Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 19 ERLENT Forsetakosningarnar í Rússlandi um helgina Jeltsín telur signr vísan á sunnudag Reuter BORIS Jeltsin, forseti Rússlands, dansar við söngkonu á popptón- leikum í borginni Rostov í suðurhluta landsins, þar sem hann var á kosningaferðalagi í gær. Skoðanakannanir benda til þess að hann fái ekki nægilegt fylgi Moskvu, Budapest. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í sjónvarpsviðtali á sunnu- dagskvöld telja að hann næði kjöri í forsetakosningunum næstkom- andi sunnudag. Þrjár nýjar skoð- anakannanir, sem birtar voru um helgina, benda til þess að Jeltsín sé enn að sækja í sig veðrið en fái þó ekki meirihluta atkvæðanna, sem nægir til að ná kjöri í fyrri umferð kosninganna. I könnununum þremur sögðust 34,5-37% aðspurðra ætla að kjósa Jeltsín í fyrri umferðinni á sunnu- dag, en 15,9%-26% Gennadíj Zjúg- anov, frambjóðanda kommúnista. Aðrir frambjóðendur eru með 7% fylgi eða minna. Rússneskar skoðanakannanir hafa ekki reynst áreiðanlegar og fréttaskýrendur segja að margir þátttakendanna svari spurningun- um eins og þeir telji að ætlast sé til af þeim en láti ekki eigin skoðanir í ljós. Skekkjumörkin í könnunum eru sögð 4% og margir kjósendanna sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. 49-52% stuðningur í síðari umferðinni í einni könnuninni sögðust 52% aðspurðra ætla að kjósa Jeltsín í síðari umferðinni í júlí og 36% Zjúganov. í annarri könnun sögð- ust 49% ætla að kjósa forsetann og 31% Zjúganov ef velja þyrfti á milli þessara tveggja frambjóðenda í síðari umferðinni. Kjörstjórnin skráði ellefu fram- bjóðendur í kosningunum en einn þeirra, kommúnistinn Amman Tulejev, hefur ákveðið að draga sig í hlé. „Innsæið segir mér að ég vinni sigur í fyrri umferðinni. En auðvit- að er það þjóðin sem ræður. Annaðhvort þekki ég ekki þjóðina eða að niðurstaðan verður þessi,“ sagði Jeltsín í viðtali við sjónvarps- stöðina NTV. Hann sagði ennfrem- ur að stuðningsmenn hans þyrftu ekki að óttast að kommúnistar gætu beitt kosningasvikum til að tryggja sér sigur og kvaðst ætla að kveða niður hugsanleg götu- mótmæli kommúnista ef frambjóð- andi þeirra tapaði. Jeltsín kvaðst ætla að velja þann sem hann vildi að tæki við af sér innan þriggja^ ára. „Eg hef þijá menn í huga. Ég fylgist með þeim, hvemig þeir þroskast í pólitíkinni. Eftir þijú ár get ég svarað þessu betur.“ Kosið áný 3. júlí? Sergej Fílatov, einn af helstu samstarfsmönnum Jeltsíns, sagði í gær að síðari umferð kosning- anna kynni að fara fram miðviku- daginn 3. júlí. Hingað til hefur verið gengið út frá því að kosið verði á sunnudegi, annaðhvort 7. eða 14. júlí. Margir Rússa verða í sumarbústöðum sínum þessar helgar, einkum þá síðari, og að sögn Fílatovs þykir miðvikudagur- inn 3. júlí góður kostur til að tryggja sem mesta kjörsókn. Fréttaskýrendur telja að mikil kjörsókn auki sigurlíkur Jeltsíns en lítil kjörsókn verði Zjúganov í hag. Stalín lofsamaður Ungverska dagblaðið Magyai Hirlap birti í gær viðtal við Zjúg- anov þar sem hann fer lofsamleg- um orðum um Jósef Stalín og seg- ir hann hafa látið handtaka færri menn en ráðamenn í Rússlandi nú. „Hefði hann lifað í fimm eða sex ár til viðbótar hefðu Sovétríkin orðið ósigrandi í margar aldir,“ hefur blaðið eftir frambjóðandan- um. Ennfremur er haft eftir Zjúg- anov að „útlendingar" í sovésku leyniþjónustunni KGB og forystu- sveit kommúnistaflokksins, gyð- ingar og Georgíumenn, hefðu stað- ið fyrir hreinsunum á valdatíma Stalíns. Zjúganov hefur forðast að lof- sama Stalín í kosningabaráttunni og í viðtölum við erlenda frétta- menn hefur hann lýst sér sem jafn- aðarmanni að vestrænni fyrir- mynd. Heimsmeistaraeinvígi FIDE Jafntefli í þriðju skákinni í Elista Anatolí Karpov og Gata Kamsky sömdu um jafntefli í þriðju skák- inni í heimsmeistaraeinvígi Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE) í Elista í Kalmykíu í gær. Stórmeistararnir standa því jafnir að vígi, með 1 'A vinning hvor. Karpov vann fyrstu skákina á fimmtudag en Kamsky bar sig- urorð af honum í annarri skák- inni á laugardag. Karpov hafði hvítt í þriðju skák- inni. Kamsky tefldi rólegt afbrigði í drottningarindverskri vörn með svörtu og lét það ekkert á sig fá að Karpov hefur náð mjög góðum árangri gegn því. FIDE heims- meistarinn fékk ívið betri stöðu á hvítt, en tókst ekki að bijóta vam- ir Kamskys á bak aftur. 3. einvígisskákin: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Gata Kamsky Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - Bb4 6. Bd2 - Be7 7. Bg2 - c6 8. Bc3 - d5 9. Re5 - Rfd7 10. Rxd7 - Rxd7 11. Rd2 - 0-0 12. 0-0 - Hb8 13. Hel - b5 14. c5 - e5 15. dxe5 - Rxc5 16. a3 - Re6 17. b4 - d4 18. Bb2 — c5 19. bxc5 — Bxc5 20. Re4 — Be7 21. e3 — dxe3 22. Hxe3 - Dxdl 23. Hxdl - Bb7 24. Hd7 - Bxe4 25. Hxe7 - Bxg2 26. Kxg2 - a5 27. Ha7 - Ha8 28. Hxa8 - Hxa8 29. Hb3 - Hb8 30. Bc3 - a4 31. Hbl - Hc8 32. Ba5 - Hc5 33. f4 - f6 34. exf6 - gxf6 35. Hdl - Kf7 36. Hd7 - Kg6 37. Kf3 - Hc4 38. Ke3 - Rc5 39. Hd5 - Kf7 40. Bb6 - Hc3+ 41. Kd4 - Hc4+ 42. Ke3 - Hc3+ 43. Ke2 - Re4 44. Hxb5 - Hxa3 45. Ha5 - Kg6 46. Bd4 - h5 47. Be3 - f5 48. Ha6+ - Kf7 49. Ha5 Kg6 og hér var samið jafntefli, þar sem hvorugur vill reyna að hætta við þráskákina. Andófsmaður látinn laus KÍNVERJAR létu á sunnudag laus- an andófsmanninn Ren Wanding eftir sjö ára fangelsisvist fyrir þátt- töku í kröfugöngum og -fundum fyrir auknu lýðræði í Kína árið 1989. Kona Rens, Zhang Fengying, sagði í samtaíi við Reuter-frétta- stofuna að hann hefði komið til heimilis sfns í Peking í fylgd lög- reglu og fimm klukkustundum síð- ar hefði hann haldið af fúsum og fijálsum vilja til hafnarborgarinnar Dalian, sem er vinsæll ferðamanna- staður á norðausturströnd Kína. Áður hafði kona Rens sagt að lögregla hefði fært hann brott en kvaðst síðan ekki muna eftir að hafa látið þau orð falla. Ren var dæmdur í sjö ára fang- elsi í kjölfarið á því að látið var til skarar skríða gegn lýðræðissinnum á Torgi hins himneska friðar 4. júní árið 1989. Hann hefur verið framar- lega í mannréttindabaráttunni í Kína frá árinu 1978 og var fyrst handtekinn árið 1979. 70 farast við Eritreu Asmara. Reuter. TALIÐ er að rúmlega 70 manns hafi farist þegar kviknaði í skipi undan ströndum Eritreu á fímmtu- dag. Ríkisútvarp Eritreu greindi frá þessu í gær og sagði að 33 mönnum um borð hefði verið bjargað úr skip- inu, sem var á leið til Saudi Arabíu. Sagt var að um borð í skipinu hefðu verið 105 manns, sem hugð- ust smygla sér til Saudi Arabíu. Flestir þeirra, sem létust hefðu verið Eþíópíumenn. Ekki er vitað hvað olli eldsvoðan- um. Lúxusútgáfa á einstöku tilboði Við vorum að fá til landsins sérstaka lúxusútgáfu af Volvo 850 sedan á einstöku tilboðsverði. 7 m y; ■ . Tilboðið er fólgið í því að þú færð frían aukahlutapakka að verðmæti hvorki meira né minna en 137.400 kr. í þessum pakka er: • Líknarbelgur fyrir farþega • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Þokuljós • SC-800 útvarp/segulband • 8 hátalarar • Armpúði að framan m/glasahaldara • Volvo taumottur Athugið að einnig er tilboð á Volvo 850 station. VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Volvo 850 sedan kostar með þessum aukahlutum auk ríkulegs staðalbúnaðar frá aðeins: 2.648.000 lci*. StCJI*. sjálfskiptur. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010 c c i £ V o <0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.