Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 38
FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Lindab
þakrennur
Allir fylgihlutir
Þakrennukerfíö frá okkur er heildar-
lausn. Níösterkt og falleg hönnun.
Þakrennukerfi sem endist og end-
ist. Verðiö kemur skemmtilega á
óvart. Gott litaúrval.
Umboðsmenn um land allt.
iNUI.lllJJUTTTTTT*
ItÆKNIDEILD ÓJStK -kiúSG
ifeA ÖfrtGGP,C
Smiðshöfda 9 • 132 Reykjavík
^ Sími 587 5699 • Fax 567 4699
'.♦■■■
Lindab
■ ■ ■ *.
ÞAKSTAL
Þak- og veggklæðning í
mörgum útfærslum, t.d.: bárað,
kantað, þaksteinamynstur ofl.
Plastisol yfirborðsvörn klæðn-
ingarinnar gefur margfalda
endingu.
Fjölbreytt litaúrvál.
Umboðsmenn um land allt.
«TmrrrmynTTm>
Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík
Sími 587 5699 • Fax 567 4699
Einokun löggjafavaldsins!
FRÚ Jóhanna Sig-
urðardóttir alþk. og
fyrrverandi ráðherra er
sú eina af öllum þeim
sem setið hafa á Al-
þingi frá lýðveldis-
stofnun, sem hefir haft
djörfung og það mann-
réttindaskyn, að leggja
fram á Alþingi fyrir
síðustu alþingiskosn-
ingar þingsályktunart-
illögu til samþykktar,
sem felur í sér m.a.:
Að Alþingi boði til
stjórnlagaþings og
þjóðkjörnir fulltrúar
(ekki alþingismenn)
endurskoði og semji
nýja stjórnarskrá. Eins og við var
að búast fékk Jóhanna S. ekki
undirtektir því alþingismenn taka
ekki þátt í að skerða sín eigin völd
og lítur því miður þess vegna út
að alþingismenn muni aðeins til-
neyddir samþykkja að þjóðin fái að
velja fulltrúa til að semja nýja
stjórnarskrá. Það er nóg komið því
þessi afstaða alþingismanna er
ólýðræðisleg og mannréttindasnauð
vinnubrögð sem þjóðin hefur orðið
að búa við. íslendingar í fáfræði
sinni hafa viljað láta kalla sig
menntuðustu þjóð í heimi, en þó
virðast fáir vita að einokun löggjaf-
arvaldsins Alþingis og löggjafar-
starf forseta íslands hafa í gegn
um tíðina haft þjóðina algjörlega
utan gáttar gagnvart ákvarðana-
tökum Alþingismanna í mikilvæg-
um málum.
Alþingismenn!
Alþingismenn hafa álitið í gegn
um tíðina það vega að þingræðinu
ef forseti íslands sem framkvæmd-
arvald Alþingis léti sér detta í hug
að nýta starfssvið forsetaembættis-
ins samkvæmt lagagreinum stjóm-
arskrárinnar m.a. um neitunarvald
og þjóðaratkvæðagreiðslu og t.d.
25. grein er segir að forseti íslands
geti látið leggja fyrir Alþingi frum-
vörp til laga og annarra sam-
þykkta. Forseti Bandaríkjanna er
framkvæmdarvald bandaríska
þingsins sem m.a. staðfestir lög
þingsins. En forseti Bandaríkjanna
er ekki löggjafarvald, vegna þess
að hann er ekki kjörinn til setu á
bandaríska þinginu. En forseti ís-
lands er kjörinn framkvæmdarvald
m.a. staðfestir lög Alþingis en for-
seti er einnig kjörinn löggjafarvald
ásamt alþingismönnum þó að hann
sé ekki kjörinn í alþingiskosningum
til setu á Alþingi. Forseti Bandaríkj-
anna hefir neitunarvald ef svo ber
til sem þýðir að bandaríska þingið
og forsetinn verða að semja. Neit-
unarvald forseta Bandaríkjanna er
Ásdís
Erllngsdóttir
ekki álitið stefna þing-
ræðinu þar í voða eins
og íslenskir alþingis-
menn hafa leyft sér að
halda fram að muni
gerast, ef stjórnar-
skráin er tekin alvar-
lega á íslandi.
Uppgjöf Jóhönnu!
Réttmæt krafa!
Jóhanna S. alþk.
skrifaði greinarkorn í
Morgunblaðið 27.3. sl.,
skýrt orðaða og fræð-
andi grein fyrir al-
menning með yfir-
skrift: Auka á rétt
fólks_ til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. í upphafsorðum
greinarkornsins segir Jóhanna: Fyr-
ir Alþingi liggur nú frumvarp frá
þingmönnum Þjóðvaka um breyt-
ingu á stjórnarskránni þess efnis
að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í
mikilvægum málum ef áskorun
berst um það frá þriðjungi kosn-
ingabærra manna í landinu. Hér
er að mínu mati uppgjöf Jóhönnu
augljós þ.e.a.s. að hún fái komið
því til leiðar að þjóðkjörnir stjórn-
lagaþingmenn (ekki alþingismenn)
semji nýja stjórnarskrá.
í málsgrein: Réttmæt krafa
fólksins, álítur Jóhanna að þjóðarat-
kvæðagreiðslan eigi að framkvæm-
ast án þess að til atbeina forseta
íslands komi. Ég spyr. Ætlar Jó-
hanna S. og Þjóðvaki að gera þjóð-
ina að framkvæmdarvaldi Alþingis
í staðinn fyrir forseta íslands? Þar
með að útiloka að þjóðkjörinn for-
seti íslands fari að vilja þjóðarinnar
í mikilvægum málum eins og stjórn-
arskráin heimilar.
Vald forseta! Lýðræðinu
takmörk sett!
í málsgrein. Vald forseta ísland
segir Jóhanna: Af framkvæmdinni
má því ráða að þetta vald forsetans
til að færa valdið frá þinginu til
þjóðarinnar er í raun nánast mark-
laust. En þessa skoðun byggir Jó-
hanna á því að forseti íslands hafi
aldrei frá lýðveldisstofnun beitt
heimild stjórnarskrárinnar um að
synja staðfestingar á því lagafrum-
varpi sem Alþingi hefur samþykkt
og leyfa þjóðinni að láta skoðun
sína í ljós með þjóðaratkvæða-
greiðslu (tilvitnun stytt).
í málsgrein: Lýðræðinu takmörk
sett, segir Jóhanna m.a.: Sam-
steypustjórnir virðast mun algeng-
ari hér en t.d. á Norðurlöndum.
Þannig veit fólk hér á íslandi sjaldn-
ast hvaða ríkisstjórnir það er að
kjósa yfir sig með atkvæði sínu, auk
þess sem auðveldara er fyrir sam-
fyrir
Húðin getur svo scmnarlega litið út
að vera yngri en árin segjja til um.
Fyrst serumib, siban kremiö.
Tvö þrep fyrir einstakan árangur.
Fyrsta þrep er djúpverkandi serum dropar, sem
innihalda örsmáar agnir sem flytja A- og E-vítamín niður
í neSri lög húðarinnar með hjálp undraefnisins.
Stimucell.
Annaö þrep er mjög áhrifaríkt næfingarkrem sem
borið er á húðina strax á eftir fyrsta þrepi, en samvinna
þessarra tveggja þrepa skilar undraverðum árangri.
Fínar linur sléttar og húðin verður teygjanlegri og mýkri.
Mildar sýrur gera húðlitinn bjartari og fallegri.
MARBERT
gefur þér gjöf.
Með CELL ACTIVATION Super Rich Cream og Deep
Vitalizing Serum færðu gjöf að verðmæti 2.900:
Snyrtibuddu, tvöfaldan spegil í veski, Body lotion 10 ml.
og Bath & Body 7,5 ml nýr ilmur.
Við seljum MARBERT:
Spes, Háaleitisbraut, Nana, Lóuhólum, Libia, Mjódd, Holtsapótek, Glæsibae, Brá, Laugavegi, Bylgjan, Kópavogi, Snyrtivöruverslunin Sandra,
Hafnarfirði, Gallery förðun, Keflavik, Apótek Vestmannaeyja, Krisma, Isafirði.
Þjóðin á að fá að kjósa
stjórnlagaþing, segir
Ásdís Erlingsdóttir, til
að semja nýja stjórnar-
skrá.
steypustjórnir að semja sig frá lof-
orðum og kosningastefnuskrám.
Þessi orð Jóhönnu eru sannleiksorð
og þjóðin þekkir vanefndir flokk-
anna þegar í ríkisstjórn er komið.
Þess vegna er eina vonin að alþing-
ismenn taki sig til og samþykki
þingsályktunartillögu Jóhönnu sem
hún lagði fram á Alþingi fyrir síð-
ustu alþingiskosningar og leyfi
þjóðinni að kjósa fulltrúa á stjórn-
lagaþing. Forsetaframbjóðendur
geta beðið með framboð sín þangað
til þjóðkjörnir fulltrúar hafa samið
og endurbætt stjórnarskrána sem
þjóðin síðan samþykkir í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
En hvað ávinnst með
endurbættri stjórnarskrá?
1) Alþingi verður óskorað lög-
gjafarvald og forseti íslands óskor-
að framkvæmdarvald Alþingis. For-
seti nýti lagagreinar stjórnarskrár
eftir því sem honum þurfa þykir,
sem ekki á að skoðast sem aðför
að þingræðinu. Kjörtímabil forseta
íslands 4 ár en hann sitji ekki leng-
ur en 8 ár. Forseti skipi sína ráð-
herra, þeir sitji ekki á Alþingi og
forseti á að geta ráðið vali ráðherra
sinna utan eða innan Alþingis.
2) Forseti íslands mundi starfa
í líkingu við embætti forsætisráð-
herra, nema að forseti þarf ekki
að neyðast til að starfa með þeim
ráðherrum sem hann álítur ekki
ávinning að hafa í stjórn sinni.
3) Mikill sparnaður yrði í ríkisút-
gjöldum ef samsteypustjórnkerfið
verður lagt niður. Forsetaembættið
sem framkvæmdarvald Alþingis og
stjórn forseta Islands yrði miklu
ódýrari í rekstri og skilvirkara en
núverandi stjórnkerfi sem nú er í
gildi. Við sem fámenn þjóð verðum
að sníða stakk eftir vexti.
4) Hvað er að vera framkvæmd-
arvald Alþingis? Það er fyrst og
fremst að forseti íslands sé vernd-
ari mannréttinda fólksins í landinu
og að hann fylgist grannt með því
að lagasamþykktum löggjafavalds-
ins Alþingis verði framfylgt.
5) Það er mín skoðun að það sé
ávinningur fyrir þjóðina að sam-
steypustjórnarmyndanir stjórn-
málaflokka hverfi af sjónarsviði og
þjóðin kjósi sjálf höfuð framvæmd-
arvaldsins annaðhvort hægri eða
vinstri sinnaðan forseta íslands.
6) Endurbætt stjórnarskrá mun
gefa almenningi aukin áhrif á stórn-
völd landsins og aukið svigrúm til
að vaxa í þekkingunni fyrir sam-
skiptum almennings við stjórnvöld.
Höfundur er húsmóðir í Garðabæ.
BRIDS
U m s j ó n
Arnór G . Ragnars-
s o n
Bridsfélag Akureyrar
ÞRIÐJUDAGINN 7. maí lauk Al-
freðsmótinu, sem var minningarmót
um Alfreð Pálsson, sem um langt
árabil var einn af bestu spilurum
félagsins. Þetta mót var í senn tví-
menningsmót og sveitakeppni. Úrslit
urðu þessi í tvímenningskeppninni:
Jónas Róbertsson — Skúli Skúlason 191
Páll Þórsson - Frimann Stefánsson 124
Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson 123
Una Sveinsdóttir - Kristján Guðjónsson 81
Sveitin sem sigraði í Sveitakeppninni
var skipuð Preben Péturssyni, Sveini
Stefánssyni, Páli Þórssyni og Frí-
manni Stefánssyni. Þessi keppni var
sú síðasta á þessu keppnistímabili.
Aðalfundur félagsins verður haldinn
þriðjudaginn 14. maí.
Úrslit í sunnudagsbrids 5. maí.
Anton Haraldss. - Hróðmar Sigurbjömss. 201
Preben Pétursson - Sveinn Stefánsson 183
Skúli Skúlason — Stefán Stefánsson 180
SveinbjömJónsson-JónasRóbertsson 168
Bridsdeild Rangæinga og
Breiðholts
SL. þriðjudag var firmakeppni
með einmenningsfyrirkomulagi.
NE0N þjónustan/ GuðmundurBaldursson 186
Bifrverkst. Steindórs/ Maria Ásmundsd. 178
Eðv. Hallgrs., byggmeistari/ Eðvarð Hallgr. 171
Bólsturverk/LofturÞórPétursson • 166
Hreingemingaþj. Valdim./ Valdimar Sveinss.163
Hæstu skor í einmenningi:
Guðmundur Baldursson 186
Maria Asmundsdóttir 178
Róbert Geirsson 172
Eðvarð Hallgrimsson 171
Loftur Þór Pétursson 166
Alfreð Kristjánsson 163
Spilamennsku í vetur lýkur næsta
þriðjudag með verðtaunaafhendingu
og verður spilaður tvímenningur.
Allir sem unnið hafa til verðlauna í
vetur eru hvattir til að mæta.
Bridsfélag Siglufjarðar
Shell-mótinu, sem var þriggja
kvölda tvímenningur, iauk 1. apríl.
Haraldur Árnason, umboðsmaður
Shell á Siglufirði, stjórnaði mótinu
og gaf öli verðlaun í þetta mót. 20
pör tóku þátt í mótinu og varð röð
efstu para þessi:
Anton Sigurbjörnsson - Bogi Sigurbjömsson392
Jóhann Stefánsson - Stefanía Sigurbjömsd. 375
Jón Tryggvi Jökulsson - Ólafur Jónsson 373
Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafliðason 370
Björk Jónsdóttir - Björn Ólafsson 355
55 fyrirtæki tóku þátt í firma-
keppninni, sem er ein af fjáröfiunar-
ieiðum félagsins, og þakka bridsfé-
lagar á Siglufirði þeim fyrirtækjum
sem studdu bridsfélagið að þessu
sinni eins og áður.
Röð efstu fyrirtækja:
SR-mjöl, vélaverkstæði 421
Verslun Sigurðar Fanndais 382
Pólarhf. 381
GalleríHeba 379
Blönduð hraðsveitakeppni þar
sem efsta pari úr Shell-mótinu og
því neðsta o.s.frv. var raðað saman
stóð yfir í 3 kvöld. Röð efstu sveita
varð þessi:
Sveit Birgis Björnssonar 1.548
Bridsfélag Akureyrar
ÞRIÐJUDAGINN 7. maí lauk Al-
freðsmótinu, sem var minningarmót
um Alfreð Pálsson, sem um langt
árabil var einn af bestu spilurum
félagsins. Þetta mót var í senn tví-
menningsmót og sveitakeppni. Úrslit
urðu þessi í tvímenningskeppninni:
Jónas Róbertsson — Skúli Skúlason 191
Páll Þórsson - Frímann Stefánsson 124
Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson 123
Una Sveinsdóttir - Kristján Guðjónsson 81
Sveitin sem sigraði í Sveitakeppninni
var skipuð Preben Péturssyni, Sveini
Stefánssyni, Páli Þórssyni og Frí-
manni Stefánssyni. Þessi keppni var
sú síðasta á þessu keppnistímabili.
Aðalfundur félagsins verður haldinn
þriðjudaginn 14. maí.
Urslit í sunnudagsbrids 5. maí.
Anton Haraldss. - Hróðmar Sigurbjömss. 201
Preben Pétursson - Sveinn Stefánsson 183
Skúli Skúlason - Stefán Stefánsson 180
SveinbjömJónsson - JónasRöbertsson 168
Bridsdeild eldri borgara
Reykjavík
Sl. helgi var spilaður Mitchell tví-
menningur og urðu úrslit þessi:
N-S:
Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 244
Rafn Kristjánsson - Sigurleifur Guðjónsson 241
237
229
Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson
Jón Alfreðsson - Sæmundur Bjömsson
A-V:
Halla Ólafsdóttir - Sigrún Pétursdóttir 286
Júlíus Ingibergsson - Helga Helgadóttir 246
Kristinn Magnússon - Karl Adolfsson 245
Lárus Adolfsson - Ásthildur Sigurgíslad. 240