Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Svavar Guð- brandsson fædd- ist í Ólafsvík 12. des- ember 1935. Hann andaðist i Landspítal- anum aðfaranótt sunnudagsins 2. júni sl. Foreldrar hans voru Guðrún Árn- borg Sigurgeirsdótt- ir, f. 16. maí 1895, d. 9. desember 1981, og Guðbrandur Jó- hannes Guðmunds- son, f. 3. janúar 1887, d. 17. september 1949. Svavar var yngsta barn þeirra hjóna, en þau áttu sex börn: Guðmund, f. 23. maí 1916, d. 27. nóvember 1916; Aðalstein, f. 21. júlí 1918; Karl Ottar, f. 16. október 1919, d. 22. febrúar 1979; Leó, f. 21. ágúst 1921; og Kamillu, f. 29. ágúst 1926. Hinn 6. júní 1958 kvæntist Svavar eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnhildi Óskarsdóttur, f. 13. nóvember 1937. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurðsson, Elsku frændi og vinur. Mér brá illilega, þegar síminn hringdi og Raddý sagði mér fréttim- ar og bað mig að koma uppá spítala. Ég var nýbúin að fá fréttir af spítalanum að allt væri í lagi með þig. Brottför þinni átti ég ekki von á svona snemma. Nú setjumst við ekki niður oftar og ræðum um lífið og tilveruna, hvemig hún hafði mótað okkur öll. Bæði vomm við sammála um að líf- ið væri enginn dans á rósum, allir 'fá sinn skerf. Þú lést ekki bugast af áföllum, þú efldist við hverja raun, gafst ekki upp, stóðst af þér storma lifs- ins. Hlýja þín var ótakmörkuð við öll systkinabörn þín, börn þeirra og barnabörn. Öll finnum við sama söknuðinn. Ekki barstu áhyggjur þínar á torg, en allir vissu að þær voru til staðar. Þú varst vakandi yfir okkur öllum af lifí og sál. Þegar aðstæður mínar breyttust og ég var atvinnulaus, bauðstu mér vinnu. Ég man eftir pakkanum sem þú lést í frystinn minn - ekki orð um hvað það væri, sagðir bara „það era að koma jól“. Eg man þegar ég lá veik vestur í Ólafsvík og fékk Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÉm MIFTLEIDIR f. 13. október 1906, d. 25. sept- ember 1988, og Steinunn Sigurð- ardóttir, f. 23. desember 1907, d. 18. desember 1940. Sonur Svav- ars og Ragnhildar er Svavar Geir, f. 26. desember 1972, menntaður íþróttakennari. Svavar nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1965. Hann starfaði sem rafvirki bæði i Ólafsvík og Reykjavík fram til ársins 1980, þegar hann hóf störf hjá Ákvæð- isvinnustofu rafiðna. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Félag íslenskra rafyirkja og Rafiðnað- arsamband Islands og gegndi stöðu forstöðumanns Ákvæðis- vinnustofunnar frá 1986. Svavar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. að liggja í herberginu þínu í Grænu- hlíðinni, þá lastu fyrir mig bók, sem þú áttir sem barn. Þessa bók gafstu mér. Þegar Svavar Geir fæddist kom ég með hana, því mér fannst að hann ætti að fá hana. Alltaf varstu lesandi, enda mjög vel lesinn, og vel heima í svo mörgu. Þú varst guðfaðir sona minna, enda hringdu þeir báðir í þig á afmælis- daginn þinn þegar þeir komu til mín í mat, annar frá Svíþjóð, hinn frá Englandi, og vildu tala við „The Godfather". Ég man hvað þú varst glaður, að þeir skyldu muna eftir deginum. Ég man þegar þið Raddý vorað nýgift og fóruð að versla í búið og ég fékk að fara með. Á þeim tíma var svarta smíðajárnið nýkomið og ég fékk að velja hilluna, sem var keypt, þá var ég montin. Þegar ég og synir mínir þurftum á styrk og vináttu að halda stóð ekki á þér, þótt þú þyrftir styrk líka. Þú stóðst sem klettur með okkur þegar mamma mín hún systir þín slasaðist. Þá opnaðir þú faðm þinn fyrir okkur og þegar ég var að reyna að vera sterk strákanna vegna, tókst þú við, þér leið ekkert betur sjálfum, en þú_ gleymdir þér og gafst okkur allt. Ég gat og get aldrei þakkað þér nógu mikið fyrir að vera okkur slíkt akkeri, sem þú varst mér þá og gegnum árin. Það eru ekki margir dagar síðan þú hringdir og spurðir hvort þú værir ekki örugglega á bókunarlist- anum með fluginu til Færeyja, þú vildir vera viss um að þú kæmist með í brúðkaupið hans Einars Skúla. Þú sagðir: „Olga, ég veit þú trúir ekki hvað mig langar, auðvitað kem ég.“ Eg veit þú verður með okkur hafir þú tök á því. Það er sárt að kveðja þig, elsku frændi, en það kemur að því að við hittumst aftur. Á meðan höfum við hvert annað eins og sonur þinn sagði við mig. Takk fyrir allt og allt. Þín systurdóttir, Olga. Dreyrir dögg dag lok lúta líf grös lágnætti að mold fyrst er sízt skyldu. (Gísli Ágúst Gunnlaugsson.) Kær frændi og vinur, Svavar Guðbrandsson, er látinn. Ein af okkar fyrstu minningum um Svavar er frá því að hann og Ragnhildur eiginkona hans hófu búskap í kjall- aranum heima hjá okkur í Brautar- holti 5 í Ólafsvík. Svavar var einstaklega hlýr og umhyggjusamur í okkar garð og síðar lét hann sér einnig annt um börnin okkar. Það var alveg sama hvar og hvenær við hittumst, alltaf voru móttökumar jafn hlýjar. Við hann gátum við rætt um allt milli himins og jarðar. Það skipti ekki máli hvort umræðuefnið var eitt- hvert áhyggjuefni okkar eða bara spjali um lífíð og tilverana, hann var alltaf tilbúinn til að hlusta og ræða málin. Svavar var áhugasamur um menn og málefni og átti sér mörg áhuga- mál. Mætti þar til dæmis nefna ættfræði. Þann áhuga má glöggt sjá í niðjatali er hann tók saman í tilefni ættarmóts fjölskyldunnar sumarið 1993. Svavar hafði ætíð sterkar taugar til Ólafsvíkur, þar sem hann var fæddur og uppalinn, og var þar tíð- ur gestur eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Sýnir það ef til vill þann hug er hann bar til fæðingar- bæjar síns, að síðastliðinn vetur gaf hann bókasafninu þar stóra bóka- gjöf úr safni sínu. Svavar var vinmargur og rækti vel bæði frændsemi og vinskap. Við minnumst Svavars með hlý- hug og söknuði. Elsku Raddý og Svavar Geir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigríður, Sjöfn, Guðrún og Þórheiður. Svavar Guðbrandsson, föðurbróð- ir okkar, lést um aldur fram á sjó- mannadaginn úr illkynja sjúkdómi eftir skamma sjúkdómslegu. Hann tengist strax æskuminningum okk- ar frá Grænuhlíð í Ólafsvík. Þar bjuggu foreldrar okkar á efri hæð- inni en amma okkar og afi, þau Guðrún og Guðbrandur, ásamt Sva- vari, sem var yngstur barna þeirra, bjuggu á neðri hæðinni. Afi lést þegar Svavar var um fermingu. Svavar sótti skóla utan Ólafsvík- ur á veturna en var heima á sumrin við ýmis störf, alla tíð á meðan hann var í námi. Hann stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykja- vík og vann _við þá iðn þar til hann hóf störf á Ákvæðisvinnustofu raf- iðna, en henni veitti hann forstöðu allt til dauða dags. Það sem einkenndi Svavar strax á unglingsárum var áhugi hans á hvers konar söfnun. Við minnumst þess að Svavar safnaði t.d. leikara- myndum þegar hann var unglingur. Eitt sinn gaf hann Ástu mynd sem hana hafði lengi langað í en í stað- inn burstaði hún skóna hans því hann var að fara á ball með strák- unum. Hann átti mikið safn hljóm- platna og var ónískur á að leyfa okkur að hlusta á þær, en við urðum að fara varlega með plöturnar því sumar voru svo brothættar. Einu sinni kallaði hann á alla krakkana í fjölskyidunni til að sýna okkur það nýjasta í hljómplötugerð, en það var vinylplatan svokallaða. Þessi hljóm- plata fékk m.a. að svífa um herberg- ið til sannindamerkis um það að hún væri óbrjótanleg. Þetta voru skemmtilegar stundir. Á árinu 1958 kvæntist Svarvar eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragn- hildi Óskarsdóttur. Þegar við flutt- um í Brautarholt í Olafsvík leið ekki á löngu þar til Svavar og Raddý I Krossar TT á leiði I vióarlitog málaSjr Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Símí SSS S929 og SSS S73S fluttu þangað einnig. Búskap sinn byijuðu þau í kjallaranum hjá Maju og Steina, elsta bróður Svavars, en seinna keyptu þau efri hæðina í húsinu okkar, sem var handan göt- unnar og var mikill samgangur með fjölskyldum okkar. Á þessum árum voru þau barnlaus og létu þau sér í léttu rúmi liggja bægslaganginn í okkur, því oft var fjöragt á neðri hæðinni hjá okkur enda systkinin fimm. Hinum megin við götuna bjuggu Maja og Steini með dætrum sínum fjórum ásamt ömmu sem bjó í kjallaranum hjá þeim. Þetta var sannkölluð stórfjölskylda, sem bjó á sama stað og slitum við barnskónum undir verndarvæng hennar. Þar kom að leiðir skildu. Svavar flutti með konu sinni til Reykjavíkur og starfaði þar að iðn sinni. Þrátt fyrir að lengra væri nú á milli okk- ar héldust fjölskylduböndin jafn traust. Hjáipsemi Svavars var mik- il. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa okkur við nánast hvað sem var og skipti þá ekki máli hvort verið var að setja upp ljós eða byggja hús. Hugur Svavars var oft fyrir vestan enda var hann Ólsari í húð og hár og unni staðnum mjög og vildi hag hans sem mestan. Fyrir tveimur árum síðan héldu afkom- endur langömmu og langafa okkar, þeirra Steinunnar og Sigurgeirs í Ólafsvík, ættarmót. Svavar átti stóran þátt í undirbúningi þess og gerð niðjatals sem gefið var út í tilefni ættarmótsins enda var áhugi hans á ættfræði mikill. Árið 1972 eignuðust þau soninn Svavar Geir sem hefur verið þeim einstaklega kær. Hann býr enn í foreldrahúsum og hefur verið for- eldrum sínum stoð og stytta. Elsku Raddý og Svavar Geir. Við flytjum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill, en munið það að samleiðinni er aðeins lokið í bili. Við kveðjum kæran frænda okkar með sárum trega og biðjum þess að hann fái góðan byr. Ásta Lára og Guðbrandur. Þegar ég fór að sækja fundi hjá Félagi íslenskra rafvirkja um 1970 tók ég fljótlega eftir því hveijir voru í forsvari fyrir samtök rafiðnaðar- manna. Svavar var einn þessara manna. Hann var eins svo margir í verkalýðshreyfingunni, áhugamað- ur um öll þjóðmál, skapmikill hug- sjónamaður sem fór mikinn í um- ræðum á fundum og á kaffistofum. Svavar var í stjórnun og trúnað- arráðum og mörgum nefndum í Félagi íslenskra rafvirkja um árabil og var gjaldkeri 1980 - 87. Hann sótti öll þing Rafiðnaðarsambands íslands og sat mörg ASÍ þing. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1965 og starfaði hjá nokkrum fyrirtækjum við þá iðn þar til hann hóf störf á Ákvæðisvinnustofu rafiðna 1980 og varð forstöðumaður 1986. Þar starf- aði hann til dauðadags. Fastur vinnutími er óþekkt fyrirbrigði hjá mönnum eins og Svavari. Þær voru ófáar helgarnar og kvöldin þar sem hann lá yfir útreikningum á tilboð- um eða úppgjöram verka. Hann barðist fyrir útbreiðslu ákvæðis- vinnunnar og mætti á alla fundi hjá samtökum rafiðnaðarmanna til þess. Hann kenndi einnig á nám- skeiðum við Rafiðnaðarskólann notkun taxtans og áætlana- og til- boðsgerð. Svavar naut ekki alltaf sannmælis fyrir þessa baráttu sína, eins svo oft á við um hugsjóna- menn. Þeir verða fyrir barðinu á úrtölumönnum og þá reynir oft á hversu harður skrápurinn er. Svavar tók inn á sig ósanngjörn ummæli og sveið undan þeim og ræddi þau í þröngum vinahóp. Við Svavar urðum nágrannar 1984 um sama leiti voru vinnustað- ir okkar fluttir undir sama þak. Á þessum tíma tókust með okkur náin vinskapur og hefur hann verið einn af mínum bestu vinum síðan. Oft bar ég undir hann þau mál sem ég var að vinna að og fékk góð ráð hjá honum. Einn af kostum þess að starfa í fjöldasamtökum er að mað- ur hittir gífurlegan fjölda fólks. Þetta nýtti Svavar sér vel, hann var víðlesinn og margfróður og safnaði á legsteinum úr graníti, marmara o.fl. teg.j Verð frá ^20,340 SÓLSTEINAR Opið kl. 13-18 alla virka daga Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555. SVAVAR GUÐBRANDSSON að sér upplýsingum um ættfræði og var vel að sér í þeim efnum. Hann var einn af aðalhvatamönnum um útgáfu Rafvirkjatals og veitti mikla aðstoð við gerð þess. Hann var góður íslenskumaður, oft var texti sendur til hans og fengnar til- lögur um hvað betur mætti fara. Svavar skapaði sér gott álit innan stéttarinnar ef risu upp deilumál um frágang verka og var fenginn til þess að meta aðstæður og til þess að leggja dóm á mál. Honum var ætíð gefið sjálfdæmi og ég man ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem aðilar felldu sig ekki við niðurstöðu hans. Á lífsleiðinni þurfti Svavar -að takast á við persónuleg vandamál og gerði það af festu og ákveðni. Fyrir tæpum tveim árum mætti hann þeim Skuggabaldri sem sem við hræðumst öll hvað mest. Svavar tók strax rétt á því vandamáli og augljóst var að hann hafði af fyrri áföllum lært að takast á við svona mál. Eftir Helen Keller er haft : “Snúðu andlitinu að sólinni, þá sérðu ekki skuggann". Þessi orð lýsa vel hvernig Svavar tókst á við sjúkdóm sinn og vakti með því aðdáun sam- starfsmanna og vina sinna. Á sokkabandsárum sínum í Olafs- vík kynntist Svavar ungri stúlku úr Þykkvabænum Ragnhildi Óskars- dóttur sem hann síðar giftist. Hún er mikil hagleikskona og bjó þeim mjög fallegt heimili. Sonur þeirra er Svavar Geir íþróttakennari. Það er stundum erfítt að vera eiginkona manns sem er í verkalýðsforystu. Oft verða þeir fyrir barðinu á óskammfeilnum ágjöfum og lenda í hörðum rimmum og þá er stundum erfitt að skipta um skap áður en heim er komið. Það þarf sérstakar eiginkonur til þess að vera giftar mönnum í verkalýðsforystu, Raddý er ein af þeim. Við rafiðnaðarmenn stöndum í mikilli þakkarskuld við Svavar fyrir störf hans og ekki síð- ur margskonar vinarþel sem hann hefur sýnt okkur og sumum af okk- ar mönnum þegar þeir hafa orðið að takast á við samskonar vandan- mál og hann glímdi við á sínum tíma. Ég flyt honum þakkir og kveðjur frá samtökum rafíðnaðarmanna og fjölskyldu minni og sendi Ragnhildi og Svavari Geir innilegar samúðar- óskir. Guðmundur Gunnarsson. Það var sólbjartur dagur og fal- legt sumarveður, þegar skyndilega dró fyrir sólu og dimmdi. En það var ekki úti heldur inni. Minningamar streymdu hjá á andartaki og rannu smám saman í eitt. Við tók löng og djúp þögn saknaðar. Af hveiju? Ommubróðir minn, guðfaðir og fyrirmynd var dáinn, - þú, sem átt- ir alltaf tíma aflögu og stað í hjarta þínu fyrir okkur, - vinur okkar og vemdari. Það var sama hvað bjátaði á, þú varst til staðar, huggaðir okk- ur og hertir okkur upp. Hvað sem við tókum okkur fyrir hendur, rétt- irðu alltaf hjálparhönd. Þú varst alltaf áhugasamur um það, hvað við aðhöfðumst og vildir vita hvernig lífið gengi hjá okkur. Þú vildir alltaf gleðja okkur. Ég veit ég gæti endalaust talið upp hluti og atvik, sem eru nú horn- steinar minningarinnar um þig, en ég læt það vera. Það vita allir hvaða mann þú hefur að geyma. Elsku frændi, takk fyrir allar samverustundirnar, og takk fyrir alla þína ást og alúð. Takk fyrir alla þá hjálp, sem þú veittir okkur. Takk fyrir allan þann tíma, sem þú gafst okkur og allan þann áhuga sem þú sýndir okkur. Takk fyrir að hafa verið til staðar, að vera um- hyggjusamur vinur. Takk fyrir að hafa verið mér svo góður og svo mikil fyrirmynd þessi ár. Elsku Svavar, takk fyrir að hafa verið til! Hrannar Már. Með örfáum orðum vil ég fyrir mína hönd og Landssambands ís- lenskra rafverktaka minnast sam- starfsmanns og vinar, Svavars Guð- brandssonar rafvirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.