Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 24.05.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 23 LISTIR Mótunarárin * í list Asmundar Sveinssonar SÝNING á verkum eftir Ásmund Sveinsson sem beryfirskriftina Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar verður opnuð laug- ardaginn 25. maí kl. 16 í Ás- mundarsafni. Ásmundur Sveinsson fæddist 23. maí árið 1893 að Kolsstöðum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru lijónin Sveinn Finnsson bóndi og Helga Eysteinsdóttir. Ungur kynntist hann striti sveitalífsins en listin með stóru L-i var víðs fjarri. Það var í þessari nánast myndlausu veröld (sem þó var hlaðin bókmenntalegum hug- myndum) sem Ásmundur Sveinsson ólst upp fram til 22 ára aldurs. „Ásmundur Sveinson kom til Reykjavíkur árið 1915 og komst í læri í tréskurði hjá Ríkarði Jónssyni myndhöggvara. Auk þess var hann í almennu námi við Iðnskólann og lagði stund m.a. á teikningu undir leiðsögn Þórarins B. Þorlákssonar. Að loknu iðnnámi árið 1919 ákvað Ásmundur að fara í nám í högg- myndalist til Kaupmannahfnar. Þar dvaldi hann einn vetur en kunni illa við sig í skólanum. Hann tók því ráði Einars Jóns- sonar myndhöggvara og sótti um inngöngu í Listaháskólann í Stokkhólmi þar sem hann síðan stundaði listnám m.a. undir handleiðslu Carl Milles næstu sex árin. Voru þetta miklir ör- lagatímar fyrir Ásmund bæði hvað snerti listnámið og al- menna menntun. Eftir að hafa lokið burtfararprófi frá Listahá- skólanum í Stokkhólmi fór hann í framhaldsnám til Parísar þar sem hann var búsettur næstu þrjú árin. I París kynntist Ás- mundur þeim liststefnum sem höfðu komið fram í byrjun aldarinnar og varð vitni að þeim umbrotum sem áttu sér stað í samtímalistinni þann tíma sem hann dvaldi í París. Þá naut hann tilsagnar heimskunnra listamanna á borð við Despiau og Bourdelle. Sýningunni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar er ætlað að bregða sérstöku ljósi á list- sköpun Ásmundar allt frá æskuárum og þar til hann kom aftur frá námi árið 1929. Á sýn- ingunni verður sýndur fjöldi myndverka, bæði höggmyndir og teikningar sem aldrei áður hafa komið fyrir sjónir almenn- ings. Þá verða einnig á þessari sýningu nokkur verk eftir þá listamenn erlenda - Carl Milles, Despiau, Bourdelle - sem höfðu hvað mest áhrif á listsköpun Ásmundar á þriðja áratugnum. I tengslum við sýninguna hef- ur verið gefin út bók með grein um mótunarárin í list Ásmundar Sveinssoanr eftir Gunnar B. Kvaran, sem jafnframt er sýn- ingarstjóri sýningarinnar. Bók- ina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Ásmundar. Ásmundarsafn er opið dag- lega yfir sumartímann frá kl. 10-16,“ segir í frétt frá Ás- mundarsafni. Tónleikar í Isafjarðar- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í ísafjarðarkirkju föstudags- kvöldið 24. maí. Kór Hafnar- fjarðarkirkju, sem er á ferð um Vestfirði, flytur íslenska kórtónlist. Einnig munu þeir Örn Arnarson tenór og Valdi- mar Másson baritón syngja einsöng og dúetta. Tónlistin er eingöngu ís- lensk svo sem ættjarðarlög, þjóðlög og sönglög. Undirleik- ari verður Sigurður Marteins- son og stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og rennur ágóði af þeim óskiptur til ísafjarðarkirkju. Litil málverk í Eden BJARNI Jónsson listmálari hefur opnað sýningu á litlum málverkum í Blómaskálanum Eden í Hveragerði. Myndefnið er fjölbreytt en þó mest af myndum tengdum sjó og þjóðlífi fyrri tíma. Bjarni hef- ur undan- fama áratugi gert mikið af heimildamyndum um sjósókn og líf forfeðra okk- ar. Sýningin stendur til 2. júní. Bjarni Jónsson 23. maí Dagskrá: 13:30 Mæting á Ingólfstorg 14:00 Bæn 14:10 Gengið af stað 15:00 Komið aftur að Ingólfstorgi - Tónlist, predikun o.fl. 15:45 Dagskrá lýkur teii lir Kærleiks- og friðarboðskapur Krists á meira erindi til okkar í dag en nokkru sinni fyrr. Jesúgangan er alþjóðleg og verður gengið samtímis í um 200 löndum. Markmiðið með göngunni er að kristið fólk sameinist í að benda á Jesú Krist sem frelsara heimsins. Jesús verður hylltur og hann beðinn um blessun yfir íslensku þjóðina. Taktu þátt í þessum sögulega viðburði. Aðstandendur göngunnar eru: Aðventistar S D ■ Fíladelfía ■ Frelsið ■ Hjálpræðisherinn • Kaþólska kirkjan ■ Kefas KFUK, KFUM ■ Kletturinn ■ Kristlegt félag heilbrigðisstétta ■ Krossinn ■ Orð Lifsins Ungt fólk með hlutverk ■ Vegurinn kristið samfélag • Þjóðkirkjan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.