Morgunblaðið - 09.05.1996, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
BERGSTEINN
STEFÁNSSON
+ Bergsteinn
Stefánsson
fæddist í Reykja-
vík hinn 6. nóvem-
ber 1940. Hann
lést í Svíþjóð hinn
29. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hans eru Sigrún
Bergsteinsdóttir,
f. 1917, og Stefán
Nikulásson, f.
1915, d. 1985.
Hinn 24. júlí
1963 kvæntist
Bergsteinn Eddu
Níels, f. 14.9. 1942, og eiga
þau tvær dætur, Sigrúnu
Rósu, f. 1965, gift Birgi Blön-
dal, f. 1962, og Helgu Marín,
f. 1968, í sambúð með Hirti
Jónssyni, f. 1965.
Bergsteinn hóf nám í sjón-
Löngu og harkalegu stríði er lok-
ið. Bergsteinn Stefánsson, hann
Bebbi minn, er allur. Aldrei gafst
andinn upp né hvarf vonin. Líkam-
inn, þessi hreyfivél og hulstur sálar-
innar, gat ekki meir. Vísindi og
tækni nútímans komust í þrot. Og
kvikna nú spumingar um tilgang
lífsins, réttlæti dauðans og miskunn
Guðs. Hannes Pétursson, skáld,
hjálpar dulítið með svarið:
Eitthvað er það
sem engin hugsun rúmar
en drýpur þér á augu
sem dðgg - þegar húmar.
Bergsteinn er án efa einhver
besti drengur, sem ég hef kynnst.
Þau kynni hófust fyrir hálfri öld
eða svo fyrir neðan háan Laufás-
vegarvegg Miðbæjarskólaportsins.
Þar var glímt með þeim hætti, að
hinn sterkasti náði hæst upp á
vegginn og jafnvel upp í grindverks-
fótinn. Þegar bekkurinn ákvað hver
hefði komist næst gangstéttinni á
Laufásveginum, nærri lóðrétt upp,
urðu til foringjar og fylgjendur, vin-
ir og minni vinir.
Þessi ár voru án loforða um
mótaða framtíð. Þau voru hvorki
hörð né blíð og leituðu ugglaust
jafnvægis í sorg og gleði. Hinn
sterki varð sá veiki og hinn ljúfi
sá kröftugi. Þroskasárin á hnjám
og olnbogum færðust síðar inn í sál
og hjarta. Öguð lögmál margföld-
unartöflunnar og stafrófsins
sprungu út í mörgum og fjölbreytt-
um mannlífslitum, í nokkrum takti
við gen forfeðranna.
tækjafræði árið
1959 í gleraugna-
verslun Ingólfs
Gíslasonar og lauk
námi í Kaup-
mannahöfn 1964.
Árið 1972 stofnaði
hann gleraugna-
verslunina Linsuna
og starfaði þar alla
tíð. Bergsteinn var
einn af stofnend-
um CARPA, sem
eru alþjóðleg sam-
tök sem starfa að
krabbameinsrann-
sóknum. Samtökin voru stofn-
uð í Uppsölum í Svíþjóð 1991
og sat Bergsteinn í stjórn
þeirra frá upphafi.
Útför Bergsteins fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Á þessum afmörkuðu árum
æskuminninganna verða vinirnir
til. Og sama á hveiju gengur, hver
fjarlægð er frá manni til manns,
vináttan er þama. Heimurinn var
og er jafngrimmur og jafnljúfur.
Ekkert í grunninum hefur breyst;
aðeins umbúðir hins mannlega lífs,
auknar kröfur og getan til þess að
verða við þeim. En í bemskunni, í
sakleysinu og hreinleikanum teng-
ist sál við sál, án efasemda og
spuminga. í þeim jarðvegi vex vin-
áttan.
Það er mikið lán að fá að vera
góðu fólki samferða á lífsgöngunni.
Bergsteinn varð mér sem besti
bróðir. Lífsgleði hans og ljúf-
mennska, heiðarleiki og hreinlyndi
gerði hann að eftirsóknarverðum
félaga. Foreldrar hans létu báðum
í té ástríki og umhyggju, svo vart
varð greint h^or sonur væri. Húsið
á Baldursgötu 15 varð ömggt skjól
þeim sem þráðu öryggi og ástríki.
Fyrir allt þetta verður ekki þakkað
með orðum.
í þann mund að fullorðinsárin
gengu í garð, breikkaði bil á milli
gönguleiða. Við eignuðumst okkar
heimili, böm og buru. Bergsteinn
nam sjóntækjafræði og kom á fót
góðu fyrirtæki. Fyrir einum átta
ámm greindist hann með krabba-
mein. Þá hófst barátta þar sem frá-
bærir eðliskostir hans komu fram
og gerðu honum kleift að halda
dauðanum frá húsi sínu svo lengi
að undrun sætir. En hann stóð ekki
einn í þessu stríði. Edda, kona hans,
dætumar tvær og Sigrún, móðir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
móður okkar,
BERGÞÓRU JÚLÍUSDÓTTUR,
áður Hjarðarhaga 54,
Ingveldur Jóhannesdóttir,
Þorkell Jóhannesson.
Lokað
Verslun okkar verður lokuð í dag, fimmtudag,
vegna útfarar BERGSTEINS STEFÁNSSONAR.
Linsan,
Aðalstræti 9.
Lokað
Vegna útfarar ANTONS KRISTJÁNSSONAR, skrif-
stofustjóra, verður lokað í dag, fimmtudaginn
9. maí, frá kl. 13.00-16.00.
Dynjandi ehf.,
Skeifunni 3h.
hans, veittu honum þann stuðning
og ást, sem ekki bara gerði honum
lífið bærilegt, heldur hamingjusamt
og fagurt. Og læknamir töfðu fyrir
manninum með ljáinn, en þeir gátu
ekki stöðvað stundaglasið.
Leiðir okkar Bergsteins lágu
saman á nýjan leik fyrir ekki löngu.
Þá gafst tími til að rifja upp árin,
þegar vínberin komu í trétunnum
og korkmulningi og lykt af eplum
og appelsínum varð hin eiginlega
jólalykt. Nælonúlpur frá Ameríku
með skinnkraga voru undur og stór-
merki og ekki notaðar í rigningu;
aðeins í góðu veðri á rúntinum.
Ekki höfðum við fundið svörin við
lífsgátunni, en við gerðum okkur
ljósa grein fyrir því, að heilbrigður
maður á sér margar óskir en sjúkur
maður aðeins eina. Þessum elsku-
lega vini mínum varð ekki að ósk
sinni um bata. Hann skilur hins
vegar svo mikið eftir að fyrir mér
er hann ljóslifandi og hress og svo
mun lengi verða.
Margir hafa reynt að skilgreina
minningargreinar. Sagt er að þær
segi stundum meira um þann er
skrifar en skrifað er um. En mér
og fleirum er nokkur vorkunn, þeg-
ar við viljum þakka öðrum fyrir að
hafa verið til og hafa verið hluti
af eigin lífi.
Árni Gunnarsson.
Það er alltaf erfitt að kveðja
góðan vin, en það er huggun í að
vita að öll hittumst við einhvern
tíma aftur.
Bergsteinn var lífsglaður og full-
ur af orku, og það var aldrei logn-
molla í kringum hann. Við það að
umgangast Bergstein öðluðumst við
hjónin djúpan skilning á því, að
aldur er afstætt hugtak. Aðdáun
okkar á því, hvemig hann og fjöl-
skylda hans sýndu í verki hvemig
njóta skal hvers dags eins og væri
hann sá síðasti, er vart hægt að
lýsa með orðum. Markmið Berg-
steins var ávallt að njóta lífsins og
láta gott af sér leiða, og með orku
sinni hreif hann ætíð alla með sér.
Það þarf því ekki að koma á óvart,
að Bergsteinn átti stóran vinahóp,
og tómarúm ríkir nú í hjörtum okk-
ar allra.
Við vitum, að það er ekki í anda
Bergsteins að velta sér upp úr sorg-
inni, heldur að herða upp hugann
og horfa fram á veginn. Við viljum
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast honum, og við eram ríkari
manneskjur fyrir vikið. Elsku Edda,
Helga, Hjörtur, Sigrún og Biggi,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi.Guð veita ykkur styrk
í sorginni.
Sigrún og Sigþór.
Vinur okkar, Bergsteinn Stefáns-
son, er látinn eftir langa og harða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Það
var að morgni 29. apríl sem Sigrún
Crfisdrykkjur
i«
cnpi-mn
Sími 555-4477
Ei*fidnkkjur
Glæsileg kat'ti-
hladbord, tallegir
salir og m jög
got) þjcinusta
l pplvsmgar
i síma 5050 925
og 5bl 7575
/K
FLUGLEHDIR
nim Ltnmiti
dóttir hans hringdi og tilkynnti lát
föður síns þá um nóttina. Þrátt fyr-
ir að á brattann hefði verið að sækja
síðustu mánuði þá brá okkur illa við.
Bergsteinn var um margt mjög
sérstæður maður sem vildi njóta
líðandi stundar en lifa lífinu hratt.
Hver stund var nýtt og sífellt verið
að ráðgera eitthvað sem brotið
gæti upp hversdagsleika hins dag-
lega lífs. Ferðalög innanlands eða
utan, skíðaferðir, gönguferðir eða
að fara út að borða, alltaf var Berg-
steinn með eitthvað á pijónunum.
Fjölskyldan og vinirnir vora
Bergsteini mikils virði og naut hann
stundanna með þeim, en hafði litla
þörf fyrir að blandast fjöldanum.
Þau ár sem Bergsteinn barðist
fyrir lífi sínu heyrðum við hann
aldrei kvarta og ætíð lét hann sem
ekkert væri. Uppgjöf eða vonleysi
voru ekki til.
Það er á slíkum erfiðleikatímum
sem í ljós kemur hvað í fólki býr.
Hvernig fjölskyldan þjappaði sér
saman vakti aðdáun okkar og virð-
ingu. Sigrún sá um rekstur fyrir-
tækisins, en Edda annaðist Berg-
stein af fórnfysi og dugnaði sem á
sér vart hliðstæðu. í Svíþjóð bjuggu
þau hjá Helgu og Hirti sem þar era
í námi og hefur það vafalaust verið
þeim mikill styrkur.
Við sumarbústað okkar fyrir
austan fjall gróðursettum við hjónin
tvö grenitré fyrir nokkram áram
sem vora tileinkuð þeim Bergsteini
og Eddu. Trén standa við hliðið þar
sem ekið er inn í landið og munu
um langa framtíð viðhalda minning-
unni um mætan og góðan mann sem
kvaddi allt of fljótt.
Við hjónin sendum Eddu og dætr-
unum, svo og Sigrúnu, móður Berg-
steins, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Bergsteins
Stefánssonar.
Einar Sigfússon og
Anna K. Sigþórsdóttir.
Kynni okkar við Bergstein Stef-
ánsson spanna orðið langt árabil.
Einn góðan veðurdag birtist hann
hjá mér á vinnustað ásamt Eddu
konu sinni og spurði formálalaust
hvort ég gæti aðstoðað þau við að
hanna innréttingar í nýja gler-
augnaverslun, sem þau höfðu í
hyggju að opna. Tíminn væri naum-
ur, peningar af skornum skammti
og húsnæðið minna en þarfimar
sögðu til um. Þetta fannst mér eink-
ar áhugavert verkefni og hófst
umsvifalaust handa. Húsnæðið var
á stærð við sæmilegt herbergi, þar
átti að rúmast verslun, vinnustofa,
skrifstofa og lager. Opnun var á
tilsettum tíma og í Morgunblaðinu
birtist í tilefni þess mynd af bros-
andi manni, ljósum yfirlitum, í hinu
nýja húsnæði. Gleraugnaverslunin
Linsan var komin til að vera. Hún
hefur verið í nærfellt aldarfjórðung
til húsa við Aðalstræti, þar sem
Skúli fógeti stofnaði Innréttingar
sínar.
Við hjónin höfum átt því láni að
fagna að eiga þau Bergstein og
Eddu að traustum vinum frá fyrstu
kynnum. Ekki bara þau hjón heldur
dætur, tengdasyni og raunar fjöl-
skyldu alla. Verkefnin sem ég hef
unnið fyrir þau hjón era orðin býsna
mörg og Brigitte hefur séð um að
skreyta glugga Linsunnar frá því
verslunin var opnuð. Vinafundir,
ferðalög heima og erlendis og þó
sérstaklega um óbyggðir era okkur
ógleymanleg. Hið óvænta i fari
Bergsteins gerði návist við hann
spennandi. Hann gat alltaf komið
manni á óvart. Skyndileg upphring-
ing frá Sidney eða Mflano, þar sem
annaðhvort var véríð að láta sér
detta eitthvað í hug varðandi fyrir-
tækið og hann vildi heyra álit vinar
eða bara leyfa manni að taka þátt
í einhvetju sem á daga hans hafði
drifið. Skjótráður var Bergsteinn
með afbrigðum og kom það sér oft
vel í umsvifamiklum rekstri. Hann
hafði eiginleika sem einkenna
stjórnendur stórra fyrirtækja og
hefði hugur hans staðið til umsvifa-
meiri viðskipta er mér nær að halda
að árangur hefði orðið engu minni.
Hann taldi hins vegar mestu máli
skipta að fást við það sem hann
hafði þekkingu á og gera það vel.
Bergsteinn Stefánsson var fagur-
keri sem unni fögram listum. Hönn-
un og þó sérstaklega myndlist vora
honum einkar hugleikin. Oft hef ég
undrast hvað Bergsteinn og Edda
fylgdust vel með á þessu sviði.
Sjaldan var hann ánægðari á svip-
inn en þegar hann sýndi okkur fal-
lega mynd eða teikningu sem hann
hafði komið fyrir á vegg heima hjá
sér eða í versluninni. Hann hafði
sterka þörf fyrir að veita öðrum
hlutdeild í gleði sinni og þegar ég
rifja upp minningar liðinna ára sé
ég alltaf Bergstein fyrir mér glað-
an, hlaupandi um í Aðalstræti á
stutterma skyrtu og tréklossum,
hvernig sem viðraði.
Bergsteini var ekki tamt að tala
mikið um sjúkleika. Ég ætla líka
að láta hjá líða að fara mörgum
orðum um slíkt. Uppgjöf var óþekkt
hugtak hjá honum í daglega lífinu.
Þannig viljum við líka minnast hans.
Að leiðarlokum er þakklæti efst
í huga fyrir trausta vináttu og vel-
vild. Elsku Edda, megi góður Guð
styrkja þig og dæturnar, Sigrúnu
Rósu og Helgu Marín, og ástvini
þeirra, Birki og Hjört, í djúpri sorg.
Sigrúnu, móður Bergsteins, vottum
við einnig innilega samúð við frá-
fall ástkærs einkasonar, svo og
skyldmennum öllum.
Brigitte og Pétur.
Bergsteinn var einstaklega vel
af Guði gerður og átti fáa sína líka.
Hann var sannkallaður gleðigjafí,
með heillandi framkomu, glaðlynd-
ur, jákvæður, bjartsýnn og tilfinn-
inganæmur. Hann var mikill mann-
vinur með stórt hjarta og umgekkst
alla með vinsemd og virðingu. Hann
var kraftmikill og duglegur baráttu-
maður með áberandi mikla útgeisl-
un. Það var alltaf gott að hitta
hann eða heyra í honum því hann
var svo hvetjandi og uppbyggjandi.
Það var fyrir tæplega 22 áram
að ég var svo lánsöm að kynnast
Bergsteini og fá að verða vinkona
hans. Ég var ung stúlka, ómeðvituð
um að ég var á góðri leið með að
missa sjónina, nýkomin frá því að
hitta augnlækna í Þýskalandi og
hafði fengið tvenn gleraugu send á
eftir mér hingað heim með tilmæl-
um um að láta sjóntækjafræðing
stilla umgjarðimar. Með gleraugun
í töskunni gekk ég í fyrsta sinn inn
í Gleraugnaverslunina Linsuna. Úti
geisaði stormur og bylur en inni tók
á móti mér ljóshærður, myndarleg-
ur, snaggaralegur maður með sól-
skinsbros og áberandi frjáls í fasi.
Við þessi fyrstu kynni fundum við
bæði fyrir óvenjulega sterku sam-
bandi milli okkar, sem átti fljótt
eftir að þróast í einlæga vináttu.
Við áttum mörg sameiginleg
áhugamál og gátum spjallað um
allt milli himins og jarðar og skild-
um svo vel hvort annað. Eftir þetta
átti ég oft eftir að koma við í Lins-
unni, stundum bara til að spjalla,
og var mér alltaf tekið með kostum
og kynjum af honum og starfsfólki
hans.
Seinna hitti ég Eddu, dæturnar
og móður hans. Fór hann ekki dult
með hvað hann var stoltur af þeim,
unni þeim heitt og naut þess að
gleðja þær og vera sem mest í sam-
vistum með þeim. Bergsteinn var
einstakur fjölskyldumaður og hugs-
aði vel um sína. Hjónaband þeirra
Eddu var farsælt. Þau vora góðir
vinir og félagar og virtu og studdu
hvort annað. Bergsteinn og Edda
störfuðu frábærlega vel saman og
eyddu frístundunum saman. Þau
ferðuðust víða um lönd og fóra
ekki alltaf troðnar slóðir. Saman
fóra þau á skíði og á sumrin stund-
uðu þau útilegur hérlendis hvenær
sem tækifæri gafst.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um Bergstein. Ég þekki fáa sem
hafa lifað lífinu jafn lifandi og hann.
Alltaf hress og jákvæður, uppfullur
af hugmyndum sem hann fram-
kvæmdi við fyrsta tækifæri. Hann
var mikill heimsmaður og kunni vel
að meta það sem lífið hafði að bjóða.
Var smekklegur og mjög fær í sínu
starfi. Alltaf var hann að hugsa um
i
i
d
:
€
(
i
(!.
(
(
(
(
<
(
i
i