Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 41 skuli nú vera allur og mikill harm- ur kveðinn að Elísabetu konu hans og sonum þeirra tveimur. En við eigum þó minninguna um þann lífs- glaða og smitandi hlátur sem hljómaði hvar sem hann fór. Tómas R. Einarsson. Engum hef ég kynnst sem kallar jafn umsvifalaust fram sólskin í huga mínum og Guðmundur Thor- oddsen. Við kynntumst þegar við vorum lítil, - þá var hann kallaður Balli og það hef ég kallað hann síðan. Systkinahópurinn á Laugalæknum virtist stór, - eftir á að hyggja voru þau bara fjögur, - en þau voru svo lík, töluðu hvert upp í annað og hlógu þannig að manni fannst þarna vera her manns. Seinna endurnýjuðum við kynn- in, - tvö við stórt borðstofuborð heima hjá Dóru vinkonu að reyna að læra anatómíu. Það er viður- kennt sem óbærilega leiðinleg iðja. En ekki með Guðmundi. Hann fór á flug við að myndskreyta glósurn- ar okkar, sem urðu einn samhang- andi brandari. Þessi próflestur inn- siglaði vináttu okkar og hlaut að launum heiðurssess meðal al- skemmtilegustu minninga. Guð- mundur hætti við að verða læknir og ákvað að lifa lífinu í staðinn. Og það gerði hann. Líf hans leiðir þráðbeint til niðurstöðu Jónasar Hallgrímssonar um langlífí. Hann var hugaður lífsnautna- maður, sem sáði gleði allt í kring- um sig. Hann hafði einstakt auga fyrir möguleikum hverrar stundar - sá það skemmtilega í hveijum hlut og tilsvari, og var svo örlátur á lífskraft sinn að allir blómstruðu nálægt honum. Að hitta Guðmund bjargaði ekki bara deginum, heldur heilli árstíð. Hann rúmaði miklar andstæður í fullri sátt. Hugrekkið og kraftinn sem þarf til að smíða sér skútu og leggja í hann út um öll heimsins höf, eða fara á mótorhjóli yfir Sah- ara og slást í för með tilviljuninni út og suður um Afríku. Bak við þennan kraft var svo ljóðræn næm- in sem við eigum í myndlistarverk- unum hans, hlýjan, dýptin og húm- orinn sem hann jós yfir okkur. Það er lítil huggun að hann hafði lifað meira og skapað fleira en við vinir hans til samans. Við vildum öll eiga hann að svo miklu miklu lengur. Samúð vinanna umvefur Elísabetu, Jón Kolbein og Einar Viðar, systkinin og ijölskylduna alla. Minning Guðmundar Thor- oddsens skín björt og hlý, eins og sólskinið sem hann bar með sér. Guðrún Pétursdóttir. Enn er hoggið skarð í raðir fé- lagsmanna Nýlistasafnsins, en skammt er síðan safnið sá á eftir öðrum mætum félagsmanni. Guð- mundur Thoroddsen hafði verið félagi í Nýlistasafninu frá 1983 og náði hann að halda ijórar einkasýn- ingar í safninu auk þess að eiga verk á samsýningu félagsmanna 1995. Guðmundur hélt sína síðustu einkasýningu í Nýlistasafninu í byrjun þessa árs. Þrátt fyrir þreng- ingar og alvarleg veikindi sýndi hann í metnaðarfyllsta rými húss- ins ljóðrænar veggmyndir sem undirstrikuðu fegurð rýmisins. Ævintýraþrá hans endurspeglast í verkum hans, en siglingar og sigl- ingafræði voru honum liugstæð. Ferðin sem næstum var farin, Suð- urflauta, Hugsað að Horni, í Skýmingini, Dimmalætting, Stað- vindar og Eyjar. Guðmundur var gleðimaður og í þeim anda var síðasta opnun hans með djasstónleikum og troðfullu húsi - mikill mannfagnaður. Að margra áliti var þetta besta sýning Guðmundar og vafalítið áttu marg- ir sína síðustu stund með honum við það tækifæri. Félagar í Nýló minnast hans, þakka honum fé- lagsskapinn og óska honum velf- arnaðar á siglingunni um ókönnuð höf. Fjölskyldu og vinum færum við innilegustu samúðarkveðjur. Stjórn Nýlistasafnsins. + Hulda Jóns- dóttir fæddist á Hólmavík 16. júní 1930. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru María Bjarnadótt- ir, f. 25.5. 1893, d. 7.11. 1971, og Jón Óttarsson, f. 14.6. 1892, d. 26.5. 1970. Þau bjuggu á Ból- stað 1915-1920, á Fitjum 1921-1927, lengi á Hólmavík en fluttu til Akra- ness 1953 og bjuggu þar til dánardags. Systkini Huldu eru: Björg Heiður Guðrún, f. 19.11. 1916, Ása, f. 5.8. 1917, d. 11.7. 1995, Bjarni, f. 23.4. 1918, d. 5.8. sama ár, Sigríður, f. 8.12. 1920, d. 25.7. 1963, Bjarni, f. 19.8. 1922, Sig- urbjörg Jónína, f. 19.8. 1922, Kæra Hulda, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum línum og þakka af al- hug þá samleið sem við höfum átt í svo mörg ár. Hvernig má það vera að þú sért farin frá okk- Guðrún Hallfríður, f. 12.3. 1924, Ottó Helgi, f. 5.5. 1925, d. 4.8. 1925, Petr- ína Hansína, f. 7.7. 1926, d. sama ár, Pétur, f. 20.7.1927, og Gylfi, f. 25.5. 1933. Hulda giftist Jó- hanni Jónssyni, þau skildu. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Jónas Þór Arthúrsson, f. 12.8. 1940. Börn Huldu og Jóhanns eru: 1) Olafur, f. 26.10. 1952, hann á tvö börn. 2) Jóna Mar- ía, f. 18.12. 1957, hún á tvö börn. 3) Sigurður, f. 1.10.1963, sambýliskona Guðleif Bergs- dóttir og eiga þau tvö börn. Útför Huldu fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ur svo skyndilega, við sem vorum hjá þér í saumaklúbb fyrir nokkr- um vikum alltaf svo kátar og hressar að njóta frábærra góð- gerða á þínu fallega heimili. Þú varst að segja okkur frá fyrirhug- aðri aðgerð sem þú þyrftir að fara í, en bjóst við að verða orðin svo hress að geta mætt í næsta klúbb. En hvað gerist? Sætið þitt var autt og okkur bárust daprar fréttir af heilsu þinni en það hlyti að lagast fljótlega. Svo gerðist eitthvað sem við eigum svo erfitt með að skilja og maðurinn með ljáinn heimsótti þig og fullkomnaði sitt verk. Nú vit- um við að stóllinn þinn verður auður áfram. Og sorgarfregnin skyggir á birtu sumarsins og tregi situr í hjarta. En þú munt lifa í hugum okkar, því svo margar skemmtilegar minningar eigum við frá samverustundum í sauma- klúbbnum, og þær getur enginn tekið frá okkur þó þú sért horfin sjónum okkar. Hvíl þú í friði. Við sendum öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur og hugga á sorgarstundum. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Jóhanna Sigurðardóttir. Hún Hulda okkar er látin, eftir stutta en snarpa sjúkralegu. Hún hafði alltaf verið heilsuhraust og sterk kona og því kom andlát hennar eins og þruma úr heið- skíru lofti fyrir alla sem hana þekktu. Ég kynnist Huldu í gegnum son hennar Sigga um það bil sem þau flytja til Keflavíkur. Hulda var sérlega opin, ræðin og jákvæð manneskja, þannig að strax við fyrstu kynni var eins og maður hafi þekkt hana ævilangt. Fljót- lega tók ég eftir því að hún var sterkur persónuleiki sem bar mikla virðingu fyrir öðru fólki og-*~ naut þess að vera í góðra vina hópi. Hún var snyrtimenni eins og vel mátti sjá á hennar nánasta umhverfi og á henni sjálfri, t.d. þegar hún lá á spítalanum sár- þjáð. Þá bað hún dóttur sína að setja rúllur í hár sitt, svo hún gæti litið sómasamlega út. Hulda kom mér fyrir sjónir sem einstaklega góð móðir og amma, sem alltaf var góður vinur barna sinna, enda kom það ekki ósjaldan fyrir þegar ég kom í heimsóknir til Sigga að Hulda var þar með** börnum sínum og barnabörnum. Hulda var alltaf mjög framtaks- söm kona og ung í anda og hafði ætlað sér að flytja til Reykjavíkur til þess að geta verið meira með manni sínum sem hefur atvinnu þar. Einnig hafði hún ætlað að sækja Tölvuskóla á hausti kom- andi. Oftast þegar ég kom í heim- sókn til Sigga og Hulda var þar fyrir, var oftar en ekki spjallað tímunum saman um bæði verald- lega og andlega hluti. Alltaf var stutt í hláturinn og grínið þegar Hulda var annars vegar,. þannig að auðvelt er að minnast hennar með bros á vör. t- Nú ert þú horfin úr lífi okkar, Hulda mín, en þú verður alltaf í hjarta þeirra sem þig þekktu. Bjarni Kristjánsson. HULDA JÓNSDÓTTIR GISSURINGI GEIRSSON + Gissur Ingi Geirsson fædd- ist á Byggðarhomi í Sandvíkurhreppi 17. júlí 1939. Hann lést á Borgarspíta- lanum 27. maí síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Selfosskirkju 8. júní. Sá sem eftir lifir, deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Mig langar að minnast frænda míns Gissurar Inga Geirssonar, sem lést eftir skamma en erfiða baráttu við sjúkdóm. Gissur Ingi var elstur fimm systkina og það mótaði hann og viðhorf okkar til hans. Hann var foringinn, hljómsveitarstjórinn og fyrirmyndin. Gissur lærði trésmíði og starfaði við það en gerðist seinna landpóstur, en þekktastur var hann fyrir hljómsveitina sem hann stýrði í fjölda ára, og sungu systur hans þær Úlf- hildur og Hjördís með henni. Það var mín heppni að lenda á sjúkrastofu með frænda mínum fyrir sjö árum og kynnast hon- um nánar en ella. Þá fann ég að frændsemi mín hafði ekki verið upp á marga fiska og þar sem tvísýnt var hvernig færi í það skiptið, þá var það ómetanleg reynsla að sjá þegar að Gissur á einum degi, sneri vörn í sókn og styrkist dag frá degi og að lokum yfirvann sjúkdóminn. Þá sá ég líka hve duglega og fallega fjölskyldu hann átti, sem heimsótti hann hvernig sem færð var og ég minn- ist þess, að ég fór að hafa ekki minni áhyggjur af ferð þeirra yfir Hellisheiðina, en heilsu frænda. En allt fór vel og Gissur. yfirvann erfið- leika með hjálp fjölskyldu og vina. Hann náði þreki og vann áfram við starf sitt sem landpóstur. Nú komu góð ár þar sem frændi var heill og þá auðvitað hrókur alls fagnaðar í afmælum og öðrum fagnaði með GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYK J AVÍKU R APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 "A” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavtk • Sími 5531099 nikkuna eða saxófóninn. Þar fór þó gjörbreyttur Gissur, það er á lík- ama, en ekki í eðli, hjálpsemin og vinarþelið var til staðar og gleðin. Hann hafði einstaka kímnigáfu og það geislaði af honum, en grínið var alltaf á hann sjálfan, ekki á aðra. Nú sakna ég góðu stundanna með frænda og varðveiti minning- una um góðan dreng sem var lagið að gefa af sér gleði og sigraði erfíð- leika með jákvæðu hugarfari og elju. Frábær styrkur eiginkonu hans og barna hefur þar skipt sköpum. Og nú þegar úrslitin eru ljós þökk- um við fyrir síðustu árin, sem hefðu mátt vera miklu fleiri, fyrri barátta Gissurar og sigur gaf von og fyrir- heit um þau. Eg bið Addý og böm- unum, Geir föður hans og öðrum vandamönnum styrk í sorg. Gissur Karl Vilhjálmsson. Þann 27. maí, annan dag hvíta- sunnu, kvaddi þennan heim vinur okkar og vinnufélagi Gissur Ingi Geirsson. Fyrir nokkrum árum veiktist hann og fór í erfiða aðgerð sem reyndi mikið á hann. En með ótrú- legum krafti náði hann sér og átti góð ár með fjölskyldu sinni og vin- um en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir óvægum sjúkdómi. Gissur starfaði sem landpóstur til fjölda ára og var hann með þeim fyrstu sem hófu þau störf í Árnes- sýslu, eða frá 1974. Hann var góð- ur starfsfélagi og vildi hafa hlutina í röð og reglu. Gissur var félagsvera og hafði mikla ánægju af allri tónlist. Þess fengum við vinnufélagarnir að njóta, því ekki taldi hann eftir sér að koma með „nikkuna" og halda uppi gleðskap þegar komið var sam- an á góðum stundum. Við þökkum honum samstarfið og samfylgdina um veraldarveginn. Ásdísi og fjölskyldunni allri send- um við innilegar samúðarkveðjur. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn, gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Sólarljóð, 82.) Kveðja. Vinnufélagar hjá Pósti og sima, Selfossi. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAU*N OlY'UV ♦ HM ******* Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il i S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.