Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Theodór FRÁ afhendingu Lionskvenna á blóðskilvindu til Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi. Frá vinstri, Elfa Hauksdóttir, Eyjólfur Torfi Geirsson, formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar, Margrét Sigur- þórsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Eva Eðvarsdóttir framkvæmdastjóri, Skúli Bjarnason yfirlæknir, Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur og María Erla Geirsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Oglu. Borgarnesi - Þegar á leið apríl- mánuð var ekki um annað rætt í Borgarnesi og nágrenni en kól- esterólmælingar, jafnvel umræð- ur um forsetaframboð og veðrið féllu gjörsamlega í skuggann. Ástæða þessa var að fólki var boðin ókeypis kólesterólmæling á Heilsugæslustöðinni í Borgar- nesi um mánaðartíma eftir að Lionsklúbburinn Agla hafði gefið stöðinni sérstakan kólesteról- mæli. Til að vera gjaldgengur í umræðunni þurfti viðkomandi að hafa farið í mælingu og muna hvað hann mældist hár. Að sögn Guðrúnar Brodda- dóttur hjúkrunarforstjóra komu hátt í 800 manns í mælingu í apríl og var um það bil 20% þeirra bent á að fara í framhalds- rannsókn. Sagði Guðrún að við- miðið í efrimörkunum hefði verið sett 6,2 millimól heildarmagns kólesteróls í einum litra blóðs og Hversu hátt er kól- esterólið? hefðu um 20% mælst þar fyrir ofan. Þeim sem hefðu verið yfir mörkum hefði verið gefinn bækl- ingur frá Manneldisráði Islands, með ábendingum um mataræði og útskýringum um það hvers vegna kólesterólið hefði mælst of hátt hjá þeim. Aðspurð sagði Guðrún að það væri alls ekki einhlítt að feitlagið fólk mældist með of hátt kól- vaxið. En þó væru ákveðin lík- indi fyrir því. Sagði Guðrún að ljóst væri að erfðir réðu mjög miklu í þessum efnum sem og öðrum. Aðspurð um hvað réði mestu og hvað fólk gæti gert til þess að koma í veg fyrir hátt kólesterólstig í blóði sagði Guð- rún að magn og samsetning mat- ar réði miklu. Fólk ætti að forð- ast að borða fitu af landspendýr- um og þá væru tóbaksreykingar verulegur áhættuþáttur.. Sagði Guðrún þetta framtak vera hluta af fyrirbyggjandi heilsugæslu sem væri mjög stór þáttur í starfsemi Heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgarnesi. Vildi Guðrún koma á framfæri þakk- læti til Lionsklúbbsins Öglu I Borgarnesi, sem hefði gefið Heil- sugæslustöðinni mikið af tækjum á liðnum árum og nú síðast full- komna blóðskilvindu, auk kól- esterólmælis. Þá sagði Guðrún að önnur félög hefðu einnig gef- ið stöðinni góðar gjafir á liðnum árum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Heiða- gæsin hugar að hreiðrum Vaðbrekka, Jökuldal - Vor- komunni fylgja farfuglarnir, heiðagæsin er þar meðtalin. Nú er sá tími að heiðagæsin er að setjast upp og huga að hreiðrum sínum, varpið hefst um miðjan maí og ungar klekj ast út í byrjun júní, Fréttarit- ari rakst á þetta heiðagæsa- par á förnum vegi þar sem það var að huga að hreiður- stæði sínu. Vinna og lær- dómur pólsku verkamannanna Flateyri - Okkur íslendingum þykir alveg nóg um að vinna okkar hefðbundnu 8-10 klst. vinnudag og síðan leggjast í leti þegar heim er komið. Eflaust stunda þó sumir ein- hveija iðju að loknum vinnu- degjnum ef orkan leyfir. Á Flateyri er stór hópur pólskra verkamanna sem vinnur ötullega og af kappi alla sjö daga vikunnar 12 tíma á dag. Flestum þætti nóg um en til að kóróna vik- una setjast þessir sömu Pól- veijar á skólabekk á sunnu- deginum og læra íslensku af enn meira kappi. Mikill meirihluti þessa hóps er pólskar konur. Karlamir vinna í flestum tilfellum á sunnudegi ef vinna er. Ann- ars mæta þeir, eins og Tad- eusz Jesionowski gerði þegar fréttaritari kíkti á hópinn, með kennurum sínum, þeim Þóru Karlsdóttur og Grazynu Gunnarsson. Morgunblaðið/Egill Egilsson Grásleppu- vertíð hafin í Arnes- hreppi Litlu-Ávík - Átta bátar eru gerð- ir út hér á grásleppu og fóru menn að leggja net upp úr 10.-12. apríl. Norðan garð gerði í kringum 20. apríl þannig að net fóru illa, fylltust af þara, snerust og flæktust og þurfti að taka allt í land til að greiða og lagfæra. Að sögn Adolfs Thorarensen og Garðars Jónssonar á Gjögri hefur engin veiði verið, varla komið í tunnu hjá hvorugum, en þeir verka hrognin sjálfir. Garðar segist óánægður með að þurfa að taka upp rauðmaganet frá Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson ADOLF Thorarensen á leið á veiðar. 14.-29. apríl af þeirri ástæðu að það gæti komið þorskur í þau, það gæti ekki gerst hér eins og við leggjum í grunnum vatni seg- ir hann. Veistu POSTUR OG SÍMI ... að dagblað í Bretlandi kostar 30 kr. í lausasölu. Fyrir það verð fæst símtal í 8 mín. innanbæjar í Bretlandi. ... að dagblað á fslandi kostar 125 kr. í lausasölu. Fyrir það verð fæst símtal í 2 klst. og 26 mín. innanbæjar á íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.