Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Bræður Frá Hallfríði Guðbrandsdóttur Schneider: ÞEGAR pabbi kom heim úr ferð til meginlandsins 1937 gaf hann mér allstóra bók, Das Goldene Buch Der Rolleiflex, gefin út af Dr. Walther Heering Verlag in Harzburg, 1936. Unglingur, full af draumórum og rómantík, skoðaði ég hrífandi myndirnar aftur og aftur, en mest starði ég á mynd á bls. 96, sem hét „Die Brúder“ og merkti strax við. Ég sýndi hana óspart þeim, sem ég náði til og sagði trúlega: „Eru þeir ekki fallegir!" Ég er viss um að ég sýndi hana Jóhannesi Kjarval. Á stríðsárunum sá ég andlit, sem heillaði mig. Það var fallegt sambland af þýzku bræðrunum. Hjarta mitt tók kipp og ég hugs- aði: Þennan mann vil ég. Seinna giftist ég þessum manni, sem er af austurrískum ættum. Báðir foreldrar mínir létust 1974. Málverkum þeirra var skipt af fagmanni í fimm hluta, sem við erfingjarnir drógum um. I minn hluta kom málverk, sem ég hafði aldrei séð upp á vegg og mér fannst ekki sérlega Kjarvalslegt, en merkt var af honum. Aftan á því stendur: Mynd keypt á upp- boði hjá S.B. skrifað með rithönd, sem ég þekki ekki. Á málverkinu eru vangasvipir af tveim ungum mönnum, sem líkjast þýzku bræðr- unum. Það hangir yfir arinhillu okkar. Og í þýzku bókinni minni er enn merkt við bls. 96. HALLFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR SCHNEIDER, 5935 Kimble Ct. Falls Church, VA 22041. Um kristið siðferði Frá Hauki Má Helgasyni: í KJÖLFAR umræðna á Alþingi um samkynhneigð, homma, lesbíur og réttindi þeirra hafa margir sest nið- ur og stílað blaðinu bréf til að and- mæla því að samkynhneifgð verði viðurkennd sem eðlileg í nútíma- þjóðfélagi og að samkynhneigðir fái að njóta sömu réttinda hvað snýr að hinu opinbera og annað fólk. Helst og oftar en ekki koma einu rök þessara manna úr Biblíunni; bókinni hvaðan trúarbrögð meiri- hluta þjóðarinnar eru upp runnin. Er þá iðulega vitnað í þriðju bók Móse hvar segir (18:22): „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“ Já, Biblían vill augljóslega ekki hafa það að tveir karlmenn sængi sam- an. En skoðum þessa merku bók aðeins betur. Sem sannkristið fólk getum við ekki sinnt einu boði bók- arinnar en Ieitt næsta hjá okkur. Ég vil aftur vitna í þriðju Mósebók hvar segir orðrétt (19:19): ....þú skalt eigi sá akur þinn tvenns kon- ar sæði og eigi skalt þú bera klæði, sem ofin eru af tvenns konar efni.“ Og enn sama bók, eilítið aftar (20:9): „Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum.“ Þrátt fyrir þessar siðapredikanir úr Biblíunni fordæmum við ekki hvern þann bónda sem ræktar sam- an kál og kartöflur og við tökum ekki af lífi hvert það barn sem bölv- ar foreldrum sínum, hversu oft sem það gerist. Nei, ég held að siðferðis- vitund Islendinga í dag verði að byggjast á sterkari grunni en mörg þúsund ára sögubókum. Óneitan- lega koma upp í hugann orð eins og bróðurkærleikur og heilbrigð skynsemi. HAUKUR MÁR HELGASON, Lautasmára 49, Kópavogi. "LAPIE5AND 6ENTLEMEN, Y0URATTENTI0N,PLEA5E! D0E5 ANT0NE HERE 0WN A 5MALL WHITE 006./' „Herrar mínir og frúr, gjörið svo vel að taka eftir! Á einhver hérna inni lítinn hvítan ... með löng svört eyru ... ‘I.WH0 5EEM5 TO 6E A 5ER6EANT IN THE F0REI6N LE6I0N?" ... sem virðist vera liðþjálfi í útlendinga- hersveitinni?" hund ..." Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. rk Gœðavara Gjafavara — malar oq kaffislell. Allii verðflokkar. ^ ^-ViCyc/vVvV VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gidiiui Versace.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.