Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIÐDÓMANDINN
Miðaverð 600 kr.
VONIR OG VÆNTINGAR
7 tilnefningar til Óskarsverðlauna
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handritið
i, i>;.». I j.i_
Sense^Sensibility
★ ★★1/2 ★ ★★
S.V. MBL Ó.H.T. Rás 2
★ ★★1/2 ★ ★★1/2
Ö.M. Tíminn H.K. DV
★ ★★1/2 ★ ★★
Á.Þ. Dagsljós ÓJ.Bylgjan
★★★ ★ ★★1/2
K.D.P. Helgarp. Taka2 STöð 2
★★★★ ★★★★
Ó.F. X-ið Taka 2 Stöð 2
Sýnd í kl. 4.30. 6.50 og 9.10. Kr. 600.
T
Stórt smástirni
HARVEY Keitel hefur hingað til
helst verið þekktur fyrir hlutverk
í myndum sem ekki hafa verið
dýrar í framleiðslu. Hann hefur
oft og tíðum hafnað hlutverkum í
stórmyndum fyrir flóknari hlut-
verk í minni myndum. Smám sam-
an hefur hann áunnið sér virðingu
í Hollywood.
Hann vakti fyrst athygli fyrir
leik sinn í myndinni „Thelma and
Louise“ og var síðan tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína
á glæpamanninum Mickey Cohen
í myndinni „Bugsy“. Þar á eftir
lék hann í stórmyndum á borð við
„Sister Act“, „Reservoir Dogs“,
„Bad Lieutenant", „The Young
Americans", „The Piano“ og síðast
en ekki síst „Pulp Fiction".
Harvey er 56 ára og hefur leik-
ið í yfir 50 myndum. Ekki leikur
allt í lyndi hjá honum í einkalíf-
inu, en hann skildi nýlega við leik-
konuna Lorraine Bracco og stend-
ur nú í forræðisdeilum við hana
um 10 ára dóttur þeirra.
Nýjustu myndir hans verða
sýndar á næstunni í kvikmynda-
húsum borgarinnar. Það eru
myndirnar „Clockers“ sem Spike
Lee leikstýrir og Martin Scorsese
framleiðir og „From Dusk Till
Dawn“, en handritshöfundur
þeirrar síðarnefndu er Quentin
Tarantino.
Sýnd kl.5. íslenskt tal
ni
irirk
Sýnd kl. 7 og 11. b.í. 14 ára.
r Í'm
★★★ DV.
★★★ Rás2
★★★ Helgarp.
streep neÍeson
DIGITAL
Hughes bræðurnir slógu í gegn með
MENACE II SOCIETY. Dead Presidents er
nýjasta mynd þeirra og hefur komið miklu
fjaðrafoki af stað. Árið 1968 heldur hinn
18 ára gamli Anthony Curtis frá Bronx
til Víetnam. Fjórum árum síðar snýr hann
aftur en er ekki sú hetja sem hann
bjóst við.
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA.
SÝNIÐ NAFNSKÍRTEINI við miðasölu.
Skemmtanir
■ SPOOKY BOOGIE er heiti á nýrri
hljómsveiti, sem leikur á föstudagskvöld
í Sjallanum, Akureyri. Á laugardags-
kvöld leikur þessi fönkóríentaða og diskó-
skotna hljómsveit í Ingólfseafé í Reykja-
vík. Um helgina verður hljómsveitin skip-
uð þeim: Richard Scopbie, Stefáni
Hilmarssyni, Bimi Jörundi Friðbjörns-
syni, Ingólfi Guðjónssyni, Tómasi Jó-
hannssyni og Sigurði Gröndal. Þá mun
hljóðmaðurinn Bjarni Friðriksson vera
með í förinni.
■ ASTRÓ l íefur undanfarin fimmtu-
dagskvöld boðið upp á tónlistaratriði sem
hafa heppnast vel. Á fimmtudagskvöld
treður Páll Óskar upp með skemmtidag-
skrá ásamt Jóni Ólafssyni.
■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags-
kvöld leikur hljómsveitin Hálft í hvom
og á föstudags- og laugardagskvöld leik-
ur svo stuðhljómsveitin Papar. Hljóm-
sveitin Spur leikur sunnudagskvöld og á
mánudags- og þriðjudagskvöld leika fé-
lagarnir Ingi Gunnar og Eyjólfur.
■ NAUSTKJALLARINN Hljómsveit
Önnu Vilhjálms leikur bandaríska sveita-
tónlist öll fimmtudags- og sunnudags-
kvöld. Hljómsveitin er skipuð Sigurði
Má Ágústssyni, hljómborð, Ingvari Val-
geirssyni, gítar og söngur, og Önnu
Vilhjálms, sem sér um söng.
■ HANA-STÉL KÓPAVOGI Hljóm-
sveitin Ásar leikur laugardagskvöld til
kl. 3. Veitingastaðurinn er á Nýbýlavegi.
■ SJÖ RÓSIR Frá fimmtudegi til sunnu-
dags leikur Gunnar Páll rólega og róm-
antíska tónlist fyrir matargesti. Veitinga-
staðurinn leggur áherslu á suðræna mat-
argerð og er í Grand Hótel v/Sigtún.
■ CAFÉ OSCAR býður upp á lifandi
tónlist föstudags- og laugardagskvöld frá
kl. 22. Á sunnudagskvöldum er boðið upp
á kántrídanskennslu. Kaffihlaðborð er
laugardags- og sunnudagskvöld og einnig
er boðið upp á mexíkanska smárétti.
■ HÓTEL SAGAÁ Mímisbar sjá Ragn-
ar Bjamason og Stefán Jökulsson um
fjörið föstudags- og laugardagskvöld. f
Súlnasal er síðasta sýning á skemmtidag-
skrá Borgardætra Bitte NÚ! Af þessu
tilefni kemur söngvarinn og trúbadorinn
K.K. í heimsókn og syngur nokkur lög.
Á eftir sýningu og kvöldverð er dansleik-
ur með hljómsveitinni Munkarnir ásamt
þeim Helgu Möller, Kristni Svavars-
syni, Hallbergi Svavarssyni, Magnúsi
Kjartanssyni, Gunnari Jónssyni og
Bjarna Gíslasyni. Húsið er opnað öðrum
en matargestum kl. 23.30, verð á dans-
leik er 850 kr.
■ HÓTEL HVERAGERÐI Á laugar-
dagskvöld leikur hljómsveitin Karma fyr-
ir dansleik. Meðlimir hljómsveitarinnar
eru: Ólafur Þórarinsson, gítarleikari og
söngvari, Guðlaug Ólafsdóttir, söngur,
Helena Káradóttir, hljómborð, gítar og
söngur, Páll Sveinsson, trommur, Rík-
harður Arnar III, slagbretti, og Jón
Ómar Erlingsson, bassi.
■ VINIR DÓRA leika á veitingahúsinu
Frábær, ísafirði, föstudags- og laugar-
dagskvöld.
■ ENGLARNIR leika fimmtudagskvöld
á Bíóbarnum ásamt Dan Cassidy. Á
föstudags- og laugardagskvöld leika svo
Englarnir í Lundi, Vestmannaeyjum.
■ SKÍTAMÓRALL leika laugardags-
kvöld í Víkinni, Höfn í Hornafirði.
Geislaplata hljómsveitarinnar sem út
kemur í júní hefur fengið heitið Súper.
■ SVEITASETRIÐ Á laugardagskvöld
leika Anna Vilhjálms og hljómsveit frá
kl. 23-3. Aldurstakmark á dansleik er
18 ár og er nafnskírteinis krafist.
■ KAFFI AUSTURSTRÆTI verður
með Bítlakvöld föstudagskvöld þar sem
formaður Bítlaklúbbsins, Eiríkur Einars-
son, kemur fram og syngur og leikur
bítlalög. Á milli laga verður Eiríkur með
fróðleiksmola um Bítlana.
■ SNIGLABANDIÐ heldur áfram för
sinni um landið og um helgina verður
hljómsveitin £ Kántrýbæ á Skagaströnd
föstudagskvöld og í Sjallanum, Akur-
eyri, laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa nú: Björgvin Ploder, Einar Rún-
arsson, Eiður Arnarsson, Pálmi Sigur-
hjartarson og Þorgils Björgvinsson.
■ HLJÓMSVEITIN ULTRA heldur
tónleika í sjómannastofunni Vör, Grinda-
vík, laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa: Anton Kröyer, hljómborð og gít-
ar, Elín Hekla Klemensdóttir, söngkona
og Samúel Þórarinsson, gítar.
■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtu-
dags-, föstudags- og laugaragskvöld leik-
ur dúettinn Arnar og Þórir.
■ RÚNAR ÞÓR leikur á Blúsbarnum
föstudagskvöld og á Skálafelli, Mos-
fellsbæ, laugardagskvöld. Þess má geta
að Rúnar er að leggja síðustu hönd á
geislaplötu sem kemur út í sumar.
■ ROKKTÓNLEIKAR verða haldnir
föstudagskvöld kl. 20.30 í sal Tónlistar-
skóla FIH við Rauðagerði. Fram kemur
Rokkband Jónsa en það er rokksamspil
skólans í umsjón Jóns Elvars Hafsteins-
sonar. Rokkbandið skipa: Þorvaldur Þ.,
slagverk, Rafn J. hljómborð, Sigurður
S. bassi, Viktor S. Þeim til halds og traust
eru söngvarar grunndeildar:_ Rúnar í.,
Þórdís S., Árni G., Björg í., Þóra J.,
Margrét G., Ása B. og Auður H. Efnis-
skráin er mjög fjölbreytt og farið víða.
Aðgangur er ókeypis.
■ ORRI HARÐAR leikur þægilega tón-
list á Fógetanum fimmtudagskvöld og á
laugardagskvöld leikur Orri á Blúsbarn-
um.
■ NÆTURGALINN Á föstudags- og
laugardagskvöld leikur hljómsveitin Út-
lagar og verður öðru fremur logð áhersla
á kántrítónlist og aðra danstónlist.
■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld
verður Skagfirsk sveifla með Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar frá kl. 22-3.
Enginn aðgangseyrir. Á laugardagskvöld
heldur sýningin Bítlaárin 1960-70
áfram þar sem söngvararnir Ari Jóns-
son, Bjarni Arason, Björgvin Halldórs-
son og Pálmi Gunnarsson ásamt Söng-
systrum koma fram. Að lokinni sýningu
leikur Bítlavinafélagið fyrir dansi.
■ SIXTIES leikur laugardagskvöldið á
Langasandi, Akranesi. Hljómsveitin er
að leggja síðustu hönd á nýja hljómplötu
sem kemur út í sumar og hefur fengið
nafnið Ástfangnir. Áætlaður útgáfutími
er í lok maí.
■ RJÚPAN er heiti á nýrri þriggja
manna hljómsveit sem skipuð er þeim
Skúla Gautasyni, Friðþjófi Sigurðssyni
og Karli Olgeirssyni. Rjúpan leikur eink-
um frumsamda tónlist sem einkennist af
viðkvæmislegum og hugljúfum laglínum
og stórundarlegum textum. Rjúpan
skemmtir á veitingahúsinu Torginu,
Akureyri fimmtudags- og föstudags-
kvöld.
■ STJÓRNIN leikur í Þjóðleikhúskjall-
aranum föstudags- og laugardagskvöld.
Nýr gítarleikari tók við stöðu Friðriks
Karlssonar í bytjun mars, Jón Elvar
Hafsteinsson (Jónsi), sem lék áður með
Stjórninni 1989-1991. Stjórnin hefur
landsreisu sína heigina 17.-18. maí í
Miðgarði og Ólafsvik en verður með
annan fótinn í Kjallaranum í sumar.
Hljómsveitin sendir frá sér nýjan 10 laga
geisladisk um miðjan júní. Þjóðleikhús-
kjallarinn opnar fyrir matargesti kl. 18
en fyrir dansgesti kl. 23.
■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laug-
ardagskvöld leikur Meistari Tarnús fyrir
dansi.
■ DANSHÚSIÐ í GLÆSIBÆ Á föstu-
dags- og laugardagskvöld verður dans-
sveifla með hljómsveitinni Grái fiðring-
urinn. Húsið er opnað kl. 22 og er að-
gangseyrir 500 kr.
■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld
verða útgáfutónleikar með hljómsveitinni
Twist og Bast. Föstudags- og laugar-
dagskvöld leikur dúettinn Blátt áfram
og á sunnudags- og mánudagskvöld leik-
ur trúbadorinn Sigurður Guðfinnsson.
Orri Harðar leikur svo þriðjudagskvöld
og á miðvikudagskvöld tekur trúbadorinn
Jón Ingólfs við.