Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11.JÚNÍ1996 27
LISTIR
Málþing um William Morris
Þýðingar, skáldskapur
og meintar lietjudáðir
Málþing um enska rithöfundinn, nytjalista-
manninn og Islandsvininn William Morrís
(1834-1896) var haldið í Þjóðarbókhlöðunni
síðastliðinn laugardag. Þröstur Helgason
sótti þingið þar sem fjórir fyrirlesarar fluttu
erindi um þýðingar Morris á íslenskum forn-
' 3*
sögum, skáldskap hans og ferðir til Islands.
WILLIAM Morris
þekkja íslendingar
einna helst af áhuga
hans á íslandi og ís-
lenskri menningu en
síður af skáldskap
hans og hönnun. Morr-
is hefur verið nefndur
upphafsmaður nútíma-
hönnunar en hann
gagnrýndi mjög ptjál
og ofskrúð viktor-
ískrar hönnunar og
lagði höfuðáherslu á
einfaldleika og nota-
gildi húsgagna sinna.
I skáldskap er Morr-
is hins vegar þekktur
fyrir flókna framsetn-
ingu, skrúðmikinn og
fornyrtan stíl. Morris
þýddi margar íslendinga sagna í
samvinnu við Eirík Magnússon,
bókavörð í Cambridge, sem kenndi
honum jafnframt íslensku.
SVEINN Haralds-
son fjallaði um
þýðingar Morris á
Islendinga sögum.
Stílfærðar
íslendinga sögur
í erindi Sveins Har-
aldssonar, BA, um
þýðingarnar kom fram
að hinn flúraði stíll ein-
kenni þær einnig.
Taldi Sveinn að þrátt
fyrir að Morris næði
ekki fram hinum ein-
falda stíl íslendinga
sagnanna í þýðing-
unum tækist honum
að leiða lesandann inn
í ákveðinn miðalda-
heim og væri það meg-
inkostur þeirra.
Þýðingarsamstarf
þeirra Morris og Eiríks
var annars nokkuð sér-
stakt; Eiríkur þýddi
fyrst frumtextann orðrétt á ensku
en svo umskrifaði Morris enska
textann og færði í stílinn. Eiríkur
hefur þannig fyrst og fremst reynt
að fínna frumtextanum merkingar-
legt jafngildi á ensku en Morris
hefur svo reynt að koma til skila
þeim áhrifum sem hinn forni sagna-
heimur hefur haft á hann. Gary L.
Aho, prófessor við The University
of Massachusetts í Amherst í
Bandaríkjunum, sem flutti erindi
um samstarf Eiríks og Morris, sagði
að mikilvægi Eiríks fyrir Morris
hefði umfram allt verið falið í því
að hann var fræðimaður á sviði forn-
fræða sem Morris var ekki; það er
fræðimennska Eiríks sem hefur
gert þýðingarnar jafnverðmætar og
raun ber vitni, sagði Aho.
Skáldskapur Morris
Morris þýddi ekki aðeins íslensk-
ar fornsögur heldur orti og ljóð
byggð á þeim. Um eitt þeirra fjall-
aði Marín G. Hrafnsdóttir, MA, í
erindi sínu, The Lovers of Gudrun,
sem byggt er á Laxdæla sögu. Ljóð-
ið naut almennra vinsælda í Bret-
landi ólíkt mörgum fyrri ljóðum
Morris sem eins og áður sagði þótti
rita tyrfinn stíl. í erindinu kom
fram að Morris víkur aldrei alveg
frá söguþræði fyrirmyndarinnar en
veitti sér ákveðið frelsi í meðferð
og túlkun efnisins. Þannig er Guð-
rún Ósvífursdóttir ekki sú kona í
ljóðinu sem við þekkjum í Laxdælu;
tekur hún nokkuð mið af ritunar-
tíma ljóðsins, hinni viktoríönsku
kvenímynd; hreinleika, fegurð,
næmni, sakleysi en einnig að vissu
leyti brjálsemi. .
Morris ferðaðist um ísland sumr-
in 1871 og 1873; heimsótti hann
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GARY L. Aho spjallar við gesti málþingsins, sem var ágætlega
sótt, um samstarf þeirra Morris og Eiríks Magnússonar, bóka-
varðar í Cambridge.
söguslóðir Njálu, Eyrbyggju og
Laxdælu. Morris hélt dagbækur á
ferðum sínum um landið og lýsir
þar landi og þjóð og segir frá ýms-
um þeim ævintýrum sem þetta
hijóstruga land leiddi hann í.
Andrew Wawn, háskólakennari við
háskólann í Leeds á Englandi, sagði
þó í fyrirlestri sínum, sem nefndist
William Morris: The Myths and the
Realities, að óþarft væri að kalla
það hetjulegt afrek hjá Morris að
hafa heimsótt ísland á þessum
árum, enda hefðu íslendingar þá
þegar verið farnir að gera landið
út á ferðamenn.
*• Wawn skoðaði kvæði sem Morris
orti um haug Gunnars á Hlíðarenda
og sendi Jóni Sigurðssyni til yfír-
lestrar. Vildi Morris að kvæðið yrði
þýtt á íslensku og birt en Jón sendi
það til baka með þeirri orðsendingu
að honum þætti þetta lélegur kveð-
skapur og teldi enga ástæðu til að
þýða hann og birta. Var Jón einkum
ósáttur við að Morris lýsti landinu
sem gráu. Wawn benti hins vegar
á að grái liturinn í skáldskap Morr-
is hafi ekki verið tákn litleysis,
heldur þvert á móti. Sagðist Wawn
því telja að Jón hefði fellt ranglát-
an dóm um þetta kvæði.
Þögnin rofin
Á þinginu kom fram að lengi
hafi þögnin umlukið William Morr-
is og verk hans á íslandi. Marín
benti til dæmis á að lítill gaumur
hafi verið gefinn að The Lovers of
Gudrun á meðal íslenskra fræði-
manna. í þýðingum og skáldverk-
um Morris hljóta hins vegar að
liggja merkilegar heimildir um við-
tökur erlendis á íslenskum fornbók-
menntum á síðustu öld; er einkum
forvitnilegt að skoða til hvers
árekstur þessara tveggja tíma og
menningarheima leiða. Vonandi
hefur þögnin verið rofin.
Á laugardaginn var opnuð sýn-
ing á verkum Williams Morris í
Þjóðarbókhlöðunni, meðal annars á
þýðingum hans, ferðabók frá ís-
landi og bréfaskiptum við íslend-
inga. Einnig eru til sýnis dæmi um
bókagerð hans.
IBALENO
Vegna lœkkunar á vörugjaldil
Suzuki Baleno 1,6 GLX beinskiptur:
Var 1.375.00,- kr. NÚNA: 1.280.000,- kr.
Geturðu gert betri bílakaup?
SUZUKI
• Afl og öryggi •
m
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
Suzuki Baleno 1,6 GLX sjálfskiptur:
Var 1.495.00kr. NÚNA: 1390.000,- kr.
En flýttu þér!
Aðeins nokkrir bílar
afliendingar strax!