Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.05.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1996 23 LISTIR Mótunarárin * í list Asmundar Sveinssonar SÝNING á verkum eftir Ásmund Sveinsson sem beryfirskriftina Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar verður opnuð laug- ardaginn 25. maí kl. 16 í Ás- mundarsafni. Ásmundur Sveinsson fæddist 23. maí árið 1893 að Kolsstöðum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru lijónin Sveinn Finnsson bóndi og Helga Eysteinsdóttir. Ungur kynntist hann striti sveitalífsins en listin með stóru L-i var víðs fjarri. Það var í þessari nánast myndlausu veröld (sem þó var hlaðin bókmenntalegum hug- myndum) sem Ásmundur Sveinsson ólst upp fram til 22 ára aldurs. „Ásmundur Sveinson kom til Reykjavíkur árið 1915 og komst í læri í tréskurði hjá Ríkarði Jónssyni myndhöggvara. Auk þess var hann í almennu námi við Iðnskólann og lagði stund m.a. á teikningu undir leiðsögn Þórarins B. Þorlákssonar. Að loknu iðnnámi árið 1919 ákvað Ásmundur að fara í nám í högg- myndalist til Kaupmannahfnar. Þar dvaldi hann einn vetur en kunni illa við sig í skólanum. Hann tók því ráði Einars Jóns- sonar myndhöggvara og sótti um inngöngu í Listaháskólann í Stokkhólmi þar sem hann síðan stundaði listnám m.a. undir handleiðslu Carl Milles næstu sex árin. Voru þetta miklir ör- lagatímar fyrir Ásmund bæði hvað snerti listnámið og al- menna menntun. Eftir að hafa lokið burtfararprófi frá Listahá- skólanum í Stokkhólmi fór hann í framhaldsnám til Parísar þar sem hann var búsettur næstu þrjú árin. I París kynntist Ás- mundur þeim liststefnum sem höfðu komið fram í byrjun aldarinnar og varð vitni að þeim umbrotum sem áttu sér stað í samtímalistinni þann tíma sem hann dvaldi í París. Þá naut hann tilsagnar heimskunnra listamanna á borð við Despiau og Bourdelle. Sýningunni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar er ætlað að bregða sérstöku ljósi á list- sköpun Ásmundar allt frá æskuárum og þar til hann kom aftur frá námi árið 1929. Á sýn- ingunni verður sýndur fjöldi myndverka, bæði höggmyndir og teikningar sem aldrei áður hafa komið fyrir sjónir almenn- ings. Þá verða einnig á þessari sýningu nokkur verk eftir þá listamenn erlenda - Carl Milles, Despiau, Bourdelle - sem höfðu hvað mest áhrif á listsköpun Ásmundar á þriðja áratugnum. I tengslum við sýninguna hef- ur verið gefin út bók með grein um mótunarárin í list Ásmundar Sveinssoanr eftir Gunnar B. Kvaran, sem jafnframt er sýn- ingarstjóri sýningarinnar. Bók- ina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Ásmundar. Ásmundarsafn er opið dag- lega yfir sumartímann frá kl. 10-16,“ segir í frétt frá Ás- mundarsafni. Tónleikar í Isafjarðar- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í ísafjarðarkirkju föstudags- kvöldið 24. maí. Kór Hafnar- fjarðarkirkju, sem er á ferð um Vestfirði, flytur íslenska kórtónlist. Einnig munu þeir Örn Arnarson tenór og Valdi- mar Másson baritón syngja einsöng og dúetta. Tónlistin er eingöngu ís- lensk svo sem ættjarðarlög, þjóðlög og sönglög. Undirleik- ari verður Sigurður Marteins- son og stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og rennur ágóði af þeim óskiptur til ísafjarðarkirkju. Litil málverk í Eden BJARNI Jónsson listmálari hefur opnað sýningu á litlum málverkum í Blómaskálanum Eden í Hveragerði. Myndefnið er fjölbreytt en þó mest af myndum tengdum sjó og þjóðlífi fyrri tíma. Bjarni hef- ur undan- fama áratugi gert mikið af heimildamyndum um sjósókn og líf forfeðra okk- ar. Sýningin stendur til 2. júní. Bjarni Jónsson 23. maí Dagskrá: 13:30 Mæting á Ingólfstorg 14:00 Bæn 14:10 Gengið af stað 15:00 Komið aftur að Ingólfstorgi - Tónlist, predikun o.fl. 15:45 Dagskrá lýkur teii lir Kærleiks- og friðarboðskapur Krists á meira erindi til okkar í dag en nokkru sinni fyrr. Jesúgangan er alþjóðleg og verður gengið samtímis í um 200 löndum. Markmiðið með göngunni er að kristið fólk sameinist í að benda á Jesú Krist sem frelsara heimsins. Jesús verður hylltur og hann beðinn um blessun yfir íslensku þjóðina. Taktu þátt í þessum sögulega viðburði. Aðstandendur göngunnar eru: Aðventistar S D ■ Fíladelfía ■ Frelsið ■ Hjálpræðisherinn • Kaþólska kirkjan ■ Kefas KFUK, KFUM ■ Kletturinn ■ Kristlegt félag heilbrigðisstétta ■ Krossinn ■ Orð Lifsins Ungt fólk með hlutverk ■ Vegurinn kristið samfélag • Þjóðkirkjan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.