu karls og
konu. Það sem þið eruð hins vegar
að tala um, háttvirtir þingmenn,
er hlutur sem Drottinn Guð kallar
„viðurstyggð“ þ.e. að karlmaður
leggist með karlmanni, sem kona
væri. 3. Mósebók 20.13.
Síðan viljið þið, háttvirtir al-
þingismenn, blanda kirkjunni í
málið og fá blessun Guðs yfir ykk-
ar eigin siðblindu. Ég kalla þetta
að leggja -nafn Guðs við hégóma.
Þetta er siðblinda og þetta kallar
á vanblessun yfir íslensku þjóðina.
Við köllum okkur „kristna
þjóð“ en hvernig skilgreindi Jesús
Kristur kristindóminn? Hann
sagði: Ef þér elskið mig munuð
þér halda boðorð mín. Biblían er
mjög skýr, hvað varðar kynvillu,
samt vil ég benda á að það eru
til fleiri syndir en kynvilla og
margar síst betri og Guð fyrirgef-
ur allar syndir, ef við játum þær
sem slíkar. En það sem hér um
ræðir er það, að 'þið sem kosnir
eruð til að stjórna þessu landi
ætlið að kalla það, sem Guð kall-
ar synd, þið ætlið að kalla heilagt
og gott. Þetta er verri synd held-
ur en syndin sem um ræðir.
Einu rökin sem ég hef heyrt
þegar ég bendi fólki á að samkyn-
hneigð sé Guði vanþóknanleg eru:
Fordómar, fáfræði, tímaskekkja.
Ég leyfi mér að minna á að hrun
Rómaveldis hins forna var vegna
siðleysis. Siðferðisgrundvöllur
Biblíunnar breytist ekki, eftir því
hvaða dagur er eða hvað klukkan
er. Hvað varðar fordóma og fá-
fræði eruð það ekki þið sem styðj-
ið þetta frumvarp, sem hafið for-
dóma, ekki gegn mér og mínum
líkum, hveijir erum við svo sem,
nei, þið taíið gegn almáttugum
röngri?
Guði og þykist honum vitrari; það
er hann sem þið fordæmið.
Rómveijabréf 1.22-25.
Þeir sóttust vera vitrir, en urðu
heimskingjar ... Þess vegna hefur
Guð ofurselt þá fýsnum hjarta
þeirra til saurlifnaðar, til þess að
þeir svívirtu líkami sína hver með
öðrum. Þeir hafa skipt á sannleika
Guðs og lyginni og göfgað og
dýrkað hið skapaða í stað skapar-
ans, hans sem er blessaður að ei-
lífu. Amen.
Þess vegna hefur Guð ofurselt
þá svívirðulegum girndum. Bæði
hafa konur breytt eðlilegum mök-
um í óeðlileg og eins hafa líka
karlar hætt eðlilegum mökum við
konur og brunnið í losta hver til
annars, karlmenn frömdu skömm
með karlmönnum og tóku út á
sjálfum sér makleg málagjöld villu
sinnar.
Hér hafið þið Guðs álit
á því sem um ræðir
Kæru þingmenn, þið vinnið við
að semja lög. Eigum við að kalla
það mannréttindi að bijóta þau
lög? Ef virða á þau lög, sem verða
til á hinu íslenska Alþingi, á þá
ekki að virða Guðs lög? Ef þið al-
þingismenn viljið ekki virða Guðs
lög megum við þá ekki, sem svo
viljum gjöra, gjöra svo án þess að
vera kölluð ómerkileg og fordóma-
full af ykkur þingmönnum.
Hingað til höfum við að miklu
leyti byggt okkar þjóðfélag með
Guðs lög sem fyrirmynd og ég
held að það væri gæfuspor að gera
svo áfram. Ef þið viljið hreyfa við
einhveijum lögum, þá leyfi ég mér
að benda á þau lög sem heimila
að svipta börn í móðurkviði lífi.
Þau lög eru blettur á íslensku
þjóðfélagi. Við skulum ekki bæta
öðrum við.
Kynvilla er val
Önnur ástæða til að vera á
móti þessu frumvarpi er að það
hjálpar alls ekki þeim, sem það á
að hjálpa, heldur fjötrar fasta í
villu síns vegar. Ég hef persónu-
lega kynnst fólki, samkynhneigðu,
sem átti í miklu sálarstríði eins
og reyndar flest fólk á í, ekki
vegna fordóma, heldur vegna
þeirrar samvisku sem Guð hefur
lagt í hjarta sérhvers manns. Ég
hef einnig hitt fólk sem hefur losn-
að úr fjötrum kynvillunnar og byij-
að eðlilegt líf að nýju. Kynvilla er
val, á sama hátt og ótrúmennska
hjóna og allar aðrar syndir eru val.
Biblían kennir okkur að það er
eigin girnd, sem freistar sérhvers
manns, og þegar gimdin er orðin
fullþroskuð elur hún synd. Girndin
á ekki að stjórna okkar lífi vegna
þess að hún elur synd og syndin
síðan dauða (andlegan dauða og
stundum líkamlegan). Viljum við,
íslendingar, ala okkar börn upp í
því, að þau geti valið milli þess að
vera samkynhneigð og gagni^yn-
hneigð. Þau verði bara að prófa,
ég segi ykkur að margir sem hafa
prófað hafa ánetjast þessari girnd.
Kæru þingmenn, ég kalla ykkur
til ábyrgðar, vegna komandi kyn-
slóða. Ég vil þakka þér, Árni John-
sen, fyrir þinn málflutning og mig
langar að segja þér að afstaða þín
er ekki einangruð, eins og kvenna-
listakona taldi, í morgunþætti
Rásar 2. Það er spurning hvort
Kvennalistinn er ekki mun
einangraðra fyrirbrigði en þín af-
staða í þessu máli.
Ég spyr aftur: Er aðeins einn
þingmaður sem þekkir rétt frá
röngu?
KRISTINN ÁSGRÍMSSON
Háaleiti 23, Keflavík.
Frá Kristínu Haraldsdóttur:
ÞANN 26. mars var grein í DV
undir yfírskriftinni „Reykjavíkur-
fangelsin samrýmast ekki nú-
tímanum“. Þar var vitnað í Sigurð
Árnason, fangelsislækni og sér-
fræðing í krabbameinslækningum.
Er ég að öllu leyti sammála Sig-
urði enda tel ég mig þekkja vel
til þessara mála. En margt vekur
þó furðu mína í þessari tilvitnun.
Sigurður er búinn að vera lækn-
ir hjá Síðumúlafangelsi og Hegn-
ingarhúsi í 12 ár að eigin sögn.
Væntanlega hefur hann þurft að
vinna þau störf ásamt því að vera
sérfræðingur í sinni- sérgrein bæði
á spítala og stofu. En þrátt fyrir
öll hans störf hefði það ekki átt
að hefta hann í því að láta sínar
læknisfræðilegu skoðanir í ljós
fyrr. Það er mikið í húfi þegar
fólk er dæmt til mannskemmdar
en ekki til betrunar.
Fangar eru sannanlega lægst
settir í þjóðfélaginu, til merkis um
það er að sú þjónusta sem þeir fá
er lítil sem engin, t.d. er enginn
starfandi heimilislæknir við fang-
elsin, sem gæti vísað til þeirra
sérfræðiþjónustu sem þurfa þykir
hveiju sinni. Enginn geðlæknir er
heldur við fangelsin. Þó mætti
halda að sá hópur fólks, sem er
það ólánssamt að bijóta af sér,
þurfi á þeirri þjónustu að halda,
sér í lagi á meðan það situr í fang-
Fangar
eru líka
fólk
elsi. Einn sálfræðingur er starf-
andi við öll fangelsin í landinu og
hlýtur sá maður að hafa meira en
nóg á sinni könnu, ef hann á að
anna því starfi. Enginn áfengis-
og eða vímuefnaráðgjafi er starf-
andi þó að sannað sé að stór hluti
fanga sé áfengis- eða vímuefna-
sjúklingar. Enginn félagsráðgjafi
þótt nauðsynlegt sé að félagsleg
ráðgjöf við fanga, sér í lagi þegar
þeir eru að ljúka afplánun, sé mjög
brýnt mál.
Fangelsi er refsing fyrir lög-
brot, en hún á líka að vera betrun
fyrir viðkomandi fanga svo það
hlýtur að vera komið að því að við
þurfum að taka faglega á þessum
málum. Það er t.d. mjög dýrt fyr-
ir þjóðfélagið að eiga nokkra tugi
síbrotamanna. Hvað hafa fangels-
isyfirvöld gert til að nota þann
tíma sem viðkomandi situr inni í
fangelsi til að sporna við því að
hann komi ekki aftur og aftur?
Hvergi í heiminum ætti að vera
jafnauðvelt að taka virkilega vel á
þessum málum og á íslandi, vegna
þess að fangelsin eru það lítil og
þeim mun auðveldara ætti að vera
að halda utan um þau. Við eigum
mörg meðferðarúrræði hér á landi,
og það sem hefur reynst okkur
mjög vel, er sá sem orðinn er óvirk-
ur í sínum sjúkdómi, eða hefur
gengið í gegnum erfíða reynslu og
komist út úr henni, hefur þá við-
komandi einstaklingur getað hjálp-
að og styrkt þann sem er enn í
baráttunni. Hafa fyrrverandi fang-
ar, sem hafa sloppið heilir í gegnum
fangelsisvist, verið spurðir hvað sé
til ráða? Eða getið þið gert eitthvað
sem við getum ekki? Það er af-
brotafræðingur starfandi hjá Fang-
elsismálastofnun og ég spyr hann:
Ert þú ánægður með fangelsismál
í dag eða hefur þú einhveijar lausn-
ir?
Það eru mörg óviðunandi mál í
gangi í fangelsum á íslandi í dag.
Fangar eiga fáa málsvara. En
þjóðin hlýtur að þurfa að taka á
þessum málum eins og öðrum
málum, við getum ekki útilokað
þann hóp fólks sem er fangar.
Okkur sæmir það ekki. Þetta er
mál sem öllum kemur við.
Sá hugsunarháttur, að það komi
ekki fyrir mig og mína að lenda
i fangelsi, má ekki vera ráðandi
og þar af leiðandi komi mér fang-
elsismál ekkert við.
KRISTIN HARALDSDOTTIR,
Arahólum 2,111 Reykjavík.
Sænskir dagar í Kringlunni
20%^afsláttur
fimmtudag,föstudag og laugardag
Polarn&Pyref
i-inrrl, inni Q _ I 0 cími EiAft IftO') J
Kringlunni 8 -12, sími 568 1822