Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 37
AÐSENDAR GREINAR
„Óspillt náttúra“ í
skugga Fljótsdalslínu
Friðrik Dagnr
Arnarson
TALSVERÐAR deil-
ur hafa staðið á síðustu
árum vegna áforma um
virkjanir og mannvirki
á svæðinu norðan
Vatnajökuls. Þar hafa
tekist á þeir sem vilja
leggja svæðið undir
raforkuframkvæmdir
og þeir sem vilja vernda
hálendið og nýta það
til útivistar. Niðurstað-
an úr þeim deilum kann
að vera fordæmisgef-
andi og því skiptir það
alla landsmenn máli
hvemig hún fer. Einn
angi þessa máls er
ákvörðun um lagningu
Fljótslínu um Ódáðahraun. Ákvörð-
un um legu línunnar og bygging
hennar eru nær okkur i tíma en
endanleg ákvörðun um virkjanir og
vatnaflutninga á þessu svæði. Því
er brýnt að menn gleymi ekki Fljóts-
dalslínunni þó önnur stærri og verri
áform séu uppi.
Víða erlendis er svo komið að
þar eru litlir möguleikar til að skoða
óspillta náttúru, því þar er búið að
fórna flestum náttúrulegum svæð-
um_á „altari framfaranna". Víðátt-
ur íslands vekja ])ví mikla athygli
erlendra gesta. Á NA-hálendi Is-
lands er að finna fjölbreytta og ein-
stæða náttúru sem gerir svæðið að
útivistar- og göngusvæði á heims-
mælikvarða. Því miður er nú
óspilltri ímynd þessara svæða ógnað
af Landsvirkjun, sem ætlar sér að
leggja háspennulínu þvert yfir þetta
land. Ráðamenn í raforkumálum
hafa fram undir þetta oftast komist
upp með að gera það sem þeim
sýnist í íslenskri náttúru, enda hafa
þeir verið lagnir við að sveipa sig
skikkju framfara og þjóðarhags-
muna. Rafmagn er nauðsynlegt í
iðnvæddu samfélagi og það voru
réttlætanleg sjónarmið í upphafi
tæknialdar að gera vissar fórnir til
þoka þjóðinni áfram inn í nýja tíma.
Ýmis spjöll voru líka unnin, af því
að úrræðin voru svo fá og skilning-
urinn á afleiðingunum var takmark-
aður. Slíku er ekki til að dreifa nú.
Vitund flestra um það hvemig
umgangast skuli náttúruna hefur
breyst. Því er sorglegt
til þess að vita að enn
skuli finnast steinrunn-
in nátttröll blindrar
tæknihyggju, eins og
áætlanir í orkumálum
bera með sér. Í þessu
tilfelli hafa orkufor-
kólfar beitt afli sínu og
aðstöðu í ríkiskerfinu
til að „skapa skilning
á“, að línulögn um
Ódáðahraun sé Öhjá-
kvæmileg forsenda
framfara á íslandi. Og
línan skal verða þar
sem þeir vilja, því það
gæti gefið slæmt for-
dæmi ef almenningur
fær að hafa eitthvað um svona mál
að segja.
Línulögnin mun breyta svæðinu
illilega. Hver svo sem skoðun orku-
málastjóra er á því (sbr. þáttinn
Almannaróm á dögunum), þá mun
mannvirkið sjást langt að og valda
sjónmengun. Þá sýna ótal rann-
sóknir að það er ekki bara það sem
sést sem spillir upplifun á náttúru-
legum svæðum, heldur vegur þungt
ef menn vita að það er búið að
breyta landinu. Væntingar fólks
bíða hnekki og svæði glata aðdrátt-
arafli við það eitt að fólk veit að
þau eru ekki ósnortin lengur.
Línunni mun fýlgja vegur sem
opnar aksturleið inn á svæði sem
nú er laust við bílaumferð. Reynslan
sýnir að ótal slóðir munu myndast
út frá honum sem setja varanlegt
mark sitt á náttúruna. Vegurinn
er sú gulrót sem Mývetningum hef-
ur verið ætluð til að fallast á lín-
una, því hann á bæði að nýtast
ferðaþjónustunni og bændum. Vel
getur verið að vegurinn munu auð-
velda þessum aðilum lífsbaráttuna
í bili. Þannig var það líka hjá for-
feðrum okkar, að gengdarlaust
skógarhögg og ofbeit létti mönnum
stritið sem þeir stóðu í. Það hugsa
samt ekki allir sérlega hlýlega til
þeirra vegna þess núna. Þeir höfðu
þó sér til afstökunar að þeir áttu
ekki annarra kosta völ. Málum er
ólíkt háttað í línumálinu. Þar er
engin sú neyð á ferðinni að þar finn-
ist réttlæting fyrir óbætanlegum
Mannvirkið mun sjást
langt að, segir Friðrik
Dagur Arnarson, og
valda sjónmengun.
skemmdarverkum á einstæðri nátt-
úru. Við eigum nú þegar nóg af
slóðum á hálendinu, en það eru fá
stór, ósnert svæði eftir sem gefa
göngufólki færi á friðsæld og ró
og þess vegna skiptir það meira
máli til lengri tíma litið að varð-
veita þau. Vafasamt er að ætla, að
ferðamenn sem heimsækja ísland
til að skoða náttúru og landslag
hafi áhuga á því að aka langtímum
saman meðfram háspennulínum.
Ef línan er jafn nauðsynleg og sagt
er má auðveldlega fínna henni ann-
an stað, þar sem spjöllin af henni
yrðu minni. Bent hefur verið á að
leggja hana í röskuðu landi með-
fram Byggðalínu en viðbótarkostn-
aður af því vegna lengri leiðar virð-
ist vefjast fýrir Landsvirkjun. Á
þeim bæ hafa menn þó til þessa
ekki verið sérlega viðkvæmir fýrir
því hvar ein og ein milljón lendi
hverju sinni.
í kostnaðarumræðunni er alveg
sleppt að reikna út tapið sem fylgir
því að skaða ímynd íslands sem
óspillts lands. Odáðahraun er ein
af perlum íslands og eitt af því sem
gerir landið sérstakt og ólíkt öðrum
löndum. Óspillt getur það orðið ein
meginundirstaða ferðaþjónustu á
íslandi í framtíðinni og það er í
raun með ólíkindum hvernig aðilar
í þeirri atvinnugrein hafa setið með
hendur í skauti og horft á þegar
verið er að skipuleggja dráp á gæs-
inni sem gæti verpt gulleggjum.
Lögum um umhverfismat er ætl-
að að tryggja að öll sjónarmið komi
til skoðunar. Matið sem gert var í
sambandi við Fljótsdalslínu var með
algerum endemum. Þar var aldrei
reynt að taka á þeirri meginspurn-
ingu hvort réttlætanlegt sé að
byggja línu á þessum stað. Ef skipu-
lagsyfirvöld taka þá skýrslu góða
og gilda sýnir það að lögin eru
gagnlaus þegar á reynir og eru
ekki fær um að taka á málum af
þeirri víðsýni sem er forsenda fyrir
skynsamlegri uppbyggingu á ís-
landi á komandi árum.
íslenskt samfélag ekki stórt,
ráðamenn þekkjast flestir og geta
því komið sjónarmiðum sínum á
framfæri við ýmis tækifæri, fram-
hjá lýðræðislegum boðleiðum og
leikreglum. Þrýstingur á umhverfis-
ráðherra að skrifa upp á óhæfu-
verkið er því vafalítið mikill, enda
sagð hann í útvarpsviðtali sl. haust
að hann þyrfti að fá sterk rök ef
hann ætti að bregða fæti fyrir þessa
framkvæmd. Það er skiljanlegt.
Samt er ekki endilega víst að rök
dugi, því ef til vill vilja línumenn
engin rök. En það eru nóg rök til.
Það hljóta að teljast þung rök að
með línunni er óbætanlegu svæði á
heimsmælikvarða og mikilvægri
framtíðarauðlind á Íslandi spillt
varanlega með framkvæmd sem er
ástæðulaus á þessum stað. Komi
til framkvæmda verður heldur ekki
lengur hægt að segja að á ísiandi
fyrirfínnist stærsta ósnortna viðerni
Evrópu, hvað þá að segjaj að slíkt
svæði sé hægt að taka sem dæmi
um umhverfisstefnu íslensku þjóð-
arinnar almennt og stjórnvalda sér-
staklega. Forsætisráðherra sagði í
stefnuræðu sinni í haust a sýna
þurfti heiminum fram á að íslend-
indar eigi hreint og óspillt land og
þeir hafi þor og vilja til að stjórna
svo að þeir verði taldir í fremstu
röð þjóða í heiminum í umhverfis-
málum. Spjöll á norðaustan-hálend-
inu með alls konar brölti geta seint
talist skref í áttina til þess að skapa
slíka ímynd, ekki einu sinni þó við
þykjumst með því geta fært heimin-
um umhverfisvæna orku. Vonandi
ber umhverfisráðherra gæfu til að
viðhalda náttúruverndarhugsjónum
og kýs að huga a langtímahags-
munum þjóðarinnar. Þá verður nið-
urstaðan „nei“ við lagningu Fljóts-
dalslínu sem veldur óbætanlegum
skaða á óspilltri náttúru íslands.
Höfundur er landfræðingur og
kennari.
Þetta frábæra tilboð frá
Elizabeth Arden
í mjög fallegri
tösku á kr. 4.900.
Gjöf fylgir.
Einnig verða sérstök
tilboð á White
Diamonds,
Sunflower og
Karl Lagerfeld
fyrir herra.
[li
: TRUE
uovt
Elizabeth Arden
kynning í Hygea, Austurstræti og Hygea, Kringlunni,
í dag, fimmtudaginn 9. maí, föstudaginn 10. maí kl. 13-18
og laugardaginn 11. maí.
ARDEN
« HtmAWi’fi
tsfTWt. <Jl ^
H Y G E A
snyrtivöruverslun
KRINGLUNNI OG
AUSTURSTRÆTI
S. 511 4511
Biblían heyrir til heims-
bókmenntum, segir
Sigurbjörn Þorkels-
son, og er góður veg-
vísir á lífsleiðinni.
til máls og sagði frá því að sonur
sinn hefði fengið Nýja testamentið
að gjöf eins og aðrir þegar hann var
í 5. bekk fyrir allnokkrum árum.
„Allt frá fyrstu tíð hefur hann lesið
mjög reglulega í bókinni." Skóla-
stjórinn kvaðst mjög ánægður með
það, þótt hann hefði að vísu aldrei
hvatt hann neitt sérstaklega til þess
eða skipt sér af lestrinum.
„Honum fannst svona mikið til
þessarar gjafar koma og þeirrar
hvatningar, sem gjöfinni fylgdi að
það hefur haft þessi góðu áhrif á
hann að hann er enn að lesa í þess-
ari sérstöku bók, ekki hefur hann
enn fengið leiða á henni.“ Svo bætti
skólastjórinn við og sagði við börn-
in: „Eg hvet ykkur kæru böm því
eindregið til að nýta ykkur þessa
góðu gjöf og vona að hún verði
ykkur til blessunar eins og ég veit
að hún hefur verið svo mörgum.“
„Sælir eru þeir, sem heyra Guðs
orð og varðveita það“ (Lúk. 11:28).
Höfundur er framkvæmdasijóri
Gídeonfélagsins á íslandi.
PÍANÓSNILLINGURINN • SÖNGVARINN - LAGASMIÐURINN OG UNDRABARNIðI
ROBilf WILÍ
Dagana 14. og 15. júní nk. mun sænski píanósnillingurinn, söngvarinn
og undrabarnið Robert Wells halda tónleika á Hótel íslandi. Robert
Wells er stórstjarna Skandínavíu og allstaðar sem hann kemur fram koma
þúsundir fólks á tónleika hans. Robert Wells er virtur og þekktur í öllum stærstu
tónieikahúsum heims, jafnt sem einleikari með frægum sinfóníuhljómsveitum eins
og í Metropolitian óperunni i New York eða sinni eigin hljómsveit.
ATHUGIÐ: Aðeins þessir tvennir tónleikar!
Lars Risberg leikur á bassa og syngur og Peter Eyre leikur á trommur. Á efnisskrá tónleikanna eru
lög eftir klassísku meistarana Chopin, Beethoven, Bach og Mozart. Svo blandar Robert saman
lögum þessara höfunda og annarra númtímalegri með útfærslu í jassi, blúsi og rokki á við
Jerry Lee Lewis. Þeir sem muna eftir Nigel Kennedy hér um árið ættu ekki að láta Robert Weils
fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00. Húsið opnað matargestum kl. 20:00.
Tryggið ykkur miða STRAX á þessa einstæðu tónleika!
NÚ ÞEGAR ER FARIÐ AÐ TAKA VIÐ PÖNTUNUM - missið ekki af þessum i
snillingi! - Verð oðeins 3500 kr. í mnt og á tónleikana, - en aðeins I
1500 kr. á sfálfa tónleikana. i
Matseðill
Forréttur:
Ostasalat í kryddpönnukökum, Vinegrette.
AÖalréttur:
Innbakaðir sjávarréttir með Basmati-
hrísgrjónum og hvítvínssósu.
Eftirréttur:
Mokkaís með konfektsósu
Sími 568-7111-Fax 568-5018