Morgunblaðið - 09.05.1996, Side 64
OPIN KERFIHF.
Sími: 567 1000
tfpMedfi
*f$tmfrliifrtí>
m
<Q>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Öll skip sem sóttu um fyrir 26. apríl fá leyfi til síldveiða
19 togveiðiskip fá
að veiða 8.000 tonn
FISKISTOFA úthlutaði í gær 59
nótaskipum heimild til veiða á
182.000 tonnum af 190.000 tonna
kvóta íslendinga úr norsk-íslenska
síldarstofninum, en auk þess fá 19
togveiðiskip heimild til veiða á sam-
tals 8.000 tonnum. Úthlutunin er i
samræmi við reglugerð sem sjávar-
útvegsráðuneytið gaf út í gær um
stjórn veiða úr norsk-íslenska síldar-
stofninum 1996. Heimilt er að hefja
veiðarnar á morgun, 10. maí, og
___-samkværnt upplýsingum Tilkynning-
arskyldunnar voru 39 skip lögð af
stað á síldarmiðin um kvöldmatar-
leytið í gær.
Samkvæmt reglugerðinni eiga öll
þau skip sem sótt höfðu um veiði til
Fiskistofu 26. apríl síðastliðinn kost
á því að fá leyfi til síldveiða enda
hafi þau leyfi til veiða í atvinnuskyni
þegar veiðamar hefjast. Þeir nóta-
bátar sem kost eiga á veiðileyfi eru
annars vegar þeir bátar sem stund-
uðu veiðar á loðnu eða síld einhvern
tíma á tímabilinu 1. júlí 1995 til 1.
aþn'l 1996, og er þar um 45 báta
að ræða, en hins vegar önnur nóta-
skip sem staðfest hefur verið til
Fiskistofu eigi síðar en 20. maí næst-
komandi að fullbúin séu til síldveiða,
og er þar um að ræða 14 báta. Þá
eiga einnig kost á leyfi þau togveiði-
skip sem staðfest hefur verið til
Fiskistofu eigi síðar en 20. maí að
halda muni til veiða eigi síðar en 5.
júní, og er hér um að ræða 19 skip,
þar af 13 frystitogara.
Aflahámarkið
óframseljanlegft
Skipunum sem veiðileyfi hljóta
verður sett óframseljanlegt aflahá-
mark. Aflaheimildum hringnótabát-
anna verður skipt þannig að helm-
ingi magnsins er skipt jafnt milli
skipanna, en helmingi þess í hlut-
falli við skráða rúmtölu þeirra. Sam-
kvæmt bráðabirgðaútreikningi koma
því rúm 5.000 tonn í hlut þeirra skipa
sem hæst aflahámark fá, Sigurðar
VE og Víkings AK, en rúm 2.000
tonn í hlut þess skips sem lægst afla-
hámark fær.
Til handa togveiðiskipum eru tekin
8.000 tonn og miðast aflahámark
skipanna við að hvert skip geti farið
tvær veiðiferðir. Til frystitogaranna
verður hámarkið miðað við mestan
landaðan afla úr frystilestum, en til
ísfisktogara við mestan landaðan
afla ísaðan eða í kassa.
Vegna óvissu um þátttöku í veið-
unum, einkum af hálfu þeirra 14
hringnótabáta sem ekki hafa stundað
hringnótaveiðar á liðnu ári og einnig
togskipanna, er í reglugerð sjávarút-
vegsráðuneytisins ákveðið að þegar
eftir 20. maí verði endurskoðaðar
aflaheimildir þeirra skipa sem farið
hafa til veiða, með hliðsjón af ónýtt-
um aflaheimildum. Þá er í reglugerð-
inni gert ráð fyrir að unnt sé að
endurskoða afiamark einstakra skipa
þegar að lokum vertíðar dregur ef í
ljós kemur að heildaraflaheimildin
nýtist ekki að fullu vegna þess hvern-
ig veiðar einstakra skipa hafa geng-
ið.
■ Nýmæli að miðað/4
Ljósmynd/Kristján Jónsson
ÞRONG á þingi á Reykjaneshrygg. Fjærst er portúgalskur tog-
ari, þá færeyski togarinn Akraberg, og fremst rússneskur togari.
Gáfu Rússum fiskinn
ÓHAPP átti sér stað á Reykjanes-
hrygg fyrir skömmu þegar Engey
RE-1 sigldi fyrir framan rússnesk-
an togara og pokinn í trollinu
kræktist í annan hlerann á rúss-
neska togaranum.
„Þetta var slys,“ segir Guðmund-
ur Björnsson, skipstjóri á Engey.
„Eg átti frekar sök á því að lenda
í rússneska togaranum. Það er
ekki hægt að kenna Rússanum um
allt.“
Trollið var óskemmt fyrir utan
að pokinn var aðeins rifinn. Rúss-
arnir tæmdu pokann til að geta
losað hann og fengu fiskinn í sára-
bætur, að sögn Guðmundar.
„Þriðji togarinn, sem var rúss-
neskur, fór svo í trollið á rússneska
togaranum sem var að vinna við
að losa pokann hjá okkur. Hann
sleit svo höfuðlínukapalinn hjá
okkur þegar hann var að hífa.“
Guðmundur segir að það sé allt-
af eitthvað að koma upp á á
Reykjaneshrygg. Menn séu að
reyna að vera þar sem f iskurinn
sé og það sé mjög þröngt. í þann
tíma sem hann hafi verið þarna
hafi samskiptin verið í lagi, fyrir
utan tungumálaörðugleika.
„Þegar búið var að gera við
pokann, sem tók ekki langan tíma,
héldum við áfram veiðum," segir
hann. „Þetta gekk því alveg ótrú-
lega vel hjá okkur. Við vorum
þarna í rétt rúmlega þrjár vikur
og lönduðum 250 tonnum."
Síldin í
lögsögunni
HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Ámi Frið-
riksson var í gærkvöldi í Noregshafi,
djúpt austur af íslandi, skammt innan
íslensku lögsögunnar, við rannsóknir
á norsk-íslenska síldarstofninum. Að
sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðang-
ursstjóra hefur síldin komið 10-15
sjómílur inn í lögsöguna á um 75 mílna
kafla sem kannaður hefur verið.
„Þetta viiðist vera meira og minna
flakk á sfldinni fram og aftur í ætis-
leit, en héma er töluvert magn af
henni og margar fallegar torfur á tölu-
vert stóru stykki," sagði Hjálmar.
Hann sagði að síldin stæði djúpt
yfir daginn en kæmi upp á nóttinni.
Þetta gæti hins vegar breyst mjög
fljótt eins og reyndin varð í fyrra.
„Hún er eitthvað farin að taka fitu,
en hún er auðvitað mjög horuð miðað
við það sem hún verður í sumar. Sumt
af henni hefur verið alveg fullt af átu
en í öðmm togum hefur engin áta
verið í síldinni. Hún fitnár mjög ört
næstu mánuðina. Áður fyrr var hún
ekki talin söltunarvara fyrr en komið
var fram í jú!í, að mig minnir," sagði
. Hjálmar.
Á MEÐAN drekinn sefur fasta
svefni í kastalanum er best að
gæta að hverri hreyfingu á felli-
brúnni. Ef til vill er stórkostlegt
ævintýri í vændum hjá stúlkunni
Ævintýraleikur
hér að ofan eða hún er þegar
orðin ein af aðalpersónunum í
Morgunblaðið/Kristinn
eigin ævintýraheimi. Að minnsta
kosti skein einbeitnin úr andliti
hennar þegar ljósmyndari var á
röltinu í vesturbæ Reykjavíkur á
dögunum.
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra um kaupmátt á árinu 1996
Stefnir í 4%
aukningu
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð-
herra segir að samkvæmt nýrri áætl-
un Þjóðhagsstofnunar verði hagvöxt-
ur á árinu u.þ.b. 3% og 3 þúsund ný
störf verði til. Líklegt þykir að dragi
úr atvinnuleysi á árinu um 4% og
kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist
um 3,5-4%. Halldór sagði á fundi sem
Félag ungra framsóknarmanna stóð
fyrir að stefnt væri að því að jafn-
vægi næðist í ríkisfjár-málum á árinu
1997 eða 1998 og afgangur yrði á
ríkissjóði á árinu 1998 eða 1999.
Halldór sagði að ekki yrði undan
því vikist að takast á við fjárlagahall-
ann og reyna að hemja þenslu í ríkis-
útgjöldum. „Það er lykilatriði að ná
jafnvægi í ríkisrekstrinum og eyða
ekki um efni fram í góðæri. Við höf-
um hins vegar ekki treyst okkur til
þess að ganga mikið lengra í því að
sinni en ná jafnvægi, því við óttumst
að ef við göngum lengra komum við
um of við velferðarkerfið og drögum
úr þjónustu við fólkið, bæði á sviði
heilbrigðismála og menntamála,"
sagði Halldór.
„Atvinnuleysi hefur minnkað meira
en menn spáðu í upphafi ársins. Á
fyrsta fjórðungi þessa árs er atvinnu-
leysi 1,1 prósentustigi minna en á
sama tíma í fyrra og líkur eru á því
að atvinnuleysi fari niður í 4% á þessu
ári. Talið er að 1.760 manns komi út
á vinnumarkaðinn á árinu og þar með
skapast 1.240 störf fyrir atvinnulausa
miðað við það að 3 þúsund ný störf
verði sköpuð á árinu,“ sagði Halldór.
Hann benti á að í fyrra hefði störfum
fækkað um 1.800 og um 1.000 árið
1994 og sagði gífurleg umskipti hafa
orðið í atvinnumálum á þessum tíma.
Halldór sagði að ef svipaður hag-
vöxtur yrði hér á landi fram til alda-
móta og gert er ráð fyrir í áætlun
Þjóðhagsstofnunar á þessu ári, væri
útlit fyrir að markmið Framsóknar-
flokksins um að skapa 12 þúsund ný
störf á þessu tímabili næðist.
Halldór benti á að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna hefði rýrnað 1988,
1989 og 1990, vaxið um 2,5% 1991,
rýrnað um 2,3% 1992, rýrnað um 6%
1993 og staðið í stað 1994. „En það
er aukning um 4% á árinu 1995 og
útlit fyrir aukningu um 3,5-4% á ár-
inu 1996.“
Halldór sagði að vextir hefðu
lækkað frá áramótum og fjárfesting
aukist. Hann kvaðst hins vegar ekki
vænta þess að vextir lækkuðu enn
frekar á næstunni, meðal annars
vegna hættu á þenslu í efnahagslíf-
inu.
Ofanflóða-
sjóður fær
sjálfstæðan
tekjustofn
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt
að Ofanflóðasjóður fái sjálfstæðan
tekjustofn við innheimtu vátrygg-
ingariðgjalds, að sögn Guðmundar
Bjarnasonar umhverfisráðherra.
Um er að ræða 0,2 prómill af ið-
gjaldinu, sem mun hækka við
næsta gjalddaga viðkomandi
tryggingafélaga að sögn ráðherra,
eða um 400 milljónir króna.
Ofanflóðasjóður hefur til þessa
fengið 5% af árlegum tekjum Við-
lagatryggingar og segir Guð-
mundur að það fyrirkomulag verði
endurskoðað á næsta þingi. „Þetta
er viðbótarskattur en hins vegar
má gera ráð fyrir því að sá hluti
viðlagatryggingargjalds sem renn-
ur í Ofanflóðasjóð verði lækkað-
ur,“ segir hann. Búið er að sam-
þykkja tillögurnar í þingflokki
Framsóknarflokks og segir ráð-
herrann það vilja ríkisstjórnarinn-
ar að þær verði afgreiddar á yfir-
standandi þingi.
Eign hækkar í 700 milljónir
Sjóðurinn hefur fengið um 275
milljónir króna árlega og munu
nýjar álögur hækka eign hans upp
í tæpar 700 milljónir. Heimild er
fyrir 800 milljóna króna lántöku
í nýju frumvarpi um snjóflóðavarn-
ir og gert ráð fyrir að þessir fjár-
munir muni standa undir fyrirhug-
uðum snjóflóðavörnum á Vest-
fjörðum, sem kosta munu 1-1,3
milljarða að Guðmundar sögn.
Fyrst verður hafist handa við gerð
varnargarða á Flateyri og einnig
eru inni í áætlun uppkaup húsa í
Súðavík og Hnífsdal. Varnargarð-
ar á ísafirði eru taldir munu kosta
um 300 milljónir.