Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kveðst hafa logið sökum á félagann Dagvist barna Hækkun gjaldskrár samþykkt BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar Dagvistar barna um allt að 10-12% hækkun á gjaldskrá fyrir leikskóla frá og með 1. júlí nk. Gjaldskráin hefur ekki hækkað síðan árið 1991 ef frá er talið heilsdags- gjald, sem tekið var upp í ársbyijun 1995 eftir að giftir einstaklingar gátu fengið heilsdagsvistun fyrir böm sín. Gert er ráð fyrir að grunn- gjald verði 1.900 krónur fyrir hveija klukkustund með hressingu. Gjald fyrir mat sem þess óska veður áfram 2.600 krónur. Með breytingunni verður lækkun á heilsdagsgjaldi en önnur gjöld munu hækka um 10-12%. Tekinn verður upp 25% systkinaafsláttur með öðru systkini og 50% með því þriðja. Þá verður gjald fyrir gæsluvelli 100 krónur fyrir hvert skipti en veittur 40% af- sláttur ef keypt er kort. Kort með 25 miðum kostar 1.500 krónur. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að gjaldskráin verði endurskoðuð árlega í samræmi við hækkanir sem verða á rekstrarkostnaði leikskólanna. MAÐUR, sem afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefna- brot, hefur dregið til baka fyrri framburð sinn um að félagi hans hafi skipulagt innflutning fíkniefn- anna og lagt fram fé til kaupa þeirra. Félaginn, sem ávallt neitaði aðild að málinu, fékk 2 'h árs fang- elsi. Líklegt er að Rannsóknarlög- reglu ríkisins verði falið að rann- saka þennan þátt málsins á ný, en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja menn innan lögreglu og embættis ríkissaksóknara líklegt að félaginn hafi þvingað manninn til að breyta framburði sínum, en báðir sitja þeir á Litla Hrauni. Mennirnir voru dæmdir í mars sl. fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á 313,7 grömmum af amfetamíni hingað til lands frá Lúxemborg. Efnið fannst á öðrum þeirra, 34 ára manni, þegar hann kom til landsins, Hann játaði við yfirheyrslur að hafa staðið að inn- flutningnum ásamt 31 árs félaga sínum, sem hafi keypt efnið í Amst- erdam. Hann hélt sig við þann fram- burð fyrir dómi, en félaginn, sem kom til landsins degi síðar, neitaði sökum frá upphafi. Dómurinn taldi sekt mannsins sannaða þrátt fyrir neitun hans, m.a. með framburði manns sem bar hjá lögreglu að sá 31 árs hefði beð- ið sig að fara á Keflavíkurflugvöll að fylgjast með því hvort sá 34 ára kæmist í gegnum tollskoðun. breyta framburði sínum. 10 ára fangelsi Þegar maðurinn dró framburð sinn til baka fyrir dómara á mánu- dag kvaðst hann hafa bendlað fé- laga sinn við málið af því að lögregl- an hafi talið hann viðriðinn það. Eins og áður sagði er óttast að fé- laginn, sem afplánar dóm í sama fangelsi, hafi þvingað manninn til að Reynist framburður mannsins nú réttur hefur hann gerst sekur um rangar sakargiftir fyrir dómi. Slíkt brot varðar við 148. grein almennra hegningarlaga, en þar segir: „Hver sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum.“ Miðað við þetta getur maðurinn átt von á þungum dómi fyrir rang- ar sakargiftir, Ef sú kenning lög- reglu reynist hins vegar rétt, að félagi mannsins hafí þvingað hann til að breyta framburði sínum, þá er félaginn nú hlutdeildarmaður í röngum framburði fyrir dómi. Því er ljóst að þessi nýi framburður verður virtur öðrum þeirra eða báð- um til refsiþyngingar, hver sem niðurstaða rannsóknar verður. . '' - —if KOLBEINN Grímsson landar tæplega 9 punda sjóbirtingi í Fitjarflóði með aðstoð Magnúsar Jóhannssonar fiskifræðings, og leggur hann síðan í geymslukerið. SJÓBIRTINGSVEIÐI er nú hafin í Grenlæk sem er langsamlega gjöfulasta sjóbirtingsveiðiá lands- ins. Veiði hefst þar jafnan fyrstu dagana í maí og síðustu sumur að undangengnum vísindaveiðum til merkinga á sjóbirtingi. Þær veiðar gengu vonum framar í vor og sér- fræðingar frá Veiðimálastofnun segja miklar upplýsingar um at- ferli og viðgang sjóbirtingsstofna hafa fengist með merkingum og annarri gagnasöfnun sem farið hefur fram samhliða. Alls veiddu stangaveiðimenn í þjónustu fiski- fræðinga vel á fimmta hundrað sjóbirtinga í Fitjarflóði helgina 20. til 21. apríl og svo síðustu helgi. „Þetta gekk vonum framar og það var greinilega mikill fiskur á svæðinu. Þessa helgi voru 16-18 stangaveiðimenn frá Ármönnum okkur til halds og trausts og var mikil veiði fyrri daginn en lakari á sunnudaginn, enda gerði þá hið versta veður. Þetta voru mest 2-4 punda fiskar, en fískar allt að 10 punda veiddust. Mest veiddist á svokallaða „nobblera" og ýmsar straumfiugur. Milli 50 og 60 birt- ingar voru merktir svokölluðum Á fimmta hundrað sjóbirtingar merktir rafeindamerkjum sem skrá í minni hitastig og dýpt þá sem fiskarnir fara um bæði í söltu og ósöltu vatni. Hinir fiskarnir voru merktir venjulegum slöngumerkjum," sagði Jóhannes Sturlaugsson fiski- fræðingur í samtali við Morg- unblaðið um helgina. „Við erum að mælast til þess við stangaveiðimenn, bæði í Gren- læk og Skaftá, að þeir fylgist með því hvort að merktir birtingar séu í aflanum og sendi okkur fiskana til athugunar. Þá erum við einnig að mælast til þess við veiðimenn að þeir færi veidda fiska með nýj- um hætti í veiðibók, þ.e. vigtina í grömmum en ekki pundum. Það auðveldar okkur að vinna úr gögn- um þeim sem á borðinu liggja," bætti Jóhannes við. Magnús Jóhannsson, sem er deildarstjóri Suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sá hluti rannsóknanna sem hann héldi utan um fæli í sér alhliða gagnasöfnun á sjóbirtingsstofninum og væri markmiðið að finna út hvernig hann yrði best nýttur. „Rannsókn- irnar eru viðamiklar og ná allt frá stofnvistfræðilegum þáttum til at- hugana á samspili sjóbirtings- stofna og umhverfisþátta. Merk- ingarnar í fyrra og nú eru m.a. til þess að kanna veiðiálagið þannig að svör fáist við einni meginspurn- ingunni. Hún er, hvort að heppi- legt sé að stunda vorveiðar á sjó- birtingi, þegar fiskur er að ganga úr fersku vatni til sjávar, eða hvort að rétt sé að einskorða veiðar við sumar og haust er fiskur kemur úr sjó. Við miðum við að fá niður- stöður með fjögurra ára pró- grammi og það hófst í fyrra,“ sagði Magnús. Magnús bætti við að rannsókn- imar væru mikilsverðar, en gætu þó verið mun markvissari. „Lang besta útkoman fengist ef við hefð- um fjármagn til annars af tvennu: Að kaupa svokallaðan Vaki-telj- ara, sem auk þess að telja alla fiska slær á þá lengd. Þannig er hægt að meta stærð stofnsins mjög ná- kvæmlega á hveiju ári. Eða að koma fyrir gildrubúnaði með vökt- un, þannig að merki myndu skila sér að verulegu leyti. Eins og sak- ir standa fáum við Jóhannes aðeins í hendur þau merki sem veiðimenn koma höndum yfir. Rannsóknirnar verða sem því nemur takmarkaðri heldur en þær gætu verið. Við höfum reynt að leita eftir fjár- magni til að standa straum af þessu og höfum þá trú að það fá- ist þótt róðurinn virðist þungur ,“ sagði Magnús. Lögleiðing bílbelta í fólksflutningabílum innan ríkja Evrópusambandsins Byrjað á nýjum gerðum ÓLAFUR Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir á misskilningi byggt að ESB hafí ákveðið að lögleiða bílbelti í öll- um fólksflutningabílum á árunum 1999 til 2001 eins og komið hafí fram í fréttum. Samkvæmt upplýs- ingum frá sendiráði íslands í Brússel hafí sérfræðingahópur innan ESB aðeins skilað frá sér drögum að til- skipun um lögleiðingu bílbelta í nýj- um fólksflutningabílum. Ólafur sagðist hafa óskað frekari upplýsinga frá sendiráðinu í fram- haldi af fréttaflutningi af ákvörðun framkvæmdastjómar ESB um lög- leiðingu öryggisbelta í fólksflutn- ingabílum. Hann hefði í framhaldi af því fengið upplýsingar um að sér- fræðingahópur innan ESB hefði skil- að frá sér drögum að tilskipun vegna öryggisbelta í fólksflutningabílum. Reglurnar feli aðeins í sér skuldbind- ingu fyrir framleiðendur nýrra bif- reiða. Frá og með október 1997 ættu framleiðendur stærri bifreiða að setja tveggja punkta öryggisbelti í allar nýjar gerðir og frá og með október 1999 ættu framleiðendur lítilla fólks- flutningabifreiða að setja þriggja punkta belti í allar nýjar gerðir. Sam- kvæmt upplýsingum frá Brússel sé gert ráð fyrir að árið 2001 gildi regl- umar um alla nýja framleiðslu. Ólafur segir að því sé ekki rétt eins og komið hafi fram í fréttum að reglumar gildi um allar bifreiðar það ár. Reglurnar næðu aldrei til eldri fólksflutningabíla en frá árinu 1997. Hann sagði að framkvæmda- stjómin ætti eftir að taka drögin til athugunar. Þorvarður Guðjónsson, formaður Félags sérleyfishafa, hefur sagt að á fundi með fulltrúum íslenskra stjóm- valda hafí fulltrúar sérleyfís- og flutn- ingabíla spurt hvort vænta mætti ein- hvers er snerti rekstrarumhverfi þeirra frá Brússel á næstunni. Þeim hafí verið svarað með þeim hætti að næsta mál sem þá varðaði yrði líklega reglur um flutning eiturefna. Ólafur sagði að hér væri rétt farið með, því öfugt við lögleiðingu bílbeltanna hefði flutningur eiturefna verið tekinn fyrir í viðræðum við ESB. Sala á eignum borgarsjóðs Yfirstjórn meti ávinning BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu borgarstjóra um að borgarstjóra ásamt tveimur borgarráðsmönnum verði falin yfirstjórn yfir mati á hvort og þá hvaða ávinning borgarsjóð- ur kunni að hafa af sölu nokk- urra borgarfyrirtækja. í tillögunni segir að í fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1996 sé gert ráð fyrir að tekjur borgarsjóðs af sölu eigna á þessu ári verði ekki undir 300 milljónum króna. Meðal eigna sem til greina komi að selja eru fyrir- tæki sem eru að hluta til eða að öllu leyti í eigu borgarinn- ar. Má þar nefna Pípugerðina hf„ SKÝRR hf„ Malbikunar- stöðina, Gijótnám og Tré- smiðju Reykjavíkur. Fram kemur að nauðsynlegt sé að meta ávinning af sölu fyrirtækjanna og er lagt til að auk borgarsjóra og borgar- ráðsmannanna tveggja tilnefni borgarráð þijá fulltrúa til að vinna að málinu og gera tillög- ur til yfirstjórnar um hvaða fyrirtæki skuli seld og hvaða aðferðafræði skuli viðhöfð í hveiju tilviki fyrir sig. Borgar- ritari og fjárreiðustjóri borgar- innar verði aðilum til ráðu- neytis og aðrir embættismenn kallaðir til eftir eðli málsins. Borgarráð samþykkir viljayfirlýsingu Kostnaður við rann- sóknir 230 milljónir BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar, Reykja- víkurborgar og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um sameiginlegt átak til að kanna kostnað við afhendingu á jarð- gufu er skapað gæti ný tæki- færi til þróunar orkuiðnaðar hérlendis. í greinargerð með yfirlýs- ingunni er bent á að útilokað sé að markaðssetja og finna kaupendur að jarðgufu til stór- iðju, nema að fenginni stað- festingu á mögulegri öflun á gufu og á verði sem er sam- keppnishæft. Brýnt sé að ráð- ast í nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings á markaðs- setningu á jarðgufu í stórum stíh í frumdrögum að fram- kvæmda- og kostnaðráætlun er gert ráð fyrir að kostnaður vegna fyrsta áfanga rann- sókna á Trölladyngjusvæði verði 20 milljónir og að vinnu við hann verði lokið í desem- ber 1996. Gert er ráð fyrir að vinnu við annan áfanga verði lokið í ágúst 1997 og að kostn- aður við hann verði 210 millj- ónir. Þar af er kostnaður við tvær rannsóknarborholur 200 milljónir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.