Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lauk doktors- prófi í lífeðlis- fræði • INGIBJÖRG Hrönn Jónsdóttir lauk doktorsprófí í lífeðlisfræði við Lífeðlisfræðistofnun Háskólans í Gautaborg þann 26. apríl sl. Leið- beinandi var Peter Thorén prófess- or við Karolinska Institutet (KI) í Stokkhólmi. And- mælandi á dokt- orsvöminni var Dr. Thomas Lundeberg KI, Stokkhólmi. Ritgerðin fjallar um samspilið milli • lífeðlisfræðilegra áhrifaþátta og ónæmiskerfisins og þá sérstaklega áhrif þjálfunar á ónæmiskerfið og hafa rannsóknimar verið unnar á tilraunadýmm. Helstu niðurstöður em þær að þjálfun hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og þá sér í lagi svokallað meðfætt ónæmi (nat- ural immunity) sem er fyrsta svar líkamans gegn ýmsum veirusýking- um o g krabbameinsframum. Virkni ónæmiskerfisins gegn þeim krabbameinsfmmum sem notaðar vom í rannsóknunum mældist þannig mun hærri í þjálfuðum ein- staklingum miðað við óþjálfaða ein- staklinga. Sterk tengsl em á milli taugakerfísins, hormónakerfisins og ónæmiskerfisins og hafa rann- sóknir þessar hjálpað til við að skilgreina betur þetta samband. Niðurstöðumar hafa birst í alþjóð- legum vísindatímaritum og á ráð- stefnum víða um heim. Styrkt af fjölda vísindasjóða í Svíþjóð Verkefnið hefur verið styrkt af fjölda vísindasjóða í Svíþjóð, þ.á m. Sænska vísindaráðinu í lækna- vísindum (The Swedish Medical Research Council), Krabbameins- félaginu (The Swedish Cancer Soci- ety) og íþróttarannsóknaráði Sví- þjóðar (The Swedish National Cen- tre for Research in Sports). Ingibjörg er fædd og uppalin í Kópavogi, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og B.S. gráðu í Líffræði frá Há- skóla íslands árið 1990. Foreldrar Ingibjargar eru Alda Sveinsdóttir deildarstjóri á dagdvöl aldraða í Sunnuhlíð, Kópavogi og Jón Ingi Ragnarsson málarameistari. Ingi- björg er búsett í Gautaborg og starfar við rannsókna- og kennslu- störf við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Gautaborgarhá- skóla. Morgunblaðið/Kári Sólveig Þorvaldsdóttir segir mikilvægt að björgunarfólk starfi saman við almaiinavarnir Þarf að læra að umgangast almenning eftir hamfarir Laugrarvatni. Morgunblaðið SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Al- mannavama ríkisins, segir að kenna þurfí björgun- arfólki að umgangast almenning, sem upplifir náttúmhamfarir. Þetta hafí hún lært „af biturri reynslu á Flateyri“. Einnig ieggur hún áherslu á mikilvægi sjálfboðastarfs hins almenna borgara við miklar hamfarir, eins og kom fram í erindi hennar á þingi Slysavamafélags íslands á Laugar- vatni um helgina, sem haldið var undir yfirskrift- inni almenningur í slysavörnum og björgunarstörf- um. Þá lagði hún áherslu á mikilvægi samvinnu allra björgunarsveita og stofnana til þess að ná árangri í starfí. í 'erindi sínu benti Sólveig á að almennir borg- arar væru mikilvægur en týndur hlekkur í röð viðbragða við náttúmhamfömm og að reynsla manna um allan heim sýndi að það væra þeir sem veittu mestu og fyrstu hjálpina. Hún nefndi sem dæmi að við jarðskjálfta slösuðu flestir sig með því að detta, reka sig í eða verða fyrir hlutum sem falla. Aðeins lítili hluti fólks lokaðist inni í rústum þar sem þörf væri á sérhæfðu björgunarliði til að ná því út. Sólveig nefndi að almennir borgarar hefðu stjómað umferð í Mexíkó 1985, borið börur á þak bíla og flutt fólk á sjúkrahús í Armeníu 1988, slökkt elda í San Francisco 1989 og hver hjálpað öðrum úr rústum í Los Angeles 1994. Þá benti hún á að almenningur hefði gegnt mikiivægu hlut- verki við hamfarir í Vestmannaeyjum, Súðavík og á Flateyri. Á öllum þessum stöðum hafí það verið almennir bæjarbúar sem fóru af stað og unnu nauðsynleg björgunarstörf áður en skipulagt björgunarstarf hófst. Hörð átök hafa orðiö milli almennings og björgunarliðs Sagði Sólveig ennfremur að Slysavarnafélagið og Almannavamir þyrftu að velta fyrir sér þeirri spumingu hvemig hægt væri að virkja almenning. „Búa þarf almenning undir að bið getur orðið á að hjálp berist og að björgunaraðgerðir geti haf- ist. Þá er það einnig reynslan að þegar björgunar- lið hefur mætt á staðinn og beðið almenning að víkja til hliðar hafa orðið ansi hörð átök milli björg- unarliðs og almennings. Því er nauðsynlegt að þjálfa björgunarlið í að taka á slíkum málum. Kenna verður björgunarfólki að umgangast almenning sem upplifir náttúruhamfarir. Þetta lærði ég af biturri reynslu á Flateyri í fyrra,“ sagði Sólveig. Einnig vék hún að nýju starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins og fortíð sinni sem liðsmaður í Landssambandi hjálpar- sveita skáta og síðan Landsbjörgu, eða „hinum samtökunum“ og bað viðstadda að líta á sig sem samheija úr björgunarsamtökum á Islandi fremur en andstæðing úr „hinum samtökunum" þótt hún hefði tekið þátt í þeirri pólitík sem væri í viðskipt- um samtakanna. „Framkvæmdastjóri Almannavarna gerir ekki upp á milli björgunarsamtaka. Sem opinber starfs- maður er ég talsmaður björgunarmanna á ís- landi. Samvinna allra björgunarsveita og stofnana er mikilvæg til að ná árangri í starfi. Markmið mitt er ekki að hafa alla góða heldur að ná ár- angri á sviði almannavama. Ef tekur að gefa á bátinn um of mun ég taka þá stefnu sem skilar bátnum heilum til hafnar, þó svo að einhver verði sár af því að hans stjarna skín ekki eins skært og hann hefði viljað,“ sagði hún. Jafnframt ítrekaði Sólveig að mikið afl byggi innan björgunarsamtaka í landinu og því mikilvægt að sameina þau til átaka. „Það er í mörg hom að líta fyrir Almannavamir en þær em aðeins beina- grindin að starfinu því björgunarsveitimar í landinu em vöðvamir sem knýja það áfram. Án ykkar kemst starf að almannavömum hvorki lönd né strönd,“ sagði Sólveig Þorvaldsdóttir að lokum. Aðalfundur Sjálfsbjargar Morgunblaðið/Ásdís AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, fór fram um helgina. Guðríður Ól- afsdóttir, formaður Sjálfsbjarg- ar, setti fundinn en við það tæki- færi tóku einnig til máls Ingibjög Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ólöf Ríkharðsdóttir, formað- ur Öryrkjabandalagsins. Velferðar- ráðstefna í Reykjavík FRAMTÍÐ norræna velferðar- samfélagsins er viðfangsefni ráðstefnu í Reykjavík sem hefst í dag í Háskólabíói kl. 9. Á ráð- stefnu Norrænu ráðherranefnd- arinnar um framtíðarhorfur í velferðarmálum „Morgendagens velfærdssamfund“ verður stefna Norðurlanda og Evrópu í vel- ferðarmálum rædd út frá ýms- um sjónarhomum. Stuðningur við atvinnulausa, atvinnuskap- andi aðgerðir, jafnrétti og fé- lagslegt öryggi em nokkur lykil- atriði á ráðstefnunni. Ráðstefnuna sækir tugur norrænna ráðherra sem fara með mál er varða réttindi þegn- anna. Meðal ræðumanna er Pádraig Flynn, sem á'sæti í framkvæmdastjóm ESB, Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Sigrún Júlíusdóttir lektor. Ole Norrback, samstarfsráðherra Finnlands og formaður ráð- herranefndar samstarfsráð- herra, opnar ráðstefnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.