Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 13 I ) ) \ | w í ) i A ¥ i . I D $ gj i & & i Morgunblaðið/Kristján STEFÁN afhendir Rögnvaldi gjöfina, 650 þúsund krónur til tækjakaupa. Snjóleysi setti strik í reikninginn í Hlíðarfjalli Rekstur Skíðastaða erfiður REKSTUR Skíðastaða í Hlíðar- íjalli gekk illa í vetur enda var nýliðinn vetur sá snjóléttasti í lang- an tíma. ívar Sigmundsson, for- stöðumaður Skíðastaða, segir að tekjumar í vetur hafi aðeins verið rúmlega fjórðungur af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti hafi rekstrargjöld verið lægri en áætlað var. „Við huggum okkur við að svona vetur kemur tæpast aftur á þessari öld.“ Ivar sagðist ekki hafa tölu yfir fjölda skíðagesta en þeir hafi samt verið mun færri en undanfarin ár. Hann nefndi sem dæmi að von hafi verið á 15 hópum skólafólks í heimsókn en aðeins 1 hópur hafi skilað sér í fjallið. „Þegar ekki er hægt að hafa barna- og byijenda- lyftur í gangi kemur skólafólkið síður og það á einnig við um stór- an hluta almennings. Við vorum með opið í um 70 daga í vetur en oft var það eingöngu fyrir æfingar keppnisfólksins okkar,“ sagði ívar. Hann sagði þó jákvætt að öll helstu skíðamót landsins voru flutt til Akureyrar og m.a. göngumót frá Siglufirði. „Keppnisfólkið okk- ar var mjög ánægt með veturinn enda hefur sjaldan eða aldrei verið jafnt gott skíðafæri fyrir keppnis- fólk og einmitt í vetur. Viku eftir viku var alltaf sama harða færið og yfirleitt gott veður. Árangur akureyrska skíðafólksins var mjög góður og sérstaklega þeirra í ungl- ingaflokkunum. Einnig voru þeir keppendur sem sóttu okkur heim ánægðir með skíðafærið á mótum vetrarins. Plastiðjan Bjarg Kiwanis- menn gefa fé til tækja- kaupa SVEINBJÖRN Árnason, svæðisstjóri Óðinssvæðis Kiwanishreyfingarinnar sem nær frá Ólafsfirði til Vopnafjarð- ar, afhenti Rögnvaldi Símonarsyni, forstöðumanni Plastiðjunnar Bjargs, 650 þúsund krónur sem ætlaðar eru til tækjakaupa fyrir plastiðjuna. Um er að ræða hluta af ágóða af sölu K-lykilsins sem Kiwanismenn selja um land allt á þriggja ára fresti. K-lyklar voru seldir í fyrra, í 7. sinn, og var andvirðinu að mestu varið til kaupa á íbúð í Reykjavík sem ætluð er fyrir fjölskyldur geðfatiaðra barna sem leita þurfa þar aðstoðar. Þá fékk Sogn í Ölfusi einnig peninga að gjöf. Rögnvaldur sagði að Plastiðjan Bjarg myndi njóta góðs af gjöfinni, fjármuni vantaði til að endurnýja tæki og búnað á vinnustaðnum þar sem starfa fjórir öryrkjar í föstu starfi auk þess sem þar eru 14 stöð- ur fyrir fólk í starfsendurhæfingu til 6 mánáða í senn. -----» ♦ ♦----- Bráða- birgðalau- snir á hús- næðismálum Síðuskóla BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt tillögu frá starfshópi um mál- efni Síðuskóla um bráðabirgðalausn á húsnæðismálum skólans næsta skólaár. í tillögunum er gert ráð fyrir að gengið verði til samninga við Skáta- félagið Klakk um samnýtingu við Síðuskóla á húsnæði félagsins í Gler- árkirkju. Með hagræðingu innanhúss í núverandi húsnæði skólans verði útveguð ein viðbótarkennslustofa auk þess sem heimilað verði að smíð- uð verði ein laus kennslustofa sem komið verði fyrir við skólann fyrir haustið. Bæjarráð hefur fallist á tillögumar og felur bæjarverkfræðingi að láta bjóða út smíði einnar lausrar kennslustofu eins fljótt og auðið er. Kostnaði, sem er áætlaður um 8 milljónir króna, er vísað til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar. - kjarni málsins! Eigum til afgreiðslu strax nokkra vel útbúna sjálfskipta Hyundai Accent á verulega lækkuðu verði. Þeir sem fyrstir bregðast við, aka út á glænýjum bíl, hlöðnum aukabúnaði, en á verði sem er ólíklegt að sjáist í bráð. Sjálfskiptur Accent-- • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósi • 1500 sm3 vél • 90 hestöfl Bein innspýting Útvarp með 4 hátölurum Rafmagn í rúðum Vökva og veltistýri Samlitir stuðarar ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINNSÍMI: 553 1236 til framtíðar Veruleg verdlækkun á Accent vegna tollabreytinga! .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.