Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11.JÚNÍ1996 27 LISTIR Málþing um William Morris Þýðingar, skáldskapur og meintar lietjudáðir Málþing um enska rithöfundinn, nytjalista- manninn og Islandsvininn William Morrís (1834-1896) var haldið í Þjóðarbókhlöðunni síðastliðinn laugardag. Þröstur Helgason sótti þingið þar sem fjórir fyrirlesarar fluttu erindi um þýðingar Morris á íslenskum forn- ' 3* sögum, skáldskap hans og ferðir til Islands. WILLIAM Morris þekkja íslendingar einna helst af áhuga hans á íslandi og ís- lenskri menningu en síður af skáldskap hans og hönnun. Morr- is hefur verið nefndur upphafsmaður nútíma- hönnunar en hann gagnrýndi mjög ptjál og ofskrúð viktor- ískrar hönnunar og lagði höfuðáherslu á einfaldleika og nota- gildi húsgagna sinna. I skáldskap er Morr- is hins vegar þekktur fyrir flókna framsetn- ingu, skrúðmikinn og fornyrtan stíl. Morris þýddi margar íslendinga sagna í samvinnu við Eirík Magnússon, bókavörð í Cambridge, sem kenndi honum jafnframt íslensku. SVEINN Haralds- son fjallaði um þýðingar Morris á Islendinga sögum. Stílfærðar íslendinga sögur í erindi Sveins Har- aldssonar, BA, um þýðingarnar kom fram að hinn flúraði stíll ein- kenni þær einnig. Taldi Sveinn að þrátt fyrir að Morris næði ekki fram hinum ein- falda stíl íslendinga sagnanna í þýðing- unum tækist honum að leiða lesandann inn í ákveðinn miðalda- heim og væri það meg- inkostur þeirra. Þýðingarsamstarf þeirra Morris og Eiríks var annars nokkuð sér- stakt; Eiríkur þýddi fyrst frumtextann orðrétt á ensku en svo umskrifaði Morris enska textann og færði í stílinn. Eiríkur hefur þannig fyrst og fremst reynt að fínna frumtextanum merkingar- legt jafngildi á ensku en Morris hefur svo reynt að koma til skila þeim áhrifum sem hinn forni sagna- heimur hefur haft á hann. Gary L. Aho, prófessor við The University of Massachusetts í Amherst í Bandaríkjunum, sem flutti erindi um samstarf Eiríks og Morris, sagði að mikilvægi Eiríks fyrir Morris hefði umfram allt verið falið í því að hann var fræðimaður á sviði forn- fræða sem Morris var ekki; það er fræðimennska Eiríks sem hefur gert þýðingarnar jafnverðmætar og raun ber vitni, sagði Aho. Skáldskapur Morris Morris þýddi ekki aðeins íslensk- ar fornsögur heldur orti og ljóð byggð á þeim. Um eitt þeirra fjall- aði Marín G. Hrafnsdóttir, MA, í erindi sínu, The Lovers of Gudrun, sem byggt er á Laxdæla sögu. Ljóð- ið naut almennra vinsælda í Bret- landi ólíkt mörgum fyrri ljóðum Morris sem eins og áður sagði þótti rita tyrfinn stíl. í erindinu kom fram að Morris víkur aldrei alveg frá söguþræði fyrirmyndarinnar en veitti sér ákveðið frelsi í meðferð og túlkun efnisins. Þannig er Guð- rún Ósvífursdóttir ekki sú kona í ljóðinu sem við þekkjum í Laxdælu; tekur hún nokkuð mið af ritunar- tíma ljóðsins, hinni viktoríönsku kvenímynd; hreinleika, fegurð, næmni, sakleysi en einnig að vissu leyti brjálsemi. . Morris ferðaðist um ísland sumr- in 1871 og 1873; heimsótti hann Morgunblaðið/Jón Svavarsson GARY L. Aho spjallar við gesti málþingsins, sem var ágætlega sótt, um samstarf þeirra Morris og Eiríks Magnússonar, bóka- varðar í Cambridge. söguslóðir Njálu, Eyrbyggju og Laxdælu. Morris hélt dagbækur á ferðum sínum um landið og lýsir þar landi og þjóð og segir frá ýms- um þeim ævintýrum sem þetta hijóstruga land leiddi hann í. Andrew Wawn, háskólakennari við háskólann í Leeds á Englandi, sagði þó í fyrirlestri sínum, sem nefndist William Morris: The Myths and the Realities, að óþarft væri að kalla það hetjulegt afrek hjá Morris að hafa heimsótt ísland á þessum árum, enda hefðu íslendingar þá þegar verið farnir að gera landið út á ferðamenn. *• Wawn skoðaði kvæði sem Morris orti um haug Gunnars á Hlíðarenda og sendi Jóni Sigurðssyni til yfír- lestrar. Vildi Morris að kvæðið yrði þýtt á íslensku og birt en Jón sendi það til baka með þeirri orðsendingu að honum þætti þetta lélegur kveð- skapur og teldi enga ástæðu til að þýða hann og birta. Var Jón einkum ósáttur við að Morris lýsti landinu sem gráu. Wawn benti hins vegar á að grái liturinn í skáldskap Morr- is hafi ekki verið tákn litleysis, heldur þvert á móti. Sagðist Wawn því telja að Jón hefði fellt ranglát- an dóm um þetta kvæði. Þögnin rofin Á þinginu kom fram að lengi hafi þögnin umlukið William Morr- is og verk hans á íslandi. Marín benti til dæmis á að lítill gaumur hafi verið gefinn að The Lovers of Gudrun á meðal íslenskra fræði- manna. í þýðingum og skáldverk- um Morris hljóta hins vegar að liggja merkilegar heimildir um við- tökur erlendis á íslenskum fornbók- menntum á síðustu öld; er einkum forvitnilegt að skoða til hvers árekstur þessara tveggja tíma og menningarheima leiða. Vonandi hefur þögnin verið rofin. Á laugardaginn var opnuð sýn- ing á verkum Williams Morris í Þjóðarbókhlöðunni, meðal annars á þýðingum hans, ferðabók frá ís- landi og bréfaskiptum við íslend- inga. Einnig eru til sýnis dæmi um bókagerð hans. IBALENO Vegna lœkkunar á vörugjaldil Suzuki Baleno 1,6 GLX beinskiptur: Var 1.375.00,- kr. NÚNA: 1.280.000,- kr. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKI • Afl og öryggi • m SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Suzuki Baleno 1,6 GLX sjálfskiptur: Var 1.495.00kr. NÚNA: 1390.000,- kr. En flýttu þér! Aðeins nokkrir bílar afliendingar strax!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.