Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 31
AÐSENDAR GREMMAR
Vandinn leyst-
ur í lýðskóla
SÍÐASTLIÐIÐ
haust var haldið mál-
þing í Norræna hús-
inu um lýðskólamál á
Islandi, en Norræna
húsið hafði þá um
skeið verið vettvangur
umræðu um stofnun
skóla sem grundvall-
aðist á hugmyndum
norrænu lýðskólanna.
Á málþinginu, sem
var mjög vel sótt, var
fólk einhuga um
nauðsyn þess að koma
til móts við þann stóra
hóp, sem ekki fyndi
sér stað í hefðbundnu
skólastarfi, og að á þeim vettvangi
væri lýðskóli í anda norrænu lýð-
skólanna mjög æskilegur valkost-
ur auk þess sem slík stofnun gæti
auðgað þjóðlífið á fjölmörgum öðr-
um sviðum, næði hún að festa sig
í sessi.
Lýðskólahreyfingin á Norður-
löndunum, sem fjölmargir íslend-
ingar þekkja af eigin raun, gegnir
miklvægu hlutverki í menntun og
menningu þessara þjóða.
Það var presturinn og eldhuginn
Grundtvig sem hratt þessari hreyf-
ingu af stað fyrir u.þ.b. 150 árum,
en þá var lýðræði að taka við af
einveldi í flestum löndum Evrópu.
Grundtvig óttaðist, að í þeim
umskiftum gæti hlutskifti Dana
orðið svipaður hildarleikur og upp-
lausn og átt hafði sér stað í
frönsku stjórnarbyltingunni.
Lýðskólarnir voru því beinlínis
stofnaðir til þess að breyta fáfróð-
um almúgamönnum í upplýsta
kjósendur, sem gætu valið þá
hæfustu úr sínum hópi til þing-
setu, eftir að konungur þeirra
hafði afsalað sér einveldinu.
Skólarnir áttu að vera lífsins
skólar í þeirri merkingu að þar
væri glímt við þau vandamál er
biðu nemendanna þegar út í lífið
kæmi, bæði á heimilunum og í
starfi, í samvinnu við aðra, og í
félagslegu samstarfi, Og þeim var
ætlað að vekja sjálfsvirðingu fólks-
ins, sjálfstraust þess og ábyrgðar-
tilfinningu.
Hreyfingin breiddist óðfluga út
til hinna Norðurlandanna og fjöl-
margir lýðskólar voru settir á stofn
í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk
Danmerkur. í dag eru starfandi
um 500 lýðskólar í
þessum löndum, og
eru langir biðlistar
eftir skólavist í mörg-
um þeirra.
í nýlegu blaðaviðtali
kemst Jón Sigurðsson,
bankastjóri Norræna
íjárfestingabankans
og fv. ráðherra, svo
að orði: „Það er án
alls efa afrek þessarar
aldar að á Norðurlönd-
um hafa verið byggð
upp öflug velferðar-
ríki, byggð á hugsjón-
um mannúðar og rétt-
lætis, en ekki ein-
göngu á hagkvæmni."
Þetta eru orð að sönnu og eng-
um sem skoðar þá sögu getur
dulist hve stóran þátt lýðskóla-
hreyfingin á í því að skapa, og
viðhalda meiri velsæld og jöfnuði
á Norðurlöndunum, en á flestum
ef ekki öllum öðrum stöðum á jarð-
arkringlunni.
Fjögur hundruð lýðskól-
ar eru starfræktir á
•• 3
Norðurlöndum. Orn 01-
afsson segir frá starfi
lýðskóla í Norræna hús-
inu í Reykjavík.
Á þeim sjö mánuðum, sem liðn-
ir eru frá málþinginu sem sagt var
frá hér í upphafi, hefur mikið vatn
runnið til sjávar og er skemmst
frá því að segja, að nk. föstudag
10. maí útskrifar Lýðskólafélagið,
sem stofnað var þann 1. desember
sl., sína fyrstu nemendur. Þar er
um að ræða 17 ungmenni, sem
kusu að sitja á skólabekk þessa
vorönn, í stað þess að vera á at-
vinnuleysisskrá.
Lýðskólinn hefur haft aðsetur í
kjallara Norræna hússins og verið
samstarfsverkefni Lýðskólafé-
lagsins, íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur og Norræna hússins.
Rétt er að hafa í huga, að í dag
býr ungt fólk á íslandi við allt
aðrar kröfur í skólamálum en
næsta kynslóð á undan, sem best
sést á því að fyrir u.þ.b. 20 árum
fóru aðeins um 60% nemenda í
Örn
Ólafsson
framhaldsnám, en í dag er þessi
tala nær 90%.
Viðhorf og vinnubrögð, sem
mótast hafa á löngum tíma í gömlu
menntaskólunum, duga ekki til,
þegar það er orðin regla fremur
en undantekning, að nemendur
innriti sig í framhaldsskóla að
loknu skyldunámi, og helst á bókn-
ámsbraut.
Bæði kennarar og foreldrar
hafa horft á það með vaxandi
áhyggjum, að stór hópur nemenda
ræður ekki við námið og flosnar
upp með fáeinar námseiningar og
brotna sjálfsmynd, eftir að hafa
setið oft í sömu áföngunum.
Meðan þensla var í þjóðfélaginu,
og næga atvinnu að hafa,. bar
minna á þessu vandamáli og nem-
endur gátu talið sjálfum sér og
öðrum trú um, að þeir ætluðu að
hvíla sig á náminu og koma aftur
eftir að þeir væru búnir að vera á
vinnumarkaðnum um tíma og
raunar komu margir aftur, eldri,
þroskaðri og reynslunni ríkari.
Samdrátturinn, sem eðlilega
bitnar mest á ungu og ómenntuðu
fólki, hefur beint sjónum skóla-
manna æ meir að þeim nemendum,
sem af einhverjum orsökum fínna
sér ekki stað í framhaldsskólakerf-
inu, án þess að hafa að nokkru
öðru að hverfa.
Mismunandi leiðir hafa verið
reyndar og settir hafa verið í gang
áfangar, sem hafa það yfirlýsta
markmið að kenna nemendum að
læra, en það er að sjálfsögðu for-
senda þess að þeir geti stundað
nám. Nemendur hafa verið hvattir
til að segja leti, agaleysi og slæm-
um vinnuvenjum stríð á hendur,
en það hefur oftar en ekki verið
undirrót námsvandans. Jafnframt
hefur verið reynt að fá þeim
áhugavekjandi, en umfram allt
viðráðanleg verkefni, til að auka
sjálfstraust þeirra og sjálfsþekk-
ingu.
Lýðskólinn, sem rekinn hefur
verið í Norræna húsinu í vetur,
starfar í þessum anda og hópur-
inn, sem nú er að útskrifast er
sönnun þess hvers unglingar eru
megnugir ef þeir fá aðstoð og njóta
trausts.
Höfundur er formnður
Lýðskólafélagsins.
Verö frá kr.
hvora leið með
flugvallarskatti
Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku,
Sími: 0045 3888 4214
Fax: 0045 3888 4215
9.900
FÖSTUDAGSKVÖLD:
GEIRM(1ND(1R
ATHUGIÐ
ENGINN
AÐGANGS-
EYRIR !^J
Simi
56817fMUFax 568-501«
HL]OMSVEIT
HfiNS
HELDCIR
I CJTfiN (JM
FJÖRIÐ
H]fí
OKKCJR
AUTHENTIC AMERICAN SPORTS
NYJUM
HREYSTI
VERSLANIR
LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717
-wM®Cr.
Gæðatæki sem þú getur treyst