Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bætt við miðum á Bowie ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við 500 miðum á tónleika bresku rokkstjörnunnar David Bowie á Listahátíð í Reykjavík, sem haldn- ir verða 20. júní næstkomandi, vegna mikillar eftirspumar, að sögn Ragnheiðar Hanson, fram- kvæmdasljóra Tin hf. sem stendur að tónleikunum hérlendis. Hún segir þessa aukningu end- anlega og sé ljóst að ekki fáist leyfi fyrir fleiri miðum. Var orðið uppselt „Það er talsvert síðan þeir 5.000 miðar sem við höfðum leyfi fyrir seldust upp og margir þurftu frá að hverfa tómhentir. Til þess að mæta áskorunum þeirra sem vom of seinir á sér fengum við leyfi til að opna sal við hlið aðalrýmisins í Laugar- dalshöll og bæta við 500 miðum, eftir að ljóst var að útsýni þaðan að sviði var ágætt,“ segir Ragn- heiður. „Hafi menn hins vegar áhyggjur af því að sjá illa, mæta þeir snemma." Miðamir 500 verða seldir í gegnum hraðbanka íslandsbanka, eins og sölu var áður háttað. 17 milljarðar brátt til innlausnar Harðnandi samkeppni um sparifé SAMKEPPNIN um sparifé lands- manna fer harðnandi þessa dag- ana, en um næstu mánaðamót koma þrír flokkar spariskírteina ríkissjóðs til innlausnar, samtals að verðmæti um 17 milljarðar króna. Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, segir að inn- lánsstofnanir og verðbréfasjóðir komi helst til með að veita ríkis- sjóði samkeppni um þessa fjár- muni. Hins vegar sé samkeppnin Lánasýslu ríkisins vart þung í skauti, enda fjárfesti sjóðirnir að langstærsum hluta í ríkisverðbréf- um. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir að samkeppnin felist ekki síst í að veita viðskipta- vinunum sem besta þjónustu. Hún geti allt eins falist í því að hafa milligöngu um kaup á spariskír- teinum á skiptikjörum. Ekki auglýst Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags- ins Skandia, segir að félagið hafi afráðið að fara ekki út í auglýs- ingaherferð. Hún telur að ríkið veiti óéðlilega miklafjármuni til auglýsinga á spariskírteinum, og að verðbréfafyrirtækin hafí ekki tök á að veita Lánasýslunni sam- keppni á þessu sviði. ■ Samkeppni/16 FRÉTTIR Þjóðverjar fá 70% af karfakvóta ESB RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins breytti tillögu fram- kvæmdastjómar ESB um skiptingu karfakvóta á Atlantshafshryggnum milli landa sambandsins á fundi sin- um í gær. Niðurstaða fundarins varð að tæplega 70% kvótans komu í hlut Þjóðveija, en í upphaflegri tillögu var gert ráð fyrir að heldur meira kæmi í hlut þeirra. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins í gær. Samkomulag um skiptingu á veiðiheimildum á Atlantshafs- hryggnum gerir ráð fyrir að 27 þús- und tonn af karfa komi í hlut ESB. Mest til Mecklenburger Skip þýska fyrirtækisins Meckl- enburger Hochseefischerei, sem er að stærstum hluta í eigu Útgerð- arfélags Akureyringa, hafa stundað veiðar á þessu svæði undanfarin ár og er talið víst að mestur hluti kvóta Þýskalands komi í hlut fyrirtækisins. Morgunblaðið/Golli Drekaflug í Grafarvogi FLUGÞRÁIN er ein elsta löng- un mannsins og má leiða getum að því að hún blundi í Birgi Þór Ingasyni sem Ijósmyndari Morgunblaðsins rakst á að leik í Grafeuwogi. Birgir Þór hafði komið á loft forláta flugdreka og þurfti að grípa til marg- slunginna kúnsta við að halda honum á lofti, því að lygnt hef- ur verið í veðri sunnanlands seinustu daga og lítt árennilegt að stunda drekaflug. Sex daga heimsókn grænlenska samgönguráðherrans lokið Ákveðið að endurnýja samstarfssamning Morgunblaðið/Þorkell RÁÐHERRARNIR Halldór og Peter á blaðamannafundi undir lok heimsóknarinnar. Slysavarnafulltrúi SVFI segir upp Mikill stuðning- ur við Herdísi SEX daga opinberri íslandsheim- sókn Peters Gronvold Samuelsen, samgönguráðherra Grænlendinga, í boði Halldórs Blöndate sam- gönguráðherra lauk í gær. í heim- sókninni ákváðu samgönguráð- herrar þjóðanna að endumýja sam- starfssamninginn Samik (Sam- arbejdsaftale mellem Island og Grenland om turistmæssige aspekter) frá árinu 1994 til næstu þriggja ára. Skrifað verður undir samninginn á ferðakaupstefnunni Vest-Norden á Akureyri 4.-6. sept- ember í haust. Halldór fór með Peter og föru- neyti hans um Snæfellsnes, til Vestmannaeyja, Gullfoss og Geysis í heimsókninni. Peter lýsti yfir ánægju sinni með heimsóknina og áhuga á nánu samstarfi nágranna- þjóðanna tveggja á sviði ferðaþjón- ustu á blaðamannafundi í gær. „Gagnkvæmur áhugi þjóðanna á án efa eftir að verða sívaxandi á næstu fimm árum,“ sagði hann í þvi sambandi. „Við höfum verið að vinna að uppbyggingu ferða- mannaþjónustunnar á Grænlandi af miklum krafti og möguleikarnir á samstarfi þjóðanna eru mjög miklir. Grænlendingar geta lært mjög margt af íslendingum í ferða- þjónustu, t.a.m. í umgengni við náttúruna og fræðslu til yngri kyn- slóða. Ekki er _síður eftirbreytni- vert hvemig íslendingar koma upplýsingum um land og þjóð til skila til ferðamanna og tekst að færa líf í gamlar minjar. Eg myndi vilja fara svona að í Grænlandi," tók hann fram. Hann sagðist spá því að Græn- lendingar kysu í vaxandi mæli að fara til íslands fremur en suð- rænni landa á næstu áram. Hann hefði sjálfur heillast af landinu á ferðum sínum með Halldóri og ef- aðist ekki um að aðrir Grænlend- ingar kynnu að meta landið eins og hann. 11 milljónir í samstarf Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að efla tengsl land- anna. En í henni ákváðu ráðherr- amir eins og áður sagði að end- urnýja samstarfssamninginn Sam- ik. Þáverandi ferðamálaráðherrar þjóðanna, Ove Olsen og Halldór Blöndal, skrifuðu undir samstarfs- samninginn haustið 1993 og tók hann gildi 1. janúar 1994 til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að hvor þjóð lætur af hendi rakna 500.000 danskar krónur eða samtals rúmar 11 milljónir ís- lenskra króna til styrktar sam- starfi þjóðanna á sviði ferðaþjón- ustu-, menningar- og menntamála o.fl. á hverju ári. Samningurinn er í sex liðum og er sérstök áhersla lögð á samstarf á sviði menntunar í ferðaþjónustu. HERDÍS Storgaard, slysavarnafull- trúi Slysavarnafélags íslands, seg- ist bíða eftir því að við sig verði talað eftir uppsögn sína og síðan stuðningsyfirlýsingu, sem fjöldi landsþingsfulltrúa skrifaði undir um helgina. Herdís sagði starfi sínu lausu um síðustu mánaðamót og hættir störf- um 5. júlí nk. að öllu óbreyttu, þar sem hún á sumarfrí út ágústmán- uð. Hún segist ekki vilja tjá sig um ástæður uppsagnarinnar, þær hafi komið fram í uppsagnarbréfínu. Á landsþingi SVFÍ, sem haldið var á Laugarvatni um helgina, gekk undirskriftalisti til stuðnings Her- dísi og skrifaði stór hluti lands- þingsfulltrúa nöfn sín á hann. Þar er skorað á framkvæmdastjórn fé- lagsins að komast að samkomulagi við Herdísi um að hún haldi áfram störfum. Herdís segir að einstaka aðilar úr hreyfingunni hafi haft samband við sig fyrir þingið og lýst stuðn- ingi við sig en það hafi samt sem áður komið sér á óvart að finna hinn mikla stuðning frá fólkinu í hreyfíngunni sem fram kom á landsþinginu. „Mér þykir vænt um að finna fyrir þessum mikla stuðn- ingi, þetta er stórkostleg viðurkenn- ing á mínum störfum frá fólkinu sem ég hef verið að vinna með,“ sagði hún. Herdís segist hafa fengið tilboð frá fleiri en einum aðila um atvinnu á svipuðum vettvangi og þeim sem hún starfar nú á. Hún vildi ekki tjá sig um það nánar og sagðist bíða eftir að framkvæmdastjórn hefði við sig samband. „Mér er þannig innanbijósts núna að ég er búin að segja við þessa aðila að ég vilji fá að klára mín verkefni, fara í sum- arfrí og fá að hugsa málið,“ sagði Herdís. Björgnnarfólk og almenningur Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, sagði í erindi sínu á þingi Slysa- varnafélagsins í Laugardal um helgina að kenna þurfi björgunar- fólki að umgangast almenning, sem upplifir náttúruhamfarir. „Þetta lærði ég af biturri reynslu á Flat- eyri í fyrra,“ sagði hún. Einnig lagði hún áherslu á mikil- vægi sjálfboðastarfs hins almenna borgara við miklar hamfarir. ■ Þing SIysavarnaféIagsins/10 Með „gras“ áheiðinni LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í gær ökumann á leið yfir Hellisheiði á ríflega 120 kílómetra hraða. Við leit í bifreið hans kom í ljós litilræði af marijúana, oftast nefnt gras. Málavextir voru þeir að lögreglan kannaðist við ökuþórinn af fyrri við- skiptum við hann og ákvað að kynna sér hveiju hann leyndi í bifreiðinni. Það reyndist vera marijúana eins og áður sagði. Ökumaðurinn sagði það vera til eigin neyslu við yfirheyrslu hjá lögreglunni, en honum var síðan sleppt að henni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.