Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Bjargvættur Bessastaða Frá Þórði E. Halldórssyni: KRISTINN Sigursveinsson,' Hóla- braut 3, Hafnarfirði, skrifar eftir- tektarverða grein í Morgunblaðið 18. maí sl. sem hann kýs að nefna „Höld- um Bessastöðum utan við trúðslæt- in“. Hann segir meðal annars; „það er skoðun mín að þegar þjóðin velur sér forseta, vilji hún fremur öllu öðru, að forsetinn sé vammlaus". Hún vill geta borðið virðingu fyrir forseta sínum og vill ekki að á Bessa- stöðum sitji fólk sem hún þarf að skammast sín fyrir._ „Hún vill fólk sem ber menningu Islands og allan hag fyrir brjósti, en ekki hrokafulla framagosa í embættisleit. Það er ekki sjálfgefið, að því kjaftforari og óprútnari sem menn eru á opinberum vettvangi að því vinsælli verði þeir. Við viljum fo'rseta sem er sameining- artákn okkar. Ef við höfum þessi viðhorf í huga þegar við kjósum næsta forseta íslands, verður valið auðvelt. Við veljum Ólaf Ragnar Grímsson." Það fer ekkert á milli mála að framanrituð ummæli eru í eðli sínu hárrétt, en eiga ekki við nokkum frambjóðanda að ávirðing- um betur en Ólaf Ragnar Grímsson. Þess vegna er auðséð að greinarhöf- undur hefur gleymt því að hann ætlaði að segja í lokin; „Við veljum ekki Ólaf Ragnar Grímsson.“ Kristinn biður um vammlausan mann í embættið. Er það Ólafur Ragnar? Hefur enginn orðið var við sóðalegt orðbragð Ólafs á Alþingi íslendinga? Var það ekki líkt persónu Ólafs þegar hann sagði að forsætis- ráðherra Davíð Oddsson væri haldinn „skítlegu eðli“? Þetta sagði hann í opinberri sjónvarpaðri umræðu á hinu háa Alþingi. Vilja mertn reyna að gleyma setu Ólafs í stóli fjármálaráð- herra? Mundu t.d. kennarar gefa honum háa einkunn fyrir afrek hans þar? Það hefur vakið talsverða at- hygli íjöldans hvað Ólafur hefur ver- * ið þögull, allt frá þeim degi er Vig- dís forseti tilkynnti að hún færi ekki fram til forsetakjörs. Sporin hræða. Ólafur telur sér hentast að hafa sem fæst orð um fortíðina. Láir það hon- um enginn. Greinarhöfundur heldur áfram og ræðir um hrokafulla fra- magosa í embættisleit, einnig forseta sem á að vera sameiningartákn. Á það helst að vera Ólafur Ragnar Grímsson, sem hefur verið og er trú- legast enn kyndilberi kommúnism- ans, enda þótt sú stefna hafi sett upp tærnar í bili. Fólki er talin trú um það að á íslandi finnist ekki kommún- ismi. En hann á sér það til ágætis að hafa í mörg skipti breytt um nafn til að villa um fyrir almenningi að betrumbætur á stefnunni fælust í nýrri nafngift. Á þar vel heima í umsögn Kristins Sigursveinssonar um hrokafulla framagosa í embættis- leit, kjaftfora og óprúttna. Þess vegna er brennandi spuming til þeirra er hyggjast kjósa Ólaf Ragnar til forseta hvort litið verði til okkar frá nágrannaríkjunum með mikilli virðingu eftir að hafa kosið eitt aðal- átrúnaðargoð kommúnismans á ís- landi fyrir forseta. Þrátt fyrir nafnbreytinguna á kommúnistaflokknum áram saman, hafa fomstumenn hans aldrei breyst að neinu leyti. Frammámenn hans em sömu hrokafullu, kjaftforu og óprúttnu framagosarnir sem Kristinn er svo snilldarlega að lýsa. Ég tek því heilshugar undir það sem Kristinn ætlaði að segja. Kjósum ekki Ólaf Ragnar Grímsson til forseta. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Guðrún Agnarsdóttir - ein af okkur Frá Önnu Vigfúsdóttun í TILEFNI væntanlegra forseta- kosninga langar mig til að segja frá kynnum mínum af einum frambjóð- andanna, Guðrúnu Agnarsdóttur. Ég hef þekkt Guðrúnu frá því hún fæddist og unnið með henni í fjöld- skyldufyrirtæki ömmu hennar og móðursystkina. Ég var á heimili ömmu hennar frá því að Birna móðir Guðrúnar var á unglingsár- um. Síðar vann ég og systir mín í fyrirtæki ömmu Guðrúnar. Á þeim árum var langt frá því að vinnuveit- endur litu á verkafólk sem jafningja sína. Hins vegar var fólk Guðrúnar sérstakt að því leyti að í hennar fyrirtæki voru allir eins og ein fjöld- skylda. Fólk vann hlið við hlið og þegar vel gekk nutu allir góðs af. Fjöldskyldan var sparsöm og engu var eytt í óhóf, en þó var síður en svo reynt að hafa neitt af starfsfólk- inu. Þvert á móti var þeirra réttur virtur og gert betur við það en venja var til. Guðrún var strax í bernsku ein- staklega dugleg og röggsöm stúlka, en jafnframt ljúf í viðmóti og um- gekkst samferðafólk sitt af sömu nærgætni og einkenndi fjöldskyldu hennar. Móðir Guðrúnar var sér- staklega jákvæð og grandvör kona og dró aldrei fram galla í fari neinn- ar persónu, sem bar á góma. Mót- aði þetta viðhorf uppeldi barna hennar og að mínu mati hefur Guð- rún tekið þessa eiginleika í arf. Mér og minu fólki hefur Guðrún ætíð reynst vel og heiðarleiki og trygg- lyndi hefur einkennt framgöngu hennar þar sem ég hef verið henni samtíða og fylgst með henni. Ég treysti Guðrúnu manna best til að halda merki íslensku þjóðar- innar á lofti og sameina hana að baki sér að loknum kosningum. Ég tel að það væri óbætanlegt slys ef þjóðin léti villa um fyrir sér vegna auglýsinga, sem dælt er yfir okkur í skjóli ómælds fjármagns. Ég skora á þjóðina að fylkja sér heldur að baki Guðrúnar Agnarsdóttur, sem stendur utan allra öfga í stjórnmál- um og mun eins og hún hefur ávallt gert deila með okkur kjörum og vinna með okkur að því markmiði að skapa betra og réttlátara þjóðfé- lag á Islandi. ANNA VIGFÚSDÓTTIR, saumakona. Forsetakjör Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: í UPPHAFI ætlaði ég að leiða hjá mér alla umræðu um frambjóðendur til æðsta embættis I íslensku réttar- kerfi, forsetans. Fram að þessu höf- um við Islendingar verið heppnir með kjör okkar forseta og vona ég að svo verði áfram. Þeir voru allir kjömir án skrumauglýsinga. Nú þykist hver mestur sem gerir íburðarmestu og dýrustu auglýsingarnar, eigin verð- leikar frambjóðenda eru torfundnir í slíkum hafsjó fáránleikans. Sú um- ræða sem komin er í gang að mark- aðssetja Bessastaði og þar með for- setaembættið er glæpsamleg í alla staði og til skammar fyrir okkur Is- lendinga hvar í metorðastiganum sem við stöndum. Að forsetaembættið sé gagnslaus skrautfjöður sem megi falla er hvergi rétt. Þeir sem slíkt halda eru hryðjuverkamenn glund- roðans._ í mínum huga ætti forseti okkar Islendinga að beita valdi sínu meira en gert hefur verið í stórum og erfiðum málum sem snerta okkur landsmenn beint og óbeint. Vitna ég þar til máls sem okkar ágæti for- seti, frú Vigdís Finnbogadóttir, var þvinguð til undirskriftar á hér um árið, sem í dag er að meirihiuta til óheilla fyrir okkur. Að virkja eitthvað er í mínum huga orð sem táknar að beisla fallvötn, ár og vötn, til raforkuöflunar, sem aftur er söluvara til hins almenna notanda. Á Álftanesi syðra er ekki sá hæðarm- ismunur sem réttiætir slíkt orð. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Einelti í Hólabrekku- skóla KONA hringdi og vildi taka undir með konunni sem talaði um einelti í Hóla- brekkuskóla. Hún segist vita af a.m.k. fimm bömum í götunni sem hún býr við sem hafa orðið fyrir einelti. Henni fionst gott að þetta skyldi hafa komið fram í dagsljósið og vill að skólayf- irvöld geri eitthvað í málinu. Meira einelti SIGRÚN hringdi og sagð- ist vita um eineltið í Hóla- brekkuskóla. Hennar börn urðu fyrir slíku athæfí og kvað svo rammt að að hún þurfti að skipta um skóla. Þegar foreldrar koma sam- an á foreldrafundum í Hólabrekkuskóla er rætt um þessi mál og eru flestir sámmála um að þetta sé vandamál, en skólayfirvöld virðast ekki gera sér neina grein fyrir því og aðhafast ekkert. Orð Jesú Krists VEGNA ummæla Njarðar P. Njarðvík um nýútkomna bók hans þar sem hann segir að sú bók sé líklega sú eina sinnar tegundar, þá langar mig að koma á framfæri að ég á bók sem heitir Orð Jesú Krists - öll orðin er Nýja testa- mentið geymir, og kom út um 1950. Séra Þorvaldur Jakobsson bjó bókina undir prentun. Hrefna Til hamingju MIG langar að óska homm- um og lesbíum til hamingju með nýju löggjöfina sem staðfesti sambúðarlöggjöf samkynhneigðra. Öllum landsmönnum langar mig líka að óska til hamningju með þetta skref í mann- réttindabaráttu íslend- inga. Jón Helgi Gíslason Tapað/fundið Hjól tapaðist STÓRT, svart gamaldags kvenreiðhjól hvarf úr Eski- hlíð rétt ofan við Nauthóls- vík um hálfeittleytið að- faranótt annars í hvíta- sunnu. Finnandi vinsam- lega láti vita í síma 551-2733. Gæludýr Kettlingar ÁTTA vikna fallegir bröndóttir og gæfir kettl- ingar fást gefins á gott heimili. Þeir eru vanir bömum. Upplýsingar í síma 567-6569. Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTTUR gelt- ur fressköttur með rauða hálsól tapaðist frá Selja- hverfi í Breiðholti á mánu- daginn fyrir rúmri viku. Hann var eyrnamerktur „R-5112". Hafi einhver orðið ferða hans var er hann beðinn að hringja í síma 557-8422. Dísarpáfagaukur GRÁR dísarpáfagaukur með gulan haus og rauðar kinnar flaug frá Fjólugötu sl. laugardag. Hann er mannelskur og gæti hafa reynt að komast inn ein- hvers staðar. Ef einhver hefur orðið var við hann er hann beðinn að hringja í síma 551-0638. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á meist- aramóti Skákskóla íslands um helgina. Einar Hjalti Jensson (2.120) var með hvítt, en Stefán Kristjáns- son (1.715) var með svart og átti leik. Svartur fann nú glæsilega hróksfórn og vann fljótt; 31. - He2! 32. Dxe2?? - Dxe2 og hvítur gafst upp, því eftir 33. Rxe2 — Bf5+ 34. Ka2 — Ha8 er hann mát. Hvítur mátti alls ekki þiggja hróksfómina. Skársti varnar- leikurinn var 32. Dd4! þótt svart- ur standi auðvit- að betur að vígi. Kristján Eð- varðsson sigraði á. mótinu með sex vinninga af sjö mögulegum og vann sér ferð á skákmót er- lendis. 2. Sigur- björn Björnsson 5‘A v., 3. Stefán Kristjánsson 5 v., 4-7. Páll A. Þórarinsson, Einar Hjalti Jensson, Berg- steinn Éinarsson og Hlíðar Þór Hreinsson 4'/2 v. 8—10. SVARTUR á leik Torfi Leósson, Davíð Kjart- ansson og Hjalti Rúnar Ómarsson 4 v. Ást er... ... að styrkja sjálfsmynd hans. TM Reg. U.S. Pat Off. — all hflhts resarved (c) 1996 Lo8 Angeles Times Syndicate Hlutavelta Ljósm. Hanna Hjartardóttir ÞESSAR þrjár ungu stúlkur sem heita Tinna Lárus- dóttir, Nína Hrefna Lárusdóttir og Ólöf Rún Benedikts- dóttur, héldu á dögunum hlutaveltu á Kirkjubæjar- klaustri og söfnuðu 1.500 krónum. Peningana lögðu þær inn á reikning til styrktar Marin Hafsteinsdóttur á Eskifirði. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar krabbameinssjúkum börnum og varð ágóðinn 2.048 krónur. Þær heita Sara Sigurðardóttir, Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir og Stella Sigurðardóttir. Víkverji ATHYGLISVERÐAR upplýs- ingar komu fram hér í blaðinu um helgina um vinnubrögð kaffi- sala. Framleiðendur Gevalia-kaffis hafa verið sakaðir um að flytja inn gamalt kaffi og að hafa ætlað að leyna því með því að raða kaffinu í gám með þeim hætti að litlar lík- ur væru á, að það yrði upplýst. Hinir íslenzku umboðsmenn þessa kaffis hafa mótmælt þessum ásökunum og upplýst, að gámur, sem fara hefði átt til Austur-Evrópu hafí fyrir mistök verið sendur til íslands. Hver og einn leggur mat á þær skýringar eftir sínu höfði, en það sem vakti athygli Víkveija var sú staðreynd, að hið gamla kaffi átti að fara til Austur-Evrópu. Eru vinnubrögðin gagnvart hin- um nýfrjálsu þjóðum í Austur-Evr- ópu svona? Er hægt að selja þeim hvað sem er, líka gamalt kaffi, sem stenzt ekki þær kröfur, sem neyt- endur gera á Vesturlöndum? Geta virðuleg fyrirtæki eins og hið er- lenda fyrirtæki, sem framleiðir Gev- skrifar... alia-kaffí, verið þekkt fyrir að stunda viðskipti með þessum hætti? xxx AÐ ER skemmtileg hugmynd hjá Arngrími Jóhannssyni, flugstjóra, eiganda Atlanta-flugfé- lagsins að nefna nýja breiðþotu fyr- irtækisins í höfuðið á Úlfari Þórðar- syni, augnlækni. Eins og fram kom í frétt hér í blaðinu um helgina hefur Úlfar komið mjög við sögu flugs á íslandi og því vel að þessum heiðri kominn. xxx TÖLUVERT var hert að forseta- frambjóðendum í umræðu- þætti í ríkissjónvarpinu í fyrra- kvöld. Víkveija þótti þeir margir á hálum ís, þegar þeir voru annars vegar að lýsa því, hvernig þeir mundu vinna að margvíslegum málefnum, sem á döfinni eru í þjóð- félaginu og leitast við að hafa áhrif á viðhorf fólks til þeirra og hins vegar sérstaklega í sambandi við hugsanlegan atbeina forseta að friðarmálum. Hvernig dettur fólki S hug, að smáþjóð á borð við okkur Islendinga geti haft raunveruleg áhrif í þá átt að auka frið í heiminum? Hvernig eru deilur settar niður í Miðaustur- löndum og Bosníu? Það er gert með því að stórveldin ýmist hóta öllu illu eða bjóða deiluaðilum gull og græna skóga, ef þeir láta af ofbeldi og hernaði. Þetta er ástæðan fyrir því að hvergi er hægt að koma á raunverulegum friði nema fyrir til- stilli Bandaríkjamanna. Allir vita að þeir hafa bæði tækin til þess að beita hörðu og peningana til þess að greiða fýrir lausn margvíslegra vandamála í kjölfar friðar. Það er innantómt hjal að halda að Islendingar geti átt raunvéruleg- an þátt í að stuðla að friði í heimin- um eða að forseti íslands geti átt hlut að því. Við erum ekki smáþjóð heldur örþjóð og eigum að gera okkur raunsæja grein fyrir eigin stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.