Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KJARNORKUURGANGUR FLUTTUR TIL ÞÝSKALÁMDS
Stríðsglæparéttarhöld í Róm
Fyrrverandi höfuðsmaður
sakaður um fjöldamorð
Róm. Reuter.
ERICH Priebke, fyrrverandi höf-
uðsmaður í SS-sveitum nasista,
kom fyrir herrétt í Róm í gær,
sakaður um að hafa skipulagt
fjöldamorð á 335 körlum og
drengjum í síðari heimsstytjöld í
hefndarskyni fyrir skæruliðaárás
er kostaði 33 þýska hermenn lífið.
Priebke er 82 ára gamall. Hann
var framseldur frá Argentínu í
fyrra eftir að 18 mánaða stappi
hans við dómsyfírvöld þar í landi
lauk með ósigri.
Priebke strauk úr bresku her-
fangelsi árið 1948 og komst til
Priebke segist hafa
hlýtt skipunum
Argentínu. Fjöldamorðin áður-
nefndu voru framin í Ardeatine-
hellunum, skammt frá Róm, 24.
mars árið 1944. Segist sakbom-
ingurinn hafa orðið að hlýða skip-
unum yfirmanna sinna, ella hefði
hann sjálfur verið tekinn af lífi.
Hann segir skæruliða hafa vitað
af þeirri reglu Þjóðveija að myrða
10 manns í hefndarskyni fýrir
hvem þýskan hermann. Talið er
að mistök við talningu hafi verið
orsök þess að fimm að auki voru
skotnir í hellunum.
75 fórnarlamba Priebke voru
gyðingar og hafa þau ummæli
æðsta rabbínans í Róm, Elio To-
aff, fyrir skömmu að vegna hás
aldurs Priebke ætti að láta nægja
að dæma hann í stofufangelsi
valdið ólgu meðal gyðinga víða
um heim. Marvin Hier, sem kenn-
ir við Simon Wiesenthal-stofnun-
ina í Los Angeles, sagði að Pri-
ebke, sem hefði til skamms tíma
verið hóteleigandi í Argentínu,
ætti „ekki að komast upp með
að nota aldurinn sem afsökun
fyrir því að sleppa við dóm réttví-
sinnar“.
Ýmsir leiðtogar gyðinga á Ítalíu
hafa lýst yfir andstöðu við skoðun
Toaffs.
Átök í Þýskalandi
vegna kj arnaúrgangs
Gorleben, Reuter.
FJÖRUTÍU tonna farmur af hreins-
uðum kjarnorkuúrgangi komst á
leiðarenda í Þýskalandi í gær eftir
tíðindasaman flutning frá stærstu
endurvinnslustöð heims í Frakk-
landi. Til harðra átaka kom meðfram
flutningaleiðinni milli þýskrar lög-
reglu og umhverfisverndarsinna.
„Það er mjög við hæfi að segja
að nú standi yfir stríð,“ sagði tals-
maður lögreglunnar í gærmorgun
er gámar með úrgangsefnum voru
fluttir síðasta spölinn á vörubílum,
20 kílómetra leið frá lestarstöðinni
í Dannenberg til geymslustaðarins
við Gorlenben. Lá leiðin um friðsæl
landbúnaðarhéruð sem breyst höfðu
í vígvöll á einni nóttu.
Um 3.000 umhverfisverndarsinn-
ar börðust við fjölmenna sveit
óeirðalögreglu í grennd við Gor-
leben, sem er miðja vegu milli Ham-
borgar og Berlínar. Beitti lögreglan
háþrýstivatnsbyssum, táragasi og
kylfum til að dreifa mannfjöldanum.
Umhverfísverndarmenn reistu
fjölda vegtálma með nokkur hundruð
metra millibili og kveiktu elda á leið-
inni frá Dannenberg til Gorleben til
að tefja flutninginn. Bændur í ná-
grenni Gorleben lögðu umhverfis-
verndarmönnum lið og sturtuðu tug-
um bílfarma af kúamykju á götur í
nokkrum þorpum á leiðinni í þeirri
von að stöðva flutningabílana en
allt kom fyrir ekki.
Farmurinn er sá fyrsti af 110 sem
fluttir verða til geymslu í Gorleben-
geymslustöðinni á næstu átta árum.
Þjóðverjar eru skuldbundnir til að
taka við afurðum, eldsneyti og úr-
gangi, sem falla til eftir að kjarn-
orkuúrgangur frá þeirra eigin orku-
verum hefur verið endurunninn.
Til að bregðast við hugsanlegum
mótmælum vegna flutninganna
hafði þýska innanríkisráðuneytið
hvatt 15.000 lögreglumenn og
landamæraverði til þess að gæta
járnbrautarlestar og vörubíla sem
fiuttu úrgangsefnin frá La Hague-
endurvinnslustöðinni í norðanverðu
Frakklandi til Gorleben.
í átökunum í gær slösuðustu 18
lögreglumenn og tveir umhverfis-
verndarsinnar. Tugir þeirra síðar-
nefndu voru handteknir.
Reuter
PRIEBKE á leið til réttarhaldanna í fylgd lögregluþjóna.
40 tonna farmur af endurunnum kjarn-
orkuúrgangi komst á leiðarenda í
Gorleben í Þýskalandi í gær eftir
að óeirðalögregla hafði háð
harða hildi við 3.000
umhverfissinna.
La Hague
©
PARÍS
0
Flutningsleiðinni var
að mestu haldið
leyndri en lestin fór
yfir þýsku landamærin
milli Lauterbourg og
Karlsruhe.
Hannover ®
4
Dannenberg /
0
BERLÍN
Frankfurt
Darmstadt,
©
ÞYSKALAND
Lauterbourg
FRAKKLAND
Karlsruhe
Geislavirkur úrgangur,
geymdur í gámum úr
glerefni, var fluttur á
vörubíl 20 km leið
frá Dannenberg
til Gorleben.
15.000 lögregluþjónar
og landamæraverðir
gættu úrgangsins.
REUTERS
|
Utanríkisráðherra á ráðherrafundi VES
Góð samvinna
takist með
YES og NATO
Reuter
BRETAR voru gestgjafar á ráðherrafundi VES. Hér kætast
Michael Portillo varnarmálaráðherra og Malcolm Rifkind utan-
ríkisráðherra yfir tilburðum Rifkinds með fundarhamarinn.
ÍSLAND leggur áherzlu á mikil-
vægi þess að góð samvinna takist
með Vestur-Evrópusambandinu
(VES) og Atlantshafsbandalaginu
(NATO) um
aukið hlutverk
VES í frið-
argæzlu og að
koma í veg fyr-
ir átök. Þetta
kom fram í
ræðu Halldórs
Ásgrímssonar
utanríkisráðherra á ráðherrafundi
VES í Birmingham á Englandi í
fyrradag. ísland á aukaaðild að
VES.
Halldór lýsti í ræðu sinni
stuðninig við aukna þátttöku og
ábyrgð VES í að draga úr hættu-
ástandi og koma í veg fyrir átök.
Auk þess að leggja áherzlu á
tengslin yfir Atlantshafíð sagði
Halldór mikilvægt að efla sam-
vinnu Vestur-Evrópusambandsins
og Evrópusambandsins, en þeirri
samvinnu yrði að finna þann far-
veg, sem tryggði sjálfstæði VES.
Lykilatriði væri
að koma á
verkaskiptingu
Evrópusam-
taka á svipi ör-
yggismála, sem
kæmi í veg fyr-
ir tvíverknað og
sóun.
Áheyrnaraðilum anðvelduð
þáttaka í aðgerðum
Ráðherrafundurinn í Birming-
ham fjallaði um tvö meginmál-
efni, annars vegar var rætt um
hlutverk VES í að koma í veg
fyrir átök í Evrópu og aðstoð við
að koma á friði, og hins vegar um
að styrkja tengsl Rússlands og
Úkraínu við þá skipan öryggis-
mála, sem nú er í mótun í Evrópu.
I lokayfirlýsingu ráðherranna
kemur meðal annars fram vilji til
að auðvelda þeim ríkjum, sem eiga
áheymaraðild að VES (t.d. Finn-
landi, Svíþjóð, Danmörku og ír-
landi) þátttöku í aðgerðum á veg-
um sambandsins. Jafnframt lögðu
ráðherrarnir áherzlu á mikilvægi
þátttöku aukaaðildarríkjanna (ís-
lands, Noregs og Tyrklands) í
starfi VES og að til greina kæmi
að tengja þau enn nánar við þróun
nýs hlutverks sambandsins.
Haldið upp
ádag
Schumans
EMBÆTTISMENN Evrópusam-
bandsins eiga frí í dag. Skrifstof-
ur framkvæmdastjórnarinnar og
hinna ýmsu samevrópsku stofn-
ana ESB verða tómar á „Schum-
an-degi“ eða degi Evrópu, sem
er hinn opinberi frídagur ESB.
Haldið er upp á daginn til að
minnast þess er Robert Schuman,
þáverandi utanríkisráðherra
Frakklands, skoraði hinn 9. maí
árið 1950 á Frakkland og Þýzka-
land að sameina kola- og stáliðnað
sinn og tryggja þannig að ríkin
myndu aldrei framar beijast. Hug-
mynd Schumans leiddi til stofnun-
ar Kola- og stáibandalags Evrópu,
sem varð fyrirrennari Efnahags-
bandalags Evrópu og Evrópusam-
bandsins. Ásamt Jean Monnet,
áætlanastjóra Frakka á árunum
eftir stríð, er Schuman oft talinn
faðir Evrópusambandsins.
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar ESB, sendi í gær
frá sér yfirlýsingu, þar sem hann
segir að áform Schumans hafi
verið upphaf á „friðaraðgerð, sem
á engan sinn líka.“
Santer bætti því við að þeir,
sem gagnrýndu ESB, stundum
með réttu, þyrftu að rifja upp
hverju sambandið hefði komið til
lciðar á hálfri öld.
EVRÓPA^