Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Nokkur atriði
til umhugsunar
RÍKISSTJÓRNIN sem situr að
völdum er sennilega sú óvinsæl-
asta sem um getur um árabil.
Það þarf sérstaka sálkönnun á
því hvernig á því stóð þegar ríkis-
stjóm Þorsteins Pálssonar riðlað-
ist. Það er óskiljanlegt að það
hafi verið betri kostur fyrir Al-
þýðuflokk og Framsóknarflokk að
skipta á Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðubandalaginu.
Enda var ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar, er hún var mynd-
uð, ekki meirihlutastjóm. Það voru
því brigð við forseta íslands, sem
forsetinn átti að hafna.
Síðan hefur ríkisstjórnin verið
að, veltast og byltast í eigin ræfil-
dómi, sem enn stendur þrátt fyrir
tilkomu Borgaraflokksins eða hluta
hans, en hann klofnaði eins og
kunnugt er. Sá er þessar línur ritar
harmar þau örlög sem Borgara-
flokknum eru búin. Hann var ekki
stofnaður til að vera hækja til að
tryggja ríkisstjóm Steingríms Her-
mannssonar brautargengi.
Það er oft búið að reyna
stjórnarsamstarf við Alþýðu-
bandalagið og áður Sósíalista-
flokkinn en hefur ævinlega mis-
tekist nema þau rúmlega tvö ár
frá 1944-1946 er Sósíalistaflokk-
urinn tók þátt í Nýsköpunarstjórn-
inni, sem reif íslensku þjóðina úr
fortíðinni inn í framtíðina. En
blaðran sprakk út af samningun-
um við Atlantshafsbandalagið um
áframhaldandi veru varnarliðsins
hér á landi þegar Stalín og árar
hans tóku til hendinni í Austur-
Evrópu, sem nú hefur brostið eins
og kunnugt er.
Virðisaukaskatturinn tók gildi
um áramót. Hann er 24,5%. Slík
skattheimta styðst ekki við neitt
annað en óskammfeilni og undra-
vert að Alþingi skuli samþykkja
hann. Virðisaukaskatturinn á ekki
að vera hærri en 20%, það virðist
vera ríflega skattheimta.
Það kom fát á ríkisstjórnina er
tók þá ákvörðun að greiða niður
dilkakjöt, mjólk og fisk (ýsu),
þannig að skattur á nefnd mat-
væli er 13% eftir að niðurgreiðslur
hafa verið greiddar.
Hið rétta er að virðisaukaskatt-
ur á enginn að vera á eftirtalin
matvæli: Allar kjötvörar, mjólk og
mjólkurvörar, garð-
ávexti, innlent græn-
meti, allar algengar
fisktegundir. Slík ráð-
stöfun myndi tryggja
betur sölu og neyslu
þessara hollu mat-
væla og í leiðinni,
bæta heilsu og hag-
sæld þjóðarinnar.
Alþýðubandalagið
gerði harða hríð að
ríkisstjóm Þorsteins
Pálssonar vegna
„matarskattsins".
Forkólfar þess vissu
að það var vilji fólks-
ins að ekki ætti að
skattleggja þau matvæli sem greint
. er frá hér að ofan. Ólafur Ragnar
Grímsson hélt æsingaræði í Mikla-
garði um þá skattheimtu og fleiri
forkólfar Alþýðubandalagsins, en
átu það allt ofan í sig og gott bet-
ur þegar þeir komust til valda eins
og síðar verður vikið að.
Ríkisstjórnin ákvað viðbótar-
skatt á bíla sem ábót við bíla-
skatt, er Jón Baldvin Hannibalsson
barðist fyrir í fjármálaráðherratíð
sinni. Nefndir skattar eru reiknað-
ir af þyngd bílanna, bæði nýrra
og gamalla. Gera má ráð fyrir að
þessi skattheimta sé kr. 10.000 ■
eða meira á hvern bíl. Þetta er
óréttlát skattheimta er kemur nið-
ur á hinum almenna bíleiganda,
sem ekki getur verið án bíls. Það
á við um konur og karla. Bíllinn
er nauðsynlegt tæki fyrir fólk til
að geta tekið þátt í fjölþættum
störfum atvinnulífsins og til þjón-
ustu við heimilin.
Umræddur skattur er viðbótar
skrautfjöður í hatta Ólafs Ragnars
og Jóns Baldvins, sem þeir skarta
með í næstu fundarhöld ásamt
rauðu fjöðrinni sem þeir höfðu
með í för á „ísafjarðarfundinum“
er ekki var nein frægðarför.
Sennilegt er að í hugskoti þess-
ara herra sé svipað hugarfar og
birtist hjá hinum föllnu foringjum
Austur-Evrópuþjóða sem fólkið
hefur steypt af stóli.
Umræddir ráðherrar hafa báðir
tekið þátt í þeirri eyðimerkur-
göngu sem hefur einkennt Alþýðu-
bandalagið, en era nú formenn
svokallaðra A-flokka, sem þeir eru
á góðri leið með að
sprengja í loft upp,
hvor á sinn máta. Hjá
þeim er enga stefnu
að finna í fijálsræði-
sátt, aðeins tilraun til
að festa völd sín. En
örlög þeirra verða hin
sömu og þeirra er
hrakist hafa frá völd-
um í löndum Austur-
Evrópu.
Þess er rétt að geta
að í Alþýðuflokknum
eru menn, er hafa
haldið tryggð við
hann. Þar má nefna
Jón Sigurðsson, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, og
Jóhönnu Sigurðardóttur, félags-
málaráðherra, sem ættu að leiða
Alþýðuflokkinn. Það óttaðist Jón
Baldvin Hannibalsson mest.
Fjárlögin eru nær 100 miljarð-
ar, sem enginn glóra er í og hrein
eignaupptaka umfram hóflega
skattheimtu, sem ekki leiðir til
annars en versnandi afkomu
samfélagsins.
íslenska þjóðin er um 260 þús-
und íbúar. Ríkisbáknið þenst enda-
laust út en atvinnuvegunum hrak-
ar. Slíkt leiðir ekki til annars er
ofstjómar. Stjórnkerfið er sjúkt
vegna óráðsíu stjórnvalda sem
ekki geta snúið við af óheillabraut
inn á leiðina til „bjargálna“, sem
er hið eftirsóknarverðasta samfé-
lagsform, sem ber að stefna að.
Ráðherrarnir hafa aðstoðar-
menn sem engin þörf er á. í ráðu-
neytunum eru ráðuneytisstjórar,
skrifstofustjórar og deildarstjórar
að viðbættu öðra starfsfólki, sem
ætti að duga á tölvuöld. Ráðherrar
vora ellefu í ríkisstjórn Steingrím
Hermannssonar en ættu ekki að
vera fleiri en átta, síðan era ótal
nefndir á vegum ríkisins, það er
verðugt verkefni Ríkisendurskoð-
unar.
Á fundi í Vestmannaeyjum, sem
Jón Baldvin Hannibalsson hélt í
janúar, réðst hann á landbúnaðinn
og taldi að styrkir til hans á hvert
bú í landinu svöruðu til ráðherra-
launa, er bóndinn fengi greitt.
Utanríkisráðherra getur fengið
upplýsingar um þessa fullyrðingu
hjá landbúnaðarráðherra og Fram-
Einar Öm
Björasson
leiðsluráði landbúnaðarins. Hér er
um grófa árás á bændastéttina
að ræða, sem kemur frá formanni
Alþýðuflokksins í því skyni að villa
um fyrir almenningi. Það er ekki
vansalaust af forsætisráðherra að
hýsa slíka menn í stjórnarráðinu,
sem á eftir að draga dilk á eftir sér.
Einnig ræddi utanríkisráðherra
nauðsyn þess að flytja inn land-
búnaðarvörar frá löndum Efna-
hagsbandalagsins til að neytendur
gætu fengið þær á góðu verði. Þar
átti ráðherrann við innflutning á
kjörvörum og mjólkurvöram. Ef
farið væri að ráðum Jóns Baldvins
yrðu afleiðingarnar þær að byggð-
ir landsins myndu leggjast í auðn
og hér yrði komið á svipuðu
stjórnarfari og tíðkast hefur í lönd-
um Austur-Evrópu, er blasir við
eftir að fólkið í þessum löndum
hefur hrist af sér klafann.
Var utanríkisráðherra öðrum
þræði að ræða þessi viðskiptamál
við ráðamenn Efnahagsbanda-
lagsins sem formaður EFTA ráðs-
Yirðisaukaskattur á
enginn að vera, segir
Einar Orn Björnsson,
á matvöru eins og
mjólk, kjöti, fiski og
grænmeti.
ins fyrir áramót! Var honum falið
það af ríkisstjórninni? Er forsætis-
ráðherra svo fastur í stólnum að
láta það eins og vind um eyru
þjóta, að einn ráðherra í stjórn
hans beri slíkar firrur á borð á
opinberam fundi!
Einhver hagfræðingur kom
fram í sjónvarpsviðtali og lýsti
fylgi við fullyrðingu Jóns Bald-
vins. Enn fleiri liggja í leyni, sem
eru tilbúnir að leggja þessum sjón-
armiðum lið án þess að huga að
afleiðingum.
Bændastéttin óttast ekki slíkt
gaspur. Hér á landi eru framleidd-
ar góðar landbúnaðarvörar, sem
era eftirsóttar. Einnig mun að því
koma að þær verði fluttar út, er
fram líða stundir.er verður að vera-
leika þegar íslendingar ná tökum
á heilbrigðum viðskiptaháttum, þar
sem verðbólga og vextir verða svip-
aðir og í löndum er íslendingar
hafa sín meginviðskipti við.
Bændastéttin þarf að vera vökul
um málefni sín og þá er veljast
til forystu í stjórn bændasamtak-
anna. Landbúnaðurinn er mikil-
vægur atvinnuvegur. Hann þarf
að lyfta af sér því fargi er á hon-
um hvílir um þessar mundir. Einn-
ig ætti fiskeldi, bæði lax og silung-
ur, að geta orðið góð búbót á
mörgum jörðum, en einnig að nýta
þau mörgu vötn og tjarnir þar sem
náttúran sér fyrir uppeldinu, ef
rétt er að farið.
Landnámsmenn námu landið á
60-80 áram og fluttu með sér
þann bústofn sem hér hefur verið
síðan. Þegar íslendingar losnuðu
úr þeim viðjum er hér vora viðvar-
andi í sex hundrað ár, með öllum
þeim þjáningum sem því fylgdu,
-vöknuðu þeir til vitundar, er þok-
aði þeim áleiðis til þess er við blasir.
Þéttbýli íslands er ávöxturinn.
Bensínskattur, sem Jón Baldvin
sem fjármálaráðherra setti í tíð
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar,
var 10.000 kr. en mismikill eftir
þyngd bílsins, sem hann gaf út
að hefðu orðið eitthundrað og fjör-
tíu milljónir í fjármálatíð sinni.
Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
hrökklaðist frá völdum og við tók
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar. Jón Baldvin varð utanríkis-
ráðherra og Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra. Hann tvö-
faldaði þennan óréttláta skatt
þannig að hann var greiddur tvisv-
ar á ári. og hækkaði samkvæmt
því. Þriðja ríkisstjórn var mynduð
eftir kosningar 1990 undir forsæti
Davíðs Oddssonar „hin makalausa
Viðeyjarstjórn“ þar sem Friðrik
Sophusson varð fjármálaráðhera.
Enn hækkaði skattheimtan á bí-
leigendur. Nú situr ríkisstjórn
framsóknar- og sjálfstæðismanna
við völd undir forsæti Davíðs
Oddssonar og þessi siðlausa skatt-
heimta heldur áfram og skatturinn
orðinn tveir milljarðar. Skatt-
heimta þessi legst með miklum
þunga á fjölskyldurnar í landinu
og stuðlar að því að fleiri fara
niður á fátæktarmörkin. Þess
vegna á að nema þennan skatt
úr gildi nú þegar og fara leiðina
til bjargálna. Þá leið verður ríkis-
stjórnin að fara eigi hún að vera
samkvæm sjálfri sér.
Ólafur Ragnar Grímsson, sem
varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar, tvö-
faldaði þennan nefnda bensínskatt
og er nú framboði til forseta ís-
lands. Hann hefur því engu gleymt
af gerðum sínum. Hvað segja kjós-
endur í landinu um slíkt?
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra í ríkisstjóm Davíðs Oddsson-
ar, var beðinn um það af hópi
manna í Sjálfstæðisflokknum að
fara í framboð til forseta íslands,
en hann treysti sér ekki til að
verða við þeim tilmælum.
Höfundur býr & Mýnesi á
Fljótsdalshéraði.
FULLAR BÚÐIR A F
NÝJUM VÖRUM
Brussell
. ATHLETIC
AUTHENTIC AMERICAN SPORTS
Útivistar og sportfatnaður
VTYR
Sundföt
[GILD
Hágæða leikfimifatnaður
TRIX I
Stórkostlega stílfærður tfskufatnaður