Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 25 Nanna systir í Þjóðleikhús- inu í haust NANNA SYSTIR eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson verður fyrsta verkefni á stóra sviði Þjóð- leikhússins á næsta leikári. Verkið var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári.. Andrés Sigur- vinsson leikstýrir verkinu og með helstu hlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Örn Árnason, Guðrún Gísladóttir, Pálmi Gestsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Róbert Arnfinnsson og Harpa Arnardóttir. Fyrsta verkefni á Smíðaverk- stæðinu verður Leitt hún skyldi verða skækja eftir John Ford í leik- stjórn Baltasars Kormáks og er þetta í fyrsta skipti sem Balatasar leikstýrir verki fyrir Þjóðleikhúsið. Hópur valinkunnra leikara af yngri og eldri kynslóðinni fara með aðal- hluverkin, svo sem Margrét Vil- hjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Steinn Ármann Magnússon, Arnar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir og Erlingur Gíslason. Á litla sviðinu verður haldið áfram að sýna verk Karls Ágústs Ulfssonar, I hvítu myrkri, sem var sýnt tvisvar nú á Listahátíð. Einn- ig verða teknar upp sýningar á Þreki og tárum í haust sem sýnt hefur verið við fádæma vinsældir á liðnum vetri og sömuleiðis á Kardemommubænum. -----»■-»'"♦.—. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Á fimmta tug handrita barst BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fyrsta skipti haustið 1996 en dómnefnd um verðlaunin hefur nú lokið störfum. Alls bárust tæplega fimmtíu hand- rit í keppnina og verða úrslit til- kynnt í haust og sama dag kemur verðlaunahandritið út hjá Vöku- Helgafelli. Verðlaunin nema 500.000 krónum en venjuleg höf- undarlaun bætast við þá upphæð. Formaður dómnefndar var Pét- ur Már Ólafsson, bókmenntafræð- ingur og aðalritstjóri hjá Vöku- Helgafelli, e_n með honum í nefnd- inni voru Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla íslands, og Guð- rún Nordal bókmenntafræðingur. TOiÆOT) 3stk. ástarbækur í pakka BfldshólOa 20-112 Reykjavfk - Sfml 587 1410 Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Reuter Virðir fyrir sér Rússana ÁSTRALSKI listgagnrýnand- inn Jeremy Eccles virðir fyrir sér verk eftir Kandinskíj og aðra framúrstefnumenn á sýn- ingu, sem nú stendur í Sydney. Á sýningunni eru módernisma í rússneskri myndlist gerð skil, en verkin eru frá tímabilinu 1907 til 1920 og eftir Kand- inskíj, Rodtsjenkó, Gontsjarova og Popova, svo einhverjir séu nefndir. Hafa mörg verkanna aldrei verið sýnd utan heima- landsins. LAR Funahölða 6 - Simi: 563 4500 TOYOTA LYFTARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.