Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fullum
hálsi
í KVÖLD kl. 20.00 spreytir
Kristján Jóhannsson tenór-
söngrari sig í fyrsta sinn á hlut-
verki Otellos hins blakka Mára-
höfðingja meistaraverks Ver-
dis, ásamt öðrum söngstjörnum
eins og Luciu Mazzaria, sem
syngur hlutverk Desdemonu,
Alan Titus, Antonio Marceno,
Alinu Dubik, Lofti Erlingssyni
og Sigurði Skagfjörð Stein-
grímssyni. Kór íslensku óper-
unnar syngur og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur undir stjórn
Ricos Saccanis. Ágóði tónleik-
anna í kvöld rennur í sjóð um
byggingu tónlistarhúss og
ágóða síðari tónleikanna síð-
degis á laugardag verður varið
til styrktar uppbyggingar á
Flateyri.
Morgunblaðið/Ásdís
Prjónalist
í Norræna
húsinu
NORSKI hönnuðurinn og textíl-
listakonan Solvi Stomæss opnar
sýningu á pijónuðum jökkum í and-
dyri Norræna hússins á morgun,
föstudag 10. maí, kl. 17.
Selvi Stomæss er fædd 1944 í
Þrándheimi. Hún stundaði nám í
vefnaði og saumum en hélt til
Þýskalands 1967, þar sem hún nam
við^ listiðnaðarskólann í Munster.
I kynningu segir m.a.: „Solvi
gerði þó ekki textflvefnað að aðal-
viðfangsefni sínu.... Hún keypti
notaða prjónavél og tók til við að
prjóna. Það em aðallega kápur eða
jakkar sem hún hannar. Hver jakki
er einstakur og tekur um mánuð
að skapa hveija flík. Hún notar
norskt ullargam, svart eða hvítt,
sem hún litar síðan eftir þörfum.
Mynstrið er ýmist ptjónað eða það
litað á flíkina. Einnig notar hún
batiktækni til að auka á íjölbreytn-
ina. Hugmyndir að mynstmm sæk-
ir hún víða að, notar gömul þjóðleg
mynstur og áhrifa frá Japan og
Spáni gætir einnig.
Solvi Stomæss hefur haldið
einkasýningar í Nordenfjeldske list-
iðnaðarsafninu í Þrándheimi 1990,
1991 og 1994 og hjá Listamanna-
samtökunum (Kunstnerforbundet)
í Ósló 1994. Solvi Stomæss hlaut
þriggja ára starfsstyrk norska ríkis-
ins 1994. Auk þess hefur hún feng-
ið ýmis norsk listamannalaun."
Sýningin stendur til 26. maí. Hún
verður opin daglega kl. 9-19, nema
sunnudaga 12-19. Aðgangur er
ókeypis.
Ragnarsson
fær góða dóma í Svíþjóð
Kjartan Ragnarsson
KJARTAN Ragnarsson hlýtur lof-
samlega dóma fyrir uppfærslu sína
á Kirsubeijagarði Tchekhovs með
útskriftamemum Leiklistarháskól-
ans í Málmey í Svíþjóð. Leiklistar-
gagnrýnandi hjá Skánska dagblad-
et, Ulf Person, segir í dómi, sem
hann kallar Fullkomnlega leikinn
Tshekhov að sýningin sé mikilfeng-
leg, persónumar séu „nákvæmlega
mótaðar“ og leikmyndin sé hreint
dásamleg, en Kjartan var höfundur
hennar.
Person segir að þótt það sé ekki
hörð samkeppni frá öðrum leiksýn-
ingum í Málmey þessa dagana þá
sé Kirsubeijagarðurinn nú áreiðan-
lega áhugaverðasta sýningin þar.
„Það er líka ánægjulegt að sjá
klassískt verk sett upp án nokkurs
fums og af skilningi og virðingu
fyrir efninu. Það, ef nokkuð, ber
ábyrgðartilfínningu leikhússmanns
vitni.“ Um leikmynd Kjartans segir
Person að hún sé sú hugmyndarík-
asta sem sést hafi lengi og að hún
ein sé næg ástæða til að sjá sýning-
una. „Uppfærsla Kjartans Ragnars-
sonar einkennist af innblæstri og
leikgleði," segir Person að lokum,
„en umfram allt ber uppfærslan
merki einbeittra vinnubragða.“
Sporhraður
dauðadans
Boell Gerell, leiklistargagnrýn-
andi hjá Sydsvenska dagbladet,
segir í dómi sínum, Sporhraður
dauðadans, að Kjartan reyni ekki í
uppfærslu sinni á Kirsuberjagarðin-
um að „snúa upp á hið klassíska
verk, hér er ekki reynt að gera
Ranevskaju, Anja og Vaija að nú-
tímafólki í nútímaheimi. Þess í stað
hefur sú leið verið farin að leggja
áherslu á hið tímalausa í persónun-
um, að líta fram hjá hinum almennu
spumingum og láta áhorfandann
sjálfan um að samsama sig persón-
um verksins."
Ennfremur segir Gerell að það
sé erfítt að vekja lífsanda með þessu
gamla rússneska verki en að leik-
hópi Leiklistarháskólans hafí farist
það vel úr hendi. „Samtölin verða
aldrei gamaldags og leikmyndin
endurspeglar tima og rúm verks-
ins.“ Ennfremur segir leikdómarinn
að sýningin hafi verið sér sterk
upplifun, „þetta er sporhraður
dauðadans með augljósum vísunum
í samtímann".
Stokkhóimi. Reuter.
HART hefur verið deilt á hinn
heimsþekkta sænska leikstjóra,
Ingimar Bergman, vegna þeirr-
ar ákvörðunar hans að hætta
við að fara með Moliére-sýn-
ingu til Bandaríkjanna, nokkr-
um klukkustundum áður en
skip með sviðsmynd átti að
leggja úr höfn. Uppsetning
hans á „Le Misantrope" (Mann-
hataranum) hafði verið sýnd
118 sinnum í Dramaten í Stokk-
hólmi er Bergman hætti við að
sýna hana í Bandaríkjunum og
hefur það vakið mikla reiði í
heimalandi hans. Sýningin
hafði áður hlotið einróma lof
sænskra gagnrýnenda.
„Leikararnir eru furðu lostn-
ir og vonsviknir. Eg reyni allt
sem ég get til þess að fá þá og
Bergmann til að ræða saman
og leysa málið,“ sagði Lars
Löfgren, leikhússtjóri Konung-
lega sænska leikhússins, Dram-
aten. Kvað hann Bergman hins
vegar aldrei hafa farið leið
Bergman sagður
„mannhatari“
málamiðlana þegar listrænt
innsæi hans væri annars vegar
og þess væri tæpast að vænta
að hann gerði það nú.
Bergman hefur gefið þá
skýringu á ákvörðun sinni að
sýningin hafi breyst í meðför-
um leikhópsins og að hann
treysti sér ekki til að lagfæra
það sem farið hafi úrskeiðis á
svo skömmum tíma. Sýna átti
„Mannhatarann" í byijun júní.
Blaðamenn og gagnrýnendur
hafa ekki sýnt Bergman neitt
umburðarlyndi. „Maður skyldi
ekki vanmeta þrá Bergmans
eftir stórslysum. En þetta var
ekki samboðið leikstjóra sem
gert hefur svo mikið til þess
að auka virðingu leikara sem
listamanna," sagði Leif Zern,
leikhúsgagnrýnandi Dagens
Nyheter. Þá getur gagnrýnandi
Svenska Dagbladet sér þess til
að Bergman sé sjálfur orðinn
mannhatari, eins og aðalper-
sóna leikritsins.
Ljóð á
Austur-
landi
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
VINIR ljóðsins á Austurlandi
hittust á Eiðum nýverið. Mikill
áhugi er á ljóðagerð og mætti
fólk víða að úr fjórðungnum.
Skipuð var nefnd til að und-
irbúa stofnun félags um ljóð og
ljóðagerð síðsumars. Ennfrem-
ur var rætt að halda ljóðamót
og sett var nefnd í að kanna
útgáfu safns austfírskra ljóða.
Á fundinum var bæði fræðsla
og spjall um vísnagerð. Fyrir-
lestra fluttu Helgi Seljan,
Hrönn Jónsdóttir frá Djúpavogi
og Sigurður Óskar Pálsson frá
Egilsstöðum.
Lágafellskirkja
Tveggja kóra
konsert
TVEIR kórar, Samkór Odda-
kirkju og Kirkjukór Lágafells-
sóknar, halda tónleika saman í
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
föstudaginn 10. maí kl. 21.
Kórarnir munu syngja hvor í
sínu lagi og báðir saman ýmis
ættjarðar- og trúarlög.
Söngstjóri Oddaveija er Guð-
jón Halldór Óskarsson en Guð-
mundur Sigurðsson stýrir Mos-
fellingum. Einsöng með kóm-
um syngur Hulda Björk Garð-
arsdóttir, en Bjami Þór Jóna-
tansson leikur með á píanó.
Kennslu-
stundinni
að ljúka
KENNLUSTUNDIN eftir Eug-
ene Ionesco hefur verið sýnd í
Kaffíleikhúsinu við góða aðsókn
frá því hún var frumsýnd í nóv-
ember í fyrra. Nú er komið að
síðustu sýningum og verða þær
föstudaginn 10. maí og sunnu-
daginn 19. maí.
Leikendur eru Gísli Rúnar
Jónsson í hlutverki prófessors-
ins, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir í hlutverki nemandans og
þær Guðrún Þ. Stephensen og
Guðrún Ásmundsdóttir sem
skipta með sér hlutverki ráðs-
konunnar.
Guðný Rósa
áMokka
GUÐNÝ Rósa Ingimundardótt-
ir opnar sýningu á verkum sín-
um á Mokka
við Skóla-
vörðustíg
föstudaginn
10. maí. Guð-
rún Rósa út-
skrifaðist frá
málaradeild
Myndlista- og
handíðaskóla
íslands 1994
og hefur síð-
an verið við
frekara nám í „Ecole Nationale
Superiéure des Arts Visuels de
La Cambre" í Brussel.
Á þessari fyrstu einkasýn-
ingu sinni sýnir Guðný Rósa
blek- og blýantsteikningar,
sem unnar eru á þessu og síð-
asta ári.
Sýningin hangir uppi út
maímánuð.