Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hafa skal það
sem sann-
ara reynist
ÞEGAR okkur hjá
Securitas barst til
eyrna að Nýheiji ætl-
aði að hasla sér völl á
sviði öryggismála var
það með nokkurri
eftirvæntingu að við
biðum eftir að fyr-
irtækið léti til sín taka.
Eftirvæntingin byggð-
ist ekki síst á því að
þarna var komið fyrir-
tæki sem talið var hafa
faglegan metnað og
fjárhagslega getu til
að veita raunverulega
samkeppni.
Securitas hefur frá
fyrstu tíð boðið við-
skiptavinum sínum hágæða öryggi
sem hefur grundvallast á faglegum
metnaði og miklum fjárfestingum
í tæknibúnaði. Fyrirtækið gat
sleppt þessum fjárfestingum og
farið ódýrari leiðir, sem hefðu verið
á kostnað öryggis viðskiptavina,
en það var ekki gert.
Nýheiji í sömu sæng og
ófagleg öryggisfyrirtæki
Fyrstu skref Nýheija hafa valdið
miklum vonbrigðum, vinnubrögð
virðast ófagleg og ráðist er að
Securitas með róginn að vopni, í
stað uppbyggilegrar fagmennsku.
Virðist sem stjórnendur fyrirtækis-
ins ætli að komast hjá nauðsynleg-
um fjárfestingum og á þann hátt
láta viðskiptavini sína taka ör-
yggislega áhættu til að komast
sjálfir undan að taka fjárhagslega
áhættu.
Nýlega kvað Samkeppnisráð upp
úrskurð vegna erindis Nýheija um
notkun Securifon búnaðar á sím-
stöðvum Pósts og síma. Niðurstaða
ráðsins var að Póst- og símamála-
stofnun ákveði fyrir 1. júlí nk. hvort
hún hyggist veita öryggisfyrirtækj-
um þjónustu sem tengist vöktun
símalína. Sú þjónusta má ekki
raska samkeppni öryggisfyrir-
tækja.
Securitas býðst til að
opna sitt kerfi fyrir
önnur öryggisfyrirtæki
Securitas gerir almennt séð ekki
athugasemdir við þessa niðurstöðu
Samkeppnisráðs og telur eðlilegt
að Nýheiji fái heimild til að setja
Securifon búnað upp á símstöðvum.
Fái Nýheiji ekki heimild til að setja
upp Securifon búnað hefur Securit-
as boðið Pósti og Síma
að taka við Securifon-
kerfi fyrirtækisins og
opna það fyrir keppi-
nautum á öryggissviði.
Ástæða þessa er sú
að Securitas telur á
engan hátt viðsættan-
legt að geta lent í
þeirri aðstöðu að geta
ekki tryggt viðskipta-
vinum sínum að boð
frá öryggiskerfum
þeirra berist til stjórn-
stöðvar. Þannig hefði
virkni samkeppnislag-
anna fært almennt ör-
yggi heimila og fyrir-
tækja niður á óvið-
sættanlegt stig og það á tímum
þegar stuðlað skyldi að hinu gagn-
stæða.
Nýherji „öryggisfyrirtæki"
sem óskar eftir minna öryggi
í greinagerð Samkeppnisráðs
kemur fram að Nýheiji telji' að
Securifon búnaðurinn sé ekki að-
eins ónauðsynlegur heldur veiti
hann falskt öryggi auk þess að
skapa einum aðila einokunarað-
stöðu.
Jafnframt kemur fram að Ný-
heiji telji heppilegra að beina um-
ræddri þjónustu inn á upphringi-
sambönd þangað til Póstur og sími
hafi fundið betri leið.
Hvernig ber að skilja þessar full-
yrðingar? Það er fullkomin mótsögn
í erindi Nýheija. Annars vegar
kvartar fyrirtækið yfir því að fá
ekki að setja upp slíkan búnað
vegna þess að hann hafi veitt Secu-
ritas forskot á markaðinum og ein-
okunarstöðu í fjargæslu og hins
vegar lýsa það þvi yfir að hann sé
ónauðsynlegur og skapi falskt ör-
yggi. Er þekking „öryggisfyrirtæk-
isins“ á Securifon búnaði virkilega
ekki fyrir hendi? Eitt liggur þó fyr-
ir, Nýheiji áttar sig á að til er betri
leið en upphringisamband, saman-
ber ósk um að Póstur og sími finni
betri leið.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Margoft hafa óháðir aðilar verið
fengnir til að gera úttekt á mismun
upphringibúnaðar (robofon) og
Securifon búnaðar. Allar niðurstöð-
ur hafa verið á einn veg, öryggisleg-
ir yfirburðir Securifon búnaðar
umfram upphringilínu eru ótvíræðir.
Guðmundsson
^vi^VV Brúðhjó
Alim boröbiindóur - Glæsileg gjdfdvard
on
Bruðdrlijónd listdr
VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.
Vorvörurnar streyma inn I BÍLSKÚRSHURÐIR
Nýbýlavegi 12, sími 554 44331
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
Verkfræðistofa Snorra Ingi-
marssonar - skýrsla unnin í
apríl 1996:
„í tvöfaldri tengingu Securitas
er hlutverk upphringibúnaðarins
að sjá um að flytja boð og upplýs-
ingar (talsamband) á milli vakt-
stöðvar og notanda en hlutverk
Securifon hlutans er að vakta hvort
símalínan til hnappþegans sé rofin
og flytja viðvörunarboð (án talsam-
bands) ef veljarakerfi símstöðv-
anna bregst.
Jafnframt er rétt að geta þess
að þegar tvö ólik ijargæslukerfi,
sem hvort um sig eru nokkuð ör-
ugg, eru notuð samhliða þá næst
fræðilega séð margfalt hærra ör-
yggi heldur en með hvoru kerfi um
sig.“
Viðurkenning
Brunamálastofnunar
í bréfi frá Brunamálastofnun
ríkisins kemur fram að í reglum
stofnunarinnar um sjálfvirk bruna-
varnarkerfi og flutning boða frá
þeim er ekki heimilað að nota boð-
yfírfærslu sem háð er álagi síma-
kerfisins. Þetta táknar að Securifon
boðyfirfærslan er samþykkt en ekki
Robofon. Upphringibúnaður Ný-
herja stenst ekki kröfur Bruna-
málastofnunar.
Þorvarður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Pósts
og síma:
„Mismunurinn milli þessara
kerfa út frá öryggissjónarmiðum
er aðallega sá að Robofon-kerfið
Virðist sem stjórnendur
fyrirtækisins ætli að
komast hjá nauðsynleg-
um fjárfestingum, segir
Hannes Guðmunds-
son, og á þann hátt láta
viðskiptavini sína taka
öryggislega áhættu.
er aldrei öruggara en símakerfið.
Securifon-kerfið er algjörlega óháð
sjálfvirku stöðvunum og það er
stöðugt vakað yfir ástandi hjá not-
anda. “
Rafteikning hf. verkfræði-
stofa:
Álag á símakerfi.
Robofon- kerfið er háð álagi
símakerfis á sama hátt og hinn
almenni notandi.
Securifon-kerfið er ekki háð álagi
símakerfis.
Verkfræðistofa Guðmundar
Olafssonar:
Úttekt Verkfræðistofu Guð-
mundar Ólafssonar, unnin fyrir
Byggingadeild borgarverkfræðings
í júlí 1986, staðfestir þann mun sem
er á Robofon og Securifon.
Grundvallarmismunur er á því,
með hvaða hætti boð eru flutt til
öryggismiðstöðvar, þegar hættu-
ástand skapast.
Niðurstöður: Kerfi Securitas hef-
ur ótvíræða yfirburði yfir kerfi
Vara varðandi öryggi um að upp-
lýsingar um hættuástand berist til
öryggismiðstöðvar. “
Lokaorð
Að gefa í skyn, eða fullyrða að
öryggisfyrirtæki selji falskt-öryggi
er að höggva að rótum þess fyrir-
tækis. Það kemur á óvart að Ný-
heiji skuli falla í þessa gryfju og
reyna að gera sig gildandi á íslensk-
um öryggismarkaði með því að ráð-
ast að Securitas á jafn lágkúrulegan
hátt.
Securitas vonast til að það sem
hér hefur verið rakið sannfæri
bæði yfirvöld sem og aðra áhuga-
menn um öryggismál um að það
væri stórslys ef Securifon búnaður-
inn væri tekinn niður án þess að
aðrar jafn góðar lausnir standi til
boða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Securitas hf.
Upphaf
sjúkraliðanáms
á Islandi
A ÞESSU vori eru
30 ár síðan 5 sjúkra-
hús; Landakotsspítali,
Landspítali, Borgar-
spítali, Kleppsspítali
og Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, út-
skrifuðu fyrstu sjúkra-
liðana. Með þessu urðu
straumhvörf í hjúkr-
unarmálum hérlendis,
þess vegna eru þetta
merk tímamót.
Nú þegar fólk heyrir
nær eingöngu talað
um samdrátt í starfi
sjúkrahúsa og lokun
deilda, hljómar það
kannski undarlega, að
fyrir rúmum 30 árum var aðalá-
hyggjuefnið skortur á sjúkrarými
og enn meira áhyggjuefni skortur
á hjúkrunarfólki til að sinna sjúkl-
ingum.
í Læknablaðinu 3. hefti 46. ár-
gangs 1962 eru greinargerðir um
þessi mál annars vegar frá upplýs-
inganefnd Læknafélags Reykja-
víkur og hins vegar frá forstöðu-
konu Landspítalans, formanni
Hjúkrunarfélagsins og skólastjóra
Hjúkrunarskólans. í þeim kemur
fram, að í nýbyggingu við Land-
spítalann verði senn tekin í notkun
225 ný sjúkrarými og þegar Borg-
arspítali hefji starfsemi innan
skamms, sé ráðgert að taka í notk-
un 220 sjúkrarými í fyrsta áfanga.
Þana koma því 445 sjúkrarúm til
viðbótar við það sem fyrir er, bara
á þessum tveim spítölum. Sigríður
Bachmann, forstöðukona Land-
spítalans, tekur fram, að þá þegar
sé skortur á hjúkrunarfólki, og að
hann verði geigvænlegur, þegar
þessi viðbót komi til sögunnar jafn-
vel þótt lokið verði byggingu
Hjúkrunarskólans, sem þá var enn
ólokið. Það er í þessu ljósi, sem
skoða verður tilkomu þessa nýja
hjúkrunarfólks - sjúkraliðanna -
og í þessu ljósi er hægt að tala
um straumhvörf í hjúkrunarmálum
hérlendis.
Þegar ég var í námi í Bandaríkj-
unum árið 1962, kynntist ég námi
og starfi hjúkrunarfólks þar í landi,
sem kallað er „practical nurses“.
Það hafði fengið skemmri menntun
en tíðkaðist í hefðbundnum hjúkr-
unarskólum. Þessi hjúkrunarstétt
hafði starfað áratugum saman í
öllum ríkjum Bandaríkjanna og
gefist vel og leyst úr bráðum
vanda, en þar eins og víðar hafði
verið skortur á hjúkrunarfólki.
í þeim umræðum og blaðaskrif-
um um hjúkrunarmál hér, sbr.
Læknablaðið, hafði aldrei verið svo
mikið sem minnst á skemmri
hjúkrunarmenntun sambærilega
við þá, sem „practical nurses“
fengu í Bandaríkjunum. Um haust-
ið þegar ég kom heim skrifaði ég
grein í Morgunblaðið (28.10. 1962)
sem ég nefndi „Er þetta leiðin tii
að ráða bót á hjúkrunarkvenna-
skortinum?". í greininni hvatti ég
til þess, að námi líku því, sem
„practical nurses“ fengu í Banda-
ríkjunum yrði komið á hér á landi,
jafnframt benti ég á, að Rauði
krossinn yrði heppilegur aðili til
að beita sér fyrir þessu máli, en
ég var þá og lengi síðan í stjórn
hans. Þetta hlaut hljómgrunn'inn-
an stjórnar hans.
Dr. Jón Sigurðsson borgarlækn-
ir var á þessum tíma formaður
Rauða kross íslands. Það kom því
í hans hlut að koma þessu máli
áleiðis og árangurinn varð sá, að
á vorþinginu 1965 var nám og starf
þessa nýja hjúkrunarfólks heimilað
með lögum. Ingibjörg
Magnúsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á
Akureyri, stakk upp á
nafninu sjúkraliði sem
starfsheiti í þessari
stétt.
Stjórnendum
Landakotsspítala, prí-
orinnunni systur Hil-
degard og dr. Bjarna
Jónssyni, yfirlækni
spítalans, fannst það
við hæfi, að Landa-
kotsspítali, sem í lang-
an tíma var háskóla-
spítali áður en
Landspítalinn tók til
starfa, yrði fyrstur til að leita til
heilbrigðisyfirvalda um leyfi til að
mennta þessa nýju hjúkrunarstétt.
Með vissum hætti kom kennsla
sjúkraliðanna sem eins konar
framhald af þjálfun, sem príorinn-
an - lærður hjúkrunarkennari -
30 ár eru síðan, segir
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, að fyrstu
sjúkraliðarnir voru
útskrifaðir.
hafði veitt stúlkum til að aðstoða
við hjúkrun á spítalanum. Þessi
þjálfun, sem hófst skömmu eftir
íok heimsstyijaldarinnar 1945 stóð
í allmörg ár, en veitti ekki starfs-
réttindi.
Þegar ég réðst til starfa sem
aðstoðarlæknir á lyfjadeild Landa-
kotsspítala 1. september 1965 var
príorinnan búin að velja alla nem-
endur á væntanlegt sjúkraliðanám-
skeið og sumir komnir til starfa.
Hins vegar var ekki hægt að byija
að kenna, þar sem ekki var búið
að ákveða lengd námskeiðsins og
þar af leiðandi ekki hægt að skipu-
leggja námið. Þetta var auðvitað
afar bagalegt. Þó leið ekki á löngu
áður en ákveðið var að námskeiðið
mætti standa í 8 mánuði með
nokkra mánaða starfsreynslu til
viðbótar. Afleiðing þessarar tafar
varð sú að priorinnan ákvað að
miða formlegt upphaf kennslunnar
við 1. október, en Akureyrarspítal-
inn kaus að miða sitt upphaf við
15. september. Að sjálfsögðu
skipta þessar dagsetningar engu
meginmáli, heldur hitt að 5 spítal-
ar sáu sér fært að hefja kennslu
sjúkraliða á haustdögum 1965 með
sáralitlum fyrirvara og með það
eitt vegarnesti að námskeiðið yrði
8 mánuðir. Engin reglugerð var
þá til um námið. Það var ekki ver-
ið að létta okkur kennurunum
störfin.
Þegar minnst er þessara merku
tímamóta er óhjákvæmilegt að
geta sérstaklega hlutdeildar Rauða
kross Islands við að koma þessu
máli - námi og starfi sjúkraliðanna
- farsællega í höfn. Á rúmlega
70 ára ferli sínum, hefur RKÍ lagt
margt gott af mörkum til heilbrigð-
ismála og er þetta gott dæmi um
slíkt. Príorinnunni í Landakoti,
systur Hildegard, þessari fram-
sýnu og hógværu konu er sömu-
leiðis ástæða til að þakka fyrir
hennar góða framlag til menntunar
hjúkrunarfólks bæði fyrr og síðar.
Heimildir: Læknablað 1962 og
1987 og bók dr. Bjarna Jónssonar,
á Landakoti.
Höfundur er læknir.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir