Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 47 aðra og lét margt gott af sér leiða án þess að það færi hátt. Ég á honum og Eddu mikið að þakka, þau hafa sýnt mér vináttu sína bæði í orði og verki. Bergsteinn átti auðvelt með að tjá tilfinningar sínar og var ekkert feiminn við að snerta og tjá sig við þá sem honum þótti vænt um. Rúmum mánuði fyrir andlátið hringdi Bergsteinn til mín frá Sví- þjóð, bjartsýnn og glaðbeittur að vanda og hvarflaði það ekki að mér að þetta væri okkar síðasta samtal í þessu jarðlífi. Undanfarna daga hef ég sofnað og vaknað með hann í huganum. Minning hans mun ætíð lifa og ég er þakklát fyrir að hafa átt hann að vini. Eddu, Sigrúnu, Sigrúnu Rósu, Helgu, tengdasonum, starfsfólki Linsunnar og öllum öðrum ættingj- um og vinum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Bryiya Arthúrsdóttir. Genginn er góður drengur, Berg- steinn Stefánsson, langt fyrir aldur fram. Hjá Bergsteini starfaði ég í fyrirtækinu hans, Linsunni, í sex ár. Hann reyndist mér ávallt vel hvort sem var í vinnunni eða í einka- lífinu. Bergsteinn var alltaf kátur og glaður og geislaði af lífsgleði. Hann var einnig ótrúlega hugmyndaríkur og sást það best á því hve farsæl- lega hann stjórnaði verslun sinni. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Bergsteini Stefánssyni sem ég minnist með virðingu og þökk. Aðstandendum Bergsteins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Gylfi Björnsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elskulegur frændi minn og vinnuveitandi til margra ára er dá- inn. Nú er baráttu þinni lokið, en við sem eftir lifum söknum þín sárt. Það var bæði gott og gaman að vinna hjá þér. Það var alltaf viss léttleiki sem fylgdi þér hvar sem þú fórst. Það fór aldrei á milli mála þegar þú varst mættur á staðinn. Alltaf hress og skemmtilegur. Þú gerðir vel við þitt starfsfólk og leyfðir okkur að njóta þess ef að vel gekk. Engan hef ég þekkt örlát- ari eða greiðviknari en þig. Alltaf tókstu vel á móti mér þeg- ar ég kom niður í Linsu. Koss á kinnina, faðmlag eða falleg orð. Þannig varstu, hlýr og góður mað- ur. I Elsku Bebbi minn, ég kveð þig með söknuði. Þakka þér fyrir allt sem þú varst. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, I hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) I Kæra Edda, Sigrún, Sigrún Rósa, Helga, Birgir og Hjörtur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Halldóra. Varðveittu hann drottinn, vörður allra og hlíf. Sem á vegum þínum ganga, hjá þér er eilíft líf. í (G.S.G.) j Það fallegasta sem til er, er ekta perla og var Bergsteinn perla að manni. Bergsteinn var frábær vinnuveit- andi minn í yfir tvo áratugi og einn- ig minn besti vinur og félagi. Ég lít á það sem forréttindi í lífinu að hafa fengið að starfa með honum og fjölskyldu hans í Linsunni. Það l var aldrei nein lognmolla í kringum Bergstein, alltaf eitthvað spennandi 1 og skemmtilegt að gerast. Hann ( var góður fagmaður á sínu sviði, sem fylgdist vel með nýjungum og var fljótur að tileinka sér þær. Fyr- irtæki sitt rak hann af hagsýni og ráðvendni og gerði alltaf vel við starfsfólk sitt. Það er skemmtilegt að minnast sýningarferða með þeim hjónum, Eddu og Bergsteini, hvort heldur var til Parísar eða Mílanó. Bergsteinn var einkabarn Stef- áns Nikulássonar, sem er látinn, og eftirlifandi móður sinnar, Sig- rúnar Bergsteinsdóttur. Hann kynntist ungur konu sinni, Eddu Níels, og eignuðust þau tvær dæt- ur, Sigrúnu Rósu og Helgu Marin. Fjölskyldan var mjög samrýnd og stóð þétt saman í hans erfiðu veik- indum. Elsku Bergsteinn, ég hefði viljað njóta vináttu þinnar miklu lengur en ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér. Elsku Edda, Sigrún B., Sigrún Rósa, Biggi, Helga Marin og Hjört- ur. Ég og fjölskylda mín biðjum guð að styrkja ykkur á þessari sorgar- stund. Kristbjörg. Þegar ég nú að leiðarlokum kveð vin minn, Bergstein Stefánsson, þyrpast fram í hugann ótal góðar minningar og þó einkum þeir mörgu mannkostir sem hann hafði til að bera. Bjartsýni, jákvæðni og trún- aðartraust, glaðværð, hjálpsemi og áreiðanleiki; allt voru þetta eigin- leikar í fari hans. Hann var gæddur hugmyndaauðgi og ótrúlegri orku sem hreif aðra auðveldlega með sér. Ég held að það hafi ekki verið til í hans huga neitt sem ekki væri hægt fyrr en búið var að reyna. Hann gerði kröfur til annarra en mestar þó til sjálfs sín. Hann hafði sannarlega áhuga á lífinu og lifði því lifandi. Það er erfitt að sætta sig við að eldmóður hans og kraftur verði okkur ekki lengur til halds og trausts. Ég er sannfærð um að BS (eins og við nefndum hann oft) er þegar farinn að takast á við ný verkefni á nýjum víðáttum. Við Tinna og Hrafnarnir þökkum hon- um vináttuna og biðjum góðan guð að styrkja ástvini hans í þeirra þungu raun. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) Ragnheiður Guðnadóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Bergsteins og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ég var aðeins tíu ára gömul þeg- ar ég kynntist Helgu og kom fyrst inn á heimilið til Eddu og Bebba. Upp frá því var ég fastagestur þar og betri móttökur er varla hægt að hugsa sér. Ferðalög með þeim um hálendi íslands um hveija helgi í mörg sumur og ævintýraferð til Tyrklands eru hluti af æsku minni sem ég mun aldrei gleyma og varð- veita vel í minningunni. Á unglings- árunum þegar margt glepur kom þó aldrei neitt annað til greina um verslunarmannahelgar en að fara í útilegu með Bebba og Eddu. Þau voru verðugar fyrirmyndir. Það er erfitt að hugsa um Bebba án þess að hugsa um Eddu í sömu svipan, því samrýndari og elsku- legri hjón er varla hægt að hugsa sér. Elsku Helga, Edda, Sigrún, Hjörtur, Biggi, Sigrún „amma“ og aðrir ástvinir, missir ykkar er mik- ill. Megi Guð styrkja ykkur í þess- ari erfiðu raun. Hildur Ragnars. Kveðja frá Félagi íslenskra sjóntækjafræðinga Enda þótt fráfall Bergsteins Stefánssonar komi okkur ekki að óvörum, er okkur engu að síður áfall að missa hann úr okkar hópi á besta aldri. Hann hefur frá upp- hafi okkar félagsstarfs verið í farar- broddi sem frumherji að flestum framfaramálum stéttarinnar, allt til síðustu stundar. Helsjúkur fylgdist hann með öllu sem fram fór hjá okkur, stéttarfélögum sínum, og áhugi hans var alltaf sá sami. Margir okkar hófu renslustarfið að námi loknu undir handleiðslu hans og hann fylgdist vel með því hvernig okkur vegnaði, þegar á okkur reyndi í sjálfstæðu starfi. Við mátum það mikils og höfum margs að minnast og margt að þakka. Bergsteinn mun lengi minnst fyr- ir sitt brautryðjandastarf. Sjón- tækjafræðingar kveðja hann með þökk fyrir allt sem hann lagði af mörkum í þágu stéttarinnar. Eigin- konu hans, dætrum og fjölskyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Stjórn FÍS. Þú ert búinn að kveðja, kæri vin- ur. Kveðja þegar lóan heilsar og fyrstu merki sumarsins sjást. Á landinu sem þér þótti svo vænt um, landinu sem var þér svo mikils virði. Þú sóttir þér styrk og ró til ijall- anna og öræfanna, í fegurð þeirra og tign. Margar ánægjustundir höfum við átt saman, stundir sem verða okkur ógleymanlegar vegna þín, vegna lífsgleðinnar, orkunnar og uppá- tækjanna sem þér komu í hug og skyldu umsvifalaust framkvæmd. Við geymum í huga okkar minning- ar um samveru í blíðu og stríðu, minningar um einstaka og trygga vináttu. Elsku Bebbi, við kveðjum þig með söknuði, með okkur lifa unaðs- söm augnablik liins liðna. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr - þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson.) Elsku Edda, frá því að við kynnt- umst fyrst höfum við dáðst að kærleik ykkar og samheldni. Þú varst Bebba sterk stoð í veikindum hans; styrkur þinn var honum ómet- anlegur. Við biðjum góðan Guð að styðja og hugga þig, Sigrúnu, Birgi, Helgu, Hjört og Sigrúnu ömmu. Eva og Einar. Fallinn er að velli um aldur fram Bergsteinn Stefánsson. Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera honum samferða. Hann var einn fram- sæknasti gleraugnafræðingur landsins og þvílíkur eldhugi í öllu sínu lífi að leitun er að öðrum eins. Greiðvikinn var hann með eindæm- um og stórhuga. Mér er nær að halda að nei hafi ekki fundist í ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 hans orðasafni, Vvið leysum það“ var viðkvæðið. Ég minnist sam- heldni íjölskyldunnar og lifandi áhuga í starfi og leik. Lifandi er kannski einmitt það orð sem einna best lýsir Bebba, því víst hafði hann lifað lífinu meira og betur en flest- ir þótt eldri væru að árum. Ekki svo að skilja að hann hafi algerlega sloppið við erfiðleika, það var bara ekki hans stíll að láta þá vaxa sér í augum eða leita eftir vorkunn annarra. k sama hátt háði hann sitt dauðastríð. Fárveikur gat hann ávallt hughreyst þá sem um sárt áttu að binda eins og sannri hetju sæmir. Hann er harmdauði öllum sem honum kynntust en mestur er þó harmur hans nánustu. Megi for- sjónin veita þeim styrk. Guðmundur Viggósson. Lífið er margþætt, ofið úr atvik- um sem mismikið gára vitund okk- ar. Mennirnir eru líkir lífinu og áhrif hvers eins eru margslungin og breytileg. Að hafa misst Bebba er reiðar- slag. Enginn unni lífinu heitar — lífsorkan, dugur og þor — hvort sem var við leik, starf eða í baráttunni við veikindi, lýsti okkar tilvist og gerði hana betri. Þessi manndómur og stórhugur eykur trega og fullvissar okkur um leið um að í ríki skaparans bíður hlutverk sem Bebbi var kallaður til alltof snemma frá okkur, en við lútum æðri vilja í söknuði og gleðj- umst yfir því að hafa átt hlut í lífi hans. Það er sagt að guðirnir elski þá sem deyja ungir. Við vissum að Bebbi lifði og dó þannig. Missir Eddu, Sigrúnar Rósu, Helgu og Sigrúnar er sárastur og við biðjum þess að minningarnar dragi úr þeirri raun um leið og við vitum að allt lífsviðhorf Bebba, lífs- gleðin, bjartsýnin og tökin á tilvist- inni munu lýsa þeim áfram þótt skarðið verði aldrei fyllt. Margrét, Finnbogi og börn, Houston, Texas. í haust sat ég á matsölustað með konu minni og tveimur vinkonum úr Linsunni. Umræður höfðu snúist um nýjar gleraugnaverslanir. Yfir borðinu varð smá þögn sem var rof- in af einni vinkvennanna: „Við skul- um senda hlýjar hugsanir til vinar okkar sem á nú svo erfitt í Svíþjóð.“ Það var fallegt yfir sannri vænt- umþykjunni sem ég fann hjá þess- um vinkonum hans Bergsteins. Sjálfur varð ég þó undrandi. Vissu- lega var Bergsteinn veikur en ein- hvern veginn leit ég á veikindi hans sem nýja útrás fyrir athafnaþörfina fremur en raunveruleg hættumerki. Bergsteinn var nefnilega at- hafnamaður í besta skilningi þess orðs. Uppbygging Linsunnar er skýrasta dæmi þess en athafnaþrá- in náði miklu lengra eins og sjá mátti m.a. þegar hann var allt í einu orðinn umboðsmaður eðalvína í miðju sumarfríi í sveitum Suður- Afríku. Atorka Bergsteins var þó langt í frá að vera bundin við „bís- ness“. Þegar búið var að greina sjúkdóm hans lagði hann mikla vinnu í að koma á sambandi lækna og sjúklinga víða um heim og í framhaldi af því kom hann á lagg- irnar alþjóðlegu fréttariti um sjúk- dóminn. Allir þeir sem komu nálægt Berg- steini fundu fyrir atorkunni sem í honum bjó. Það er ekki óalgengt að slík atorka bitni á fjölskyldulífinu en svo var sannarlega ekki í lífi Bergsteins. Ég minnist þess ekki að hafa kynnst jafnnáinni fjöl- skyldu. Hann lét sér ekki nægja að rækta samband sitt við Eddu og dæturnar, Sigrúnu og Helgu, heldur rækti hann einstakt sam- band við Sigrúnu móður sína alla tíð. Ferðalögin sem þau fóru í sam- an hljóta að vera óteljandi. Sam- staða fjölskyldunnar var Bergsteini mikill styrkur í veikindum hans og hún er fjölskyldunni mikill styrkur á þessum erfiða tíma nú. Kynni mín af Bergsteini voru í gegnum vini hans. Þetta voru ekki æskuvinir eða vinir í gegnum tóm- stundir. Þetta var starfsfólkið hans. Örlæti hans var líka einstakt og ég efast um að nokkur komist með tærnar þar sem Bergsteinn hafði hælana í þeim efnum. Enginn gleymir grillveislunum í Aratúninu. Þegar Kristín, kona mín, kom heim úr námi hóf hún störf í Lins- unni. Bergsteinn var nokkurs konar leiðtogi hennar í „optikinni“. En hann var þó fyrst og fremst vinur. Nú, á tíma saknaðar, er rétt að hugsa til þess að sigur Bergsteins í lífinu fólst einmitt í þeim eigin- leika hans að eignast yini. Hannes í. Ólafsson. APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREBDHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar ERFI DRYKKJl R Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.