Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 19
NEYTENDUR
Handverks-
fólk í
Garðatorgi
um helgina
ÞAÐ verður líf og fjör í Garða-
torgi í Garðabæ um helgina. A
morgun, föstudag, munu á milli
30 og 40 aðilar koma sér þar
fyrir með alls kyns handverk til
sýningar og sölu og þar verða
þeir fram á sunnudag. Þetta er
í annað skipti sem svona sýning
fer fram í Garðatorgi. Fyrsta
sýningin var um miðjan apríl sl.
og þá voru þátttakendur rúmlega
tuttugu.
„Ahuginn fer vaxandi enda
þurfa þátttakendur ekkert að
greiða fyrir aðstöðuna,“ sögðu
þær Ida Christiansen og Helga
Steinsdóttir, verslunareigendur í
Garðatorgi og stjórnarmenn hús-
félagsins, þegar neytendasíðan
tók hús á þeim. „Tilgangurinn
er fyrst og fremst að skapa líf
og fjör hér á svæðinu."
Yfirbyggingu verslunar-,
skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis
í Garðatorgi lauk formlega síð-
astliðið haust og þar eru nú um
20 aðilar undir einu þaki. Ida og
Helga segja það hafa ýtt á fram-
kvæmdir að margir höfðu á orði
að staðurinn væri orðinn kjörinn
fyrir alls kyns uppákomur.
„Þannig kviknaði þessi hug-
mynd. Verslunareigendur hér
eru ánægðir með þetta framtak,
enda er prýði að þessum fallegu
hlutum sem fólk er að sejja hér.“
Básarnir með handverkinu og
listmununum verða opnaðir
klukkan 12 á hádegi alla þrjá
dagana. Þeir verða opnir til að
minnsta kosti sjö um kvöldið en
húsnæðið er opið til klukkan níu.
„Það er ótrúleg fjölbreytni í því
sem fólk kemur með og mikið
af virkilega fallegum hlutum sem
hér eru á boðstólum. Hingað
kemur fólk alls staðar af, jafnt
af höfuðborgarsvæðinu sem utan
af landi. Þetta er líka gott tæki-
færi til þess að kynna og selja
vöru sina án þess að þurfa að
borga fyrir aðstöðuna."
Kaffisala og andlitsmyndir
Á sýningunni verður Kvenfé-
lag Garðabæjar með kaffisölu.
„Það er nyög gott því það vantar
alveg götukaffihús hér,“ segja
Helga og Ida. Árni Elvar verður
á staðnum og teiknar andlits-
myndir af fólki og Bragi Hlíð-
berg leikur á harmonikku.
Þegar er búið að skipuieggja
aðra sýningu 10.-12 ágúst næst-
komandi og ef framhald verður
á vinsældunum verða þær fleiri.
„Helst vildum við skapa hefð um
þetta. Við erum náttúrulega að
auglýsa svæðið upp í leiðinni og
fá hingað fleira fólk, en það er
ekki aðalatriðið, heldur viþ'um
við fá hingað líf og fjör og nýta
þetta góða pláss sem við höfum.“
„Fiskbúðin
ykkar“ opn-
uð á Höfn
Hornafirði. Morgunblaðið.
FISKBÚÐIN ykkar er heitið
á nýrri fiskbúð á Hornafirði,
sem þau Bima Arnaldsdóttir
og Aðalsteinn Esjarsson hafa
sett á laggirnar. Er þetta í
fyrsta sinni sem fiskbúð er
starfrækt á Höfn og hafa
sýslubúar tekið henni vel.
Þau bjóða ávallt upp á nýjan
og ferskan fisk auk tilbúinna
fiskrétta sem og ýmsar
furðufisktegundir sem Hom-
firðingar almennt eru ekki
vanir að matreiða enda hrá-
efnið ekki verið á boðstólum
fyrr.
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir
BIRNA Arnaldsdóttir í
Fiskbúðinni ykkar á Höfn.
aftur á
“998.000
Með vökvastýri, beinni innspýtingu og
fullum bensíntanki
BRIMB0RG
FAXAFENI B • SlMI 515 7010
ótrulegu
verði!
Charade
8 j ö u n d 1 hlmln