Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 15 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÖRN og Marit í nýja gróðurhúsinu. Ný aðferð við byggingu gróðurhúsa Syðra-Langholti - Nú nýlega var byggt gróðurhús hjá Marit og Emi Einarssyni bændum á garðyrkjustöð- inni Silfurtúni á Flúðum með nýrri og ódýrari byggingaraðferð en venja hefur verið við byggingu gróðurhúsa. Húsið er 1.500 fm plasthús og er plastdúkurinn klæddur á stálgrind. Húsið er flutt inn frá Bretlandi og er byggingaverð þess aðeins um þriðjungur af verði venjulegs gler- húss. Örn segir að veruleg reynsla sé komin á þessa byggingaraðferð víða erlendis og eru hús til hinna margvís- legustu nota byggð úr sams konar efni en dúkurinn er þá mismunandi þykkur eftir því sem hentar hvetju sinni. Plastdúknum er ætlað að end- ast a.m.k. í 5 ár. Alltaf er hætta á áfoki en nýja húsið að Silfurtúni er staðsett í skjóli stórra aspartrjáa á alla vegu. Mikill áhugi er meðal garð- yrkjubænda að fylgjast með hvernig þetta nýja gróðurhús reynist. Verið er að ganga frá hitalögn en síðan verða jarðarber ræktuð í húsinu. Um 2.500 fm eru undir gleri í gróðurhúsum í Silfurtúni og ein- göngu ræktaðir í þeim tómatar, einn- ig er þar veruleg útirækt á káli. Safnað fyrir hrút Vopnafjörður - Guðbjörg Lilja Jónsdóttir var að tjalda einn dag- inn fyrir stuttu. Hún sagðist ætla að halda tombólu í tjaldinu síðar um daginn. Hún væri að safna fyrir hrút til að setja á gimbrina sína. Hrúturinn þyrfti að vera svartur og hvítur eins og gim- brin, því hún ætlaði að fá svört og hvít lömb. Hún hafði frétt af slíkum hrúti, sem reyndar væri bara gimbill ennþá, en hann fengi að verða gamall tók hún fram, því hann ætti að gagnast mörgum ám. „Það er verst að svona hrútur getur kostað um 8.000 krónur“, bætti Guðbjörg við og bjóst nú ekki við að henni tækist að afla þess fjár á einni tombólu. Hver var svo að tala um að unga fólkið í dag væri hætt að hugsa fyrir hlutunum? Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Jóhann D. Jónsson ferðamála- fulltrúi og Jón Björn Skúlason atvinnumálaráðgjafi. Viðtalstímar í öllum sveit- arfélögum Vogum - Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur ákveðið að hafa opna viðtals- tíma í öllum sveitarfélögum á Suð- urnesjum. Jón Björn Skúlason, atvinnu- málaráðgjafi, segir að hér sé verið að auka þjónustuna og bæta tengsl- in við bæjarskrifstofurnar í sveitar- félögunum. Það er markmiðið að atvinnumálaráðgjafí og ferðamála- fulltrúi verði til viðtals enda vanir að starfa mikið saman. Jón Björn segir að boðið verði upp á fasta viðtalstíma sem tilraun út árið og að þeim tíma liðnum verði málið skoðað að nýju. Hann segir að þó skrifstofan sé rekin af Reykjanesbæ komi fé til rekstursins einnig frá hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Korthafar EUROCARD geta valið um að greiða kreditkorta- reikningana sína annan* eða sautjánda** hvers mánaðar. Með því að bjóða upp á tvo greiðsludaga kemur EUROCARD til móts við korthafa sína og lagar sig að þörfum þeirra sem fá laun sín greidd í lok hvers mánaðar, tvisvar í mánuði eða vikulega. Hafðu samband við bankann þinn eða okkur í síma 568 5499. * Úttektartímabil: 18. hvers ménaðartil 17. næsta mánaðar. ** Úttektartímabil: 1.-31. hvers mánaðar. EUROCARD á íslandi • KREDITKORT HF. • ÁRMÚLA 28 - 30 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 568 5499 HVlTA HÚSIO / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.