Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Margir ætla að fylgjast með hvalaumræðu á þmgpöliunum
Utflutningsverðmæti
hvalaafurða gæti numið
tveimur milljörðum
SKORAÐ verður á íslensk stjórnvöld að leyfa hvalveiðar að
nýju, en í sumar verða tíu ár liðin frá því að hvalveiðibannið
tók gildi.
Forsetakosningar í Uganda
„ Reuter
KJOSENDUR í Uganda standa við vegarbrún og bíða þess að
bílalest Yoweris Musevenis forseta fari framhjá. Gengið verður
til forsetakosninga í Uganda í dag.
Museveni
forseti með
mikið forskot
Forsetakosningar fara fram í Afríkuríkinu
Uganda í dag. Líklegt þykir að Museveni for-
seti verði endurkjörinn segir Einar Harðar-
sonsem skrifar frá Entebbe í Uganda.
FÉLAGAR í Sjávarnytjum ætla
að ijölmenna á þingpalla Alþingis
í hádeginu í dag til að fylgjast
með utandagskrárumræðu um
hvalveiðar sem Guðjón Gúðmunds-
son, þingmaður sjálfstæðisflokks-
ins, hefur beðið um. Þá munu þeir
í kjölfarið afhenda sjávarútvegs-
ráðherra og forseta þingsins
áskorun um að leyfðar verði hval-
veiðar á ný. Formaður stjórnar
Sjávarnytja, Jón Gunnarsson, á
allt eins von á því að um 100
manns verði á pöllunum. Fólk víða
af landsbyggðinni væri á leið í
bæinn gagngert til að hlusta á
umræðurnar á þingi.
„Það er gríðarlegur áhugi fyrir
þessu máli enda skiptir það okkur
orðið ansi miklu að geta hafið
hvalveiðar á ný, ekki aðeins út frá
nýtingarsjónarmiði stofnsins,
heldur ekki síður út frá efnahags-
legum rökum. Hvalveiðar gætu
þýtt allt að 200 störf á ársgrund-
velli og séu tekjur okkar af hval-
veiðum fyrri ára framreiknaðar til
núvirðis má reikna með að útflutn-
ingsverðmæti hvalaafurða íslend-
inga gæti numið allt að tveimur
milljörðum. Þetta er því töluvert
stærra mál en stækkun álversins
í Straumsvík."
Þverpólitískur vilji
Jón segist hafa fundið fyrir al-
mennum vilja hjá þingmönnum á
því að hefja hvalveiðar á ný. Full-
yrða megi, ef grannt er skoðað,
að þverpólitískur meirihluti sé fyr-
ir því. Auk þess ríkti mjög almenn-
ur stuðningur við hvalveiðar vítt
og breitt í þjóðfélaginu. ÖIl útvegs-
mannafélögin í landinu, ellefu að
tölu, hafa lýst stuðningi svo og
Sjómannasambandið, Vélstjórafé-
lagið, Farmanna- og fískimanna-
sambandið, ASÍ, Dagsbrún, fjöldi
annarra verkalýðsfélaga og fleiri
og fleiri.
„Öll vísindaleg rök mæla með
skynsamlegri nýtingu hvalastofna.
Alþjóðahvalveiðiráðið setti hval-
veiðibann árið 1986 til fimm ára
eða á meðan verið væri að endur-
skoða stefnu í þessum málum og
ákveða kvóta. Það er enginn
ágreiningur um það hjá vísinda-
nefnd ráðsins að það er fullt af
nýtanlegum hvalastofnum til.
Samt sem áður hefur ráðið ekki
fallið frá banninu enn. Það gekk
ÝSA, sem send var utan í gámum
á fimmtudag og föstudag í síðustu
viku, var seld á Bretlandsmarkaði
í gær og í fyrradag. Meðalverð á
þriðjudag reyndist vera nálægt
100 krónum, en það var heldur
lægra í gær, 90-95 kr. kg. Mok-
ýsuveiði var út af Stafnesi í liðinni
viku og mikið framboð á innlend-
um fiskmörkuðum. Verð á heima-
mörkuðum snarlækkaði og var
meðalverð á ýsu hjá Fiskmarkaði
Suðumesja á fimmtudag 56,34 kr.
kg. Margir freistuðust því til að
senda ýsuna utan.
Pétur Öm Sverrisson hjá Afla-
miðlun segir verðið vera vel viðun-
m.a.s. svo langt að árið 1993 sagði
formaður vísindanefndarinnar af
sér vegna þess að Alþjóðahvalveið-
iráðið hlustaði ekkert á það sem
vísindamennirnir höfðu fram að
færa. Ráðið heldur ennþá í bann-
ið, án þess að byggja það á neinum
vísindalegum rökum.“
Jón segir að menn hefðu enga
skýringu á því hvers vegna íslensk
stjómvöld væru ekki fyrir löngu
búin að leyfa hvalveiðar að nýju
aðra en þá að ákveðin hræðsla
ríki við viðbrögð á okkar helstu
fískmörkuðum. „Það gætu hugs-
anlega orðið einhver mótmæli, en
á móti bendum við á Norðmenn,
sem hafa aldrei hætt sínum hval-
veiðum og nýlega búnir að tæplega
tvöfalda hrefnukvótann fyrir þetta
ár. Samkvæmt mati viðskipta-
deildar Oslóarháskóla hefur hval-
veiði Norðmanna engin áhrif haft
á fískmarkaði eða viðskipti
þeirra.“
Skynsamleg nýting
Sjávarnytjar er félagsskapur
áhugamanna um skynsamlega
nýtingu náttúmauðlinda sem
stofnað var til í fyrra. Skráðir
félagar eru tæplega 300 talsins,
andi, en meðalverð á ýsu er í venju-
legu árferði á bilinu 110-125. Alls
vora seld um 160 tonn ytra þessa
tvo daga og verður það síðasta
selt í dag úr aflahrotu liðinnar
viku. „Þetta er frekar mikið magn
miðað við það sem hefur verið að
gerast, en samt ekkert óþekkt.
Menn eru ekkert óhressir með
verðið þótt það sé í lægri kantin-
um, áttu allt eins von á því að
verðið færi neðar. Það, sem gerði
það að verkum að verðið fór ekki
niður úr öllu valdi, var að fiskurinn
var gegnumsneitt mjög ferskur og
góður,“ segir Pétur.
bæði einstaklingar og mörg fé-
laga- og hagsmunasamtök í sjáv-
arútvegi. „Okkar markmið er
skynsamleg nýting auðlinda. Við
setjum okkur ekki upp á móti
umhverfisverndasamtökum.
Þvert á móti gætum við átt sam-
leið með þeim samtökum, sem
störfuðu á skynsamlegum nótum.
Við teljum að það sé náttúru-
verndarstefna fólgin í því að nýta
náttúruauðlindir í samræmi. Það
nær ekki nokkurri átt að vera
með stjórnaðar veiðar úr okkar
helstu nytjastofnum, en síðan fær
hvalastofninn að leika lausum
hala með tilheyrandi áhrifum á
hina stofnana. Ef við stjórnum
ekki veiðum á hvalnum líka þurf-
um við að taka í framtíðinni tillit
til þess í afrakstursgetu annarra
nytjastofna."
I stjórn Sjávarnytja sitja sjö
manns, en fyrir utan Jón, sem
stundar verslunarrekstur, eru það
Bjarni Grímsson, fiskimálastjóri,
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félagsins, Matthías Keld, læknir,
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, Valdi-
mar Bragason, framkvæmdastjóri
á Dalvík, og Þórður Hjartarson.
Varar við
flutning’i
AÐALFUNDUR Stýri-
mannafélags íslands, sem
haldinn var þann 30. apríl
sl., varar við umræðu um
flutning Stýrimannaskólans
frá Reykjavík. Stýrimanna-
skólinn í Reykjavík hefur
starfað í meir en hundrað ár
og verið höfuðaðsetur ís-
lenskrar sjómannamenntun-
ar. Skólinn er sem fyrr best
settur í höfuðborg íslands
sem jafnframt er stærsta inn-
og útflutningshöfn landsins.
Flutningur skólans myndi
skerða menntunarmöguleika
íslenskra sjómanna, segir í
ályktun fundarins.
FORSETAKOSNINGAR verða
haldnar í Uganda í dag, fimmtudag.
Þrír menn eru í framboði. Þeir Yow-
eri Kaguta Museveni, núverandi for-
seti, sem er í forsvari fyrir NRM
(National Resistance Movement), dr.
Paul Ssemogerere, sem hefur átt
sæti í stjórn Museveni (NRM) frá
upphafí valdaferils forsetans og var
m.a. utanríkisráðherra, og er í fram-
boði fyrir IPFC (Inter-Political Forc-
es Cooperation) sem samanstendur
af helstu lýðræðisflokkum Uganda,
DP, UPC og CP, og Muhamed Maj-
anja Kiberige, sem er prófessor við
Makerere-háskólann. Hann er ekki
kenndur við neinn sérstakan stjórn-
málaflokk en er múhameðstrúar og
sækir helst atkvæði í raðir trú-
bræðra sinna.
Kosningabaráttan hefur til þessa
farið friðsamlega fram og úr þessu
er ekki búist við að til átaka komi,-
Þó hafa menn fullan vara á að til
minniháttar átaka geti komið eftir
að úrslit verða tilkynnt. Lofað hefur
verið að búið verði að telja fyrir
sunnudag, 12. maí.
Museveni forseti hefur ótvíræða
forystu samkvæmt áliti flestra og
þær fáu skoðanakannanir sem gerð-
ar hafa verið benda í sömu átt. Skoð-
anakönnun sem gerð var af The
Monitor, næststærsta dagblaði
landsins og málgagni stjórnarand-
stöðunnar, (dr. Ssemogerere) sýndi
að forsetinn hlyti 63% atkvæða, dr.
Ssemogerere um 30% og Malnja um
7% atkvæða.
Nýtur hylli
Museveni forseti nýtur almennrar
hylli fyrir að leiða þjóðina til mikilla
framfara og jafnframt
fyrir hógværð. Það er
ólíkt mörgum forsetum
Afríkulýðvelda, sem vilja
láta mikið á sér bera. Má
þar nefna forseta Kenya,
Daniel Arap Moi, sem
hefur myndir af sér nánast hvar sem
litið er, og Idi Amin Dada, sem not-
aði aðrar aðferðir. Ljóst er að verði
Museveni endurkjörinn munu menn
úr röðum andstæðinga almennt
sætta sig við úrslitin.
Þótt framfarir hafi verið hraðar
síðustu ár og hagvöxtur sé nú um
10%, fjárfestingar í hámarki og upp-
bygging atvinnulífsins góð á forset-
inn við tvö stór vandamál að glíma.
Annað er að spilling í landinu fer
vaxandi þrátt fyrir að forsetinn hafi
tekið hana föstum tökum í upphafi
valdaferils síns og hitt vandamálið
er uppreisnarher LRA (Lord’s Res-
istance Army) sem leiddur er af
Joseph Kony. Skæruliðar hans hafa
gert mikinn usla í norðurhluta Ug-
anda og kostað hundruð manna lífið
síðustu ár. Verði forsetinn endur-
kjörinn eru ekki líkur á að þessum
skærum linni.
Dr. Ssemogerere hefur oft verið
nefndur „herra hreinn“ vegna
sterkrar andstöðu við spillingu og
talið er að völd hans innan ríkis-
stjórnarinnar hafi rénað vegna
þeirrar hörku sem hann vildi beita
háttsetta embættismenn sem
staðnir hafa verið að mútuþægni.
Hann hefur umfram annað tvö
tromp á hendi. Hann er talinn lík-
legur til að ná tökum á síaukinni
spillingu og Joseph Kony hefur lýst
því yfir að hann muni hætta skæru-
hernaði verði dr. Ssemogerere kos-
inn.
Tökin á hernum mikilvæg
Á móti kemur að hann er talinn
verða veikur forseti og liklegur til
að missa efnahagsmálin úr böndum.
Jafnframt muni hann ekki hafa
sömu tök á hernum og Museveni sem
leiddi herinn til valdatöku og steypti
af stóli fyrrverandi forseta landsins,
dr. Milton Obote.
Af Maanja er lítið að segja þar
sem hann hefur ekki
blandað sér mikið í kosn-
ingabaráttuna og lítið hef-
ur á honum borið.
Ekkert bendir til annars
en að kosningarnar fari
heiðarlega fram og hverf-
andi líkur þykja á að atkvæðatölum
verði breytt eins og oft hefur tíðk-
ast í „Iýðveldum“ Afríku. Ætla má
að Uganda sé að rísa úr öskustónni
og stefni í að verða raunverulegt
lýðveldi.
Ysaná 90-100
kr. í Bretlandi
Þrír menn
eru í
framboði
I
i
\
\
\
I
i
>
I
I
>
I
I
I
í
í
I
i