Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 45
MINNINGAR
EIRIKUR
ÓLAFSSON
hörmum það þau munu
aldrei njóta hans í
sama mæli og við og
með þeim hætti sem
við höfðum vonað. En
við munum sjá til þess
að minningum um afa
Eika lifi áfram meðal
þeirra og að afi Eiki
verði hluti af þeirra lífi.
Nú kveðjum við pabba
í síðasta sinn og skilum
ástarkveðju frá Vöku
og Deb, Sigrúnu Elvu
og Kára litla.
Ólafur Eiríksson,
Andrés Eiríksson.
+ Eiríkur Ólafs-
son fæddist á
Siglufirði 4. janúar
1936. Hann lést í
Reykjavík 30. apríl
síðastliðinn og fór
útförin fram frá
Fossvogskirkju 7.
maí.
Nú er pabbi dáinn.
Hann var pabbi sem
alltaf veitti ást, stuðn-
ing og tilsögn, aldrei
stjórnsemi og skipanir.
Fyrir skömmu urðum
við sjálfir pabbar og
Eiki pabbi varð afi Eiki, sem átti
nú aldeilis við hann. Það vita allir
sem þekkja pabba að fátt veitti
honum meiri gleði en börn og sú
gleði var gagnkvæm. Þau hændust
að honum, alveg ósjálfrátt, fyrr en
varði skriðin upp í kjöltu hans og
farin að spyrja hann spjörunum úr
rétt eins og hann kynni svör við
öllum þeim spurningum um lífsins
gang sem brjótast um í litlu barns-
höfði, sem hann vafalaust gerði.
Samband hans við Kára og Sigrúnu
Elvu var fullt af þeirri sömu ást
er hann alla tíð veitti okkur bræðr-
unum. Það eru þessi litlu kríli sem
i senn létta og þyngja sorg okkar
og söknuð. Barnslegur gáski þeirra
og uppátæki gefa okkur gleði og
fögnuð og það eru þau sem umfram
allt gera okkur núna kleift að líta
með tilhlökkun til þeirra tíma sem
í hönd eru. En jafnframt syrgjum
við þann snögga endi sem nú er
bundinn á kynni þeirra við afa Eika,
Eiríkur Ólafsson lauk námi í bif-
reiðasmíði 12.7. 1960 og varð
meistari í iðninni 23.11. 1968. Hinn
4.3.1975 hóf Eiríkur störf hjá Al-
mennum tryggingum hf. Þegar
Tjónaskoðunarstöðin sf. í Kópavogi
var opnuð 12.8. 1987 á vegum Al-
mennra trygginga hf. og Bruna-
bótafélags Islands hóf hann að
starfa þar og síðan þegar Tjóna-
skoðunarstöðin fluttist að Draghálsi
vegna saméiningar Sjóvár og Al-
mennra trygginga í apríl 1989 hóf
Eiríkur störf þar og starfaði þar
allt til dauðadags.
Eiríkur var góður félagi og líkaði
öllum vel við hann sem kynntust
honum. Hann var hægur og sérlega
ljúfmannlegur í framkomu jafnt við
viðskiptavini sem við starfsfélaga
sína. Eiríkur var mjög nákvæmur
í sinni vinnu, mikill fagmaður og
gerði ekki upp á milli manna en
reyndi þess í stað að leysa málin á
sem sanngjarnastan hátt fyrir við-
skiptavini félagsins.
Eiríkur átti við mikil veikindi að
stríða síðasta árið sem hann lifði
þar sem hann gekkst undir aðgerð
vegna hjartakvilla. Hann hóf störf
að nýju eftir sjúkralegu í lok sept-
ember 1995. Þó var hann ekki al-
veg laus við sjúkrahúsvist þar sem
hann þurfti að fara í nokkrar minni
aðgerðir.
Eiríkur hafði gengist undir síð-
ustu aðgerðina fyrir nokkru og sú
aðgerð heppnaðist vonum framar
þar sem honum virtist aukast styrk-
ur frá degi til dags. Við vinnufélag-
ar hans höfðum hlakkað til að fá
hann aftur í vinnu hraustan og
spaugsaman eins og hann átti að
sér að vera, en þá kom reiðarslagið.
Eiríks verður sárt saknað á
vinnustað og erfitt verður að fylla
það skarð sem hann skildi eftir.
Við sendum Sigurlaugu og öðrum
vandamönnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur um leið og við
kveðjum kæran vin.
Sigurður K. Sigurkarlsson.
Eiríkur er horfinn. Það er eflaust
hluti af mannlegri tilvist að það sem
okkur er kærast I dag, kann að
hverfa á morgun. Máttlaus stöndum
við andspænis þeim öflum sem
svipta okkur fjölskyldu og ástvinum
en fyllumst þakklæti fyrir að hafa
notið samvista þeirra og ástar.
í þann tíma sem við kynntumst
Eiríki veitti hann lífi okkar gleði
og yl. Við minnumst hans milda
viðmóts, hljóðlátu kímni og við-
kvæma eðlis. Hann skilur eftir
minningu sem er okkur mikils virði.
Við samhryggjumst Sillu sem svo
lengi stóð við hlið hans og veitti
honum ást og stuðning. Vinátta
okkar við Sillu mun halda áfram
og styrkjast.
Paul og Stella Spence.
Ég er að hugsa um hann Eika,
ég er næstum alltaf að iiugsa um
hann síðan hann fór. Ótal minning-
ar ryðjast fram og það er svo margt
sem ég vil minnast.
Ég ætla að muna hann eins og
hann var síðast þegar ég hitti þau
Sillu Gunnu í Kringlunni og við sett-
umst, fengum okkur kaffitár og
tíndum saman smápeninga til að
eiga fyrir kaffibolla handa mér.
Ég ætla að muna hann sístarf-
andi, honum féll aldrei verk úr hendi
og svo hagur var hann að mér fannst
hann geta allt. Ef eitthvað fór úr-
skeiðis eða þurfti að laga var alltaf
leitað til Eika og allt lék í höndunum
á honum. Hvert sem litið er, á heim-
ili hans, í sumarbústaðnum, allt ber
hugkvæmni hans og hagleik vitni.
Ég ætla að muna hann eins og
hann var á góðri stund, í góðra vina
hópi þegar hláturinn kumraði í hon-
um ef eitthvað vakti ánægju hans.
Ég ætla að muna hann eins og
hann var með bömum, öllum börn-
um. Þau elskuðu hann og hann er
„Eiki afi“ allra barna sem ég þekki,
bæði skyldra og óskyldra.
Ég á svo margar góðar minning-
ar sem ég ætla að orna mér við á
glöðum stundum og döprum stund-
um, á öllum þeim stundum sem ég
þarf á góðum minningum að halda.
Elsku Silla Gunna, Unna, Andr-
és, Óli, Doborah, Valka og afabörn-
in, Sigrún Elva og Kári, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minningin um góðan dreng verð-
ur alltaf hlý.
Anna Matthildur.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FRIÐBJARGAR TRYGGVADÓTTUR
hjúkrunarkonu,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morg-
un, föstudaginn 10. maí, kl. 13.30.
Gísli Friðrik Johnsen,
Ásdís Anna Johnsen, Björn Blöndal,
Hrafn G. Johnsen, Sigurrós Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
MÍIMERVA HAFLIÐADÓTTIR,
Fannborg 1,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn
3. maí sl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 10. maí kl. 15.00.
Karlotta Helgadóttir, Hannes Helgason,
Hafdfs Gústafsdóttir, Hafliði Albertsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir,
KRISTÍN LÁRA RAGNARSDÓTTIR,
Tjarnargötu 14,
Reykjavík,
sem lést i Landspítalanum í Reykja-
vik 1. maí sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 10. maí
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Hjartavernd.
t
Elskuleg móðir okkar,
INGA EGGERTSDÓTTIR,
Fálkagötu 15,
andaðist 3. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Arnar Sigurbjörnsson,
Þráinn Sigurbjörnsson,
Bergljót Sigurbjörnsdóttir,
Steingerður Sigurbjörnsdóttir.
Hörður Harðarson,
Guðrún Harðardóttir,
Oddgeir Harðarson,
Guðrún Guðjónsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Áslaug Harðardóttir, Guðjón Þór Ragnarsson,
Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Lárus Kristinn Ragnarsson,
Málfrfður Sigurðardóttir, Hörður Þorgilsson.
t
LÁRUS Þ. PETERSEN,
Hátúni 10a,
áður Nönnugötu 1b,
lést í Landspítalanum 25. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hins látna.
Aðstandendur.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim,
er auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og útför
ÁSTU SVERRISDÓTTUR,
(Víðiteigi 12, Mosfellsbæ),
Sandagervej 11,
Vadum,
Danmörku.
Stefán Ómar Jónsson,
Ásthildur Stefánsdóttir,
Ómar Stefánsson,
Arndfs Stefánsdóttir,
Arndís Kristinsdóttir,
Lilja Sigurjónsdóttir, Jón M. Sigurðsson,
systkini, mágkonur og mágar.
Áhrifarík heilsuefni
Bio-Qinon Q10
eykur orku og úthald
Bio-Biloba skerpir athygli
og einbeitingarhæfni
Bio-Selen Zink er áhrifaríkt
alhliða andoxunarheilsuefni
BIO-CAROTEN BIO-CHRÓM
BIO-CALCIUM BIO-GLANDÍN-25
BÍO-SELEN UMB, SÍMI557 6B10
TURTLE WAX ORIGINAL
BÍLABON 500 ml
KOK EDA DIET
SUPERDÓS OG
SÓMA HAMBORGARI
meira en bensín